Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Síða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997
Stuttar fréttir
Bjóðast til að fara frá
Stjóm S-Kóreu og háttsettir emb-
ættismenn stjómarflokksins bjóðast
til að fara frá til að Kim Young-sam
forseti fái frjálsar hendur til upp-
stokkunar.
Öryggi aukið
Máhnieitartækjum var komið fyr-
ir í Empire Sfate byggingunni í New
York í gær eftir að Palestinumaður
skaut þar til bana danskan rokk-
hljómsveitarmann og særði sex aðra
áður en hann svipti sig lífi.
umræðu
Staða Jerúsal-
em er ekki til
umræðu og borg-
in verður höfúð-
borg ísraels um
alla framtíð, að
því er Benjamin
Netanyahu, for-
sætisráðherra
ísraels, sagði í
viðtali við Financial Times í gær.
Andvígir einræktun
87 prósent Bandaríkjamanna em
þeirrar skoðunar að banna eigi ein-
ræktun á fólki. Breskum vísinda-
mönnum hefur tekist að einrækta
kind.
Viðvörun í Sádi-Arabíu
Bandaríska utanríkisráðuneytið
hefur beðið Bandaríkjamenn í Sádi-
Arabíu um að gæta öryggis vegna
mögulegra hryðjuverka. Háttsett
nefnd frá Sádi-Arabíu er í Was-
hington vegna sprengjuárásar á
Bandaríkjamenn í fyrra.
Sprengjuárás í Alsír
Einn maður lét lífið og þrettán
særðust er sprengja sprakk í gær á
markaði í Boufarik í Alsír.
Fyrirskipar rannsókn
Alberto Fujimori, forseti Perú,
sagði í gær að
brátt yrði hafist
handa við að
rannsaka hvers
vegna öryggis-
sveitir gátu ekki
komið í veg fyrir
árás skæruliða á
bústað japanska
sendiherrans í
Lima í desember síðastliðnum.
Skæruliðar hafa enn í haldi 72 gísla.
Táningar skotnir
Lögreglan í Brasilíu hefur hand-
tekið annan af tveimur sem grunað-
ir eru um að hafa skotið til bana
funm táninga þar sem þeir höfðu
ekki greitt strætisvagnafargjald.
Flynt hlaut Gullbjörninn
Kvikmyndin The People vs. Larry
Flint hlaut Gullbjöminn í gær á
kvikmyndahátíðinni í Berlín. Leik-
stjóri myndarinnar er Milos For-
man.
35 mil|jarðar
Bandaríkjasfjóm hefur reiknað út
að stækkun NATO í austur muni
hafa kostað 35 milljarða dollara árið
2009. Er það ódýrara en aðrir hafa
áætlað.
Díana höfð-
ar mál
Díana,
prinsessa af Wa-
les, ætlar aö fara
í mál við breska
blaðið Express
on Sunday vegna
ærumeiöingar.
Blaðið fúllyrti að
prinsessan myndi hagnast persónu-
lega á sölu á kvöldkjólum sínum.
Ágóða af sölunni á hins vegar að
verja til líknarmála.
Leiðtogafundur um Saír
Nelson Mandela, forseti S-Afríku,
segir Afríkuleiötoga munu hitta
Seko Saírforseta 19. mars til að ræða
hvernig binda megi enda á stríðið í
Saír. Reuter
Ekkitil
Utlönd
Jiang Zemin, forseti Kína, lofar Deng Xiaoping og prísar við útför hans:
Hvergi verður hvikað
frá umbótastefnunni
Jiang Zemin, forseti Kína, sem
tók við æðstu völdum í landinu eft-
ir andlát Dengs Xiaopings í síðustu
viku, flutti mikla lofræðu við útför
gamla byltingarsinnans í morgun
og minntist afreka hans sem gjör-
breyttu ásýnd Kina.
Sírenur og flautur voru þeyttar í
þrjár mínútur við upphaf útfarar-
innar sem hófst klukkan tvö í nótt
að íslenskum tíma í virðingarskyni
við manninn sem færði Kínverjum
meiri velmegun en þeir hafa áður
þekkt.
„Berið sorg ykkar í hljóði," sagði
Li Peng forsætisráðherra við upp-
haf athafnarinnar í hinum stóru sal-
arkynnum Hallar alþýðunnar þar
sem tíu þúsund manns úr flokkn-
um, rikisstjórninni og hernum
stóðu og lutu höfði. Engir erlendir
leiðtogar voru viðstaddir.
Jiang hágrét og rödd hans hrast
þegar hann sagði að Kínverjar elsk-
uðu félaga Deng Xiaoping og minn-
ing hans væri þeim kær. Kista með
ösku leiðtogans látna stóð á sviði
salarins, sveipuð fána kommúnista-
flokksins. Blóm voru allt um kring,
svo og blómsveigur frá fjölskyldu
Dengs.
Jiang hét því, þar sem hann stóð
frammi fyrir risastórri mynd af
Deng, að hann mundi aldrei hvika
af þeirri braut umbóta í anda mark-
Jiang Zemin, forseti Kína, huggar Zhou Lin, ekkju Dengs Xiaopings, eftir útför leiðtogans látna í salarkynnum Hall-
ar alþýðunnar í Peking í morgun. Tíu þúsund manns úr efstu lögum þjóðfélagsins voru við útförina. Erlendum gest-
um var ekki boðið. Símamynd Reuter
Vill taka styrki
frá innflytjendum
Catherine Megret, nýr borgar-
stjóri í Vitrolle í Frakklandi, sagði
i viðtali við þýska blaðið Berliner
Zeitung í gær að neyðarástand
ríkti í Frakklandi og að flokkur
hennar, Þjóðfylking Jean-Maries
Le Pen, vildi hræða innflytjendur.
í viðtalinu lýsti Megret því yfir
að hún myndi stöðva nær allar fé-
lagslegar greiðslur til innflytjenda
og reka félagsráðgjafa til að geta
ráðið fleiri lögreglumenn til að
berjast gegn glæpum. í tilkynn-
ingu frá skrifstofu borgarstjórans
sagði síðar að andinn í yfirlýsing-
um hennar í viðtalinu og fréttir
franskra dagblaða um þær hefðu
verið mistúlkuð.
Megret mun hafa getið þess í
viðtalinu að hópar sem styddu
innflytjendur myndu missa styrki
sína og að flestar bækur vinstri
sinnaðra yrðu fjarlægðar úr hill-
um almenningsbókasafna. Rapp-
arar og svartir tónlistarmenn
yrðu einnig óvelkomnir.
„Kjósendur okkar vildu að við
hræddum þá sem hér eiga ekki
Catherine Megret
heima,“ sagði borgarstjórinn.
Hún vitnaði í skýringu Le Pens
á mismun kynþáttanna, sem sé að
svartir væru gæddir meiri hæfi-
leikum til íþrótta og dans en hvít-
ir. Þeir síðarnefndu væru gæddir
öðrum hæfileikum.
aðshyggjunnar sem forveri markaði
fyrir nærri tveimur áratugum og að
hann mundi halda dyrum Kína opn-
um.
„Ekki verður komist hjá því að
Kína fylgi leið umbótanna til að
geta komið á sósíaliskri nútímavæð-
ingu,“ sagði Jiang í ræðu sinni.
Götur Peking voru nær alveg
mannlausar þar sem borgarbúar
voru flestir heima hjá sér að fylgjast
með beinni sjónvarpsútsendingu frá
athöfninni.
í lofræðunni minntist Jiang ekk-
ert á það sem margir álíta vera al-
varlegustu atburðina sem Deng stóð
fyrir, árás lögreglunnar á lýðræðis-
sinnaða náms3regla rýmdi torgið
skömmu eftir dögun í morgun í ör-
yggisskyni þar sem stjómvöld voru
staðráðin í að koma í veg fyrir and-
óf.
Jiang notaði tækifærið við flutn-
ing lofræðunnar um Deng til að
minna andstæðinga sína og íbúa
landsins á að hann hefði styrka
hönd á stjómvelinum. Reuter
Per Stig Moller
eftirmaður Engells
íhaldsmenn í Danmörku völdu í
gær Per Stig Mofler sem eftirmann
Hans Engells sem sagöi af sér for-
mennsku flokksins á fostudaginn í
kjölfar ölvunaraksturs.
Meller, sem þykir vera til vinstri
í íhaldsflokknum og hefur samið
bækur um heimspeki og bókmennt-
ir, var umhverfismálaráðherra á ár-
unum 1990 til 1993.
Á fundi með fréttamönnum í gær
sagði Meller að hann legði áherslu á
áframhaldandi samstarf við Venstre
sem er flokkur Uffe Ellemann-Jens-
ens. Sagði Moller flokkana tvo
stefna að myndun stjómar eftir
næstu þingkosningar með aðstoð
miðjuflokka.
Sveitarstjórnarkosningar verða
haldnar i Danmörku í nóvember
næstkomandi og þingkosningar i
september á næsta ári.
Samkvæmt niðurstöðum nýjustu
skoðsmakannana hefur ölvunarakst-
ur Engells og formannsskiptin í
kjölfarið ekki haft áhrif á stuðning
við íhaldsflokkinn og Venstre.
Engell verður áfram formaður
þingflokks íhaldsmanna.
Reuter
FBI óttast árás hryðjuverkamanna:
Ný skoðanakönnun í Bretlandi:
Verkamannaflokkurinn
enn með mikið forskot
Leita að fullum bíl af
áburði og dísilolíu
Breska Verkamannaflokknum
hefur ekki enn tekist að hrista af
sér þá ímynd að hann sé flokkur
hárra skatta en það mun þó ekki
koma í veg fyrir að flokkurinn sigri
íhaldsflokk Johns Majors forsætis-
ráðherra auðveldlega í kosningun-
um í vor, ef marka má skoðana-
könnun sem gerð var fyrir Reuters-
fréttastofuna.
Fimmtíu prósent þeirra sem tóku
afstöðu sögöust mundu kjósa Verka-
mannaflokkinn en þrjátíu prósent
íhaldsflokkinn. Frjálslyndir demó-
kratar fengju fjórtán prósent, sam-
kvæmt könnuninni, og aðrir flokk-
ar sex prósent.
Þá leiddi könnunin í ljós að fjórir
af hverjum tíu Bretum vilja ekki
ana út í myntsamstarf við önnur
ríki Evrópusambandsins, heldur
bíða átekta og sjá hvemig sameigin-
leg mynt plumar sig. Um þrjátíu
prósent vilja afls ekki taka þátt í
myntsamstarfinu.
Reuter
Bandaríska alríkislögreglan
FBI hefur fyrirskipað leit um öll
Bandaríkin að sendibíl frá bíla-
leigu sem óttast er að í séu efni til
sprengjugerðar og sem gæti átt að
nota í árás svipaðri þeirri og var
gerð í Oklahomaborg fyrir tveim-
ur árum.
Lögreglan sagði í gær að leitin
hefði hafist eftir að maður nokkur
í Texas tilkynnti að hann hefði
séð tvo menn fylla tunnur af
dísilolíu á bensínstöð nærri Fort
Worth á sunnudagsmorgun og
koma þeim fyrir í sendibíl sem í
var áburður.
Sams konar efni voru notuð við
gerð sprengjunnar sem sprengd
var við Alfred P. Murrah alríkis-
bygginguna i Oklahomaborg í apr-
íl 1995 og varð 168 manns að bana.
Heimildarmenn innan FBI
sögðu síðar að kona frá Fort
Worth hefði hringt og sagst halda
aö eiginmaður hennar æki bíln-
inn og að hann hefði ekkert illt i