Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Qupperneq 15
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 4 15 Össur Skarpháðinsson: „Ég á erfitt með að gera mér grein fyrir af hverju ég er svona jákvæð- ur. Þegar ég var enn yngri en ég er núna, á því skeiði að klára mennta- skólann og byrja í Háskólanum, þá var ég þannig þegar ég vaknaði á morgnana, að mér fannst ég vera að rifna í sundur af gleði og ánægju. Ég gerði mér eiginlega aldrei grein fyr- ir því hvað það var sem fékk mig til að líða svona en mér fannst ein- hvem veginn svo gaman að lifa á þessum árum og ég sakna þessa tímabils nokkuð úr lífi mínu. Ég átti svo góða vini og mér fannst allt svo skemmtilegt sem ég var að gera á þeim árum,“ sagði þingmaðurinn Össur Skarphéðinsson. „Ég hef alltaf verið jákvæður, en var það sérstaklega á þessum tíma. Ég átti hins vegar ekkert hamingju- samlega æsku, nema síður væri, þannig að ég hafði eiginlega ekkert sérstakt tilefni til þess að vera voða- lega glaður. Ég var bara alltaf kátur. Faðir minn er mjög kátur maður og það er dálítill húmor í móður minni líka. Þetta hlýtur að vera ein- hver kynfylgja því mín fjölskylda er nokkuð glöð.“ Ekki mikið átak „Ég þarf ekkert mikið að taka á „Sjálfstraustið er stór hluti af því aö vera sáttur við sjálfan sig og þegar maður er sáttur og hefur sjálfstraust, þá er maður glaður," segir Óssur Skarphéöinsson. til þess að vera glað- ur, en þó gerist það stundum þegar and- streymi bjátar á, að ég ákveð að verða glað- ur. Núna á seinni árum finnst mér allt ganga mér í haginn. Ég bjó í 20 ár í bamlausu hjónabandi og það er út af fyrir sig harmur. Mér er sagt að samkvæmt stati- stikinni sé það nánast kraftaverk að slík hjóna- alltaf klár á því, þegar við vorum búin að ákveða að ættleiða, að það myndi ganga upp og það gerði það. Ég er búinn að vera á gleðitrippi síðan ég ættleiddi Birtu. Erfiðleikar sem koma upp í lífi mínu virðast vera stórir og miklir, eins og í lífi allra, en ég finn það að mál af sjálfú sér. Þegar maður sér að maður getur hlutina og stendur sig, þá öðlast maður sjálfstraust. Sjálfstraustið er stór hluti af þvi að vera sáttur við sjálfan sig og þegar maður er sáttur og hefur sjálfs- traust, þá er maður glaður. Svo er það einnig þannig að ég er fædd fitubolla, hef alltaf verið þykkur. Þegar ég horfi i kringum mig og sé hverjir það eru sem eru glaðastir þeirra manna sem ég þekki, þá er það aðallega þybbið fólk. Ég á góða vini, fjölskyldu sem gæti ekki verið betri og allt of hátt kaup miðað við vinnuframlag. Ég er alltaf að bíða eftir þessu skeiði sem margir miðaldra menntamenn lenda i, krisunni þegar menn fara að efast um tilgang lífsins. Ég hef hins vegar aldrei orðið var við hana og mun örugglega aldrei. Ég er hamingjusamur," sagði Össur. -ÍS Valdimar Örnólfsson íþróttakennari: Tónlist mótar létta lund „Það sem hefúr létt lundina hjá mér frá því að ég man eftir ,mér er tónlistin. Söngurinn, útivist og íþróttir hafa hjálpað mér mikið. Ég hef verið skapgóður frá því að ég man eftir mér, en reyndar jafhframt skapmikill. Þessi blanda virðist ganga ágætlega upp hjá mér,“ sagði Valdimar Örnólfsson íþróttakenn- ari. Valdimar er þekktur fyrir lífs- gleði sina eins og margir hafa feng- ið að kynnast, oft í gegnum morgun- leikfimi útvarpsins eða af samvist- um við hann í Kerlingarfjöllum eða öðrum skíðabrekkum. „Tónlistin og íþróttimar hafa gert líf mitt innihaldsríkt og gefið mér lifskraft. Tónlistin á rætur sínar að miklu leyti að rekja til æsku minn- ar. Það var mikil tónlist á mínu æskuheimili, móðir mín var org- anisti og hafði ágæta söngrödd. Pabbi minn var einnig mjög söng- elskur maður og það var sungið á heimilinu frá því að ég man eftir mér. Við vorum tíu systkinin og sungum nánast á hverju kvöldi. Þetta var á þessum gömlu og góðu tímum sem þá voru við lýði, þegar tónlistin var ríkari þáttiu i lífi fólks. Til þess að halda léttri lund er ekki einungis mikilvægt að hafa gaman af tónlist, heldur verður fólk að syngja sjálft en ekki einungis að hlusta. Ég hef reynt að halda tónlistinni nokkuð að fólki, til dæmis i morgun- leikfiminni, enda er það nauðsyn- legt til þess að fólk loki ekki fyrir tækið hjá sér. Við reynum að hafa þetta á léttu nótunum, ég og píanist- inn Magnús Pétursson, sem ég er heppinn að hafa með mér.“ Kunna að fyrirgefa „Þegar vandamál koma til sög- unnar hefur það einnig verið mér eðlislægt að reyna að gera hið hesta úr öllu og það held ég að sé meðfætt. Ég hugsa reyndar að það hljóti að hafa gerst einhver atvik í bernsku minni sem sýndu manni fram á að Valdimar Örnólfsson segir að fyrirgefningin sé mikils virði og menn verði að geta beðist afsökunar, jafnvel þó að maður eigi ekki sökina sjálfur. það er betra að taka létt á hlutunum en að vera að ergja sig yfir þeim. Reynslan sýnir að hlutirnir ganga mikið betur ef tekið er á þeim með jákvæðni. Það er mikilvægt að geta talað við annað fólk og jafnvel þó að kastist í kekki verða menn að geta sæst og fyrirgefið. Fyrirgefningin er mikils virði og menn verða að geta beðist afsökunar, jafnvel þó að maður eigi ekki sökina sjálfur. Ég hef notaö þá aðferð oftsinnis með mjög góðum ár- angri,“ sagði Valdimar. -ÍS Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* Á KR. 10.000,00 1982-l.fl. 01.03.97-01.03.98 kr. 183.487,50 T983-l.fl. 01.03.97 - 01.03.98 kr. 106.606,30 1984-2.fl 10.03.97 kr. 100.240,90 1985-2.fl.A 10.03.97 kr. 61.926,70 < 1985-2.il.B 10.03.97 - 10.09.97 kr. 28.442,30 ** * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. ** Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 25. febrúar 1997. SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.