Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1997 23 Stjarnan (14)26 Vigo (12) 28 1-0, 3-1, 4-4, 7-8, 11-8, 11-11 (14-12), 16-12,19-15, 24-17, 24-24, 25-24, 26-26, 26-28. Mörk Stjömunnar: Valdimar Grímsson 8/1, Konráð Olavsson 6, Jón Þórðarson 4, Hilmar Þórlindsson 3, Sigurður Viðarsson 3, Magnús A. Magnússon 2. Varin skot: Axel Stefánsson 14/1. Mörk Vigo: Javier Valenzuela 9/4, Oleg Lvov 4, Reben Pena 4, Femando Bolba 4, Julio Munoz 3, Júrí Nesterov 2, Carlos Gayo 1, Juan Jose Panadero 1. Varin skot: German Muinos 5, Juan Lopez 7. Brottvísanir: Stjaman 10 mín. (Magnús A. Magnússon rautt fyrir þijár brottvísanir), Vigo 2 min. Dómarar: Abrahamsen og Kristiansen frá Noregi, dæmdu vel og vom ekki að dæma heimaliðinu í hag eins og oft tíökast í alþjóðlegum handbolta. Ahorfendur: 320. Garöbæingar fá skammir fyrir lélegan stuðning við sína menn. Iþróttir Þjálfari Vigo: Leist ekki á blikuna í seinni hálfleiknum „Við vorum alveg búnir að búa okkur undir erfiðan leik og það kom á daginn. Stjarnan lék vel og mér var ekki farið að lít- ast á blikuna í síðari háifleik. En við héldum haus og náðum sem betur fer að snúa leiknum okkur í vil. Ég vil ekki segja við séum komnir áfram. Þaö getur ýmis- legt gerst í handbolta eins og sannaðist í þessum leik og við verðum að leika vel á heimavelli til að vinna Stjömuna. Við þekktum til Valdimars Gríms- sonar og Konráðs Olavssonar og þeir voru að mínu mati bestu menn Stjömunnar í þessum leik,“ sagði Javier Barrios, þjálf- ari Vigo, við DV eftir leikinn. Brynjar Kvaran: Þeirra veikleiki varð okkar „Við emm með of reynslu- mikla menn til þess að geta hent svona leik frá okkur trekk í trekk og ég get einfaldlega ekki sætt mig við það. Við erum ekki nógu klókir, tökum allt of stuttar sóknir og erum í raun að spila ekta spánskan handbolta þar sem það er keyrt á sama hraða, alveg sama á hverju gengur. Við töldum svona spilamennsku vera þeirra veikleika en svo kemur í ljós að þeirra veikleiki er okkar. Við vomm mjög sáttir í hálf- leik og ég tala nú ekki um fyrsta korterið í þeim síðari og vomm komnir með mjög vænlega stöðu. Það var skelfilegt að geta ekki tekið leikhlé og reynt þannig að róa mannskapinn. Það var margt mjög gott í leiknum. Vömin heppnaðist vel og við spilum glimrandi góðan sóknar- leik í þrjú korter. Auðvitað verð- ur á brattann að sækja í síðari leiknum fyrst þetta fór svona en ef við skoöum þessi þrjú korter þá erum viö að spila miklu bet- ur. Ef við fáum hlutlausa dóm- gæslu eins og í þessum leik á Spáni er alveg möguleiki á að vinna sigur. Mér sýnist þetta vera tvö jöfh lið og ég get ekki séð annað en aö við eigum helmingsmögu- leika á að fara áfram. Við mun- um koma í síöari leikinn til að hafa mjög gaman af þessu og skemmta okkur,“ sagði Brynjar Kvaran, liðssljóri Stjömu- manna, við DV eftir leikinn. -GH Einar Einarsson, fyrirliði Stjörnunnar: „Héldum ekki einbeitingu" „Ég er eins og gefur að skilja rosalega svekktur með úrslitin í þessum leik. Við vomm með 7 mörk yfir en þá var eins og menn hættu og héldu að leikurinn væri búinn. Við fórum að ljúka sóknunum allt of snemma og Spánverjamir vora fljótir að refsa okkur. Þetta er munurinn á atvinnumannaliðum og áhugamannaliðum. Spánverjamir spiluðu eins allan tímann og héldu einbeitingu en við ekki. Ef við hefðum haldið einbeitingu hefðum við kláraö leikinn meö 6-7 marka mun. Auðvitað er líkumar ekki svo miklar á að við komust áfram en það á aldrei að segja aldrei. Við fórum í seinni leikinn til að komast áfram,“ sagði Einar Einarsson, fyrirliði Stjömunnar. -GH Valdimar Grímsson: „Græögin okkar eigin bani“ „Það er ótrúlegt hvað maður þarf að láta þetta Uð ganga í gegnum til þess að átta sig á þvi hvemig á að halda forystu. Þetta er ekki fyrsti leikurinn þar sem við erum að kasta frá okkur glæsum sigrum. Það er eins c® það komi túrbina i rassgatið á okkur um leið og við komust 3-4 mörk yfir. Okkar versti óvinur er aö geta ekki spilað af sjálfsró og haldið haus. í stöðunni 24-17 förum við að taka óskynsamleg skot og klúðra dauöafáerum þar sem mér fannst menn ekki vera að leggja sig fram. Við spiluðum tvo leiki í Austurríki í 16-Uða úrsUtunum. Þar unn- um við annan leikinn með 9 mörkum og töpuðum hinum með tveimur þannig að ég segi að það sé aUt hægt Við vorum hins vegar með með 4-Uða iirsUtin í hendi okkar en því miöur var græcfein okkar eigin bani. -GH Valdimar Grímsson, þjálfari og leikmaður Stjörnunnar, er hér aö brjóta sér leiö fram hjá Rússanum Oleg Lvov og skora eitt af 8 mörkum Stjörnunnar gegn Octavio Vigo f fyrri leik í liöanna í 8-iiöa úrslitum EHF-keppninnar í handknattleik í Garöabæ á laugardaginn. DV-mynd ÞÖK Stjarnan-Octavio Vigo í 8-liða úrslitum EHF-keppninnar í handknattleik: Martröð Stjörnunnar síðasta korterið - missti niður sjö marka forskot á 11 mínútum og tapaði leiknum Stjömumenn fóra afar illa að ráði sínu gegn spænska Uðinu Octavio Vigo í fyrri leik Uðanna í EHF- keppninni í handknattleik í Garðabæ á laugardaginn. Stjaman var með kolunninn leik í höndunum en á ótrúlegan hátt missti liðið niður sjö marka forskot sem það hafði náð eftir 10 mínútna leik í síðari hálfleik og tapaði leiknum, 26-28. Stjömumenn höfðu tveggja marka forskot í fyrri hálfleik og vora nokk- uð sáttir við gang mála í leikhléinu. í upphafi síðari hálfleiks náðu Sfjömumenn frábærum leikkafla og Spánverjamir vissu vart hvaðan á þá stóð veðrið. Þegar 12 mínútur vora Uðnar af síðari hálfleiknum var stað- an orðin 24-17 og bjartsýnustu menn vora famir að sjá liðið eiga greiða leið í undanúrsUtin. En síðasta korteriö breyttist í skelfilega martröð fyrir Stjömuliðiö þar sem leikur Uðsins hrundi eins og spila- borg. Stjaman skoraði ekki mark í heilar 11 mínútur og Spánverjamir gengu á lagið og breyttu gjörtöpuð- um leik sér í vil. Þeir hreinlega völt- uðu yfir Garðbæinga á lokakaflan- um, skoraðu 11 mörk gegn 2 og tryggðu sér tveggja marka sigur. Það er erfitt að gera sér í hugar- lund hvað gerðist í herbúðum Stjömuliðsins síðasta korterið í leiknum. Liðið var búið að leika skínandi vel í 45 mínútur en í stað þess að leika yfirvegað með þetta góða forskot í veganesti gerðu leik- menn Stjömunnar sig seka um ótrú- lega mörg mistök. Þeir spiluðu stutt- ar sóknir, skutu úr lélegum færum og óðagotið var algjört í leik þeirra. Það var slæmt fyrir liðið að missa Magnús A. Magnússon út af með rautt spjald þegar 14 mínútur vora eftir enda Magnús sterkur í vöminni og sprækur á línunni. Þá klipptu Spánveijamir á Valdimar Grímsson og við það kom mikið óöryggi í sókn- arleikinn og það var eins og leik- menn liðsins færa hreinlega á taug- um. Þeir gerðu hverja vitleysuna á fætur annarri og vöknuðu upp við vondan draum eftir að Spánveijam- ir höfðu skorað 7 mörk í röð og jafn- að leikinn. Eins og áður er sagt geta Sfjömu- menn verið mjög ánægðir með leik sinn í 45 mínútur. Þeir léku þá mjög góða 5:1 vöm sem gaf þeim möig mörk úr hraðaupphlaupum, Axel stóð sig vel í markinu og sóknarleik- urinn gekk vel. Ef Sljömumenn hefðu haldið vel á spilunum hefðu þeir fagnað öraggum sigri og átt þar með góða möguleika á að tryggja sér sæti í undanúrslitunum því þetta spánska lið var ekki eins sterkt og menn reiknuðu með. Axel Stefánsson stóð fyrir sínu á milli stanganna en hann var ekki öf- undsverður síðasta korterið þegar fé- lagar hans höfðu lagt upp laupana í vöminni og gefið Spánveijunum hvert hraðaupphlaupið á fætur öðra. Valdimar og Konráð léku vel en mað- ur hefði viljað sjá þessa leikreyndu leikmenn koma lagi á leik sinna manna þegar í ljós kom hvert stefndi. Hinn ungi leikstjómandi, Sigurður Viðarsson, átti góðan leik og opnaði oft vel fyrir félaga sína. Hilmar Þór- lindsson náði sér hins vegar engan veginn á strik og synd að ekki skuli koma meira út úr þessum stóra og stæðilega leikmanni. Hann virkaði mjög þungur í leiknum og var allt of ragur að taka af skarið. Það er of snemmt að dæma Stjömuliðið úr leik. Eins og liðið lék í 45 mínútur í þessum leik var það mun betra en það spánska en heima- völlur hðsins þykir sterkur og það kemur öragglega til með að ráða úr- slitum í síðari leiknum. Stjömumenn geta eflaust dregið mikinn lærdóm af leiknum enda mun hann sitja lengi í minningu leikmanna liðsins sem köstuðu frá sér öraggum sigri á einstaklega klaufalegan hátt. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.