Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Blaðsíða 18
HMACCMTA
18
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997
23
0
íþróttir
Iþróttir
Þessa dagana er ekkert gefiö eftir í NBA-deildinni í körfuknattleik og hver sigurinn er mikilvægur er menn fara
aö finna iyktina af úrslitakeppninni. Hér eru þaö miöherjar Denver og Miami, Ervin Johnson, númer 50, og Isaac
Austin, sem takast á um knöttinn í leik liöanna í fyrrinótt.
Símamynd Reuter
NBA-deildin í körfuknattleik:
Jordan að venju
í aðalhlutverki
- skoraði 37 stig gegn Portland í nótt
Úrslit í leikjum NBA-deildarinn-
ar í nótt:
Atlanta-Golden State.......106-100
Orlando-Detroit ..............93-84
Chicago-Portland ............116-89
SA Spurs-Charlotte............84-96
Penny Hardaway átti mjög góö-
an leik fyrir Orlando í nótt gegn
Detroit og skoraði 29 stig. Rony
Seikaly skoraði 19 stig og tók 9 frá-
köst. Theo Ratcliff skoraði 17 stig
fyrir Detroit og Grant Hill aðeins
14.
Atlanta lék mjög vel gegn
Golden State en enginn þó betur en
Christian Laettner sem skoraði 25
stig. Steve Smith var með 21 stig
og Mookie Blaylock 18. Hittni Atl-
anta var frábær í leiknum og til
dæmis 68% í fyrri hálfleik.
Michael Jordan var að vanda í
aöalhlutverkinu hjá Chicago Bulls.
Jordan skoraði 37 stig í nótt er
Chicago vann afar auðveldan sigur
á Portland á heimavelli sínum.
Scottie Pippen var með 22 stig, 11
stoðsendingar og 9 fráköst. Þetta er
annar leikurinn í röð sem stigatala
Jordans er hærri en tala þeirra
minútna sem hann leikur.
Maður Stjömuleiksins, Glen
Rice, skoraði 33 stig þegar
Charlotte vann auðveldan sigur á
SA Spurs. Anthony Mason var
með 24 stig og 16 fráköst og Vlade
Divac skoraði 12 stig og tók 13 frá-
köst.
Mikill og langur slagur
Lakers og Knicks
Úrsllt í NBA-deildinni aðfara-
nótt mánudags:
Houston-SA Spurs ..........95-85
NJ Nets-Boston............109-93
Washington-Detroit ........79-85
Milwaukee-LA Clippers .....86-99
Vancouver-Cleveland........84-91
LA Lakers-NY Knicks......121-127
(Tvær framlengingar)
Utah Jazz-Seattle..........87-89
Indiana-Orlando............90-99
Miami-Denver ..............95-86
Phoenix-Dallas.............86-88
Leikm' Lakers og Knicks var
æsispennandi og tvær framleng-
ingar þurfti til að ná fram úrslit-
um í viðureign stórliðanna.
Miðherjinn Patrick Ewing fór á
kostum og tryggði Knicks sigur-
inn. Hann var greinilega búinn að
ná sér eftir 7 stiga leikinn gegn
Seattle, skoraði 34 stig og tók 25
fráköst. Ewing skoraði mikið í lok-
in og í framlengingunum.
„Það var dapurt hjá okkur að
missa niður mjög gott forskot en
sigurinn var sætur,“ sagði Ewing
eftir leikinn. Shaquille O’Neal lék
ekki með en Elden Campell, sem
tók stöðu hans, átti stórleik. Hann
skoraði 40 stig og tók 10 fráköst.
Lið Lakers er greinilega ekki á
flæðiskeri statt hvað miðherja
varðar.
Liö Seattle er á mikilli sigl-
ingu um þessar mundir
Lið Seattle Supersonics virðist
til alls liklegt og liðið er á mikilli
siglingu um þessar mundir hvort
sem það dugar til afreka í vor eða
ekki.
Seattle vann mjög nauman sigur
í framlengingu gegn Utah Jazz.
Gary Payton tryggöi Seattle sigur-
inn með sigurkörfu þegar 3/10 úr
sekúndu voru til leiksloka.
Alls skoraði Payton 28 stig í
leiknum. Detlef Schrempf skoraði
20 stig fyrir Seattle. Karl Malone
skoraði 32 stig fyrir Utah og tók 10
fráköst. -SK
Bjarni Guöjónsson hélt snemma af landi í morgun og hélt áleiöis til Madridar þar sem
hann mun æfa meö stórliöinu Real Madrid fram á föstudag. Spænska liöiö óskaöi eftir
aö fá Bjarna til æfinga um heigina.
Grikkland - körfuknattleikur:
Larissa steinlá í Aþenu
- Teitur var í leikmannahópi en lék ekki
Teitur Örlygsson horfði á félaga sína
í Larissa steinliggja fyrir Peristeri frá
Aþenu í gríska körfuboltanum um helg-
ina. Lokatölur urðu, 92-78, og er
Larissa í 12. sæti. Teitur æfði ekkert í
síðustu viku með liðinu vegna meiðsla
en sagðist við DV i gær vera á batavegi.
Þjálfari liðsins hefði samt viljað hafa
hann með liðinu sem fór til Aþenu.
„Liðin fyrir neðan okkur í deildinni
eiga erfiðari leiki fram undan en við og
því er vonandi að staðan í deildinni
breytist lítið. Við eigum til að mynda
heimaleik gegn neðsta liðinu í lokaum-
ferðinni. Næsta sunnudag kemur Pan-
athinaikos í heimsókn en leikurinn er
sjónvarpsleikurinn þá helgina og sýnd-
ur beint. Panathinaikos hefur ekki ver-
ið að leika sannfærandi og því eru
möguleikar fyrir hendi að vinna þótt
hér sé um sjálfa Evrópumeistarana að
ræða,“ sagði Teitur Örlygsson i spjall-
inu viö DV.
-JKS
Hertha í fimmta sætiö
Hertha Berlín vann í gærkvöld góðan
útisigur á Mainz 05, 0-1, í 2. deild þýsku
knattspymunnar. Mainz tapaði þama
sínum fyrsta heimaleik síðan í desember
1995. Það var Michael Dinzey sem skor-
aði eina mark leiksins á 35. mínútu.
Eyjólfur Sverrisson lék allan leikinn í
vöminni hjá Herthu.
Kaiserslautem er enn efst í deildinni
með 34 stig. Wolsburg er í öðru sæti með
30 stig, Meppen í því þriðja með 29 stig
og í 4.-5. sæti era Mainz og Hertha meö
28 stig.
-JKS
Úrvalsdeildin:
Kærkominn
sigur hjá
West Ham
West Ham United vann sinn
fyrsta sigur á þessu ári í ensku
úrvalsdeildinni þegar liðiö sigr-
aði nágranna sína í Tottenham,
4-3, á Upton Park í Limdúnum.
Teddy Sheringham opnaði
markareikning þessa mikla
markaleiks á 8. mínútu með
skalla. Julian Dicks jafnaði fyrir
West Ham einnig með skalla eft-
ir hornspyrau á 21. mínútu og
aðeins minútu síðar komust
heimamenn yfir með skalia-
marki frá Paul Kitson, fyrsta
mark hans frá því að hann kom
frá Newcastle. Darren Anderton
jafnaði fyrir gestina en skömmu
fyrir leikhlé gerði John Hartson
fyrsta mark sitt fyrir West Ham
og kom liöinu yfír, 3-2.
David Howells jafnaði fyrir
Tottenham í upphafi síðari hálf-
leiks en á 72. mínútu var Julian
Dicks aftur á ferðinni þegar
hann gerði sigurmarkið úr víta-
spymu.
Tottenham er í 11. sæti með 32
stig en West Ham í því 17. með
25 stig.
-JKS
Njarðvík sigraði
Njarðvík sigraði ÍR með 43
stigum gegn 40 í 1. deild kvenna
í körfuknattleik í gærkvöld.
Njarövík er í 5. sæti með 12 stig
og ÍR í 6. sæti með 4 stig.
Nýr formaður KRR
Formannaskipti hafa orðið hjá
Knattspymuráði Reykjavíkur.
Baldur Maríasson, sem gegnt
hefur formennsku sl. 9 ár, lét af
störfum og við starfinu tók Ámi
Þórðarson. Ámi hefur lengi set-
ið í stjóm knattspymudeildar ÍR
og einnig um hríð sem formaður.
Hann hefur einnig átt sæti í
stjóm KRR.
Valencia í 11. sæti
Einn leikur var háður í
spænsku 1. deildinni í knatt-
spyrnu í gærkvöld. Valencia
sigraði Compostela, 2-1, á heima-
velli.
Tólf stiga forysta
Sporting frá Lissabon sigraði
Maritimo, 1-2, í Portúgal í gær.
Sporting er í ööru sæti í deild-
inni meö 44 stig að lokinni 21
umferö en Porto hefur tekið yfir-
burðaforystu, situr á toppnum
með 56 stig.
Valdi klár í apríl
Valdimar Grímsson, sem
meiddist í Evrópuleik með
Stjömunni í Vigo á dögunum, er
á góðum batavegi. Þorbjörn
Jensson telur að hann verði klár
í slaginn um miðjan apríl.
Reynir er nýliöi
Reynir Þór Reynisson, mark-
vörður úr Fram, fær fyrsta tæki-
færi sitt með íslenska landslið-
inu gegn Egyptum.
Þrír markmenn á HM
Landsliðsþjálfarinn í hand-
knattleik upplýsti í gær að hann
myndi fara meö þijá markverði
á HM í Japan.
Fjórir fjarverandi
Patrekur Jóhannesson, Essen,
Júlíus Jónasson, Suhr, Róbert
Sighvatsson, Schútterwald, og
Sigurður Bjamason, Minden,
verða allir fjarri góðu gamni í
leikjunum við Egypta.
-JKS
Þórsarar veltu
í Hvalfírðinum
Úrvalsdeildarlið Þórs í
körfuknattleik lenti í hrakning-
um á leið heim til Akureyrar á
sunnudagskvöldið eftir leik Þórs
og Breiðabliks í Kópavogi.
Þórsarar veltu bíl sínum í
Hvalfirði og hlutu einhverjir
leikmenn skrámur en enginn
slasaðist alvarlega. Þórsarar
komust ekki heim til sín fyrr en
í gær eftir að hafa gist í Borgar-
nesi.
-SK
Eydís best í
Keflavík 1996
Eydís Konráðsdóttir hefur
verið útnefnd íþróttamaður
Keflavíkur fyrir árið 1996.
Eydís vann marga glæsta
sigra á síðasta ári og er án efa
einn besti sundmaður landsins.
Þess má geta að á síðasta ári
vann íþróttafólk í Keflavík til 62
íslandsmeistaratitla.
-SK
Versti ósigur hjá
Aberdeen í 28 ár
Það gengur hvorki né rekur
hjá Haraldi Ingólfssyni og félög-
um í skoska knattspymuliðinu
Aberdeen.
Um síðustu helgi tapaði Aber-
deen fyrir Dunfermline, 3-0, og
er þetta versta tap Aberdeen fyr-
ir Dunfermline í tæpa þrjá ára-
tugi. Roy Aitken, stjóri Aber-
deen, lokaði sína menn inni í
búningsklefa í klukkustund eftir
leikinn og dagar hans hjá liðinu
virðast taldir.
-SK
Tottenham hefur
áhuga á Casiraghi
Svo kann að fara að ítalski
landsliðsmaðurinn Pierluggi
Casiraghi gangi til liðs við
Tottenham Hotspur.
Casiraghi, sem er einn cif
sterkustu leikmönnum Lazio á
Ítalíu, hefúr ekki verið settur á
sölulista en Tottenham hefur
óskað eftir því við Lazio að félag-
ið gefi upp hvað hann á að kosta.
Greint var frá þessu í breskum
dagblöðum og einnig því að
Casiraghi myndi vilja fá rúmar
fjórar milljónir króna í vikulaun
sem verður að teljast með ólík-
indum fyrir ekki betri knatt-
spyrnumann.
-SK
Sundmót Ármanns:
Snorri og Pálmi
settu heimsmet
Snorri Kristjánsson, ÍFR, setti
um síðustu helgi heimsmet i
1500 m skriðsundi þroskaheftra
á Sundmóti Ármanns. Hann
synti vegalengdina á 20:58,80
mín.
Pálmar Guðmundsson, ÍFR, setti
einnig heimsmet í flokki S3 hreyfi-
hamlaðra þegar hann synti 200 m
skriðsund á 4:33,82 mín.
öm Amarsson, SH, setti piltamet í
100 m flugsundi, synti á 59,17 sekúnd-
um.
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, setti
einnig telpnamet í 50 m skriðsundi,
synti á 27,42 sek., og einnig í 100 m
skriðsundi sem hún synti á 59,39 sek.
og hlaut kvennabikarinn fyrir. Þessi
sigur hennar dugði til sígurs í
kvennaflokki.
Bikar fyrir stigahæsta sund mótsins
hlaut Hjalti Guðmundsson, SH, fyrir
frábært 100 m bringusund karla.
Ríkharður Ríkharðsson, Ægi, hlaut
sérstakan farandbikar fyrir 100 m
skriðsund karla. Ríkharður synti á
53,26 sek.
Gunnar Þór Gunnarsson, Selfossi,
setti íslandsmet í flokki þroskaheftra.
Hann synti 100 m baksund á 3:07,97
mín. -SK
fA\
et/. _....
r
<"«*■ v(*
11
IM
Fýrsti sigurinn hja Norðmonnum
Norðmenn fognuöu sigri í fyrsta skipti á heimsmeistaramótinu í norrænum
greinum í gær. Bjöm Dæhlie sigraði í 10 km skíðagöngu og gekk vegalengdina á
23:41,80 mín. Annar varö Rússinn Alexei Prokurorov og kom hann í mark 27,9 sek-
úndum á eftir Dæhlie. Þriðji varð Finninn Mika Myllilae og kom hann í mark
rúmum fjórum sekúndum á eftir Rússanum.
-SK/Símamynd Reuter
Real Madrid
skoðar Bjarna
- félagið bauð honum utan til æfinga fram að helgi
Bjami Guðjónsson, knattspymu-
maður frá Akranesi, fór utan
snemma í morgun áleiðis til Spánar
en stórliðið Real Madrid bauð hon-
um að æfa með liðinu fram að
næstu helgi. Þetta telst mikill heið-
ur fyrir Bjarna en Real Madrid er í
hópi stærstu knattspymufélaga í
heiminum. Það var fyrir helgina
sem Real Madrid setti sig í samband
við ÍA og óskaði eftir því að fá hann
til æfinga og ákvað Bjarni að taka
boðinu.
Eins og áður hefur margoft kom-
ið fram hefur Bjami verið við æf-
ingar hjá ensku félögunum
Newcastle og Liverpool. Ensku liðin
hafa ekki farið í launkofa með það
að þau vilja bæði krækja sér í þenn-
an efhilegasta knattspyrnumann á
íslandi. Hins vegar stendur á tilboð-
^ Handbolti:
íslenska
landsliðiö
íslenski landsliðshópurinn,
sem Þorbjörn Jensson tilkynnti í
gær fyrir leikina gegn Egyptum,
lítur þannig út:
Markverðir:
Hlynur Jóhannesson......HK
Guömundur Hrafhkelsson.Val
Reynir Þór Reynisson .Fram
Aðrir leikmenn:
Geir Sveinsson..Montpellier
Bjarki Sigurðsson.....UMFA
Dagur Sigurðsson.Wuppertal
Gústaf Bjamason.....Haukar
Konráð Olavson.....Stjaman
Ólafur Stefánsson.Wuppertal
Róbert Duranona..........KA
Gunnar Berg Viktorsson.ÍBV
Sigurður Sveinsson ....UMFA
Njörður Ámason .......Fram
Rúnar Sigtryggsson..Haukar
Björgvin Björgvinsson...KA
Ingi Rafn Jónsson.......Val
Egyptar koma í dag
Egyptar koma til landsins í
dag en þeir líta á leikina við ís-
lendinga sem mjög góðan undir-
búning fyrir heimsmeistara-
keppnina i Japan. Þeir tjalda öll-
um sínum bestu leikmönnum í
leikina hér á landi.
íslenskir dómarar
Ákveöið hefur verið að dómar-
ai' á leikjum íslands og Egypta
lands verði íslenskir. Þetta var
borið undir Egypta sem lögðust
ekki gegn því. Með þessu sparar
HSÍ pening sem munar um í
undirbúningi liðsins fyrir HM.
Fyrri leikinn dæma Rögnvald
Erlingsson og Stefán Arnalds-
son. Þann síðari verða Gunnar
Viðarsson og Sigurgeir Sveins-
son með flautuna.
Höllin og Smárinn
Fyrri leikur Islendinga og Eg-
ypta verður í Laugardalshöllinni
annað kvöld klukkan 20.15. Sá
síðari verður á fimmtudags-
kvöldið i Smáranum í Kópavogi
og hefst klukkan 20.15.
Kínverjar á leiöinni
Kínverjar leika tvo leiki viö
íslendinga um næstu helgi, þann
fyrri á ísafirði á sunnudag og
seinni leikurinn á Selfossi
verður á mánudagkvöldið.
-JKS
um en vænst var eftir því í síðustu
viku. Úr því að Bjarni er núna við
æfingar hjá Real Madrid geta ensku
liðin ekki komið með tilboð fyrr en
Bjarni kemur aftur til íslands.
Capello stjórnar Real Madrid
Real Madrid trónir um þessar
mundir í efsta sæti spænsku 1.
deildarinnar og hefur sex stiga for-
ystu á erkifjendurna í Barcelona.
Þjálfari liðsins er enginn annar en
hinn ítalski Fabio Capello sem gerði
AC Milan að stórveldi. Capello tók
við Real Madrid fyrir yfirstandandi
tímabil og virðist vera að gera stór-
góða hluti með liðið.
Hjá Real Madrid er valinn maður
í hverju rúmi og virðist fátt ætla að
koma í veg fyrir sigur liðsins í
deildinni í ár þó kannski of snemmt
sé að spá í slíka hluti. Þó er álit
manna suður á Spáni að liðið hafi
ekki leikið jafnvel í mörg ár. Það er
því mikill heiður að sjálfur Capello
vOji fá Bjami tU æfinga.
Boö frá Glasgow Rangers
stendur enn
Samkvæmt heimUdum DV era
fleiri lið að bætast í hópinn sem
sýna Bjarna áhuga. Skoska liðið
Glasgow Rangers hefur þegar boðið
íslendingnum út tU æfinga en ekki
er víst hvort eða hvenær Bjarni
skoðar þar aðstæður fyrst Real Ma-
drid kom upp á yfirborðið.
Samkvæmt áætlun verður Bjami
við æfingar hjá Real Madrid fram á
föstudag og stefnir hann að því að
koma tU íslands á laugardag.
-JKS
Þorbjörn Jensson:
„Held öllum
dyrum opnum"
- ísland mætir Egyptum annað kvöld
„Það reynir á strákana sem leika
hér heima í leikjunum við Egypta
en líklega aðeins tveir landsliðs-
menn sem leika erlendis fá sig lausa
í þessa leiki. Ungir og óreyndari
leikmenn fá núna tækifæri tU að
sýna hvað í þeim býr. Ég ákvað að
að velja tvo unga markverði meö
Guðmundi. Ég er með þessu vali
aUs ekki að henda öðmm markvörð-
um út í kuldann heldur aðeins að
prufa nýja markverði. Það verður
hins vegar frammistaða leikmanna
í úrslitakeppninni sem ræður end-
anlega vali mínu á landsliðinu fyrir
heimsmeistarakeppnina í Japan,"
sagði Þorbjörn Jensson, landsliðs-
þjálfari í handknattleik, á blaða-
mannafundi í gær sem efnt var til í
tengslum við leikina við Egypta.
„Það er ekkert sem segir að afltaf
þurfi að velja sömu markverðina.
Bjami Frostason er fyUUega inni í
myndinni hjá mér. Ég ákvað að gefa
honum hvUd því hann er búinn að
standa í meiðslum. Það mun mæða
mikið á honum með Haukum í úr-
slitakeppninni. Svo fylgist ég auð-
vitað grannt með Sigtryggi Alberts-
syni,“ sagði Þorbjöm en töluvert
var gengið á hann á fundinum varð-
andi valið á markvörðunum.
Þorbjöm kvað mikUvægt að fá
leikina við Egypta en þeir leika
ekki ósvipað og Alsír sem leika
gegn okkur á HM. Egyptar leika
framliggjandi vöm eins og Alsír en
sóknarleikur Egypta er þó miklu
beittari en Alsíringa.
Að minnsta kosti sjö leikmanna
Egypta frá HM á íslandi 1995 koma
hingað í leikina við íslendinga. Þeir
hafa verið að eflast mikið og æfa
grimmt tU undirbúnings fyrir HM í
Japan. Þeir voru á ferðalagi í Sví-
þjóð fyrir áramótin og lögðu meðal
annars sjálfa Svía að veUi.
„Leikmenn veröa aö sanna
sig í úrslitakeppninni"
„Ég held öUum dyrum opnum
hvað varðar val á mönnum í lands-
liðið. LykiUinn að hurðum þess er
frammistaða leikmanna í úrslita-
keppni íslandsmótsins," sagði
landsliðsþjálfarinn í gær.
-JKS
Tvísýnt mei Geir
Óvíst er hvort landsliðsfyrirlið-
inn Geir Sveinsson getur tekið
þátt í landsleikjunum við Egypta.
Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari
sagði í gær taldi meiri líkur á því
að Geir yröi ekki þátttakandi í fyr-
irhuguðum leikjum.
Geir fær sig ekki lausan frá
franska félaginu MontpeUier en
hann fékk ekki heldur leyfi þegar
íslendingar léku við Þjóðverja í
byrjun febrúar.
Þorbjöm taldi að hann myndi
ekki bæta við leikmanni í hópinn
ef Geir kæmi ekki.
-JKS
Ætlar að ræða við Héðin
Héðinn GUsson, sem leikur með
þýska liðinu Fredenbeck, hefur leik-
ið mjög vel með liðinu í undanfóm-
um leikjum og spyrja margir sig
hvort Héðinn sé ekki kominn í
landsliðsklassa. Héðinn átti lengi
við meiðsli að stríða en er greini-
lega kominn á fuUt skrið. Þorbjöm
Jensson var inntur eftir því í gær
hvort Héðinn væri inni í myndinni
hjá honum.
„Ég sá það í fjölmiðlum að hann
gæfi ekki kost á sér. Ég ætla að
ræða þessi mál við hann á næstunni
og auðvitað kemur hann tU greina.
Mér skUst að hann hafl verið að
leika vel í síðustu leikjum."
-JKS