Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1997, Síða 12
tyndbönd
FÖSTUDAGUR 28. FEBRUAR 1997
MYNDBAtlDA
Diabolique
Sálfræðiþríller ★★
Diabolique byggist á klassískri franskri mynd og
notar meira að segja franska orðið fremur en það
bandaríska i nafninu. Chazz Palminteri leikur afar
ógeðfelldan mann sem niðist á veikbyggðri og hlé-
drægri eiginkonu sinni (Isabelle Adjani) og fer lítið skár með viðhaldið sitt
(Sharon Stone), sem er eins konar andstæða eiginkonunnar, sjáifsörugg og
frökk. Þær rotta sig saman um að kála ófétinu. Þær byrla honum eitur,
drekkja honum i baðkarinu sínu og henda svo líkinu í sundlaug. Síðan fer
virkilega að reyna á taugarnar í þeim þegar líkið finnst ekki. Svo virðist
sem einhver viti af gjörðum þeirra, einkaspæjari nokkur (Kathy Bates) fer
að hnýsast í málið og þær fara jafnvel að efast um að kallinn sé í rauninni
dauður. Myndin fer vel af stað og byggir upp ágæta spennu fyrsta hálftím-
ann eða svo en verður síðan svolítið langdregin þangað til í lokin að loks-
ins fer að draga til tíðinda. Þá hins vegar versnar málið því að óvænti endir-
inn kemur ekkert á óvart og myndin leysist upp í dæmigert Hollywood- bull.
Sterk persónusköpun og öruggur leikur allra aðalleikaranna bjargar miklu
en myndin skilur ekki mikið eftir sig.
Útgefandi: Warner myndir. Leikstjóri: Jeremiah Chechik. Aðalhlutverk:
Sharon Stone, Isabelle Adjani og Chazz Palminteri. Bandarísk, 1996.
Lengd: 103 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ
Faithful
Leikrit kvikmyndað
Faithful byggist á samneöidu leikriti eftir Chazz Pal-
minteri sem einnig skrifar handritið að myndinni og
leikur eitt af aðalhlutverkunum. Cher leikur ríka, mið-
aldra glæsikonu sem er afar óhamingjusöm í hjóna-
bandi sínu. Á tuttugu ára brúðkaupsafmæli hjónanna
fær hún í heimsókn leigumorðingja (Chazz Palminteri)
sem segist hafa verið ráðinn af eiginmanni hennar
(Ryan O’Neil) til að drepa hana. Hann á að bíða eftir
símtali frá eiginmanninum og á meðan rabba morðing-
inn og fórnarlambið saman, kynnast hvort öðru og deila
vandamálum sínum. Þess á milli talar morðinginn við
sálfræðinginn sinn í síma. Þau fá samúð hvort með öðru og þegar eiginmað-
ruinn loksins kemur heim færast átökin upp á nýtt stig. Leikritseinkenni
sögunnar eru afar greinileg. Persónur eru fáar - í raun hefði mátt komast af
með þrjár - og atburðarásin byggist nær algjörlega á samtölum helstu per-
sónanna sem eru vel skrifuð og sagan er áhugaverð og skemmtileg. Cher og
Chazz Palminteri ná mjög vel saman og sýna góðan leik. Paul Mazursky leik-
stýrir og tekst vel til en hann getur verið æðimistækur. Þess má geta að
hann leikur einnig sálfræðinginn.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Paul Mazursky. Aðalhlutverk: Cher, Chazz
Palminteri og Ryan O'Neil. Bandarísk, 1996. Lengd: 91 mín. Bönnuð innan
12 ára. -PJ
Space Truckers:
★★★ Vörubílstjórar himingeimsins
lifiip niHCKiiin
■_jL jf - ,i! ..
ý. :
w %:)
. * ‘ar&i
i ________________________|
Hér segir frá John Canyon sem er geimvörubílstjóri.
Hann lendir upp á kant við fyrirtækið og neyðist til að
taka að sér flutning á ólöglegum farmi til jarðarinnar.
Með honum í för er ungur ofurhugi og fögur stúlka
sem báðir girnast. Þegar þau lenda i klónum á óþjóða-
lýð undir stjórn fyrrum starfsmanns fyrirtækisins,
sem er eiginlega meira úr málmi en holdi og blóði,
kemru í Ijós að farmurinn er ógrynni af stórhættuleg-
um stríðsvélmennum sem eira engu og eru nánast
ósigrandi. Þau þrjú verða að sleppa frá rustamönnun-
um, sigrast á ofurvélmennunum og komast til jarðar-
innar svo að stúlkan geti heimsótt mömmu sína á sjúkrahús. Sagan er út í
hött en bráðfyndin, frumleg og skemmtileg. Tæknibrellur eru með mestu
ágætum og útlit myndarinnar ferskt. Dystópíuútlitinu er varpað fyrir róða
og allt málað í björtum litum (fyrst fólk hefur efni á geimskipum hlýtur það
að hafa efhi á málningu). Myndin er óður til B-vísindaskáldskapar en tek-
ur sig ekki alvarlega og passar sig á að hafa húmorinn i fyrirrúmi. Leikar-
amir skemmta sér greinilega vel og eiga þátt í að skapá það afslappaða og
létta andrúmsloft sem yfir myndinni sveimar. Space Truckers er einhver
besta mynd af sinni tegund sem komið hefúr fram lengi.
Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Stuart Gordon. Aðalhlutverk: Dennis
Hopper, Stephen Dorff og Debi Mazar. Bandarísk, 1996. Lengd: 90 mín.
Bönnuð innan 12 ára. -PJ
Sticks and Stones
Einelti irkk
Sticks and Stones segir frá þremur þrettán ára göml-
um strákum sem eru bestu vinir. Þeir hafa allir mikinn
áhuga á hafhabolta og einn þeirra hefur þann sérstaka
hæfileika að geta kastað bolta fastar en flestir. Þeir eru
sannfærðir um að hann eigi eftir að verða stórstjama í
íþróttinni en eiga erfitt með að fá eldri strákana í hafna-
boltaliðinu til að taka mark á honum. Ofan á vandræði
þeirra bætist síðan strákur sem leggur þá í einelti eftir
að einn þeirra móðgar hann. Ekki svo lítið gengur á og
eftir að hann hefur auðmýkt þá og misþyrmt um
nokkurn tíma og hvorki foreldrar né skólayfirvöld virð-
ast geta tekið á vandanum ná þeir sér í skammbyssu og hyggjast leysa
vandamálið sjálfir. Sagan er í grundvallaratriðum góð og gefur góða innsýn
í grimmlynda veröld eineltis. Stundum missir myndin sig þó út í bandaríska
sykurfroðu og þá sérstaklega í blárestina. Ég ráðlegg fólki að hætta bara að
horfa eftir atriðið á sjúkrahúsinu - myndin er betri án þess sem kemur á
eftir. Krakkarnir em misgóðir. Ha&aboltasniUingurinn og óþokkinn em vel
leiknir en hinir strákamir eru ekki sterkir á svellinu. Kirstie Alley er bara
furðu þolanleg, kannski vegna þess að hún er ekki að reyna að vera fyndin,
og Gary Busey er fær leikari sem fer létt með rulluna sina. I heildina litið
er þetta góð vandamálamynd sem þjáist af vægum sykurfroðueinkennum.
Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Neil Tolkin. Aðalhlutverk: Justin Isfield,
Chauncey Leopardi, Max Goldblat og Jordan Brower. Bandarísk, 1996.
Lengd: 100 mín. Öllum leyfð. -PJ
Myndbandalisti vikunnar
SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. TEG.
1 msmmt m 1 2 Independence Day Last Man Standing Skífan Spenna
Kt ; 1 Myndform Spenna
3 2 4 Mission Impossible ClC-myndbönd Spenna
4 4 2 Eye for an Eye ClC-myndbönd Spenna
5 3 5 Fargo Háskólabíó Spenna
mtsa. 6 7 1 BH 2 ; bMB Mr. Wrong ■ Sam-myndbönd Gaman
NÝ i Diabolique ; Warnermyndir Spenna
8 6 m pt 5 i Truth about Cats and Dogs i Skrfan « Gaman
9 10 3 Bio-Dome ! Sam-myndbönd , Gaman
10 5 5 Spy Hard Sam-myndbönd Gaman
11 n : 3 Last Dance Sam-myndbönd Drama
12 9 : 7 ; Happy Gilmore ClC-myndbönd Gaman
13 8 7 ; Rock Sam-myndbönd Spenna
, r NY 1 i Powder r Sam-myndbönd Drama
15 : 12 ; 6 ; Cable Guy [ Skífan ! Gaman
NÝ 5 ■ r i T i 1-? ^i i Spacetruckers Bergvík Gaman
17 : 14 : 3 : X-Files: Tunguska f Skrfan Spenna
„í 13 . 4 The Quest I Myndform Spenna
19 16 ; 3 Final Cut Háskólabíó j Spenna
1 ' 20 J NÝ 1 Ed ClC-myndbönd Gaman
Það var ekki við því að búast að Independence Day myndi
iáta eftir efsta sæti myndbandalistans og þótt spennu-
myndin Last Man Standing komi sterk inn þá nær hún að-
eins öðru sætinu. Independence Day var langvinsælasta
kvikmynd síðasta árs og er núna í hópi allra vinsælustu
kvikmynda sem gerðar hafa verið. Myndin er ein þeirra
kvikmynda sem njóta sín best í kvikmyndahúsum þar sem
fullkomnustu tæki eru fyrir hendi. Þegar hún er komin á
myndband og sýnd á smágerðum sjónvarpsskermi er hætt
við að hún missi mikið af aðdráttarafli sínu. Auk Last Man
Standing eru nýjar á lista Diabolique, sakamálamynd með
Sharon Stone, Þowder, dramatísk mynd um unglingspilt
sem geidur fyrir það að iíta ekki út eins og aðrir, geimfant-
asían Spacetruckers og gamanmyndin Ed.
Independ-
ence Day
Jeff Goldblum og
Bill Pullman
Vísindamenn
NASA verða varir
við að einhverjir
risastórir hlutir eru
á sveimi í geimnum
og áður en langt um
líður kemur í ljós að
þetta eru geimför frá
óþekktri plánetu. Á
skömmum tíma sigla
þessi risastóru skip
inn í gufuhvolfíð og
taka sér stöðu fyrir
ofan allar helstu höf-
uðborgir heimsins.
Brátt skýrist að ekki
er um neina vináttu-
heimsókn að ræða
heldur stefna geim-
verumar á að út-
rýma jarðarbúum.
» m m
. mi iftr n t»«
FÁRGO
!
-i!
Last Man
Standing
Bruce Willis og
Christopher Wal-
ken
Sögusviðið er lítill
bær, Jericho í Texas.
Þangað kemur dag
einn ókunnugur
maðru sem nefnir
sig John Smith. Ekki
líður á löngu tms
hann er búinn að
flækja sig hressilega
í harðvítugar deilur
tveggja glæpagengja
sem berjast um völd-
in í bænum. Smith
er samt ekkert lamb
að leika sér við eins
og andstæðingar
hans komast fljótt að
og hann aflar sér
fljótt virðingar
glæpaforingjanna.
Mission: Im-
possible
Tom Cruise og
Jon Voight
Um skeið hefur
CIA haft grun mn að
einhver innan leyni-
þjónustunnar sé að
selja hátæknOeynd-
armál. Njósnarinn
Ethan Hunt og hans
fólk er að undirbúa
að afhjúpa bæði svik-
arann og kaupand-
ann. Allt gengur
samkvæmt áætlun
þar til aðgerðinni er
að ljúka, þá fer allt
úrskeiðis og allir eru
drepnir nema Himt.
Fljótlega áttar Hunt
sig á að hann er sjálf-
ur orðinn hinn gnm-
aði i málinu, enda sá
eini sem eftir er sem
vissi um aðgerðina.
Eye for an
Eye
Sally Field, Kiefer
Sutherland og Hd
Harris
Líf McCann-fjöl-
skyldunnar breytist í
martröð þegar dóttir
þeirra er myrt á
hrottalegan hátt.
Skömmu síðar hand-
tekur lögreglan
mann sem er sterk-
lega grunaður um
morðið. það verður
mikið áfall fyrir
móðurina þegar
manninum er sleppt
því hún er sannfærð
um að þessi maður
sé morðinginn og
ákveður nú að fylgj-
ast með ferðum
hans.
Fargo
Frances
McDormand og
Steve Buscemi
Uppburðarlítill
bílasali hefur komið
sér í skuldasúpu. Til
að bjarga málum fær
hann tvo krimma til
að ræna eiginkonu
sinni og eiga þeir að
krefja forríkan
tengdafóður hans um
lausnarfé. Þegar
krimmamir drepa
lögreglumann og tvo
saklausa vegfarend-
ur fer máliö langt út
fyrir það sem bilasal-
inn ætlaði. Það kem-
tu í hlut lögreglu-
stjórans í Fargo,
hinnar kasóléttu
Marge, að rannsaka
málið. Brátt tekst
henni að tengja á
milli morðanna.