Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 Spurrúngin Hvaö ætlar þú aö gera í páskafríinu? Bragi Rúnar Hilmarsson, at- vinnulaus: Fara til Akureyrar á skíði. Árni Ingólfsson nemi: Læra fyrir prófin. Davíð Steinsson framkvæmda- stjóri: Þegar ég fæ loksins fri ætla ég að spila körfubolta. Arnar Steinsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri: Ég ætla líka að spila körfubolta. Atli Rúnar Steinþórsson nemi: Fara á snjóbretti. Páll Pálsson flugumferðarstjóri: Ætli maður fari ekki í eina ferm- ingu og verði svo heima hjá fjöl- skyldunni. Lesendur Lítið gert úr Skagamönnum og Borgfirðingum Skrímslasögur á kvikmyndatjald Trausti skrifar: Frá því var greint í blaöi nýlega að nú muni brátt afhjúpaðir leynd- ardómar íslenskra skrímsla með heimildarmynd sem eitthvert kvik- myndafyrirtækið hér á landi er með í framleiðslu. Þarf hvorki meira né minna til en sérstakan „skrímsla- fræðing" til að svona kvikmynd megi líta dagsins ljós. Guð láti gott á vita, komist skrið- ur á framleiðslu íslenskrar skrimslamyndar. Hitt þykir mér miður að þar skuli sennilega látið staðar numið eftir að rammislensk skrímslamynd hefur verið fullgerð. Það vill nefnilega oftast verða svo, að við grípum boltann og viljum senda hann langa og beina sendirigu beint í markið. Það á alltaf að gera allt í einum hvelli, og í einum pakka. Nógu mikið og nógu stórt, strax í fyrstu lotu. Önnur lotan hefst svo aldrei. Við íslendingar eigum fjöldann allan af sögum af skrímslum, draug- um, huldufólki, skessum, álfum, aft- urgöngum, sendingum svokölluð- um, skottum og mórum, sögum sem eiga hver um sig sjálfstætt líf. Saka- maðurinn og huldufólkið, Stúlkan í Hvannstóði, Ragnhildur matselja og skessusonurinn, Gudda afturganga, Silfrastaða-Grímur, Galdramanna- sögur (Eiríkur í Vogsósum þar e.t.v. fremstur). - Aðeins nokkur dæmi. Ef vit væri í ungum mönnum sem eru að reyna að hasla sér völl í kvikmyndagerð tækju þeir sig á og færðu í búning sögur úr þessari gullnámu okkar, þjóðsögunum, og markaðssettu þær líkt og Amerík- Nóg er af efniviðnum sem sækja má í okkar vinsælu þjóðsögur, segir bréf- ritari m.a. anar hafa markaðssett sína „vestra". Við gætum þess vegna kallað þær „norðra“ og gætu þær án efa orðið feikivinsælt kvikmynda- efni væri það sett upp á þann hátt sem hæfði smekk og áhuga áhorf- enda nútímans. Ég minni á drauga-, skrímsla- og varúlfamyndirnar sem upprunalega komu frá Rúmeníu og eru enn í fullu gildi. Eitthvað sérstakt fyrir hvert land. Hér er eftiiviðurinn en handritagerð skiptir auðvitað mestu í fyrstu. - Af stað nú, hug- mynda- og handritagerðarmenn. Daníel skrifar: Grein Jenna R. Ólasonar bæjarfull- trúa í nýjasta tölublaði Vesturlands- póstsins, þar sem hann gerir lítið úr Skagamönnum og Borgfirðingum með grein sinni um innlegg í ál- versumræðu, hefur vakið mikla reiði, bæði hjá Skagamönnum og Borgfirð- ingum, því að þar heldur Jenni þvi fram að þeir gætu skrifað undir hvað sem er miðað við þann mannskap sem stóð að undirskriftasöfhuninni. Orörétt segir Jenni: „Fyrir hópn- um, sem hóf undirskriftimar fjrir „Álver, já takk“, fór Pétur Ottesen, bæjarfulltrúi á Akranesi, mikið glæ- simenni með kímnigáfú, lipur ha- gyrðingur, ef ekki skáld, og vel þokk- aður almennt í sinni heimabyggð. Hann virðist hafa auga fyrir sviðsetn- ingum eins og sjá mátti í Skagaveri. Þar fóru fremstir í flokki bæjarstjór- arnir á Akranesi og Borgarbyggð, að minnsta kosti einn þingmaður og fleira einvalalið. Og þúsundir skrif- uðu undir. Það er hins vegar athugavert mannavalið sem hér hefur verið til neftit, það hefði getað fengið fólk til að skrifa undir hvað sem er. Vafa- laust hefðu þeir vakið jafnmikla hrifhingu þótt „nei takk“ hefði staðið í yfirskrift listanna í staðinn fyrir ,já takk“. Einnig kemur Jenni inn á það hvort ekki sé réttast að færa álverið á Akranes, þá þurfi ekki milljónafram- kvæmdir við höfnina á Grundartanga en í staðinn að nýta höfnina betur á Akranesi þar sem fyrirsjáanlegt er að svigrúm eykst þegar Akraborgin hættir að sigla. Um öryggismál sjómanna og dánarbætur Vélskipið Æsa ís 87 sem fórst á miöju sl. ári. Hörður Albertsson sjóm. skrifar: Þegar Æsa ís 87 sökk þann 25. júlí '96 var Djúpmynd hf. að störfum skammt frá slysstað. Þeir komu dag- inn eftir og mynduðu flakið sem er á 60-70 metra dýpi og voru aðstæður, að þeirra mati, til að ná flakinu upp þær ákjósanlegustu. Sérfróðir segja ekkert vandamál að ná flakinu upp, en kostn- aðinn vera um 18-20 milljónir. Mér skilst að sjóslysanefndin hafi um 7 milljónir til umráða á ári, til að komast að orsökum sjóslysa; smánar- legt. Hvað um mannslífin, eru þau einskis virði? Sjóslysanefnd telur, að ef komast eigi til botns í málinu, þurfi skipið að nást upp. En fjárskortur hamli. Ráð- stöfunarféð fari nær eingöngu í laun nefndarinnar og til reksturs á skrif- stofu. Gera ráðamenn þessarar þjóðar sér ekki grein fyrir því að sjómennsk- an er hættulegt rstarf sem kallar á ná- kvæm og rétt viðbrögð þegar skip fara niður? Á ekki að nota hvert tækifæri sem gefst til rannsókna á sjóslysum, til þess að reyna að varna því að sams konar slys geti gerst aftur? Hvers vegna er svona mikill seinagangur með þetta mál? Hér var ekki um venjulegt sjóslys að ræða; renniblíða og báturinn á heimleið. Menn benda hver á annan, enginn getur tekið ákvörðun. Þetta kallast stjórnleysi. Sitja þeir í ráðuneytum enn með kertaljós og fjaðurpenna? En áfallið var ekki búið. Þegar tryggingabætur voru greiddar út urð- um við fyrir áfalli. Bætur voru smán- arlegar. Ætla mætti að menn sem stundað hafa sjó frá blautu bamsbeini væm búnir að ávinna sér rétt, en því er öðru nær. Maður á 50. ári er met- inn á u.þ.b. 1.900.000 kr„ en yfir frnun- tugt er matið um 1.300.000 kr. Ég skora hér með á stjórn landsins að beita sér í máli þessu af drengskap og meta sjómannstarflð meir en gert hef- ur verið hingað til. DV Blekkt með skoðanakönn- un? Páll skrifar: í kynningu á dæmalausum til- lögum svonefndrar ÁTVR um ábyrgðalausa dreifmgu og sölu á áfengi og tóbaki var oft minnst á skoðanakannanir. Vísað var til þess að fólkið vildi þetta og fólkið vildi hitt. Á yfirborðinu leit þetta faglega út - það átti að kynna stefnu í samræmi við vilja fólks- ins. Þegar hins vegar rýnt er í niðurstöður skoðanakönnunar- innar kemur í ljós að niðurstöð- urnar ganga í ýmsum atriðum þvert á hugmyndir þessarar ftjálshyggjustjómar, t.d. er fólk sátt við núverandi opnunartíma verslana, aðeins 20% telja hann of stuttan. Engu að síður boðar stjórn ÁTVR rýmkun á af- greiðslutíma verslananna á grundvelli skoðanakannana! Góöærið til bankastjóranna Einar Kristinsson skrifar: Þá er nú blessað góðærið kom- ið. Um leið og til þess sást vildu verkalýðsforkólfamir skipta því á milli sinna umbjóðenda. Ég er al- farið á móti þeirri ráðstöfun. Þess í stað finnst mér rétt aö blessaðir bankastjóramir fái það til sín óskipt. Þeim veitir varla af að fá það í sitt veski ef heimilisrekstur- inn hjá þeim gengur jafnilla og rekstiu bankanna, með öllu þessu gífúrlega útlánatapi. Enga skatta eftir sjötugt H.J. hringdi: Við gamla fólkið fómm aldrei til sólarlanda nema þá eftir sex- tugt þegar við höfðum komið bömum okkar tO manns. Nú er verið að vorkenna hinum „bam- mörgu“ tjölskyldum sem era með þetta 2-3 böm. Við reyndum af öOum mætti að spara tO eUiár- anna. Þann spamað er nú verið að rífa af okkur vegna græðgi pólitíkusa og verkalýðsforystunn- ar. Þingmenn og ráðamenn þeyta peningum í aUar áttir, jafnvel þótt þeir séu ekki tO! Litið á topp- ana í ríkiskerfmu; farsímar, ferðalög, dagpeningar og allar nefndirnar. Eldri borgarar eiga að standa saman við næstu kosn- ingar. Hverjir hafa skapað þetta þjóðfélag? Látum ekki kúga okkur tO fátæktar. Ef okkur hefur tekist að spara á langri æfi þá erum við vel að komin. Við höfum greitt okkar hlut tO þjóðfélagsins og vel það en litlar kröfur gert. - Þess vegna enga skatta eftir sjötugt. Auðveldast að afnema tekju- skattinn Bjöm Einarsson skrifar: Ég las athyglivert bréf í DV sl. fimmtudag um afnám tekjuskatts- ins, eins og líka hefur verið á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins um árabO, þótt hvorki hafi gengið né rekið. Auðveldast af öUu er að aftiema tekjuskattinn að fuUu í einu vetfangi. Taka síðan aUt inn í óbeinum sköttum á neyslunni. Væri tekjuskattur afnuminn þyifti ekki að semja um neina launahækkun, aðeins lögbinda lægstu laun í t.d. 80 þús. kr. Ein- kennUegt að ráðamenn skuli ekki grípa þetta tækifæri núna. Hvalveiðar skaða ekki Nonni hringdi: Ég er þess ftUlviss að hvalveið- ar okkar þurfa ekki að skaða nokkurn þátt í okkar atvinnulífi. Ferðamennskan yrði einfaldlega einn þátturinn í aðdráttarafli landsins gagnvart útlendingum eins og Konráð Eggertsson hefur bent á í viðtali við DV nýlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.