Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1997 nlist ★ ★ ★ Hljómsveitin U2 er komin fram í dagsljósiö að nýju. Ellefta plata hennar, Pop, kemur út á mánudag og í apríl hefst hljómleikaferð sem tekur að minnsta kosti eitt ár. Því hefur verið haldið fram að með nýju plötunni hafi U2 að mestu sagt skilið við rokktónlistina og gengið danspoppi á hönd. Fyrsta smáskífan með lagi af Pop nefnist Discoteque og þar eru dansáhrifin vissulega fyrir hendi. En þegar rennt er yfir lög nýju plötunnar má með sanni segja að þar ríki fjöl- breytnin. „Okkur langaði til þess að leita uppi nokkrar nýjar aðferðir úr dans- tónlistinni og vinna út frá þeim á okkar forsendum," sagði The Edge, gítarleikari U2, nýlega í blaðavið- tali. „Það er óneitanlega í heimi danstónlistarinnar sem gróskan er mest um þessar mundir og því er ekkert óeðlilegt að við og aðrir bein- um sjónum okkar að henni. Þar af leiðandi fór langur vinnslutími nýju plötunnar í að skoða hvað er um að vera í teknó, trance og hip hop-tón- listinni, læra handbrögðin sem þar eru viðhöfð og síðan að beita þeim við vinnslu laganna sem við höfðum þá þegar samið fyrir nýju piötuna." Enginn Eno Vinna við Pop hófet í London sumarið 1995. Þá unnu The Edge, Bono, Larry Mullen og Adam Clayton með upptökustjóranum Nellie Hooper sem meðal annars hefur gert garðinn frægan með Björk og Madonnu. Afrakstur þess- arar vinnu er lögin Wake up Dead Man og If you Wear That Velvet Dress. Þráðurinn var síðan tekinn upp að nýju heima á írlandi í febrúar í fyrra og þá var Howie B kominn til starfa í stað Hoopers sem einhverra hluta vegna er ekki skráður sem samstarfsmaður að lögunum tveim- ur. Aðalupptökustjóri plöfimnar var hins vegar samstaifsmaður til margra ára, Flood að naftii. Pop er fyrsta plata U2 í þrettán ár (að hljómleikaplötunni Rattle and Hum undanskilinni) þar sem Brian Eno er ekki með í ráðum. „Annars vegar held ég að hann hafi ekki haft áhuga á að vinna að plötu sem þessari, kraftmikilli og háværri,“ segir The Edge. „Ég hef tekið eftir því að leiðir okkar hafa er oríum aukin verið að skilja hin síðari ár. Hins vegar mátum við málið þannig að það væri okkur í hljómsveitinni annars vegar og honum hins vegar hollt að hvíla okkur hverjir á öðr- um. Reyndar tel ég að á lokasprett- inum hefði það verið mjög gott að hafa Brian með í ráðum en í stórum dráttum er hann að þróast í aðra átt en við. Ég tel samt að við eigum eft- ir að vinna aftur saman síðar." Hljómsveitin lenti í tímahraki með Pop. Platan átti að koma út síð- asta haust en Larry Mullen segir aö hljómsveitin hafi sett sér óraunhæft markmið með því að ætla að vinna heila plötu á átta mánuðum. „Platan small reyndar ekki saman fyrr en á síðustu tveimur mánuðum vinnsl- unnar,“ segir hann. „Þaö var kannski jafti gott því að ef við hefð- um eytt samfellt einu og hálfú ári í að gera þessa plötu væru sum lögin orðin harla gömul núna. Það var sem sagt allt í stöðugri endurskoðun fram á síðustu stund.“ U2-áratugurinn? Fjórmenningamir í U2 hafa sett svip sinn á tíunda áratug aldarinnar með óyggjandi hætti. Haustið 1990 kom út platan Achtung Baby sem hafði veriö í vinnslu rúmlega ár þar á undan. Útgáfunni var fylgt eftir með hljómleikaferöinni Zoo-TV. Hún er talin vera ein hin umfangs- mesta sem farin hefur verið til þessa. Hljómsveitin lék í tónleika- höllum í Norður-Ameríku og Evr- ópu og færði sig síðan á íþróttaleik- vanga. Achtung Baby er vinsælasta plata U2 til þessa, sé horft á sölutöl- umar einar. Platan seldist í rúmlega tiu milljónum eintaka og um þaö bil fimm milljónir áhorfenda mættu á Zoo-TV- tónleikana. Hljómsveitin lét ekki þar við sitja. Vorið 1993 tók hún sér hlé frá tón- leikahaldinu og notaði þá tækifærið til að hljóðrita plötuna Zooropa. Á henni mátti greina þá ringulreið og álag sem einkenndi líf fjórmenning- anna meðan á ferðinni stóð. Þeir létu sig samt hafa það að Ijúka við að hljóðblanda lögin á plötunni eftir að feröin hófst að nýju og kom plat- an út síðsumars 1993. Bono, The Edge, Adam Clayton og Larry Mullen hafa ekki setið með hendur í skauti eftir aö Zoo-TV-ferð- inni lauk þar tU þeir hijóðrituðu Pop. Árið 1995 sendu þeir frá sér plötuna Melon sem hafði aö geyma nýjar hljóðblandanir gamalla laga. Plötunni var dreift með timaritinu Propaganda sem hinn opinberi aðdá- endaklúbbur hfjómsveitarinnar gef- ur út. Þá lagöi hijómsveitin tU lagið Hold me, ThrUl me, Kiss me, KUl me í kvikmyndina Batman Forever. Hún kom fram á plötunni Original Soundtracks Volume 1 undir nafn- inu Passangers. Bono og The Edge sömdu titUlag kvikmyndarinnar Goldeneye og Clayton og MuUen komust á vinsældalista í fyrra meö lagið Theme From Mission: Impossi- ble. Síðustu ár hafa fjórmenningam- ir þó haldið að mestu tU heima á ír- landi en í aprU leggja þeir enn af stað í víking og verða á ferðinni í að minnsta kosti ár í viðbót. Þeir vita sjálfir ekki hvað tekur viö eftir þaö en segja að freistandi væri aö fara að dæmi REM fyrir nokkrum árum og senda frá sér eina eða tvær plöt- ur án þess að fylgja þeim eftir með ferð um heimsbyggðina. . U2 f sátt og samlyndi: Þeir deildu lítiö meðan á upptökum Pop stóö. Kiss-dúkkur á markaðinn Máluðu ofurhetjumar í Kiss hafa gengið tU liðs við höfúnd Spawn teiknimyndasagnanna, Todd McFarlane, en hann hefur hannað litlar Kiss-dúkkur sem verða seldar á tónleikum Kiss í sumar. Bítill gerir mynd og plötu BítUlinn fyrrverandi, Paul McCartney, er nú að gera klukkustundarlanga heimUdar- mynd um ferU sinn eftir að hann hætti með Bítlunum. Myndin verður sýnd í Bretlandi í maí. Á sama tíma kemur út ný plata með honum. Ringo Starr, Steve MUler og Jeff Lynne munu að- stoða Paul McCartney á plöt- unni. Bassaleikari á hvíta tjaldið Bassaleikari Red Hot ChUli Peppers, Flea, mun leika í nýrri mynd Cohen-bræðra er kallast The Big Lobowsky. Bamsfaðir Madonnu, Carlos Leon, og Jeff Bridges mirnu einnig leika í myndinni. Aðrir meðlimir Red Hot ChUli Peppers em einnig uppteknir af hliðarverkefnum. TU dæmis em gítarleikarinn Dave Navarro og Chad Smith að vinna að rokk- plötu saman en Navarro vUl ekki kaimast við að sögusagnir um að gamla hljómsveitin hans, Janels Addiction, sé að koma saman aft- ur. Red Hot Chilli Peppers munu koma saman í hljóðveri í aprU tU að vinna að gerð nýrrar tónlist- ar. Dópari sektaður Gítarleikari Super Furry Animals, Huw Bunford, var sektaður á dögunum um 80 þús- imd krónur fyrir að vera með kókaín í fórum sínum. Komist úr kröggum Rokktríóið Shudder to Think frá New York hefur gefið út nýja plötu sem það kaUar 50.000 B.C. Platan kemur út í kjölfar mikiUa erfiðleika hjá sveitinni en söngv- ari hennar, Craig Wedren, var á tímabUi mjög alvarlega veikur. Barry Manilow með þrumandi danstakt KyntröUið Barry ManUow hef- ur gefið dansútgáfu af laginu 11 d ReaUy Like to See You Tonight en það lag gerði hann frægt á átt- unda áratugnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.