Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1997, Qupperneq 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1997 Tekjuskatturinn „Tekjuskattur einstaklinga hefur á undanförnum árum ver- ið hækkaður á almenningi til að fjármagna tekjuskattslækkun fyrirtækja.“ Ögmundur Jónasson alþingis- maður, í DV. Sitt sýnist hverjum „Það kemur oft fyrir að ég lýsi handbolta- eða fótboltaleik og skemmti mér konunglega en les það svo í blöðunum daginn eftir að leikurinn hafi verið leiðinleg- ur.“ Bjarni Felixson, í Morgunblaðinu. Ummæli Öfugsnúningurinn í ís- lenskri menningu „Páll Óskar er að mörgu leyti öfugsnúningurinn á kvenlegum þáttum í islenskri menningu." Sigurjón B. Hafsteinsson mannfræðingur, í Morgunblað- inu. Erum við enn þá mennsk? „Erum við enn þá mennsk þegar hjartanu er haldið gang- andi með gangráði og hrjóstin eru full af silíkoni?" Úlfhildur Dagsdóttir bók- menntafræðingur, í DV. Teiknikvikmyndir frá Disney eru dýrkaðar af börnum sem og full- orðnum um allan heim. Hin hliðin á Disney Það eru örugglega fá risafyrir- tæki í heiminum sem eiga vísan jafn mikinn velvilja hjá almenn- ingi og Walt Disney-fyrirtækið, en ekki er allt sem sýnist og þessi stóra samsteypa er rekin eins og önnur stórfyrirtæki þar sem gengur út á peninga og þótt Disney standi fyrir ýmsum góð- verkum þá ríkir mjög mikU íhaldsemi innanstokks hjá Disn- ey og stórt lið lögfræðinga passar upp á eignir og einkarétt fyrir- tækisins. Fræg eru málaferlin sem hin þekkta söngkona Peggy Lee átti í við Disney í mörg ár. Peggy Lee samdi sex lög og ljáði rödd sína fjórum persónum í The Lady and the Tramp. Hún fékk lágmarkslaun fyrir, en þegar teiknimyndin var gefin út á myndbandi og varð vinsælasta myndbandið 1987 leitaði hún réttar síns sem lagahöfundur Disney neitaði að borga og átti í málaferlum við söngkonuna, sem var í hjólastól, í fjögur ár. Lee vann málið og Disney varð að borga henni 2,3 mUljónir doUara. Mynd af Mikka mús á vegg ekki vel séð Smámunasemi einkennir Dis- ney í mörgum aðgerðum og er eftirfarandi saga gott dæmi: Böm tóku sig tU og settu myndir af Mikka mús, Andrési önd og fLeiri flgúrum á veggi á þremur leikskólum í Flórída. Þetta sættu lögfræðingar Disney sig ekki við og bönnuðu notkunina og bömin urðu að taka myndimar niður. Keppinautar Disney, Hanna Bar- bera Production, fréttu af þessu og sendu skólanum myndir af Flintstones og fleiri flgúram og gerðu betur, þeir buðu öllum krökkunum í heljarmikla veislu. Léttskýjað vestanlands 925 mb lægð skammt norður af Skotlandi hreyfist norðaustur og grynnist, en lægðardrag fyrir suð- vestan land þokast norðaustur. Minnkandi norðaustan átt og él Veðrið í dag framan af degi norðan- og austan- lands en fer að létta til síðdegis. Léttskýjað á Suður- og Vesturlandi í dag, en þykknar upp með suðaustan golu eða kalda í kvöld og fer að snjóa í nótt. Frost 0 til 10 stig, kald- ast í innsveitum. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustan gola eða kaldi og létt- skýjað. Þykknar upp með austan golu í kvöld, en suðaustan kaldi og dálítil snjókoma í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 18.34 Sólarupprás á morgun: 08.45 Sfðdegisflóð í Reykjavík: 20.23 Árdegisflóð á morgun: 08.36 Veöriö kl. 6 í morgun: Akureyri snjókoma -4 Akurnes léttskýjað -2 Bergstaöir alskýjaó -5 Egilsstaðir alskýjaö -4 Keflavíkurflugv. léttskýjaó -4 Kirkjubkl. léttskýjað -3 Raufarhöfn snjóél á síö.kls. -3 Reykjavík heiöskirt -8 Stórhöföi skýjaö 1 Helsinki rign. á síö.kls. 3 Kaupmannah. skýjað 9 Ósló rigning 2 Stokkhólmur alskýjað 3 Þórshöfn haglél 2 Amsterdam skúr á síö.kls. 9 Barcelona þokumóöa 12 Chicago heiöskírt -9 Frankfurt rigning 12 Glasgow skúr á síö.kls. 6 Hamborg skúr 10 London skúr á síó.kls. 9 Lúxemborg rigning 11 Malaga heiðskírt 9 Mallorca lágþokublettir 10 Róm þokumóöa 11 New York heiðskýrt -3 Orlando hálfskýjaö 17 Nuuk alskýjaö -14 Vín skýjaö 2 Winnipeg skýjaö -11 Þórður Jónsson rekstrarstjóri: Lítið gert annað en að fást við verksmiðjur DV, Suðurnesjum: „Við eram með fjórar verksmiðj- ur á Norður- og Austurlandi en höf- um ekki verið með verksmiðju hér á Suðvestiu-landi, þannig að við- skiptaskip okkar hafa verið mjög úti í kuldanum þegar mikið hefur veiðst á þessu svæði. Við erum að tryggja markaðshlutdeild okkar á loðnumarkaðinum með því að byggja þessa verksmiðju, og teljum að hún styrki okkur í framtíðinni," sagði Þórður Jónsson, rekstrar- sfjóri SR- mjöls hf. en áætlað er að nýja fiskimjölsverksmiðja fyrirtæk- isins í Helguvík fari í gang í vik- unni eftir að hafa verið í byggingu síðan í júní í fyrra. Að sögn Þórðar mun verksmiðj- an kosta um 800 milljónir en hún mun afkasta 800 tonnum á sólar- hring. Þórður sgir að á milli 15-20 manns muni vinna í verksmiðjunni þegar hún fer í fuUan gang og nái fljótlega að afkasta 600-800 tonnum á sólarhring. „Við erum með nýja verksmiðju í höndunum og það get- ur alltaf eitthvað komið upp á. Loft- mengunarbúnaðurinn er sá full- komnasti sem völ er á, að ég tel, með mjög öflugum lykteyðingar- búnaði.“ Þórður hefur búið í Keflavík síð- an í október í fyrra en fjölskylda Þóröur Jónsson. hans kom um áramótin. „Krakk- amir eru í skóla hér og allt gengur ásættanlega. Ég hef verið á kafi í Maður dagsins verksmiðjubyggingu svo lítið ann- að hefur komist að. En það eru all- ir mjög sáttir að búa hér og krökk- unum gengur vel í skólanum. Við verðum hér alla vega til vors. Áður bjuggum við á Siglufirði en það er búið að vera flækingur á okkur. Við höfum búið einnig á Seyöisfirði og á Eskifirði þar sem ég vann í loðnuverksmiðju Alla ríka í 4 ár. Ég hef lítið gert annað en að fást við verksmiðjur frá því ég var um 25 ára.“ Þórður þekkir loðnubrans- ann mjög vel en hann byijaði að vinna sem mjölgutti á Siglufirði þegar hann var 14 ára. Hann kláraði Tækniskólann þegar hann var 26 ára og frá því hefur hann unnið hjá SR- mjöli hf. meira og minna í 25 ár. „Tíminn hjá SR hefur verið mjög áhugaverður. Það hefúr verið gam- an að fást við þetta. Það hafa orðið gífúrlegar framfarir í íslenskum fiskmjölsiðnaði á þessum tíma og SR hefur tekið virkan þátt í því að drífa þá þróun áfram.“ Það komast fá önnur áhugamál að hjá Þórði en vinnan. „Það hefur verið óskaplega mikið aö gera þann tíma sem ég hef starfað hjá SR. Þetta er mjög lifandi og krefjandi starf. Ég hef meðal annars verið í því að kaupa loönu af útgerðar- mönnum og skipsfjórum og það er mjög fjörugur bisness." Eiginkona Þórðar er Guðbjörg Bjömsdóttir, ættuð frá Seyðisfirði, og eiga þau 11 ára gamla tvíbura, Þórð Sveinlaug og Þóranni Sofilu. -ÆMK Myndgátan Úlfur er svínasættir Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Fjórir leikir í 2. deildinni í kvöld eru á dagskrá fjórir leikir I 2. deild karla í handbolt- anum. Víkingur, sem hefur unn- ið alla 17 leiki sína í deildinni, tekur á móti Fylki, sem er einnig ofarlega, og má búast við spenn- andi leik. I Keflavík leika Kefla- vík-Armann, í Smáranum leika íþróttir Breiðablik-HM og í Strandgötu leika ÍH og Ögri. Allir leikirnir hefjast kl. 20.00. Á morgun átti að fara fram heil umferð í 1. deild karla en þar sem landsleik- ur verður á fimmtudag hefur umferðinni verið frestaö. í kvöld er einnig einn leikur í 1. deild kvenna í körfuboltanum og fer hann fram í Grindavík kl. 20.00. Stúlkumar í Grindavík leika á móti stöllum sínum í Breiðabliki. Tórúist Nútímaverk á Há- skólatónleikum Á Háskólatónleikum í Norræna húsinu á morgun ffytja Eiríkur Öm Pálsson trompetleikari, Sig- urður Sveinn Þorbergsson básúnu- leikari og Judith Pamela Þorbergs- son píanóleikari fjögur nútíma- verk. Eftir David Borden verða fluttir þrír þættir úr Dialogues for Trompet and Bassoon, eftir Folke Rabe verður flutt Basta, sem er fyrir einleiksbásúnu, eftir Vincent Persichetti verður flutt Parable XTV og er í því einleikur á trompet og síðasta verkið er Divertimento fyrir trompet, básúnu og píanó. Tónleikamir hefjast kl. 12.30. Bridge Hollendingar halda árlega sterkt boðsmót í tvímenningi sem kennt er við aðalstyrktaraðila mótsins, Cap Gemini. Síðasta mót var haldið dag- ana 16.-19. janúar og það voru Bras- ilíumennirnir Chagas og Branco sem höfðu sigur að lokum. Þetta var eitt forvitnilegasta spilið í keppn- inni. Besti samningurinn á hendur AV era fimm tíglar en á 8 borðum var aðeins eitt par sem náði þeim samningi. Það voru Taívanarnir Patrick Huang og Che Hung Kuo. Mörg paranna í AV lentu í ijórum hjörtum og aðeins einu pari tókst að landa heim þeim samningi, Frökk- unum Alain Lévy og Christian Mari. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og AV á hættu: * KD762 «» D1097 •F 10 * 754 F G853 «4 4 ♦ ÁK8543 * Á8 F Á109 •» 86 * D97 * DG962 Suður Vestur Norður Austur Helgemo Lévy Helness Mari pass 1» 1 * 2 ♦ 3 4 4» p/h Þriggja spaða sögn Helgemos var agressíf en árangursrík að því leyt- inu til, að erfitt var að finna besta samninginn. En Lévy spilaði vel úr spilunum í fjórum hjörtum. Útspil Helness var spaðakóngur og síðan var lágu laufi spilað sem Lévy drap á ás. Spaði var nú trompaður, lauf- kóngur tekinn og lauf trompað með einspilinu í blindum. Enn veit spaði trompaður heim og tígli spilað á ás. Spaðagosa var nú spilað úr blind- um, suður trompaði og Lévi yfir- trompaði. Hann lagði nú niður hjartaás og spilaði aftur tígli. Norð- ur átti eftir þrjú tromp og þrettánda spaðann og hann gat ekki komið í veg fyrir að sagnhafi fengi tvo slagi til viðbótar. ísak Örn Sigurðsson ♦ 4 «» ÁKG532 ♦ G62 ♦ K103

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.