Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Side 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 Afmæli Brynhildur Sigursteinsdóttir Brynhildur Sigursteinsdóttir skrifstofustjóri, Funafold 61, Reykjavík, er fertug í dag. Starfsferill Brynhildur fæddist í Borgarnesi og ólst þar upp til 1972 er hún flutti til Reykjavíkur. Hún lauk lands- prófi frá Hagaskólanum, stundaði síðar nám í skrifstofutækni hjá Tölvufræðslunni en þar útskrifað- ist hún 1988. Á yngri árum starfaði Brynhild- ur við sauma en frá 1988 hefur hún starfað við fyrirtæki hennar og manns hennar, Trésmiðju Snorra Hjaltasonar ehf. Þá hef- ur hún stundað verslun- arrekstur sl. fimm ár. Brynhildur hefur tek- ið þátt í félagsstörfum og gegnt þar ýmsum stjórnunarstörfum. Fjölskylda Brynhildur giftist 16.11.1974 Snorra Hjalta- syni, f. 30.9. 1952, bygg- ingaverktaka. Hann er sonur Hjalta Ólafs Jóns- sonar, múrara í Reykjavík, og Hall- dóru Sveinbjörnsdóttur húsmóður. Brynhildur Sigur- steinsdóttir. Böm Brynhildar og Snorra era Sigursteinn, f. 25.9. 1975, nemi; Þór- unn Kristín, f. 5.11. 1979, nemi; Ólafur Páll, f. 22.4. 1982, nemi. Dóttir Snorra er Guðný Ásta, f. 11.4. 1973, hús- móðir, en maður hennar er Steinþór Eggertsson og á hún tvö börn. Systkini Brynhildar eru Fríður Svanborg Sigur- steinsdóttir, f. 2.12. 1943, sjúkraliði í Reykjavík; Guðmundur Haukur Sigursteins- son, f. 29.12. 1945, búsettur í Reykjavík; Sigursteinn Sigur- steinsson, f. 6.2. 1949, smiður í Borgamesi; Guðfríður Sigursteins- dóttir, f. 14.4. 1952, búsett í Or- lando. Foreldrar Brynhildar: Sigur- steinn Þórðarson, f. 27.4. 1902, d. 24.7. 1967, stöðvarstjóri hjá Olíu- verslun íslands í Borgamesi, og Helga Guðfríður Guðmundsdóttir, f. 28.10. 1916, húsmóður í Borgar- nesi til 1972 en síðan í Reykjavík. Brynhildur tekur á móti gestum í Golfskála GR í Grafarholti i kvöld milli kl. 19.00 og 21.00. Hildur Þórlindsdóttir Hildur Þórlindsdóttir húsmóðir, Háaleitisbraut 113, Reykjavík, er sjötug í dag. Starfsferill Hildur fæddist að Hvammi í Fá- skrúðsfirði en ólst upp frá tveggja ára aldri hjá fósturforeldrum sín- um, Birni Guðmundssyni og Þóreyju Jóhannsdóttur í Bakka- gerði í Stöðvarfirði, en þau eru bæði látin. Hildur flutti til Reykjavíkur 1954 og hefur átt þar heima síðan. Fjölskylda Böm Hildar era Halldór Sigdórs- son, f. 1.8. 1947, veitingamaður við Flughótelið í Keflavík, kvæntur Mörtu Katrínu Sigurðardóttur hús- móður; Ævar Sigdórsson, f. 27.12. 1951, sölumaður hjá Eflingsen, búsettur í Mosfellsbæ, kvæntur Unu Lilju Eiríksdóttur; Rúnar Amarson, f. 19.10. 1956, sendibílstjóri og verkstjóri í Keflavík, kvæntur Eygló Sigurjóns- dóttur; Guðni Amarson, starfsmaður hjá Tækni- Hildur Þórlindsdóttir. vali i Reykjavík. Foreldrar Hildar voru Þórlindur Jóhannsson, f. 10.6. 1896, d. 27.9. 1958, sjómaður í Hvammi í Fá- skrúðsfirði, og Guðlaug Magnúsdóttir, f. 31.3. 1897, d. 2.7. 1974, húsmóð- ir. Hildur er að heiman á af- mælisdaginn. Andlát Ina J ensen ína Jensen húsmóðir, til heimilis að Hrafnistu við Kleppsveg, Reykja- vík, lést 17.2. sl. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 25.2., kl. 13.30. Blóm og kransar era vinsamlega afþakk- aðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Ina Jensen Starfsferill ína fæddist á Seljanesi í Árnes- hreppi á Ströndum 2.10. 1911 en ólst upp í Kúvíkum í sömu sveit. Hún stundaði nám við Kvenna- skólann í Reykjavík 1927-29. ína giftist 1933 og hófu þau bú- skap á æskuheimili ínu, Kúvíkum, en fluttu 1937 til Djúpuvíkur. Þar tóku þau við rekstri Póst- og sím- stöðvarinnar og sáu um þann rekstur í sautján ár auk þess sem maður hennar stundaði útgerð. Þau hjónin fluttu síðan til Reykjavíkur 1956 þar sem maður ínu stundaði útgerð áfram. Þegar ína brá búi og flutti á Hrafnistu fyrir nokkrum árum gaf hún Þjóðminjasafni íslands innanstokksmuni þeirra hjóna. Það era munir sem hafa varðveist úr búi kíörforeldra hennar allt frá því um aldamót- in. Þessum munum var komið fyr- ir á Byggðasafninu á Reykjum í Hrútafirði og era þar nú til varð- veislu og sýnis. Fjölskylda ína giftist 5.6. 1933 Sigurði Pét- urssyni, f. 6.3. 1912, d. 8.6. 1972, út- gerðarmanni en hann var sonur Péturs Sigurðssonar, skipstjóra frá Bolungarvík, og k.h., Kristjönu Einarsdóttur húsmóður. Stjúpdóttir ínu er Erla Sigurðar- dóttir, f. 29.12. 1929, d. 1995, hús- móðir í Reykjavík, gift Guðjóni Júníussyni múrara. Börn ínu og Sigurðar eru Sigrið- ur Halla Sigurðardóttir, f. 17.7 1932, d. 1990, kennari í Reykjavík var gift Friðbirni Gunnlaugssyni kennara; Friðrikka Sigurðardóttir, f. 17.7. 1934, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, gift Bjama Hilmi Sig urðssyni vélstjóra; Rut Sigurðar dóttir, f. 18.8. 1936, húsmóðir í Reykjavík, gift Ágústi Karlssyni vörabílstjóra; Pétur Sigurðsson, 29.7. 1942, stýrimaður í Reykjavík var kvæntur Sigríði Jónsdóttur, ljósmóður og organista, sem lést 1993; Kristjana Sigurðardóttur, f. 24.10.1943, þroskaþjálfi í Kópavogi, gift Tómasi Þórhallssyni pípulagn ingameistara; Hjördís Sigurðar dóttir, f. 26.6. 1946, hárgreiðslu meistari og bankastarfsmaður Garðabæ, gift Sigurbirni Ámasyni húsasmíðameistara; Karl Jensen Sigurðsson, f. 31.7. 1948, trésmiður í Reykjavík, kvæntur Nönnu Hans- dóttur Wium húsmóður; Matthild- ur Sigurðardóttir, f. 23.1. 1951, kennari í Ósló, gift Einari Gunn- arssyni vélfræðingi; Guðbjörg Sig- urðardóttir, f. 15.10.1953, húsmóðir í Reykjavík. Systkini ínu: Guðrún Sigvalda- dóttir, húsfreyja að Mosfelli í Svínadal, sem nú er látin; Siguijón Sigvaldason, b. að Urriðaá í Mið- firði, sem einnig er látinn; Ólína Sigvaldadóttir, húsmóðir í Reykja- vík og fyrrv. eigandi Litlu kaffi- stofunnar í Svínahrauni. Kjörforeldrar ínu voru Carl Friðrik Jensen frá Eskifirði, kaup- maður í Kúvíkum i Árneshreppi, og Sigriður Pétursdóttir frá Húsa- vík, húsmóðir. Foreldrar ínu voru Sigvaldi Jónsson og Sigurlína Jónsdóttir, ættuð úr Ámeshreppi. Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Tekið er á móti smáauglýsingum til kl. 22 til birtingar nœsta dag Ath. Smáauglýsing í Helgarblað DV þarf þó að berast okkurfyrir kl. 17 á föstudag a\\t mil/i hirrn^ % Smáauglýsingar 550 5000 Leiðrétting: Jóhann G. Jóhannsson I afmælisgrein um Jóhann G. Jó- hannsson, tónlistarmann og myndlist- armann, Ránargötu 17, Reykjavík, sem birtist í helgarblaðinu laugardag- inn 22.2. sl., urðu þau mistök að röng mynd birtist með greininni. Réttri mynd er hér með komið á framfæri og Jóhann beðinn velvirð- ingar á þessum leiðu mistökum. Jóhann G. Jóhannsson. Áskrifendur fá IO% aukaafslátt af snrráauglýsingum DV Til hamingju með afmælið 25. febrúar 85 ára María Júlíusdóttir, Ránargötu 20, Akureyri. 80 ára Hálfdán Einarsson, Hólsvegi 13, Bolungarvík. 75 ára Ólína Halldórsdóttir, Laugalæk 28, Reykjavík. Anna Þorsteinsdóttir, Bleiksárhlíð 16, Eskifirði. Anna Brunhilde Mai, Árbæ, Eyjafjarðarsveit. 70 ára Jón Bæringsson, Höfðagötu 18, Stykkishólmi. Gfsli Vilmundarson, Grænahjalla 29, Kópavogi. Gísli er að heiman. Anna Guðlaug Sigurjóns- dóttir, Gilsbakka 9, Neskaupstað. 60 ára Bragi Magnússon, Arahólum 6, Reykjavík. Unnur Björnsdóttir, Helgamagrastræti 53, Akur- eyri. Magnús Ásgeir Bjamason, Vallargerði 29, Kópavogi. Karl Þórðarson, Háeyrarvöllum 44, Eyrar- bakka. Andrés Valdimarsson, Hörðuvöflum 4, Selfossi. 50 ára Marín Elísabet Samúels- dóttir, Haðarstíg 14, Reykjavik. Sigurður B. Stefánsson, Brekkugötu 16, Hafnarfirði. Pétur Eyfjörð, Túngötu 14, Grenivík. Bima Bessadóttir, Dalsgerði 5E, Akureyri. Kristín L. Magnúsdóttir, Háagerði 39, Reykjavík. 40 ára Helgi Jónsson, Skólatúni 1, Bessastaðahreppi. Ingólfur Ingibergsson, Norðurvöllum 12, Keflavík. Heiðar Gunnarsson, Stokkalæk, RangárvaUaheppi. Matthías Valdimarsson, Snorrabraut 81, Reykjavík. Guðmundur Grétar Níels- son, Aðalstræti 17, ísafirði. Sigrún Halldóra Arngríms- dóttir, Skálabergi, Borgarfiarðar- hreppi. Einar Helgason, Logafold 116, Reykjavík. Jarþrúðmr Jónsdóttir, Selbraut 40, Seltjamarnesi. Óli Þór Ásmundsson, Birkihlíð 31, Sauðárkróki. Geir Bjömsson, Goðheimum 20, Reykjavík. Reynir Katrínarson, Suðurgötu 23, Keflavík. aXA mlll/ hirr,/, Smáauglýsingar I 550 5000 m %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.