Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Blaðsíða 8
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1997
íþróttir
NB A-stj örnuhelgin:
Kerr vann skotkeppnina
- 18 ára gamall strákur með bestu troðsluna
Hinn 18 ára gamli Kobe Bryant
lét draum sinn rætast á laugardag-
inn þegar hann sigraði í troðslu-
keppni NBA-deildarinnar í
körfuknattleik sem haldin er sam-
hliða stjömuleiknum. Bryant vann
nokkuð öruggan sigur á Michel
Finley og Chris Carr.
Æðsti draumur Bryants, þegar
hann var ungur drengur, var að
vinna troðslukeppnina.
* „Þegar ég sá troðslukeppnina í
sjónvarpi þegar ég var strákur sagði
ég við sjálfan við að ég skyldi vinna
þessa keppni einhvem tímann og
það var því ánægjulegt að sjá þenn-
an draum rætast."
Steve Kem hjá Chicago Bulls sigr-
aði í skotkeppninni með því að
leggja sigurvegarann frá því í fyrra,
Tim Legler, að velli í úrslitum,
22-18. Kerr, sem aldrei hefur komist
ofar en í þriðja sæti í skotkeppn-
inni, fékk alls 58 stig í umferðunum
þremur og í úrslitunum fékk hann
22 stig sem er annar besti árangur í
12 ára sögu keppninnar.
„Þetta var frábært og ég hafði
stuðninginn frá áhorfendunum á
bak við mig. Það vora allir að óska
mér velgengnis fyrir keppnina og
segja að þeir vonuðu að ég færi með
sigur af hólmi og auðvitað hjálpaði
þetta mér í keppninni," sagði Kerr
en hann er annar leikmaður
Chicago sem ber sigur úr býtum í
skotkeppninni en Craig Hodges
sigraði þrjú ár í röð, 1990-1993. Kerr
fékk um 150 þúsund krónur fyrir
sigurinn.
-GH
Deborah Compagnoni er hér á fleygiferð í stórsviginu f gær og á innfelldu myndinni er hún með verðlaunapeningana tvo sem hún hefur unnlð á mótinu.
•• Heimsmeistaramótið í alpagreinum:
Onnur gullverðlaunin
hjá Compagnoni
- Bruno Kernen vann óvæntan sigur í bruni karla
Bmno Kemen frá Sviss vann
mjög óvæntan sigur í bruni karla á
heimsmeistaramótinu í Sestriere á
Ítalíu á laugardaginn. Þetta var
langþráður sigur fyrir Svisslend-
inga sem höfðu ekki unnið HM-titil
í alpagreinum í fjögur ár.
Kemen var fjórtándi í rásröðinni
og margir mun sigurstranglegri
kappar voru á undan honum. Lasse
Kjus frá Noregi varð annar og Krist-
ian Ghedina frá Ítalíu þriðji.
Kemen var sjálfur mjög hissa.
„Ég hélt að ég ætti möguleika á að
vera á meðal fimm efstu en mér datt
aldrei í hug að ég myndi sigra,“
sagði Kemen sem fyrir nokkm var
spáð glæstri framtíð á skíðunum en
honum hafði ekki tekist að uppfylla
þær vonir sem bundnar voru við
hann, þar til á laugardaginn. í fyrra
munaði minnstu að hann hætti
keppni á skíðum og sneri sér að
hokkíleik.
Meistarinn féll meö látum
Luc Alphand, heimsbikarmeistar-
inn frá Frakklandi, féll með miklum
tilþrifum en slapp ómeiddur. „Það
er betra að detta en að standa sig
illa,“ sagði Alphand hinn rólegasti.
Compagnoni varöi titilinn
Deborah Compagnoni frá Ítalíu
varði í gær heimsmeistaratitil sinn
í stórsvigi og var þar með fyrsti
ítalski skíðamaðurinn til að ná
þeim áfanga. Þetta vom önnur gull-
verðlaun Compagnoni á mótinu en
hún sigraði í svigi í síðustu viku.
Sigur hennar var nokkuð ömggm-
en hún var með forystu eftir fyrri
ferðina. Karin Roter frá Sviss varð í
öðru sæti eins og í sviginu og
franska stúlkan Leila Piccard vann
óvænt bronsverðlaunin. Hún var í
12. sæti eftir fyrri ferðina en náði
frábæmi síðari ferð sem fleytti
henni upp í þriðja sætið. Þetta vom
fyrstu verðlaun Frakka á mótinu.
Anita Wachter frá Sviss, sem átti
möguleika á að vinna 8. verðlaun
sín á heimsmeistaramóti, varð að
láta sér lynda fjórða sæti en hún var
með þriðja besta timann eftir fyrri
ferðina.
Katja Seizinger frá Þýskalandi
varð í fimmta sæti og sænska skíða-
drottningin Pemilla Wiberg, sem er
langefst að stigum í heimsbikar-
keppninni, hafnaði í sjötta sæti.
Henni hlekktist á undir lok síðari
ferðarinnar og það gerði útslagið að
hún vann ekki til verðlauna.
Vona aö sigurinn stappi
stálinu í Tomba
„Ég átti svo marga stuönings-
menn að það hefði verið erfitt að að
vinna ekki fyrir þá en það er alltaf
meiri pressa á manni þegar maður
er á heimavelli. Öll verðlaun em
sérstök en þegar maður vinnur þau
í heimalandinu em þau fullkomin.
Ég vona að þessi sigur minn stappi
stálinu í Alberto Tomba. Hann er
miklu reyndari en ég og ég vona að
honum gangi vel,“ sagði
Compagnoni eftir sigurinn. Þetta
vom fimmtu gullverðlaun hennar á
heimsmeistaramóti, jafnmörg og
Tomba hefur unnið.
-VS/GH
Sund:
Þijú heimsmet
Marcel Wouda frá Hollandi setti
nýtt heimsmet í 400 metra fjór-
sundi í 25 metra laug á heimsbikar-
móti í París um helgina. Wouda
kom í mark á 4:05,41 mínútum og
bætti eigið heimsmet sem hún setti
í Þýskalandi um síðustu helgi.
Þá setti Rússinn Denis Pan-
kratov tvö heimsmet í 50 metra
flugsundi synti hann á tímanum
23,35 sekúndur. Hann bætti þar
með met Bretans Marks Fosters
sem hann setti fyrir tveimur árum.
Þá sló hann eigið met í 100 m
flugsundi þegar hann kom í mark á
51,78 sekúndum.
Frjálsar:
Agætur árangUr
Ágætur árangur náðist á alþjóð-
legu fijálsíþróttamóti sem fram fór
í Madison Square Garden í New
York um helgina. Helstu úrslit
urðu þannig:
Kariar:
60 m grindahlaup:
Allen Johnsen, Bandar............7,64
Courtney Hawkins, Bandar.........7,65
Jack Pierce, Bandar. ............7,68
60 m hlaup:
Bruny Surin, Kanada..............6,58
Maurice Greene, Bandar...........6,59
Ato Boldon, Trinidad.............6,67
500 m hlaup:
Derrick Adkins, Bandar........1:02,89
Mark Everett, Bandar..........1:03,62
Andrew Valmon, Bandar.........1:04,14
800 m hlaup:
Rich Kenah, Bandar............1:50,87
David Kiptoo, Kenía...........1:50,98
Vemon Watson, Jamaíka.........1:51,80
Hástökk:
Brian Brown, Bandar. ............2,25
Charles Lefrancois, Kanada.......2,25
Randy Jenkins, Bandar............2,21
Konur:
60 m grindahlaup:
Michelle Ereeman, Bandar.........7,95
Cheryl Dickey, Bandar............8,10
Dawn Bowles, Bandar..............8,12
60 m hlaup:
Gwen Torrance, Bandar............7,13
Carlette White, Bandar. .........7,14
Holly Hyche, Bandar..............7,35
400 m hlaup:
Jearl Miles, Bandar.............54,10
Sandie Richards, Jam. ..........54,69
Deon Hemmings, Jam..............54,85
800 m hlaup:
Maria Mutoia, Mos.............2:00,39
Joetta Clark, Bandar..........2:00,78
Amy Wickus, Bandar............2:01,99
Hástokk:
Angela Bradbum, Bandar...........1,92
Amy Acuff, Bandar................1,89
Stefka Kostadinova, Búlg. .......1,89
Golf:
Alker sigraði
Steve Alker frá Nýja-Sjálandi
bar sigur úr býtum á Suður-Ástral-
íu mótinu í golfi sem lauk í
Adelaide í gær. Alker lék á 273
höggum. Ástralinn Wayne Grady
frá Ástralíu varð annar með 274
högg og jafiiii með 275 högg voru
Michael Long, Nýja-Sjálandi, Brett
Ogle, Ástralíu, Craig Parry, Ástral-
íu, Tom Lehman, Bandaríkjunum.
Knattspyma:
Svíar sigruðu
Svíar lögðu Rúmena, 2-0, á fjög-
urra þjóða móti sem hófst í Bang-
kok í Taílandi í gær. Andreas And-
ersson og Jozo Matovic gerðu
mörkin frrir Svía hvor í sínum
hálfleik. Þá gerðu Taílendingar og
Japanir 1-1 jafntefli.
Hnefaleikar:
Lewis meistari
Bretinn Lennox Lewis tryggði
sér heimsmeistaratitilinn í yfir-
þungavigt hnefaleika um helgina
þegar dómarinn úrskurðaði hann
sigurvegara í 5. lotu eftir að keppi-
nautur hans, Oliver McCall, fékk
taugaáfail og hætti að veija sjálfan
sig í hringnum. -GH
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods heldur áfram aö gera góöa hluti á
stórmótunum í golfi viös vegar um heiminn. Þessi þeldökki 21 árs gamli
kylfingur, sem margir telja aö veröi sá besti í heiminum innan fárra ára,
sigraði f gær á Bangkok-mótinu meö miklum yfirburöum og vann þar meö
sitt fjóröa stórmót sföan hann varö atvinnumaður f greininni f haust. Hann
lék hringina fjóra á 268 höggum, eöa 20 undir pari vallarins, og varö tfu
höggum á undan S-Kóreumanninum Mo Joong-kyung. Hér fagnar Woods
sigrinum á mótinu í Bangkok og veifar til áhorfenda en fyrir sigurinn hlaut
hann 300.000 dollara. Sfmamynd Reuter