Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Qupperneq 11
I>V ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 %enningu Fimm tilnefningar í kvikmyndum Kvikmyndanefnd hefur lokið störfum og skilað af sér fimm til- nefningum sem fara til þriggja kvik- mynda og tveggja einstaklinga. Nefndin hafði í mörg hom að líta þvi þótt ekki hafi verið mikið um frumsýningar á íslenskum kvik- myndum í kvikmyndahúsum á sið- asta ári þá var unnið vel og mikið á mörgum öðrum vígstöðvum í kvik- myndagerð og því mörg verk og ein- staklingar sem komu til greina þeg- ar farið var að huga að tilnefning- um. Nefndin var síðan einhuga um eftirfarandi fimm tilnefningar. I' ' •: i" . ■ BíffWPl m f tStöiab Elva Ósk Ólafsdóttir og Baltasar Kormákur sem Þóra og Geiri í Draumi um draum. Draumur um draum Draumur um draum er heimild- armynd um rithöfundinn Ragnheiði Jónsdóttur (1895-1967), en bækur hennar um Þóru frá Hvammi eru taldar endurspegla vel lífsviðhorf kvenna á fyrri hluta aldarinnar. Ásthildur Kjartansdóttir leikstýrir og framleiðir Draum um draum og nýtir hún sér heimildarmyndafor- mið á skemmtilegan máta. Hún rek- ur feril Ragnheiðar gegnum unga stúlku, Völu, sem er að gera heim- ildarmynd um hana. Vala heillast af persónu rithöfundarins og ekki síð- ur af Þóru, söguhetju Þórubókanna, og ímyndar sér að hún sjálf leiki Þóru í kvikmynd eftir bókunum. Þannig upplifir áhorfandinn hugar- heim Ragnheiðar gegnum bækur hennar á áhrifaríkan máta. Draum- ur um draum er hugmyndarík út- færsla handritshöfundar, Dagnýjar Kristjánsdóttur, og Ásthildar á áhugaverðu efni. Djöflaeyjan. Sigurveig Jónsdóttir, Sveinn Geirsson og Baltasar Kor- mákur í hlutverkum stnum. Djöflaeyjan Djöflaeyjan, sem Islenska kvik- myndasamsteypan framleiðir og Friðrik Þór Friðrikson leikstýrir, hefur allt sem prýða þarf góða og þá ekki síður skemmtilega kvikmynd. Sögunni, sem er hugleikin þjóðinni, eru gerð góð skil í eftirminnilegri kvikmynd þar sem samstarf margra aðila heppnast eins og best verður á kosið. Vert er að minnast á handrit Einars Kárasonar, kvikmyndatöku Ara Kristinssonar, hljóðvinnu Kjartans Kjartanssonar, lýsingu Halldórs Gunnarssonar, búninga Karls Aspelunds og leikmynd Áma Páls Jóhannssonar. Allir ná þeir að sýna sínar bestu hliðar. Þá fara leik- arar á kostum undir öruggri leik- stjóm Friðriks Þórs Friðrikssonar. Páll Steingrímsson Vestmannaeyingurinn Páll Stein- grímsson er einn reyndasti og kunnasti heimildamyndasmiður ís- Heimildamyndasmiðurinn Páll Steingrímsson fær tilnefningu. Páll er á myndinni að vinna við nýjustu mynd sína, Nábúar - Æður og mæð- ur. lendinga. Myndir hans hafa verið sýndar víða um heim og hlotið verð- laun. Sambúð manns og náttúru hefur verið eitt helsta viðfangsefni Páls í myndum hans og það er einmitt þemað í nýjustu heimildar- mynd hans, Nábúar - æður og mæð- ur, þar sem næmt auga kvikmynda- gerðarmannsins og ást hans á ís- lenskri náttúru nær að skila sér í heillandi heimildarverki. Árni Páll Jóhannsson fær tilnefn- ingu fyrir leikmynd sína í Djöflaeyj- unni. Árni Páll Jóhannsson Leikmyndahönnuðurinn Ámi Páll Jóhannsson fær tilnefningu fyr- ir leikmynd sína í Djöflaeyjunni. Sjaldan eða aldrei hefur verið gerð jafn viðamikil og trúverðug leik- mynd af Reykjavík fyrri tíma í kvik- mynd og á snilldarlegan hátt hefúr Árni Páll náð með nákvæmni og hugmyndaflugi að draga allt það fram í umhverfmu sem tilheyrði þeirri kynslóð sem um er fjallað. Hvar sem á er litið, ytra útlit sem og innra, þá fellur leikmyndin þétt að þeirri sögu sem sögð er og hjálpar til að skapa andrúmsloft liðins tíma. Tveir kappar glíma í heimildarmynd Böðvars Bjarka Pétursonar, Glímu. Glíma Glíma Böðvars Bjarka Pétursson- ar er persónuleg heimildarmynd um hina fomu íslensku íþrótt. Böðvar Bjarki notar ekki þulartexta heldur lætur hann myndræna frá- sögn leiða áhorfandann í gegnum söguna. Myndatökumaðurinn Rafn Rafnsson og hljóðmeistarinn Kjart- an Kjartansson skila hlutverkum sínum afbragðsvel og ljá myndinni lýrískan tón. Glíma er frumleg og skemmtileg mynd sem gengur upp frá höfundarins hendi. í verðlaunanefnd DV um kvik- myndir sitja Hilmar Karlsson, Bald- ur Hjaltason og Þorfinnur Guðna- son. Menningarverðlaun DV verða afhent í Þingholti, Hótel Holti, fimmtudaginn 27. febrúar. -HK Jómfrúin fyllt Á smurbrauðstofunni Jóm- frúnni við Lækjargötu eru nú haldnir djasstónleikar á hverju föstudagskvöldi. Það er hinn ný- stofnaði djassklúbbur Múlinn sem stendur fyrir þessu tónleikahaldi ásamt veitingamanni staðarins, Jakobi Jakobssyni. Þriðju tónleik- arnir í röðinni voru síðastliðið fóstudagskvöld. Þá lék tríó skipað þeim Hilmari Jenssyni gítarista og Matthíasi Hemstock trommuleik- ara, ásamt rafbassistanum Jó- hanni Ásmundssyni úr Mezzofor- Djass Ársæll Másson te, sem ég veit ekki til að hafi leik- ið með þeim Hilmari og Matthíasi áður. Einnig slóst í hópinn kanadíska söngkonan Tena Pal- mer, en hún hefúr dvalið hérlend- is í vetur. Ég veit aðeins til þess að hún hafi komið hér fram tvisvar áður, fyrst á RúRek í haust með Justin Haynes og síðan eitt mið- vikudagskvöld með Bimi Thorodd- sen, en undirritaður var fjarstadd- ur í bæði skiptin. Á dagskrá kvöldsins vora aðal- lega lög af efnisskrá ýmissa popptónlistarmanna, og telst það nokkuð óvenjulegt nú til dags hjá djassmúsíköntum, þótt þeim hafi aldrei verið neitt heilagt í þessum efnum frekar en öðram. „Standard- ar“ nútímans era að miklu leyti gamlar dægurflugur eða uppsuða af þeim, þótt bæst hafi í safnið vera- legt magn af lögum frá djassmönn- um sjálfum. Hilmar er reyndar þekktur í djassgeiranum fyrir að fara lítt troðnar slóðir í músíkefn- um, og kom á daginn að þetta hrá- efni er ekki siðra en annað til að koma tónlist hans til skila. Gítariim verður í hans höndum eins konar „hljóðvél“; hann leitar uppi öll þau hljóð sem mögulegt er að kreista úr gítamum og fylgihlutum hans, og er mikill meistari í því. Hlutskipti Jóhanns var iðulega að halda uppi bæði bassa og hljóm- um, og gerði hann það með stakri prýði. Matthías er afar sérstakur trommuleikari, og stíll hans á ágætlega heima í töluvert frjálsri spilamennsku af þessu tagi, þótt ég hafi heyrt hann betri en þetta kvöld. Tena lét tiltölulega lítið á sér bera, bæði i framkomu og söng, og hefði að skaðlausu mátt sýna meiri tilþrif. Útlend nöfn laða alltaf að sér áheyrendur, og nafn hennar hefur öragglega átt þátt í því að troðfylla Jómfrúna, svo djasshjarta rýnisins fýlltist gleði yfir því að Tena Palmer — hefði mátt hafa sig meira í frammi. þurfa að standa upp á endann. Ungfrúin á ítölsku Saga Halldórs Laxness um Ungfrúna góðu og húsið er komin út á ítölsku hjá bókaforlaginu Iperborea. Hún er gefin út í röð öndvegisrita eftir norræna og hollenska höfunda og Halldór er þar í góðum félagsskap; meðal annarra höfúnda í röðinni má nefna Knut Hamsun, Selmu Lag- erlöf og Sigrid Und- set, Thorkild Han- sen, Ingmar Berg- man og Cees Nooteboom. Ekki hefur áður kom- ið verk eftir ís- lenskan höfund ! í þessari röð. Halldór skrifaði Ungfrúna' góðu og húsið árið 1933 og hún' kom fyrst út í smásagnasafninu Fótataki manna það ár. Þetta er nóvella, saga á mörkum þess að vera smásaga og skáldsaga, og hefur oft verið gefin út stök er- lendis. Hún hefur komið út á þrettán tungumálum í 22 útgáf- um. Sagan nefnist í þýðingu Paola Daziani Róbertssonar L’onore della casa, og þýðandinn skrifar inngang um skáldið og verk hans. Norræn bókmennta- hátíð í Toronto í sumar verður haldin sérstök norræn bókmenntahátíð í Tor- onto í Kanada þar sem á hverju hausti er haldin einhver stærsta bókmenntahátíð í heimi. - Því má skjóta hér inn að á hausti komandi verður hún dagana 22.10.-1.11. Greg Gatenby er skipuleggj- andi beggja hátíða og hann ferð- aðist um Norðurlönd í sumar sem leiö til að velja höfunda á hátið- ina sína. Nú er hann búinn að koma sér upp bráðabirgðalista og má þar sjá margt merkt nafn. Meðal frænda okkar era til dæm- is Svend Aage Madsen, Inger Christensen, Ib Michael, Henrik Nordbrandt, Olli Jalonen, Leena Krohn, Kjeld Askildsen, Jostein Gaarder, Roy Jacobsen, Pemille Rygge, Torgny Lindgren og Birgitta Trotzig - en íslensku höf- undamir sem eru ákveðnir nú þegar era Einar Már Guðmunds- son, Einar Kárason, Thor Vil- hjálmsson og Matthías Johann- essen. Það vekur athygli á listanum að Greg býður konum frá öllum löndum nema Islandi. Skyldu þær íslensku ekki hafa viljað fara? Kristbjörg Kjeld leikur hótel- stýru með vafasama fortfð f leik- ritinu í hvftu myrkri. Hvítu myrkri að ljúka Sýningum á í hvítu myrkri eft- ir Karl Ágúst Úlfsson er nú að ljúka á Litla sviöi Þjóðleikhúss- ins, en það var frumsýnt á Lista- hátíð í fyrravor. Sýningar era orönar hátt í fjörutíu talsins og aðsókn afbragðsgóð, en verkiö verður að víkja fyrir næstu upp- setningu sem er á Listaverkinu eftir Yazminu Reza. Lokasýning á í hvítu myrki er 2. mars, en aukasýning verður annað kvöld, miðvikudag kl. 20.30. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.