Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1997, Side 8
28 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 1997 íþróttir DV NBA-deildin í körfuknattleik um helgina: Hornacek gerði útslagið í Houston - Olajuwon skoraöi 41 stig og Barkley var aftur með en það dugði ekki Utah vann góðan útisigur á Houston, 100-105, í stórleik helgarinnar í NBA í fyrrinótt. Leikurinn var framlengdur og þá var það Jeff Homacek sem gerði útslagið með mikiivægum körfum fyrir Utah. Karl Malone og John Stockton voru illvið- ráðanlegir í liði Utah. Samanlagt gerðu þeir 53 stig og Malone tók 17 fráköst og Stockton átti 11 stoðsendingar. Hakeem Olajuwon var frá- bær hjá Houston, skoraði 41 stig og tók 15 frá- köst, en það dugði ekki til. „Utah er eitt af fáum liöum sem getur NBA-DilLDIN Dennis Rodman, hinn óstýrláti leikmaður úr meistaraliði Chicago, sem á dögunum var úrskurðaður í 11 leikja bann fyrir að sparka i sjón- varpstökumann, ætlar að spila frítt í vetur og gefa launin sem hann fær fyrir hvem leik til góðgerðarmála. Þá hefur hann gert upp sakimar við sjónvarpsmanninn og greitt honiun rúmar 13 milljónir króna. Rodmans er greinilega saknað í liði Chicago. Þrátt fyrir öraggan sigur á Toronto í fyrrinótt tók Chicago að- eins 28 fráköst á móti 47 hjá Toronto. Kenny Smith, sem vann tvo meist- aratitla með Houston, er genginn i raðir Denver og hefur gert 10 daga samning viö liðið. Þetta er þriðja iið- ið sem Smith leikur með á timabil- inu. Hann byijaði tímabilið með Detroit, fór þaðan til Orlando 17. des- ember og nú til Denver. Smith hefur leikið 704 leiki í NBA og hefur skorað að meðaltali 13 stig í leik og átt 5,6 stoðsendingar. Stacey Augmon framherji er kominn til Portland frá Detroit sem í staðinn fékk þijá bakverði, Randolph Childress, Aron McKie og Reggie Jor- dan. Brian Winters, þjálfari Vancou- ver Grizzlies, fékk að taka poka sinn um helgina og í staðinn var Stu Jackson, forseti og aðalframkvæmda- stjóri félagsins, ráðinn til að stýra lið- inu út tímabilið. Vancouver hefur að- eins unnið 8 leiki á tímabilinu en tap- að 36. Arvidas Sabonis, Litháinn tröll- vaxni, lék ekki með Portland um helgina og missir af einum fimm leikjum. Hann er með svöðusár á öðr- um kálfanum. staðið svona í okkur. Þeir eru líkamlega sterkir, reyndir og skynsamir, og þetta þrennt tryggði þeim sigurinn," L sagði Charles Barkley, sem lék að nýju með Houston og tók 15 ! fráköst. | Atlanta vann sinn 19. heimaleik í röð í fyrrinótt, gegn Boston, og það var jafn- framt 12. sigur liðsins i 13 leikj- í deildinni. Elliott Perry skoraði sigurkörfú Milwaukee í mikilvægum útileik gegn Indiana, um leið og lokaflautið gall. Chicago var ekki í vand- ræðum Michael Jordan skoraði 11 stig í öðrum leikhluta þegar Chicago náði 23 stiga forystu og var rólegur eftir það. Smith með 13 stig í framlengingu Atlanta lagði Washington I framlengdum leik aðfaranótt laugardags. Henry James og Steve voru mennimir á bak við sigur Atlanta, James skoraði 26 stig, þar af átta 3ja stiga körfúr, og Smith setti niður 13 stig í framlengingunni. í fimmta leiknum i röð fór Glen Rice yfir 30 stigin með því að skora 34 stig í sigri Charlotte á New York í framlengdum leik. Rice tryggði Charlotte framlengingu með því að skora 3ja stiga körfu á lokasekúndunum. Brian Shaw tryggði Orlando sigur á Boston í enn einum framlengda leiknum þegar hann skoraði 3ja stiga körfu hálfri mínútu fyrir leikslok. Orlando er á góðri siglingu enda Amfemee Hardaway og Nick Anderson komnir á fulla ferð eftir meiðsli og þeir vom atkvæðamestir í liðinu, Hardaway með 28 stig og Anderson 24. í leik LA Lakers og Golden State vakti góð- ur leikur nýliðans Travis Knight í liði Lakers mesta athygli. Knigt kom af bekkn- um, skoraði 16 stig og tók 15 fráköst. -VS/GH Michael Jordan býr sig undir að senda á samherja f leiknum við Toronto í fyrrinótt en John Long er til varnar. Chicago var ekki í vandræðum með Kanadaliðið og Jordan var stigahæstur með 24 stig þó hann tæki lífinu frekar rólega. Símamynd Reuter NBA-DEILDIN Aöfaranótt laugardags: Boston-Orlando ........117-121 Fox 28, Walker 28 - Hardaway 28, Anderson 24. Philadelphia-Sacramento . 92-107 Stackhouse 29, Iverson 16 - Rich- mond 33, Williamson 18. Atlanta-Washington .... 117-105 James 26, Mutombo 21 - Webber 23, Howard 22. Charlotte-New York . . . 113-104 Rice 34, Curry 25, Divac 23 - Ewing 26, Houston 24. SA Spurs-Dallas.........97-87 Wilkins 24, Del Negro 21 - Gatling 25, Jackson 22. Phoenix-Portland.......105-115 Chapman 19, Johnson 18 - Trent 24, Anderson 22. LA Clippers-Denver .... 114-101 Vaught 31, Outlaw 18 - D. Ellis 27, L. Ellis 23. LA Lakers-Golden State . . 114-97 Shaq 33, Van Exel 19 - Sprewell 27, B.J. Armstrong 20. Aðfaranótt sunnudags: Indiana-Milwaukee .......86-88 Miller 24, D. Davis 17, A. Davis 12 - Robinson 23, Perry 19, Baker 17. Chicago-Toronto.........110-98 Jordan 24, Kukoc 18, Longley 16 - Sto- udamire 26, Camby 23, Williams 19. Washington-Sacramento . 113-105 Webber 27, Strickland 21, Howard 20 - Richmond 38, Williamson 20. Atlanta-Boston............95-90 Blaylock 24, Smith 18, Mutombo 16 - Walker 22, Day 17, Williams 15. Cleveland-Charlotte.....106-73 Brandon 21, Hill 20, Sura 19, Marshall 17 - Rice 18, Curry 12. Detroit-Philadelphia....104-95 Hill 21, Hunter 17, Dumars 17 - Mac- Lean 24, Stackhouse 19, Iverson 19. Dallas-New Jersey.........92-81 Mashbum 21, Jackson 20, Harper 14 - Gill 23, J. Williams 16, Reeves 12. Houston-Utah............100-105 Olajuwon 41, Drexler 21, Elie 11 - Malone 27, Stockton 26, Homacek 19. Portland-Minnesota......101-94 Rider 26, Anderson 19, Trent 18 - K. Gamett 32, West 18, Mitchell 16. Vancouver-Denver..........82-83 Reeves 23, Rahim 21, Peeler 13 - L. Ellis 18, McDyess 13, Jackson 13. Þrir leikir voru í gærkvöldi og úr- slitin í þeim eru á bls. 22. Tennis: Auðveldur sigur hjá Sampras Pete Sampras frá Bandaríkjunum vann auðveld- an sigur á Carlos Moya frá Spáni, 6-2, 6-3 og 6-3, í úrslitaleik karla á opna ástralska mótinu í tenn- is í gær. Þetta var 9. sigur Sampras í 11 úrslita- leikjum á stórmóti og aðeins Bjöm Borg hefur gert betur. Svíinn vann 11 slik mót á sínum tíma. Hinn 16 ára gamla Martina Hingis frá Sviss braut blað í sögu tennisíþróttarinnar í kvennaflokki þegar hún sigraði frönsku stúlkuna Mary Pierce í úrslitaleik á laugar- daginn og var þar með yngsti keppandinn til að vinna sigur á stórmóti í tennis. Hing- is átti ekki í teljandi vandræðum með að vinna sigurvegarann frá því í fyrra og sigraði í tveimur lotum, 6-2 og 6-2. í tvíliðaleik karla sigruðu Ástralamir Mark Woodforde og Todd Woodbridge og var þetta 8. sigur þeirra á stórmóti. -VS/GH með Tor- onto. Heimasigur hja Compagnoni Deborah Compagnoni frá ital- íu sigraði í stórsvigi kvenna í heimsbikamum á heimavelli í Cortina D’Ampezzo í gær. Katja Seizinger frá Þýskalandi varð önnur og Sonja Nef frá Sviss þriðja. -VS Martina Hingis var ótrúlega róleg eftir frækinn sigur sinn í Ástralfu. Hún sagðist vera búin að setja svo mörg met í fþróttinni að þetta væri bara eitt til viðbótar. Hún er nú númer tvö á heims- listanum. Símamynd Reuter — Pete Sampras sagði eftir sigurinn f gær að þetta væri erfiðasta stórmót sem hann heföi unnið. Hitinn f Ástralfu geröi mörgum keppendum Iffiö leitt á þeim hálfa mánuði sem mótiö stóð yfir. Sfmamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.