Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997
Fréttir_______________________________________________^
Atvinnurekandi skilur eftir sig skuldaslóö upp á hundruð þúsunda:
Gefur fólkinu langt nef
og vísar á Ábyrgðasjóð launa
- lögfræðingur Dagsbrúnar mun krefjast opinberrar rannsóknar
„Vandamálið er að fólk leikur
þann leik að skilja eftir sig skulda-
slóðir hingað og þangað, einstak-
lingar eru ekki gerðir ábyrgir og
síðan eru stofnuö ný fyrirtæki á
rústum hinna gömlu. Þetta fólk sem
hér um ræðir er ekkert einsdæmi
en skólabókardæmi um hvernig
fólk á ekki að komast upp með að
haga sér. Það er ljóst að það skuld-
ar hundruð þúsunda í laun og ýmis
gjöld og við munum á næstu dögum
fara fram á opinbera rannsókn á
málum þessa fólks,“ segir Atli Gísla-
son, lögfræðingur Dagsbrúnar, um
skrautlegan feril fólks í atvinnu-
rekstri sem rakinn er í blaðinu
D&F, fréttablaði Dagsbrúnar og
Framsóknar.
Ferill fólksins er rakinn mörg ár
aftur í tímann, allt til þess að það
var í atvinnurekstri í Ólafsvík, kom
síðan til Reykjavíkur og mun nú
vera komið með starfsemi sína til
Suðumesja.
„Það er fullt af fólki sem á hjá
þeim laun og lífeyrissjóðsiðgjöld,
mest krakkar og yngra fólk. Þetta er
löng slóð skulda hingað og þangað
og nú segja þau að þau séu hætt at-
vinnustarfsemi, gefa fólkinu bara
langt nef og vísa á Ábyrgðasjóð
launa. Ríkið þarf því að sópa gólfið
eftir þetta fólk.“
Atli segir að þetta dæmi sé ekkert
einsdæmi en hér eftir verði farið að
kæra umsvifalaust til RLR þegar
svona mál komi upp. Hann segir
Dagsbrún hafa átt við svona fólk í
langan tíma og að þar á bæ hafi
margoft veriö bent á að að setja
þurfi einhver ákvæði í lög um
tryggingar fyrir starfsleyfum,
þannig að hægt verði að ganga að
opinberum gjöldum, staðgreiðslu og
öðrum aðdráttarliðum.
„Þetta er vörslufé sem fyrirtækj-
unum er falið að innheimta og skila
og þau sem ekki gera það eru að
brjóta lög með því að stela. Lögfræð-
ingar þurfa tryggingar, ferðaskrif-
stofur sömuleiðis en engar trygging-
ar eru í sambandi við starfsleyfi á
vinnumarkaðnum."
Atli segir að engu hafi verið svar-
að af síðustu innheimtutilraunum á
hendur þeim, þau láti ekki ná í sig,
en nú verði RLR fengin til þess að
kanna málið á næstu dögum.
-sv
Flutningabílar sjóleiðina:
Flutningabílar í
fyrsta sinn
með Fagranesinu
- á meðan Ísaíjarðardjúp var lokað vegna snjóa
Fyrsti flutningabíllinn ekur frá borði úr Fagranesinu í Sundahöfninni á ísafirði á laugardagskvöldið. Undir stýri er
Magnús Bjarnason, bílstjóri hjá ísafjarðarleiö. Ljósmynd Hðróur
Verkefnastjórn skilar tillögum í forvarna- og vímuefnamálum:
Samstiga náum viö
betri árangri
- segir Ómar Smári Ármannsson bæjarfulltrúi
Um klukkan hálfátta á laugar-
dagskvöldið lagðist Djúpferjan
Fagranes að bryggju á ísafirði með
öðruvísi farm en hingað til hefur
verið fluttur sjóleiðina úr innan-
verðu ísafjarðardjúpi til ísafjarðar.
Með skipinu komu þrír flutninga-
bílar, póstbíll, jeppi og fólksbíll sem
verið höfðu veðurtepptir á Hólma-
vík. Var Vegageröin fengin eftir
japl og jaml og fuður, að sögn ferða-
langa, til að moka veginn yfir Stein-
grímsfjaröarheiði svo koma mætti
bílunum um borö í Fagranesið á
nýrri ferjubryggju á Arngerðareyri
í Ísafírði. Þetta mun vera í fyrsta
skiptið sem Fagranesið hefur veriö
notað til að flytja flutningabíla sem
leið hafa átt um Djúpið. Þó margoft
hafi minni bílar verið fluttir meö
skipinu hafa ekki verið fyrir hendi
ferjubryggjur svo nota mætti skipið
til flutninga á flutningabílum og
stærri tækjum. Nýverið er lokið
smíði ferjubryggju á Amgerðareyri
í Inn-Djúpi og verið er að setja upp
DV, Hólmavík:
Veghefill fór fram af vegkanti og
nánast á hvolf nýlega á svonefndri
Broddaneshliö í Koflafiröi. Hvass-
viðri var af suðvestri þegar þetta
ferjubryggju í Sundahöfninni á ísa-
firöi. Eins og áður sagði voru þrír
flutningabílar með skipinu i þessari
ferð og þar af einn með aftanívagn.
Voru tveir bílanna frá ísafjarðar-
leið en einn frá flutningakappanum
Ármanni Leifssyni í Bolungarvík.
Auk þess voru með skipinu póstbífl
með aftanívagn frá Guðna Jóhann-
essyni, fólksbíll, jeppi og vélsleði.
Þar sem ferjubryggjan á ísafirði
veröur ekki tekin í notkun fyrr en í
næsta mánuði var gripið til þess
ráðs að nota gámapall til aka bílun-
um í land í Sundahöfninni. Þó ekk-
ert væri afgangs af breidd þessarar
bráöabirgöaferjubryggju gekk samt
áfallalaust aö koma bílunum í land.
Ekki er ólíklegt að meira eigi eftir
að verða um slíka flutninga í fram-
tíðinni en ísafjarðarleið hefur und-
anfarið staðið í viðræöum við Djúp-
bátinn hf„ sem gerir út Fagranesið,
um að flytja flutningabíla með skip-
inu.
gerðist og gekk á með dimmum élj-
um.
Ökumaðurinn meiddist ekki al-
varlega og fékk að fara heim að
læknisskoðun lokinni.
Þá fór jeppabifreið út af veginum
„Þetta er framlag Hafnarfjarðar
um að efla vímuvamir eins og kost-
ur er og fá fólk til liðs við þetta við-
og á hliðina um svipað leyti. Það
gerðist við bæinn Tröllatungu. Öku-
manninn sakaöi ekki og ástæða
þess óhapps var það sama og í fyrra
tilvikinu; mikið dimmviðri.
-GF
fangsefni, hvort sem um er að ræöa
fólk sem starfar á vegum bæjarins
eða almenning. Þannig hafa allir að
einhverju sérstöku aö stefha og geta
verið samstiga í þessari baráttu,“
segir Ómar Smári Ármannsson,
bæjarfufltrúi í Hafnarfirði, um til-
lögur verkefnastjómar sem skipuð
var í Hafnarfirði tfl þess að vinna
að og skipuleggja allt starf í sam-
bandi við forvama- og fíkniefnamál.
Verkefhastjórnin er að sögn
Ómars skipuð í framhaldi af starfi
vímuvarnaráðs bæjarins, sem skip-
að var 1990, og vegna tillagna frá
Sambandi íslenskra sveitarfélaga
mn aö öfl stærri sveitarfélögin skipi
verkeihastjómir er hefðu það að
markmiði að skoða forvama- og
fíkniefnamál á hverjum stað. Verk-
efnastjómin er t.d. skipuð fufltrúum
frá æskulýös- og íþróttaráði, skóla-
nefnd, vímuvarnanefnd og áfengis-
varnanefnd. Ómar segir aö með því
aö samræma vinnu aflra muni nást
enn betri árangur í Hafnarfirði en
með stofnun vímuvcimanefndarinn-
ar 1990 hafl grunnurinn verið lagð-
ur að þeim góða árangri sem þegar
hafi náðst í bænum.
„Tillögumar kveða í megindrátt-
um á um afstöðu og viðhorf stjóm-
enda bæjarins, álit þeirra á þessu
viðhorfi og skilaboð þeirra til bæj-
arbúa. Þær kveða á um samhæfingu
allra þeirra starfskrafta sem vinna
að þessu málefni innan bæjarkerfis-
ins og opna möguleika á samstarfi
viö aðra, áhugafélög og einstak-
linga. Lagt er tfl bann við áfengis-
auglýsingum í iþróttahúsum og að
þau verði ekki notuð til skemmtana-
halds þar sem áfengi er veitt. Þá má
nefna aö starfsmenn bæjarins geta
nú leitað sér aöstoðar vegna vímu-
efnavandamála og njóta fullra rétt-
inda á meöan og loks er hér beiöni
til bæjarstjóra um að vekja athygli
dómsmálaráðuneytisins á auknum
stuðningi við lögregluna í Hafnar-
firði til þess aö hún geti haft betra
eftirlit með þeim sem selja eða
neyta fikniefna í bænum,“ segir
Ómar Smári. -sv
Kristinn Hugason:
Átel slíka
frétta-
mennsku
„Ég átel fréttamennsku á
borð við þessa þar sem einn
maður fer fram með stóryrði. í
greininni er vegið að persónu
minni og vandaðir fréttamiðl-
ar eiga ekki að vera opnir fyr-
ir slíkum óhróðri," segir Krist-
inn Hugason, hrossaræktar-
ráðunautur Bændasamtaka Is-
lands, vegna fréttar DV í gær
þar sem Jóhann Friðgeirsson,
bóndi að Hofi á Höfðaströnd,
segir Kristin vera hlutdrægan
hvað varöar stóðhesta og vísar
til greinar í Eiðfaxa þar sem
ekki er vikið orði að stóðhest-
inum Hlekki sem fékk aðra
hæstu einkunn stóðhesta á s.l.
ári.
-HKr.
Veghefillinn utan vegar í Kollafirði.
DV-mynd Guöfinnur
Dimmviðri á Ströndum:
Veghefill og jeppi ultu