Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1997, Blaðsíða 4
24 MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1997 MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1997 25 íþróttir Evrópukeppnin: Magdeburg skellti Lemgo Magdeburg vann óvæntan stórsigur á Lemgo, 24-17, í 8-liða úrslitum Evrópukeppni bikar- hafa í handknattleik á laugar- daginn. Lemgo er langefst í þýsku 1. deildinni en Magdeburg er um miðja deild. Vigindas Petkevicius skoraöi 8 mörk fyrir Magdeburg og Ro- bert Licu 5 en Volker Zerbe og Daniel Stephan skoruðu 4 mörk hvor fyrir Lemgo, sem þarf held- ur betur að taka sig á í seinni leik liðanna. Jafntefli hjá Creteil og Drammen í borgakeppni Evrópu náði norska liðið Drammen góðum úrslitum þegar það gerði jafn- tefli, 24-24, við Creteil í Frakk- landi. Creteil, sem sló Hauka út úr keppninni fyrr í vetur, var 13-9 yfir í hálfleik. Drammen sigraöi óvænt í þessari keppni í fyrra. í sömu keppni vann Horn Sitt- ardia frá Hollandi sigur á Sandefjord frá Noregi, 22-20. Ademar Leon frá Spáni sigr- aði Nettelstedt frá Þýskalandi, 27-21, á Spáni. Bogdan Wenta, Pólverjinn gamalkunni, skoraði 8 mörk fyrir Nettelstedt. Kiel tapaði á Spáni Caja Santander vann Kiel frá Þýskalandi, 26-23, í Evrópu- keppni meistaraliða á Spáni. Sví- amir voru í aðalhlutverkum hjá Kiel því Staffan Olsson skoraöi 7 mörk og Magnus Wislander 6. Flensburg vann létt Flensburg-Handewitt vann auðveldan sigur gegn Gorenje Velenje í Slóveníu, 19-28, í EHF- bikamum. Lars Christiansen og Matthias Hahn skoruðu 6 mörk hvor fyrir Flensburg og Roger Kjendaíen 5. Stórsigur Larvik Larvik, norska kvennaliðið sem Kristján Halldórsson þjálf- ar, gerði það líka gott um helg- ina. Larvik vann stórsigur á Cor- teblanco Bidebieta frá Spáni, 30-17, i fyrri leik liðanna i Evr- ópukeppni bikarhafa kvenna og ætti að vera öraggt með að kom- ast áfram. í borgakeppni kvenna vann Junkeren frá Noregi sigur á Kuban Krasnodar frá Rússlandi, 24-21. Dortmund frá Þýskalandi vann tvo auðvelda sigra á Brov- ary frá Hvíta-Rússlandi, 31-23 og 40-20, í EHF-keppni kvenna. Hypo Niederösterreich frá Austurríki vann Krim Laibach, 21-26, á útivelli í Slóveníu í meistarakeppni kvenna. -VS Snóker: Kristján fékk 200 þúsund Kristján Helgason sigraði Jó- hannes B. Jóhannesson, 10-5, í einvígi tveggja bestu snókerspil- ara landsins sem fram fór á billi- ardstofunni í Mosfellsbæ um helgina. Kristján hreppti þar með 200 þúsund króna sigurlaun sem gef- in voru af Álftárósi, styrktarað- ila einvígisins. -VS ÍR-stúlkur í þrettánda sæti ÍR hafnaði í þrettánda sæti í Evrópubikarkeppni félagsliða í víðavangshlaupi sem fram fór í Wales í gær. Martha Ernstdóttir náði bestum árangri ÍR-inga og varð í 12. sæti í einstaklings- keppninni. -VS Glæsilegt sigurmark en vonin veik - kraftaverk þarf til að KA komist í undanúrslit DV, Akureyri: Þaö vora ekki margir ánægðir í KA-heimilinu á Akureyri í gær, þrátt fyrir 32-31 sigur KA gegn ung- verska liðinu Veszprém í fyrri leik liðanna í 8 liða úrslitum Evrópu- keppni bikarhafa. KA-menn voru margir hverjir óhressir með þau úr- slit og gera sér grein fyrir að róður- inn í síðari leiknum í Ungverjalandi verður vægast sagt erfiður. Betri sigur hefði getað náðst ef vöm og markvarsla hefðu verið upp á það sem liðið gerir best og svo virtist oft sem aðeins vantaði herslumuninn til að sigurinn yrði stærri. Hins veg- ar þurfti mark Duranona úr aukakasti eftir venjulegan leiktíma til að fá úrslit og það var greinilega nokkuð sem ekki gladdi ungverska þjálfarann Vass mjög að tapa leikn- um á því marki. Vörnin svifasvein og markvarlan lítil Þó verður að segja KA-mönnum það til hróss að liðið lék að mörgu leyti mjög vel og þessi leikur hefði ári efa dugað gegn öllum íslenskum liðum. Sérstaklega á það við um sóknarleik liðsins sem var fjöl- breyttur og oft og tíðum mjög vel út- færður. Það sem gerði það að verk- um að sigur KA varð ekki stærri var hins vegar að vömin var oft svifasein og þetta var ekki dagur markvarða liðsins. Markaregn Fyrri hálfleikurinn var með því líflegasta móti sen sést hefur í KA- húsinu. Bæði liðin spiluðu stuttar en árangursríkar sóknir sem vora oft sannkallað augnakonfekt. Ungverjamir höfðu undirtökin framan af en náðu aldrei nema tveggja marka forskoti og oft var jafnt. Einum manni færri skoruðu KA-menn tvö síðustu mörk hálfleiksins, Björgvin Björgvinsson þau bæði, og KA var yfir í leikhléi, 17-15. Björgvin hélt áfram í upphafi síðari hálfleiks og skoraði 18-15 meðan KA-menn vora einn einum færri og menn voru bjartsýnir. Ungverjamir breyttu hins vegar umn vöm og Éles tók Duranona úr umferð en þmmufleygar hans hans í fyrri hálfleik af 10-12 metra færi höfðu skelft Ungverjana. Þetta hafði ekki mikil áhrif á sóknarleik KA, sem var með ágæta nýtingu, en það voru göt í vörninni sem Ungverjamir löbbuðu í gegnum hvað eftir annað. Þá var markvarslan lítil og Veszprém skoraði einnig úr langskotum. Eftir að staðan var 18-18 hafði KA yfirleitt 2-3 marka forskot þar til Vezsprém jafnaði, 31-31, og lokaorðið átti Duranona. Þrumuliö KA hefði þurft algjöran toppleik til að tryggja nægjanlegt forskot til að eiga raunhæfan möguleika á að komast í undanúrslitin. Ungverska liðið er geysilega öflugt, enda landsliðsmenn i hverri stöðu, og á varamannabekknum sátu eingöngu landsliðsmenn. Liðið leikur hraðan og skemmtilegan handbolta, skoraði 6 mörk úr hraðaupphlaupum, og KA-manna bíður erfitt verkefni í síðari leiknum. Hvað sem líður möguleikum KA í þeim leik má liðið eiga það hrós sem því ber fyrir leikinn í gær. Liðið var öflugt í sókninni en stöku menn áttu slakan dag í vörn og markverðirnir fundu sig engan veginn. Duranona var rosalegur í sókninni i fyrri hálfleik en vægast sagt slakur í vöminni er á leið. Björgvin Björgvinsson lék sinn besta leik í vetur, Erlingur var geysiöflugur og Leó Öm átti góðan leik á linunni. -gk Engin pressa á okkur í Ungverjalandi - sagöi Alfreð Gíslason, þjálfari KA eftir leikinn DV, Akureyri: „Ég hefði auðvitað viljað fá meira en eins marks sigur þótt það færi ekki mifli mála að við áttum í höggi við geysisterkt lið,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA, eftir leikinn gegn Veszprém. Alfreð sagðist sérstaklega vera óánægður með vöm liðsins og mar- kvörsluna en þessir hlutir hefðu ekki verið eins og þeir gerast bestir. Fyrir leikinn sagði Alfreð að KA yrði að vinna með a.m.k. 5 marka mun til að eiga raunhæfan mögu- leika á að komast áfram, og hann var greinilega ekki aflt of bjartsýnn Gunnar Einarsson, knattspymu- maður úr Val, gekk fyrir helgina endanlega frá samningi við hol- lenska úrvalsdeildarfélagið Roda. Eins og fram kom í DV fyrir skömmu er samningurinn til vors- ins 1998 og að þeim tíma loknum á Roda forkaupsrétt á Gunnari í 3 ár. á framhaldið. „Þeir era með geysi- lega öflugt lið, sterkasta lið sem hef- ur spilað hér á landi í einhvem tíma og þetta verður erfitt hjá okk- ur. En það veröur engin pressa á okkur og við förum í síðari leikinn til að gera okkar besta,“ sagði Al- freð. „Viö ætlum áfram“ „Það voru ákveðnir þættir í leik okkar sem gengu ekki eftir. Við vissum aflt um þetta ungverska lið og vorum búnir að kortleggja það, en það sem fór úrskeiðis hjá okkur var vömin og þó aðallega mark- varslan," sagði Árni Stefánsson, að- Gunnar, sem er tvítugur, fer beint i nítján manna leikmannahóp aðafliðs Roda, sem er í sjötta sæti úrvalsdeUdarinnar. Keppni í deild- inni hefst á ný eftir vetrarfríið næsta laugardag og Roda mætir þá liði Twente. -VS stoðarþjálfari KA, eftir leikinn gegn Veszprém. „Við förum hressir í útileikinn og ætium okkur að komast áfram. Það er svo gaman að spUa í þessari keppni að það kemur ekkert annað tU greina en sigra þá einnig á úti- veUi. Þá þurfum við að nýta okkur betur það sem við vitum um liðið. Við vissum reyndar alveg hvemig þeir myndu skjóta á markið og þess háttar en fóram bara ekki eftir því. En við lögum þetta fyrir síðari leik- inn og tökum þá í Ungverjalandi," sagði Ámi. -gk Kristján Arason. Gunnar samdi við Roda íþróttii Vass „messaði“ í klefanum DV, Akureyri: Það var litiU heiðríkjusvipur á ungverska þjálf- aranum Vass eftir tapið gegn KA í gær og virtist sem sigurmark Duranona úr aukakastinu hefði farið Ula í kappann. í heflar 20 mínútur „mess- aði“ hann í búningsklefanum áður en leikmenn- imir fengu að fara í sturtu og það var varla að að- stoðarmennimir þyrðu að depla auga í návist þjálfarans. Eins og lúbarinn hundur Aðstoðarþjálfarinn sagðist þó vilja túlka stutt viðtal þjálfarans við DV en eftir að þjálfarinn var búinn með „messuna" læddist aðstoðarmaðurinn út eins og lúbarinn hundur og neitaði öUum túlk- unarstörfum. Var engu líkara en þjáifarinn hefði sett á samskiptabann og þar við sat. -gk Róbert Duranona var í miklu stuði í gær, skoraði 14 mörk og tyggði KA sigur. Mail on Sunday í gær: Dalglish vonast til að sigra Liverpool - í baráttunni um íslendinginn Bjarna Guðjónsson Enska blaðið MaU on Sunday skýrði frá því í gær að Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri Newcastle, væri að vonast tU að sigra sitt gamla fé- lag, Liverpool, í baráttunni um Islendinginn Bjarna Guðjónsson. Blaðið segir að þessi 17 ára táningur sem sé met- inn á 110 mUljónir króna, sé öðra sinni til reynslu hjá Newcastie þessa dagana og reiknað sé með að Dalglish taki ákvörðun í málinu nú í vikunni. MaU on Sunday hefur eftir Bjama Guðjónssyni: „Það yrði mér mikUl heiður að semja við hvort fé- lagið sem væri.“ Eins og fram hefur komið í DV hefur skoska stórliðið Glasgow Rangers áhuga á að sjá Bjarna og mun hann væntanlega halda tfl Skotiands á mið- vikudag og dvelja í nokkra daga við æfmgar hjá lið- inu. Skagamönnum hefur ekki borist neitt tUboð frá Liverpool í Bjama en forráðamenn félagsins með framkvæmdastjórann Roy Evans í broddi fylkingar ætiuðu fyrir nokkru að að vera búnir að senda tfl- boðið. Þeir hafa hins vegar haldið að sér höndum eftir að Bjami fór tfl Newcastie. -VS/GH Bjarni er sagöur vera metinn á 110 milljónir króna í Mail on Sunday. Þaö er þó varla raunhæf tala. Jóhann G. Jóhannsson, hornamaöur KA, fær hér heldur óblíöar móttökur hjá tveimur leikmönnum Veszprem í Evrópuleiknum í KA-heimilinu í gær. KA-menn unnu leikinn meö eins marks mun svo búast má viö aö róöur noröanmanna veröi þungur þegar síöari leikurinn fer fram í Ungverjalandi um næstu helgi. DV-mynd JHF Kristjáni boöiö til Kuwait - hafnaði því og íhugar að líta á aðstæður hjá Drammen „Ég er svona melta það með mér hvort ég ætti að fara til Noregs og skoða þetta dæmi nánar. Það er ýmsum spurningum ósvarað. Mér skUst að fjórir leikmenn séu jafnvel á förum frá félaginu svo maður þarf að skoða þetta mjög vel áður en maður tekur þetta verkefni að sér,” sagði Kristján Arason í sam- tali við DV í gær en eins og kom fram í DV í síðustu viku þá vUja norsku Evrópumeist- aramir í Drammen frá Nor- egi fá hann sem næsta þjálf- ara félagsins. Svíinn Kent Anderson, sem þjálfað hefur liðið undanfarin ijögur ár með frábærum ár- angri, mun hætta eftir tíma- bflið en hann tekur við 2. deildar liði i Þýskalandi. Kristján sagði að umboðs- maður meistaraliðsins í Kúveit heföi haft samband við sig og spurt hvort hann hefði áhuga á að taka við þjálfun liðsins og einnig hefði eitt þýskt 2. deildar lið sett sig í samband við sig. „Ég gaf þetta fljótiega frá mér enda heldur mikið ævin- týri að fara til Kúveit með fjöldskylduna. Ef ég fer tfl Noregs mun ég gera það á næstum tveimur vikum," sagði Kristján enn fremur. -GH Þýski handboltinn um helgina: Minden komst í 7. sætið Sigurður Bjarnason og félagar í Minden styrktu stöðu sína í þýsku 1. deUdinni í handknattleik um helgina með þvi að sigra Hameln, 29-26. Minden er þar með í 7. sæti deildarinnar. Sigurður skoraði 3 mörk í leiknum. „Þetta gekk ágætiega og ég spUaði i sókninni í 40 mínútur. Hver sigur er dýrmætur því það er stutt í neðstu liðin. Það segir lítið að vera í 7. sætinu núna þegar deUdin er svona jöfn og staðan breytist eftir hverja umferð,“ sagði Sigurður við DV í gær. Essen tapaði, 22-21, fyrir WaUau Massenheim á útiveUi. Patrekur Jó- hannesson skoraði 2 mörk fyrir Essen. „Þetta var ekki minn dagur en samt var þetta betra hjá okkur en að undanförnu. Sigur WaUau var þó öraggari en tölurnar gefa tU kynna því við skoraðum fjögur síðustu mörkin,“ sagði Patrekur við DV. Róbert Sighvatsson skoraði 2 KA (17) 32 Veszprem (15) 31 mörk fyrir Schutterwald sem tapaöi dýrmætum stigum á heimaveUi gegn Rheinhausen, 21-23. Sænski landsliðsmaðurinn Magnus Anders- son gat ekki leikið með Schutt- erwald vegna veikinda og munaði* um minna. Jason með sex í fyrri hálfleik Jason Ólafsson skoraði 6 mörk í fyrri hálfleik þegar Leutershausen burstaði Húttenberg, 37-17, í suður- riðli 2. deildar. Jason hvUdi síðan í síðari hálfleiknum en Leuters- hausen á erfiðan útileik í vikunni. Liðið er sem fyrr efst í riðlinum. íslendingaliðið Wuppertal vann Emsdetten, 28-23, í norðurriðli 2. deUdarinnar. ÖU toppliðin í riðlinum sigruðu og Bad Schwartau er efst með 42 stig, Wuppertal er með 39, Rostock 36 og Duderstadt 31 en Wuppertal á leik til góða á hin liðin. -VS ÞÝSKALAND 0-1, 4-4, 6-8,10-9, 12-14,14-14, (17-15), 18-15, 18-18, 21-18, 21-20, 23-20, 23-22, 25-22, 28-27, 30-28, 30-30, 31-31, 32-31. Mörk KA: Duranona 14/7, Björg- vin Björgvinsson 5, Zergei Ziza 4, Leó Öm Þorleifsson 3, Jóhann G. Jó- hannsson 3, Heiðmar Felixsson 2, Jakob Jónsson 1. Varin skot: Guðmundur A. Jóns- son 7, Hermann Karlsson 1. Mörk Veszprem: Sotonyi 9, Pasztor 6, Zsigmond 5, Éles 4/1, Oszlanci 2, Gulyas 2, Bergendi 2, Csoknayi 1/1. Varin skot: Fazekas 8, Szathmari 3. Brottvísanir: KA mín, Veszprem 6 mín. Dómarar: Abrahamsen og Kristi- ansen frá Noregi, ekki heimadómarar og frekar hallaði á KA. Áhorfendur: Um 1200. Maður leiksins: Sotonyi, Vez- sprem. Massenheim-Essen...........22-21 Minden-Hameln..............29-26 Schutterwald-Rheinhausen .. . 21-23 Dormagen-Niederwtirzbach . . 21-18 Lemgo 19 537-432 36 Flensburg 18 451-389 26 Niederwúrzbach 19 478-431 25 Massenheim 19 474-480 22 Kiel 18 472-425 21 Nettelstedt 18 472-452 20 Minden 19 502-503 19 Grosswallstadt 19 484-487 17 Essen 19 455-468 17 Magdeburg 18 412-427 17 Rheinhausen 19 438-471 17 Gunimersbach 18 389-414 15 Schutterwald 19 468-499 13 Dormagen 19 388-446 12 Fredenbeck 18 404462 11 Hameln 19 440478 10 Guðmundur tapaði - Þau undur og stórmerki urðu á Coca Cola mótinu í borðtennis í gær að íslandsmeistarinn Guðmundur E. Stephensen, Víkingi, tapaði fyrir félaga sínum Ingólfi IngóUssyni í úrslitaleik en Guðmundur hefur verið ósigrandi i þessari íþrótt síðustu árin. I einliðaleik kvenna sigraði Eva Jósteinsdóttir, Víkingi. í tvUiðaleik karla sigraðu Guðmundur og Ingólfur þá Sigurð Jóns- son og Markús Árnason. í 1. flokki sigraði Sigurður Jónsson, Víkingi, í 2. flokki sigraði Ragnar Guðmundsson, KR, í eldri flokki sigraði Pétur Ó Stephensen, Vikingi og í byrjendaflokki sigraði Gunnlaugur S. Guðmunds- son, Víkingi. -GH'*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.