Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Side 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997
Fréttir
Bréf sem Jónas Hallgrímsson skrifaði 1840 komið í leitimar:
Rakst á bréfið í veðurfars-
bók frá síðustu öld
- segir Svavar Hávarsson, sem er að rannsaka veðurfarsdagbækur presta á árunum 1855 til 1870
„Það er of mikið sagt að ég hafi
fundið þetta bréf. Það má eigin-
lega segja að ég hafi rekist á það
í grúski mínu fyrir Veðurstofu
íslands í veðurfarsdagbókum
presta frá síðustu öld sem geymd-
ar eru í Landsbókasafninu. Það
var vitað að Jónas Hallgrímsson
skrifaði þetta bréf. Hann skrifaði
það til Hins íslenska bókmennta-
félags og þess vegna er það til í
skrám þess. Það vissi hins vegar
enginn hvar það var niðurkomið
og í raun var það talið glatað.
Jónas Hallgrímsson skrifaði það
9. apríl 1840 og er það 6 síður. í
því leggur hann til að prestar
landsins taki að sér skráningu á
veðri á hverju prestsetri. Hann
leggur jafnframt til að Hið ís-
lenska bókmenntafélag hafi for-
göngu um að þetta verði gert.
Einnig að það sjái um að útvega
prestunum mæla og annað sem
til þurfi. Þetta gerðist svo nokkru
síðar og prestar skráðu veður-
dagbækur," sagði Svavar Hávars-
son, sagnfræðinemi við Háskóla
íslands, í samtali við DV.
Hann hefur tekið að sér að
rannsaka þessar veðurfarsbækur
sem prestar landsins skráðu á ár-
unum 1855 til 1870 og létu eftir
sig. Og í einni slíkri bók lá bréf
þjóðskáldsins.
í bréfinu kemur fram að
Jónasi var mjög umhugað um að
ísland standist samanburð við
önnrn- lönd varðandi vísindaleg-
ar rannsóknir, eins og hann orð-
ar það í bréfmu. Jónas Hall-
grímsson var sem kunnugt er
náttúrufræðingur og vísindamað-
ur á þessum tíma. Ástæðan fyrir
því að hann hefur þennan áhuga
á veðurfarsskráningu er sú að
hann vildi sjá hvaða blóm og
nytjajurtir gætu þrifist á íslandi.
Bréf Jónasar Hallgrímssonar var talið glatað en kom í leitirnar við
rannsókn Svavars Hávarssonar sagnfræðings. Dv-mynd þök
Hann segir í bréfinu að seinna
meir muni þessar veðurfarsupp-
lýsingar þykja ærinn fjársjóður.
Svavar segir að bækumar séu
merk heimild fyrir veðurfræð-
inga hvað varðar heildarskrán-
ingu veðurfars á þessum tíma.
Hann segir að fyrir utan þær veð-
urfarsbækur frá 1855 til 1870 séu
til fjölmargar aðrar gamlar veð-
urfarsbækur sem á að rannsaka.
„Það hefur verið mikil fram-
sýni hjá Jónasi Hallgrímssyni að
leggja til veðurskráningu. Það er
ekki síður eftirtektarvert hvað
hann gerir sér glögga grein fyrir
því að skráningin muni ekki nýt-
ast á hans tíma eða næstu árum,
heldur muni skráningin koma að
notum einhvern tímann í fram-
tíðinni og nú hefur það komið í
ljós,“ segir Svavar Hávarsson.
-S.dór
GCI á Islandi sem seldi orlofsrétt:
Forstjórinn farinn úr landi
og fyrirtækið hætt
- seldi hótelherbergi á 25 milljónir án eignarréttar kaupenda
GCI á íslandi, sem undanfama mán-
uði hefúr selt svokallaða orlofshlut-
deild í hótelum á sólarströndum Spán-
ar, hætti allri starfsemi sl. föstudag.
Forsvarsmaður fyrirtækisins, Breti að
nafni Terry Bissell, er farinn af landi
brott fyrir rúmum þremur vikum og
sama er að segja um annan Breta sem
kom í hans stað. Sá mun hafa farið af
landi brott um helgina.
Á stuttum starfstima sínum tókst
fyrirtækinu að selja um 28 manns or-
lofshlutdeild og greiðir hver þeirra um
500 þúsund krónur. Forsvarsmenn fyr-
irtækisins skilja nokkum hóp fyrrver-
andi sölumanna eftir með ógreidd eða
vangreidd laun, sem þeir hafa falið
lögmanni Verslunarmannafélags
Reykjavikur að innheimta.
GCI seldi svonefiida orlofshlutdeild
í hótelherbergjum eða stúdíóíbúðum í
hóteh á Costa del Sol á Spáni sem
nefnist Sunset Beach Club. Kaup á
slíkri hlutdeild má líkja við það að
hafa keypt hlut í norðurljósunum eins
og sagt var að þekkt aldamótaskáld
hafi selt grunlausum útlendingum.
Þeir sem kaupa orlofshlutdeild kaupa
aðeins rétt til að nota tiltekið hótelher-
bergi eða -íbúð í sama tiltekinn tíma á
hveiju ári, en fyrir að nota þennan
rétt skal kaupandi til viðbótar greiða
árlega greiðslu í sérstakan sjóð til að
mæta greiðslu viðhalds, fasteigna-
gjalda, umsjónargjalda o.fl. Kaupend-
ur fá hins vegar enga eign í hendur
sem þeir geta veðsett eða selt aftur því
sjálf fasteignin er eign annarra.
Seldur var dvalarréttiu- í hveiju
herbergi í eina viku í senn og alls var
þannig seld 51 vika. Sú eina vika sem
eftir stóð af árinu og ekki var seld var
notuð til viðhalds og endurbóta. Sé
gert ráð fyrir því að hver vika seljist á
500 þúsund krónur þá hefúr fengist
fyrir herbergið hvorki meira né
minna en 25,5 miiijónir króna, án þess
þó að það hafi í raun verið selt, held-
ur aðeins gisting í þvi fyrir fram.
Söluaðferðir GCI vom í stórum
dráttum þannig að hringt var í fólk,
aðallega gift fólk komið á og yfir miðj-
an aldur, undir því yfirskini að verið
væri að kanna ferðavenjur og ferða-
langanir fólks. Nokkm siðar var aftur
hringt og viðkomandi þá tjáð að hann
hefði unnið ferðavinning, en til þess
að fá hann yrði hann að koma ásamt
maka sínum á kynningarfund hjá GCI
að Vesturgötu 2 í Reykjavík.
Starfsmaður á ritstjóm DV fór
ásamt maka sínum á slíkan fund og
fengu þau hjónin eins og öll önnur
hjón sem komin vom á staðinn „sinn“
sölumann, sem gekk mjög hart eftir
því að þau undirrituðu kaup á orlofs-
hlutdeild. Sölumaðurinn sagði þeim
að hann væri að bjóða þeim algjör sér-
kjör, sem engum öðrum byðist. Þegar
sölumaðurinn taldi sig finna að annað
hjónanna var áhugasamara en hitt
lagði hann sig fram um að sannfæra
það um ágæti kaupanna og reyndi
jafiivel að tefla hjónunum saman. Þeg-
ar um allt þraut reyndi hann að fá
hjónin til að vorkenna sér vegna þess
að hann yrði nú aldeilis tekinn á bein-
ið á eftir ef honum tækist ekki að selja
þeim orlofshlutdeild og hvort þau
vildu nú ekki skrifa undir til að kom-
ast hjá því að eiga sök á hremmingum
þeim sem hann ætti annars vísar.
Enginn svaraði í síma hjá GCI, en
fyrrverandi starfsmaður GCI sagði í
samtali við DV að Terry BisseU fram-
kvæmdastjóri væri liklega kominn til
Spánar. Lögmaður Neytendasamtak-
anna, Hjalti Pálmason, hefúr farið með
mál ailstórs hóps fólks sem hefúr vilj-
að hætta við orlofshlutdeildarkaup og
að sögn hans eru allmörg þeirra mála
óútkljáð enn. Hann segir í samtali við
DV að fremur sé ólíklegt að þeir sem
keypt hafi orlofshlutdeild hjá GCI geti
selt hana aftur eða skipt henni upp í
áþreifanleg verðmæti. SÁ
Stuttar fréttir
R-listinn tapar
R-listinn tapar Reykjavík í
næstu sveitastjómarkosning-
um samkvæmt nýrri könnun
Hagvangs. Samkvæmt könnun-
inni hefur Árni Sigfússon yfir-
burðafylgi sem borgarstjóra-
efni D-lista.
Sjómenn vilja sækja
Æsu
Stjóm Sjómannasambands
íslands hefur skorað á sjávar-
útvegsráðherra að upplýsa or-
sakir þess að skelbáturinn Æsa
fórst sl. sumar. Stjómin skorar
einnig á Alþingi og ríkisstjóm
að auka fé til sjóslysarann-
sókna og slysavama.
Halli á viðskiptum við
útlönd
9,1 milljarðs halli var á við-
skiptum við útlönd á sl. ári en
árið áður hafði orðið 3,4 millj-
arða afgangur.
Hálft tonn af sauða-
ostí
Mjólkursamlagið í Búðardal
framleiddi tæpt hálft tonn af
sauðaosti úr um 10 þúsund lítr-
um af kindamjólk. Alþýðublað-
ið segir frá.
Taugaskurölæknar aö
hætta
Heila- og taugaskurðlæknar
Sjúkrahúss Reykjavíkur, sem
em þrír talsins, hyggjast hætta
1. júní störfum vegna slæmra
kjara og vinnuaðstöðu. Einn
þeirra hætti nýlega og hefur
álag á hina þrjá aukist. Þeir
eru nú á vakt allan sólarhring-
inn alla daga. Stöð 2 sagði fró.
Landbúnaöarverölaun
Landbúnaðarráðherra af-
henti bændum á fjórum jörðum
landbúnaðarverðlaunin í fyrsta
sinn. Verðlaunin eru veitt fyrir
fýrirmyndarathafnir sem tengj-
ast landbúnaði.
Þjóðviljinn á Netinu
Þjóðviljinn er farinn að
koma út á ný, en nú á Internet-
inu. Þar er hann gefinn út af
útgáfúfélaginu Andríki sem er
í eigu fólks sem styður stefhu
Sjáfstæðisflokksins en ekki Al-
þýðubandalagsins. Dagur- Tím-
inn segir frá.
-SÁ
Nei
29%
71
%
Já
j rödd
FOLKSINS
904 1600
Á að taka upp tvö skattþrep?
gær var unnið að því að taka niður auglýsingaskilti Stöðvar 3 en sjónvarpsstöð-
inni var lokað klukkan 17 f gær f kjöifar samrunans við íslenska útvarpsfélagið.
Sýn verður send út á rás Stöðvar 3 í opinni dagskrá næstu daga. Dv-mynd þök