Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Qupperneq 1
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1997 IÞROTTIR 21 Getraunir: Enski boltinn 112111 222x1x2 Lottó 5/38: 4 51819 35(9) iiiil/tfii/tlii/tliiíi/iiíifilíifiií Birkir ólöglegur gegn Liverpool - vegna mistaka hjá stjórn Brann sem fer á fund UEFA í vikunni Norska blaðið Dagbladet skýrði frá því um helgina að Birkir Krist- insson, landsliðsmarkvörður í knattspymu, fengi ekki að spila með Brann í Evrópuleikjunum gegn Liverpool í næsta mánuöi vegna mistaka hjá stjóm félagsins. Sama gildir um annan af lykil- mönnum norska liðsins, Jan Ove Pedersen. Þeir Birkir og Pedersen vom lánaðir í vetur, Birkir til Birming- ham í Englandi og Pedersen til Cercle Bmgge í Belgíu. Það var gert með þeim skilyrðum að þeir væm lausir í tæka tíð fyrir Evr- ópuleikina. Þann 15. janúar rann út sá frest- ur sem félög sem komin voru áfram í Evrópukeppninni höfðu til að bæta tveimur nýjum leikmönn- um í hóp sinn. Brann gerði það og hafði þar með lokað dyrunum á Birki og Pedersen. Enginn munur á láni og sölu Samkvæmt reglum UEFA er neöiilega ekki gerður greinarmun- ur á því að lána leikmann og selja hann. Birkir og Pedersen vora ekki skráðir hjá Brann þann 15. janúar og þar með era þeir ólögleg- ir í Evrópukeppninni. Lið Brann hefur undanfama viku dvalið í æfingabúðum í Suð- ur-Afríku og er væntanlegt þaðan í dag. Dagbladet ræddi við Birki í Jóhannesarborg og hann var óhress með þessar fréttir: Heföi aldrei fariö til Birmingham, segir Birkir „Þetta er það versta sem ég hef Birkir Kristinsson er aö vonum sár yfir þvf aö fá ekki aö mæta Liver- pool heyrt. Ég fór til Birmingham í sex vikur með því skilyrði aö það hefði engin áhrif á þátttöku mína í Evr- ópukeppninni. Ég hefði aldrei farið tU Englands ef ég hefði vitað að þetta gæti gerst. Leikimir við Liverpool áttu að vera hápunktur- inn á mínum ferli,“ sagði Birkir við Bergens Avisen. Heföum aldrei leigt leikmennina Kjell Tennfjord, þjálfari Brann, segir að þeir Birkir og Pedersen hefðu aldrei verið leigðir ef honum hefði verið þessi staða ljós. „Það þýðir ekki að fara að skella skuldinni í þessu máli á einhvem en það sýnir okkur að ekki einu sinni norska knattspymusamband- ið, sem við leituðum ráða hjá, er með reglumar á hreinu. Það er kannski hægt að segja að við hefð- um átt að kanna málið sjálfir hjá UEFA en það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Mistökin vora að leigja leikmennina, fresturinn til 15. janúar skipti ekki máli því ef við hefðum þá tilkynnt Birki og Jan Ove hefðu hinir tveir ekki ver- ið löglegir. Niðurstaðan er sú að okkur vantar tvo menn í hópinn og það gæti reynst afdrifaríkt, sér- staklega í seinni leiknum við Liverpool," sagði Tennfjord við Dagbladet. Stjórnarmenn Brann til fundar viö UEFA Stjómarmenn Brann hafa ekki gefið upp vonina um að fá þá Birki og Pedersen löglega. Þeir ætla að ganga á fúnd stjómar Knattspymu- sambands Evrópu í Genf síðar í vikunni og óska eftir því að þeir þurfi ekki að gjalda þessara mis- taka. Það er hins vegar talið ólík- legt að sú för skili einhverjum ár- angri. -DVÓ/VS Martin kemur í Stjörnuna Stjaman hefur gengið endan- lega frá samkomulagi við enska knattspymumanninn Dean Martin um að hann leiki með lið- inu í 1. deildinni í sumar. DV skýrði frá því fyrr i vetur að það stæði til. Martin hefur spilað með KA tvö undanfarin sumur en leikur nú með liöi í Hong Kong. Þar hefur honum gengið mjög vel og er aö spila þessa dagana með úr- valsliði 1. deildarinnar í Hong Kong á alþjóðlegu móti í borgrík- inu. Hann skoraði meðal annars mark gegn Sviss í fyrsta leik mótsins. Martin er væntanlegur til Garðabæjarliðsins í maí, rétt fyrir íslandsmótiö. Frjálsar: 16 ára stökk 2,11 - sjá bls. 26 Ungverska stúlkan var best Adrian Hegedus fra Ungverjalandi sigraði a fyrsta alþjoölega tennismotinu her a landi sem lauk i Kopavogi a laugardaginn. - sjá bls. 26 DV-mynd PÖK Nýr Kani tilKR ígær KR-ingar fengu í gærmorgun til liðs við sig nýj- an bandarískan körfuknattleiksmann, Roney Eford að nafni. Hann leysir af hólmi Geoff Her- man, sem KR-ingar sögðu upp störfum á dögunum, og var löglegur fyrir leikinn við Þór á Akureyri í gærkvöldi. Eford lék í vetur með þýska 1. deildar liðinu Bayerath og útskrifaðist síöasta vor frá Marquette háskóla í Milwaukee sem er 1. deildar háskóli í Bandaríkjunum. Hann á að vera mjög fjölhæfur leikmaður sem spilar ýmist sem bakvörður og framherji. „Mér líst vel á piltinn og vona að viö séum heppnir í þetta skiptið," sagði Hrannar Hólm, þjálfari KR-inga, í samtali við DV í gær. -VS Emma bætti heimsmetið í áttunda sinn Emma George frá Ástralíu bætti á laugardaginn heimsmet sitt í stangarstökki kvenna í áttunda skipti á 15 mánuðum. Emma sveif yfir 4,50 metra á móti í Sidney og bætti met sitt um fimm senti- metra. Vala Flosadóttir stökk sem kunnugt er 4,20 metra í Laugardalshöllinni í síðasta mánuði og setti með því heimsmet unglinga, Norðurlanda- og íslandsmet og Daniela Bartova frá Tékklandi setti þá Evrópumet með því að stökkva 4,40 metra. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.