Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Blaðsíða 16
16 ' enning MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 1997 313"V Blekkingin mikla Það vekur undarlega tilfirmingu að ganga inn í mannlausa sali Listasafns íslands þessa daganá og skoða expressíónísk af- straktmálverk Eiríks Smiths. Tilfinningu sem líkist því að ganga inn í helgidóm týndra eða út- dauðra trúarbragða. Ef listin er afhelguð trúar- brögð þá er listasafnið af- helguð kirkja. Þessi ein- angraði heimur, sem virðist nú í órafjarlægð frá þeim veruleika sem utan veggjanna stendur, á sér sögulegar rætur í draumnum um hið af- markaða og sérhæfða svið fagurfræðilegrar reynslu utan og ofan við alla aðra mannlega reynslu og þekkingu. Kjarna hennar var að finna í afstraktmálverk- inu eins og það þróaðist um miðbik aldarinnar, í hreinu sjónrænu áreiti sem þolir hvorki kenjar dagsbirtunnar né nábýli við náttúruna eða skarkala götulífsins, ekki frek- ar en helgihaldið í sönnu guðshúsi. Framfarahugsjón nútímahyggju 20. aldarinnar birtist meðal annars í sérhæfingu á öllum svið- um, og í anda nytjastefnunnar vildu forvígis- menn nútímahyggju í málaralist einangra mál- verkið frá öllu öðru en kjarna þess sjálfs. Þannig sköpuðu menn upp úr síðari heimsstyrjöldinni í Ameríku það afstrakt-expressíóníska málverk sem Eiríkur Smith tileinkaði sér á sjöunda ára- tugnum. Trúin á framfarimar og trúin á hið nýja hefur verið grundvallaratriði nútímahyggjunnar allar götur aftur til upplýsingasteínunnar. Það sem gerðist á 20. öldinni var hins vegar að inni- haid þessara trúarbragða gufaði smám saman upp og nýjungin varð að lokum einungis til nýj- ungarinnar vegna og framfarimar hættu að hafa önnur markmið en að skapa meiri framfarir. Hið mannlega inntak virtist horfið og formið eitt stóð eftir. Expressíónískar afstraktmyndir Eiríks Smith Eirfkur Smith: Grátt land, 1967. Myndlist Ólafur Gíslason vekja óneitanlega spurningu um innihald og það er líka eins og það hafi gufað upp með tímanum. Sá munur sem þetta málverk vildi gera á hinu nýja og hinu gamla, á framsækni og afturhaldi, á vinstri og hægri í stjórnmálum, á framúrstefnu og listlíki, á frumleika sjálfsins og eftirlíking- nnni, á hreinu málverki og óhreinni eftirlíkingu náttúrunnar, virðist hafa gufað upp. Eftir stend- ur formiö, fagmannlega smurður litur á lérefti, en innihaldið virðist vart annað en minnisvarði um sérstæða tíma sem eru nú eins og ljósár í burtu. Það er ekki sök Eiríks Smith, en í þeim sam- tímaveruleika sem kenndur hefur verið við postmódemisma vökn- um við upp við að und- irstöður nútímahyggj- unnar hafa veikst, þannig að mismunurinn hverfur og mælikvarðar okkar og forsendur til að upplifa þessa list eru gjörbreyttar. Mark- hyggja • módernismans er horfin og með henni trúin á framþróun og framfarir sem algildar forsendur. Nútíminn boðar ekki lengur fagn- aðarerindi eða byltingu, en hann vekur til um- hugsunar og endurmats. Við getum ekki lengur beitt mælikvarða úreld- ingarinnar á formgerðir í list samtímans né upp- lifað söguna sem rökrétt ferli að ákveðinni niður- stöðu eins og málverk Eiríks Smiths eru dæmi um. Myndmál hans eða aðferð er ein af óteljandi mörgum sem sagan býð- ur upp á, og því miður telst þetta tímabil vart til þess frjóasta í sögunni. En trúin á frumleikann og hinn hreina tón, sem þetta málverk stendur fyrir, var vissulega heillandi og draumurinn um frelsið sem það byggði á var kannski ómótstæði- leg freisting. Eða öllu heldur sjálfsblekking sem jafnframt er hin stóra sjáifsblekking nútíma- hyggjunnar. Hvaða mælikvarða höfum við þá til að leggja á listina í samtímanum? Því er ekki hægt að svara í stuttu máli. En það hlýtur þó að teljast kostur að hafa séð í gegnum sjálfsblekkingar nútímahyggjunnar. Og það verð- ur hvorki gert með hroka né fagnaðarerindi um nýjan stórasannleika. Hins vegar sakaði ekki að hafa svolitla sjálfsíróníu til að styðja sig við. Líka gagnvart sjáifum okkur í þeirri stöðu að þurfa að skrifa eða lesa pistil eins og þennan. Listasafn Íslands/Eiríkur Smith: Milli tveggja heima, málverk 1963- 1968 til 2. febr. „Hvergi mun veröld verða nema hið innra" Dúínó-tregaljóðin eru kennd við höll eina við Adríahaf þar sem austurríska skáldið Rainer Maria Rilke (1875-1926) orti hið fyrsta þeirra, árið 1910. í ljóðabálknum eru tíu löng ljóð og hafði höfundur hann í smíðum um tólf ára skeið. Eins og nafnið gefur til kynna byggjast flest ljóðin á tregalagi Fom-Grikkja, sem höfundur fer þó stundum frjálslega með, en fjórða og áttunda Ijóð- ið eru ort undir stakhenduhætti. Rilke var fjölhæft skáld og eftir hann liggja verk í lausu og bundnu máli. Hannes Pétursson hefur þýtt safn smásagna eftir Rilke, Sögur af •himnaföður, sem kom út árið 1959, og ljóð eftir Bókmenntir Kristján Þorður Hrafnsson hann hafa Þorstemn Gylfason, Helgi Háifdanar- son og fleiri þýtt. Dúínó-tregaljóðin em talin meðal öndvegis- verka í ljóðlist þessarar aldar. Ljóðabálkurinn er langt frá því að vera auðskiljanlegur og hefur orðið uppspretta mikilla heilabrota. Það sem einkum gerir ijóðin tor- ræð em hin ótalmörgu fyrirbæri, svo sem englar, mannverur, dýr og jurtir, sem öO hafa táknræna merkingu í hugmyndaheimi skálds- ins. Einnig er bygging textans víða flókin og hann krefst því ná- kvæms lestrar. Dúínó-tregaljóðin era heimspekilegt skáld- verk. Að baki vangavelt- um höfúndar og spum- ingum sem hann varpar fram býr sérstök sýn á stöðu mannsins í heim- inum og skoðun á því hver eigi að vera mark- mið tilveru hans. Þetta verk hefur því boðskap fram að færa. Rilke yrkir um skynjun mannsins á heiminum. Hann fiaOar um það hvemig hin mannlega sér- staða aö hafa vitund um fortíð og framtíð, um upphaf og endi, setur upplifúnum mannsins skorður, meinar honum að gefa sig alfarið á vald skynjun á því sem fyrir augu ber. Eitt af því sem höfundi er hugleikið er hvemig elskendur leitast við að höndla hver annan með atlotum og snert- ingu en hann minnist á að svo virðist sem þeir er ástarsorg þjaki séu fyllri af ást en hinir fuO- nægðu. Rilke vegsamar hinn jarðneska heim en það sem að hans mati er mikftvægast er að mað- urinn umbreyti honum í innri veröld, komi hinu efniskennda á huglægt form, ef svo má að orði komast. Að áliti Rilke er hlutverk mannsins að skynja hið jarðneska, breyta því í hugsanir og tjá þær. Það jarðneska er forgengUeikanum ofurselt en getur hlotið upprisu í hugsun mannsins og tjáningu. Hvergi mun veröld verða nema hiö innra. Ævin fer sjálf meö breytingum burt. Og óðar hverfur hið ytra. Þar sem reis áður rammbyggt hús ryðst nú fram þokumynd, þversiun, svo sem hún heyrði öll huganum til og stöðug í höfðinu staeði. (Úr 7. tregaijóði) Kristján Ámason skrifar ítarlegan og fróðlegan inngang að þýðingu sinni þar sem hann segir frá ævi Rilke og skáldskap og varpar ljósi á hug- myndaheim tregaljóðanna. Þaö er mikiU fengur að því að þetta mikUsmetna skáldverk skuli nú hafa verið íslenskað, af einum af virtustu þýðend- um okkar, yfir á faOegt ljóðmál. Rainer Maria Rilke: Dúínó - tregaljóðin Kristján Árnason þýddi Bjartur 1996 Vinsælasta óperetta allra tíma Káta ekkjan eftir Franz Lehár verður frumsýnd 8. febrúar í ís- lensku óperunni. Hún var frum- flutt í Vínarborg í árslok 1905 við Utinn fógnuð gagnrýnenda, enda músíkin nýstárleg á sinni tíð, og leikhússtjóri Vínarleikhússins á að hafa sagt eftir að hafa heyrt lög- in í fyrsta sinn: „Þetta er ekki tón- list!“ Smám saman spurðist þó út um borgina hvað óperettan væri skemmtUeg og fór svo að á frum- uppfærslunni urðu 600 sýningar. Sagan fjallar mest um ástar- braU og segir frá auðugri ekkju frá SvartfjaOalandi, Hönnu, sem kemur tíl Parísar tU að bjarga landinu sínu frá gjaldþroti með því aö ná sér í ríkan eiginmann. Þar hittir hún gamlan kærasta, DanUo greifa, og það flækir málin. í þriðja sinn Þetta er i þriðja skipti sem óper- ettan er sett upp hér. í bæði fýrri skiptin, 1956 og 1978, var hún sýnd í Þjóðleikhúsinu. í fýrra skiptið fór Stina Britta Melander með hlut- verk kátu ekkjunnar, í það seinna Sieglinde Kahmann sem þar söng fýrsta hlutverk sitt á íslandi. 1978 var líka ung kona köUuð heim frá Vinarborg tU að syngja hlutverk Valencienne - sem Þur- íður Pálsdóttir söng 1956. Það var Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Hún hafði ekki lokið söngnámi en tU- boðið var svo freistandi að hún kom heim og fór ekki utan aftur. Þó bauðst henni á sama tíma hlut- Káta ekkjan og gamli kærastinn: Signý Sæmundsdóttir og Garö- ar Cortes á æfingu. Óperetmdrottning Nú syngur Signý Sæmunds- dóttir hlutverk Hönnu og er það í annað sinn á þremur árum sem hún syngur aðalhlutverk í óper- ettu í íslensku óperunni. Síðast söng hún Sardasfúrstynjuna við mUda hrifiiingu. Garðar Cortes syngur gamla kærastann, DanUo greifa, en Marta HaUdórsdóttir fer í sporin þeirra Þuríðar og Ólafar Kolbrún- ar og syngur hlutverk Val- encienne. Magnús Jónsson syng- ur Kromow og hefur þá sungiö í öUum þremur uppfærslum á óper- ettunni hér á landi. Sigurður Bjömsson syngur Zeta barón en söng DanUo greifa 1978. Ný þýðing Söngtexta Kátu ekkjunnar þýðir Þorsteinn Gylfason heimspeking- ur, en óbundið mál þýðir Flosi Ólafsson. Þeir stóðu líka að þýð- ingunni á Sardasfurstynjunni fýrir þremur árum sem þótti takast vel. Flosi segir í fréttatilkynningu frá óperunni að hann hafi reynt „aö hafa leiktextann á léttu og Upru mannamáli", og hann hefúr lika samið nýja leikgerð að verkinu. PáU P. Pálsson er hljómsveitar- stjóri nú eins og 1978, en leikstjóri - í fyrsta sinn - er Andrés Sigur- vinsson. Hann er nú fastráðinn hjá íslensku óperunni tU ems árs. Ef marka má skefjalausar vin- sældir VínartónleUca Sinfóníu- hljómsveitarinnar þá fá íslendingar ekki nóg af þessari ljúfú músík í skammdeginu. Jaðrar við æði. Þeir ættu að Uykkjast á Kátu ekkjuna á hinum leiðu útmánuðum og gleðja sig. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.