Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 1997 29 Fréttir Vegabætur í ísaQarðardjúpi: Bylting til hins betra DV, Hólmavík: Unnið var að nokkrum endurbót- um, svo og nýlagningu vega í ísa- fjarðardjúpi innanverðu á síðasta ári og 1995. Um er að ræða 12,7 km vegakafla milli Ögurs og Gilseyrar á Djúpvegi og endurbætur og nýlagn- ingu um fjögurra km kafla við bæ- ina Rauðamýri og Hamar á Snæ- fjallastrandarvegi. Verktaki við báðar þessa fram- kvæmdir var Fylling hf. á Hólmavík og að sögn Karls Þórs Bjömssonar framkvæmdarstjóra hljóðaði tilboð verktaka i veginn milli Ögurs og Gilseyrar upp á 39 milljónir króna. Endanlegur kostnaður varð nokkra meiri eða um 44 milljónir króna. Framkvæmdir við hann hófust í september 1995 en vegna ótíma- bærrar vetrarkomu síðari hluta október, með meiri snjóalögum á þessum tíma árs en dæmi eru um áður, var minna unnið fyrri hluta þess vetrar en áform voru uppi um. Aftur var svo hafist handa á maí sl. og verkinu skilað í ágúst. Þá var lagt yfir hann slitlag af vinnuflokki Vegagerðar eftir að gengið hafði verið frá viðbótarsamningi um und- irbúning vinnu fyrir slitlag við Fyll- ingu hf. og sú vinna verið af hendi leyst. Vegurinn er að mestu lagður á sama stað og sums staðar alveg en annars staðar réttur af hvað varðar beygjur og mishæðir. Karl Þór segir að vinnusvæðið hafi verið verulega erfitt. Þeir hafi nær allan tímann haft umferðina um það og verulega mikið hafi þurft að sprengja. Upphafleg ágætlun gerði ráð fyrir að það yrðu 36 þús- und rúmmetrar en varð þó heldur minna þegar upp var staðið. Þetta mulda grjót var svo flutt til nota sem þurrlag og ávinningurinn af því verður traustari og að öllum lik- indum endingarbetri vegur vegna þess hve undirlag hans er úr góðu efni. Á Snæfjallastrandarvegi var unnið við þrjá aðskilda vegakafla eftir að brú yfir Hvannadalsá við Rauðsmýri hafði verið endurbyggð. „Þó þetta sé ekki mikil fram- kvæmd sem þarna var unnið að er þetta nánast bylting til hins betra.“ Um útlitið með verkefni næstu mánuði eru ekki bjartar horfur að mati Karls Þórs. Áf því sem fyrir liggur er aðeins um að ræða um vikuvinnu í ísafjarðardjúpi og litlu Keflavíkurflugvöllur: Farþegar yfir milljón DV, Suöurnesjum: Áningarfarþegum um Keflavíkur- flugvöll fjölgaöi um 34.459 í fyrra frá 1995 og voru alls 276.958. Farþegar sem komu til landsins og fóra af landi brott í fyrra ásamt áningarfar- þegum voru samtals ein milljón 24 þúsund 650. Það er í fyrsta skipti í sögu vallarins sem farþegar eru fleiri en milljón sem fara um Leifs- stöð. 1995 voru þeir 930.486. Umferð um flugvöllinn hefur auk- ist á hverju ári síðan Flugstöð Leifs Eiríkssonar komst í gagnið. Lend- ingum á vellinum í fyrra fjölgaði um 529 frá 1995. Voru 7782 og flestar í júlí. Þá 952 en voru 804 árið 1995. Þá varð aukning í vöruflutning- um á síðasta ári. Voru 13.519 tonn en 1995 voru þeir 11.175 tonn. Aukning varð einnig í flutningum til lands- ins. Voru 7.743 tonn en 6.060 tonn 1995. Úr landi voru flutt 569 tonn af pósti á móti 564 árið 1995. Hins veg- ar minnkaði póstur til landsins frá 1995 um 33 tonn. -ÆMK meira vestur á Barðaströnd. „Útlitið hefur sjaldan eða aldrei verið verra hjá okkur, nánast ekkert liggur fyr- ir af ókláruðum verkefnum og lítið er vitað hvort eitthvað verður um ný verk í ár,“ segir Karl Þór. -GF VORNAMSKEIÐ Aikikai Reykjavík GYM 80 Suðurlandsbraut 6 upplýsingar og skráning í símum 588-8383 & 898-3493 Tveir úr framvaröasveit Fyllingar. Aðalbjörn Sverrisson og Karl Þór Björns- son til hægri. DV-mynd Guöfinnur Bílar á besta aldri bíða eftir nýjum eigendum KAUPDAGAR -19. janúar Þessa daga bjóðum við mikið úrval af góðum notuðum bílumE I Líttu við því þú getur verið viss um að gera góð kaup. # ¥ Lyklarnir okkar ganga aðeins að góðum notuðum bílum. NOTAÐIR BILAR SUÐURLANDSBRAUT 12, SÍMI: 568 1200 BEINN SÍMI 581 4060 ATHUGIÐ! Opið til kl. 21 á virkum dögum. Laugard. 10-17. Sunnud. 13-16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.