Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Qupperneq 5
Hljómsveitin Blur hefur skipað sér sérstakan sess í hugum flestra landsmanna. Tíðar komur söngvar- ans Damons Albams til landsins, kaup hans á íbúð og hlut í Kaffl- bamum hafa verið fréttamatur hér- lendis. Erlend blaðaskrif, jafnt góð og slæm, um ísland hafa vissulega aukist á ný eftir að nýjabrumið fór af henni Björk okkar Guðmimds- dóttur og blaðamenn era hættir að spyija hana inn land og þjóð, þeir virðast víst hafa meiri áhuga á kynlffi hennar og sprengjutilræð- um. Troðfullir tónleikar í Laugar- dalshöllinni síðsumars á síðasta ári vom til merkis um hversu vin- sæl hljómsveitin er hér á landi, þó undirritaður hafi verið allt annað en ánægður með frammistöðu sveitarinnar þar. Hjálpsemi við ís- lenskar hljómsveitir tengir Blur einnig við land og þjóð. Skemmst er að minnast tveggja vikna tón- leikaferðar íslensku strákanna í Botnleðju í slagtogi við Blur sem gæti nú skilað þeim erlendum plötusamningi. Damon er líka algjör perla, söng nýju plötuna hér á landi, kemur fram í Flugleiðapeysu á tónleikum og hefur heillað marga íslenska snótina svo að um munar. Það er því engin furða þótt nýrrar plötu hljómsveitarinnar sé beðið með mikilli eftirvæntingu. Platan er væntanleg eftir helgi og ber nafn hljómsveitarinnar, hún heitir ein- faldlega BLUR. ★★★ Live á Dubliner-Papar Allt viröist vera látiö vaöa, tónlistin hrá og öhefluö. Hljómleikarnir á Dubliner viröast hafa veriö hin besta skemmtun og hún kemst vel til skila niöursoöin á diski. ÁT ★★★ Stoosh - Skunk Anansie Stoosh er allt ööruvísi hljómplata en Paranoid and Sunburnt, virkar kraft- minni viö fyrstu hlustun en veröur betri eftir því sem meira er hlustaö. Laga- smíöar sveitarinnar eru góöar. -<5BG ★★★ Entroducing - DJ Shadow: Aö baki þessari plötu liggur gífurieg vinna, stórt plötusafn og hugmynda- auögi sem á ekki sinn líka. -GBG ★★★ Snörumar - Snömmar í aöalatriöum hefur tekist vel meö lagaval á plötuna. Hér eru nokkrir áheyrilegir kántrislagarar. -ÁT ★★★Í, Mermann - Emiliana Torríni Þótt innlendu lögin séu vel samin og þau erlendu vel valin standa þau og falla meö einstaklega áheyrilegri söng- rödd Emiliönu. Hún er eðalsteinn. -ÁT ★★★★ Kolrassa krókríðandi - Köld eru kvennaráð Þaö fer ekki fram hjá neinum sem leggur viö hlustir aö mikil vinna hefúr veriö lögö f þessa plötu; hljóöfaeraleik- urinn er fágaöur, hljómurinn góður og lögin stórgóö. -MÞÁ ★★★ Völlurinn - Söngleikur eftir Hrafn Pálsson Þetta er músfk í anda Jóns Múla og fieiri góöra og gegnra dægurlaga- og söngleikjasmiöa. Vel er vandaö til verks og útkoman prýöileg. -ÁT Vinsældastríð og upp- brot Til þessa hefur hljómsveitin Blur verið í framvarðasveit hinnar svo kölluðu Brit-pop stefhu. Lagið Theres No Other Way af plötunni Leisure kom sveitinni á kortið, platan Modem Life Is Rubbish festi þá, Parklife átti samnefiidan smell og seint verður laginu Girls and Boys gleymt (af sömu plötu). Og nú síðast var það lagið Country House af The Great Escape sem undir- strikaði Brit- pop-stefnu hljóm- sveitarinnar. En með þeirri plötu lauk löngú vinsældastríði hijóm- sveitarinnar við landa slna í Oasis en það stríð minnti oft á spuming- amar „Hvor þykir þér betri, Wham eða Duran Duran?“ og Hvort hlust- ar þú á Bítlana eða Rolling Sto- nes?“ Aðalvandamál Blur var hins vegar að þeir urðu undir í þessu stríði, Oasis vann. Á meðan Oasis hefúr rakað að sér verðlaunum í hvívetna hafa vinsældir Blur dvín- að alls staðar nema hér á landi (enda er Damon algjör perla). Þeir sem hafa heyrt fyrstu smá- skífuna af væntanlegri plötu í út- varpinu upp á síðkastið gera sér hins vegar grein fyrir breyttum hljómi. Lagið Beetlebum er nefiii- lega lemgt frá því að sverja sig inn í þá brit-pop stefnu sem einkennt hefúr síðustu tvær plötur sveitar- innar. Lagið er öðruvísi og hið sama segja fróðir menn um efnið sem prýðir væntanlega plötu. Hvers vegna breytingar? Eftir að hafa gefið út plötuna The Great Escape og í hljómleikaferð- unum sem fylgdu í kjölfarið ákváðu Blur-liðar að breyta tónlist- arstefnu sinni svo um munaði (sjálfsagt höfðu dvínandi vinsældir eitthvað með það að gera líka). Hljómsveitinni fannst hún hafa tapað hluta af sjálfri sér, hin upp- David Bowie og Billy Corgan skemmtu sér og öðrum í afmælis- veislu þess fyrrnefnda í Madison Square Garden þann 9. janúar sið- astliðinn. David Bowie hélt upp á hálfrar aldar afinæli sitt þann níunda janú- ar með miklum glæsibrag í Madison Square Garden, eins og hans er von og vísa. Þar var mikið stjömustóð saman komið til að samfagna Bowie og þar á meðal vora Billy Corgan úr Smashing Pumpkins, Frank Black úr Pixies og Lou Reed. Þrátt fyrir að kappinn sé kominn á afar virðuleg- an aldur lætur hann hvergi undan síga og þann 3. febrúar síðastliðinn gaf hann út nýja plötu sem kallast Earthling. Nú hefúr verið tilkynnt að Bowie fái sína stjömu á Hollywood Walk of Fame þar sem 2.083 frægir einstaklingar eiga sína stjömu. Bowie ranalega Blur var ekki lengur til staðar. Hljómsveitarmeðlimum kom heldur ekki nógu vel saman (það skemmdi líka). Of mikil áhersla hafði verið lögð á frægð og frama og ekki nógu mikið traust lagt á þá eðlishvöt sem hafði keyrt bandið áfram til að byrja með. Að sögn sveitarmeðlima hefur nú ver- ið tekið á þessum vandamálum. Á meðan á þessari endurskoðim stóð komust Damon og Graham að því að tónlistarsmekkur þeirra stefndi í sömu átt. Báðir vora þeir orðnir leiðir á ensku poppi og leit- uðu sífellt meira til amerískra sveita á borð við Beck, Pavement og Tortoise. Leiðin stefndi nú í þá átt sem hljómsveitin hefði átt að fara eftir að hún gaf út plötuna Modern Life Is Rubbish. Brass- sveitimar vora látnar víkja fyrir sameiginlegri ást á amerískum gít- arhljómi. Upptökuaðferðiun var einnig breytt. Tiltölulega litlum tíma var eytt í hljóðveri, tilrauna- starfsemin réð ríkjum og sándið fékk að halda hráum eiginleikum sínum þegar platan var síðan hijóð- blönduð. Hljómsveitin segist hafa endurheimt eðlishvötina sem keyrði hana áfram á fyrstu tveim plötunum. Hún hefur á ný fengið á sig hrátt yffrbragð og verður því gaman að sjá hvemig aðdáendur sveitarinnar um allan heim bregð- ast við. Tónleikaferðir Enn hefur ekkert verið ákveðiö um hvort Blur heldur aðra tónleika á íslandi þetta árið. Damon heldur hins vegar komum sínum hingað ótrautt áfram og virðist draga heil- mikla breska pressu með sér. Má því búast viö svari um tónleika- hald o.fl. þegar hann stígur næst á land merktur „Icelandair". Óþreyjufullir geta hins vegar skellt sér á tónleika með Blur í London á vegum Skífúnnar sem leggur að sjálfsögðu heilmikið í markaðssetn- inguna á nýrri plötu vinsælustu hljómsveitar íslands ef marka má allt umtalið. Það verður hins vegar gaman að fylgjast með útkomunni úr þessari kúvendingu hjá hljómsveitinni BLUR. -GBG Um helgina: Somaá Rósenberg Hljómsveitin Soma munu halda langa miðnæturtónleika í Rósenbergkjallaranum laug- ardaginn 8. febrúar. Það er sennilega mjög erilsamt hjá drengjunum í þessari ágætu hljómsveit enda eru þeir nú á fullu við að gera nýja plötu. Hún ber vinnuheitið Veröld ný og góð og er tekin upp að mestu í Stúdíói Stef. Þeir sem skella sér í Rósenbergkjallar- ann annað kvöld munu senni- lega geta heyrt eitthvað af því nýja efni sem Soma ætlar að skella á breiðskífu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.