Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 25 DV Fréttir 'i .1 I * í I I I I I I I I I í f f Fundaö í nágrenni Skeiðarársands: Stýra þarf ferð- um fólks um náttúruperluna Mikill uppgangur er í ferðaþjón- ustu á Suðausturlandi og það er bjartsýni í þessu ríki Vatnajökuls. Hamfarahlaupið á Skeiðarársandi skildi eftir sig stórfenglegar jaka- hrannir og rústuð vegamannvirki. Þetta kom fram á aðalfundi Ferða- málafélags Austur-Skaftafellssýslu sem haldinn var á Hótel SkaftafeOi í Freysnesi í Öræfum um miðjan mánuðinn. Það var mál manna á fundinum að gosið í Vatnajökli og Gríms- vatnahlaupið muni virka sem vítamín- sprauta á annars blómlega ferðaþjónustu á Islandi. Sú gæfa geti verið faUvölt. Þegar hlánar og frost fer úr jörðu er viðbúið að Skeiðarársandur verði hættusvæði sem, ef ekkert er að gert, gæti auð- veldlega reynst dauðagOdra sem væri hörmulegt og slæmt fyrir ímynd Öræfasveitar og íslands inn- an lands sem utan. Þessa er nú þegar farið að gæta því fleiri en einn hafa nú þegar faU- ið í síki við Gígju en aUt hefur farið vel enn þá. Margir lýstu furðu sinni yfir að Almannavamir skuli ekki nú þegar hafa brugðist við yfirvof- andi hættuástandi á einhvem hátt. Undanfamar vikur hefur fjöldi mírnns farið um sandinn tU að skoða verksumerki og líkur era á að sú umferð aukist enn þegar dag tekm- að lengja. Á fúndinum var samþykkt að ferðamálafélagið skori á Almanna- vamir og ráðherra ferðamála að bregðast sem fyrst við aðstæðunum á Skeiðarársandi. Þar þcnf að setja upp viðvararnir og stýra og auð- velda aðgengi fólks að helstu nátt- úruperlunum. Fundarmenn voru sammála um að það væri út í hött að æfia að banna umferð um hlaup- svæðið, enda era þama á ferðinni einstæðar aðstæður og náttúruund- ur sem óvíst er að fólk eigi kost á að sjá aftur. Þess má geta að Öræfaferðir í Ör- æfum era með ferðir um Skeiöarár- sand, bæði akandi, gangandi og á gönguskíðum þegar aðstæður leyfa, auk þess sem þeir sem vUja fá tU- sögn í ísklifri í stærstu jökunum. Að sjálfsögðu er fyUsta öryggis gætt. -ERIS Gulli Helga í Heilsuátaki: Þetta er bara byrjunin Eins og glöggir lesendur muna ákvað hinn góð- kunni útvarpsmaður á Bylgjunni, Gunn- laugur Helgason, að taka sjálfan sig fostum tök- um í HeUsu- átaki DV, Bylgjunnar og World Class. Nú þegar liðn- ar eru sjö vikur frá upphafi átaksins ákvað DV að taka tal af GuUa og sjá hvemig hefði gengið. „Árangurinn fór ekki -7 sjást fyrr en á síðustu tveimur vikunum, það tók smátíma að hita upp snjóbræðslu- vélina. Fyrsti mán- uðurinn fer nefnilega í að þjálfa vöðvana upp og koma sér í þannig form að hægt sé að leggja meira álag á líkamann. Margir kíkja nefni- lega bara á vigtina og sjá engan árangur af þremur fyrstu vik- unum og gefast þess vegna upp.“ GuUi hafði sagt að hann væri skyndibitasjúk- ur, lét hann skyndi- fæðið í friði? „Já, ég gerði það. Löngunin í svoleiðis mat hverfur nefhi- lega þegar maður byrjar að æfa. Að öðru leyti gerði ég eng- ar róttækar breytingar á mataræði, ég er orðinn of gamaU fyr- ir það.“ En að hætta að reykja, hvemig gekk það? „Ja, ég er ekki alveg hættur. Lauma mér stundum í vindU.“ GuUi missti 2,04 kg af hreinni fitu og bætti á sig 800 g af vöðvamassa. Svona leit Gulli út þegar hann hóf átakið. Eitthvaö brá honum við töl- Hér má sjá hvað Gulli er orðinn urnar á vigtinni eins og sjá má. lögulegur eftir 7 vikna heilsurækt. „Mér fannst það ekki svo mikið fyrr en ég fór í ísskápinn og tók 2 1 af undanrennu og 800 g af kjöti í hend- urnar. Þá sá ég þetta betur. Mér líður miklu betur en hefði kannski viljað ná aðeins betri ár- angri en þetta kemur, ég er bara rétt að byija.“ Hér má sjá málin á GuUa fyrir og eftir átakið: Fita: fyrir 21,3%, eftir 19,3% Þyngd: fyrir 90,3 kg, eftir 88,9 kg Ummál læra: fyrir 65 sm, eftir 66,5 sm Ummál kálfa: fyrir 41 sm, eftir 40 sm Ummál mittis: fyrir 93 sm, eftir 86 sm Ummál brjósts: fyrir 105 sm, eftir 107,5 Ummál upphandleggs: fyrir 35 sm, eftir 36 sm Ummál framhand- leggs: fyrir 31,5 sm, eftir 31,5 sm -ggá Samt er þetta bara byrjunin, aö hans sögn. Skíöamenn í farvegi Gígju á Skeiðarársandi. DV-mynd Einar Blur-leikurin Hagstœð kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er 50% afsláttur af annarri auglýsingunni o\\t milli himin' % % Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.