Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1997, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 7. MARS 1997
*ium helgina ,
** *
Matarveisla Þorra á Sjónarhóli:
lilheyri kjötfars-
og majoneskynslóðinni
- segir Þorri Hringsson
„Einhvem tímann um sumarið
1993 laust þessari hugmynd niður í
kollinn á mér: Af hverju ekki að
mála það sem maður hefur mestan
áhuga á, mat?“ segir Þorri Hrings-
son um elleftu einkasýningu sína
sem opnuð verður á Sjónarhóli við
Hverflsgötu 12 á morgun kl. 15.
Matur, matargerð, matarsaga og
vínsmökkun er það skemmtilegasta
sem listamaðurinn segist komast í
tæri við. Þorri var í heimsókn hjá
kunningjafólki sínu þetta umrædda
sumar og meðan hann beið eftir að
hellt væri upp á könnuna renndi
hann í gegnum nokkrar bækur í
bókahillunni. Þar var lítil mat-
reiðslubók sem hann greip og fletti.
„Skyndilega blöstu við mér alveg
ótrúlegar myndir. Ég fletti upp á út-
gáfuárinu. Það reyndist vera 1944.
Þar með small eitthvað saman 1
heilabúinu sem ég hafði ekki velt
fyrir mér áður. Matur fyrir sjálf-
stæða íslendinga," segir Þorri.
Það sem hreif Þorra við myndim-
ar var framsetningin á matnum
sjálfum, skrautið og nálægð rétt-
anna. Þó það teljist ekki nýlunda að
mála mat segist Þorri samt hafa á
tilfinningunni að það sé eitthvað
ferskt sem hann er að glíma
við.„Niðurlenskir barokkmálarar
gerðu margir hverjir svakalegar
myndir af mat en það var alltaf á
hráefnisstiginu hjá þeim. Ég hef
ekki áhuga á formrænum hliðum
hráefnisins. Ég hef áhuga á útkom-
unni, hvemig maður býr til spag-
hetti úr hveiti og eggjum og vínar-
pylsur úr undanrennudufti og
svínafitu.“
Þorri hefur mikinn áhuga á ætt-
fræði og því hvernig flestir íslend-
ingar geti rakið sig meira en 1000 ár
aftur í tímann. En úr hverju skyld-
um við vera? „Ef við göngum út frá
því að við séum að einhverju leyti
afleiðing þess sem við látum okkur
til munns, hverjar em þá forsend-
umar? Fyrir pepsí- og pitsukynslóð-
ina er niðurstaða mín ef til vill fá-
ránleg. Ég tilheyri nefnilega kjöt-
fars- og majoneskynslóðinni. Ég næ
í skottið á brauðtertunum og sveskj-
unum með svínakjötinu. Þetta er til-
raun mín til að skilja mína eigin
kynslóð með því að skoða mannvist-
arleifar foreldra minna, draum
þeirra um alsæluna.“
Með því að skoða hugmyndir
fyrri kynslóða um útópiuna og hinn
fullkomna lífsstíl trúir Þorri að við
getum ef til vill fengið einhvern
botn í það af hverju við erum eins
og við emm. Þessar hugmyndir end-
urspegli veruleika sem sé mun ná-
tengdari manni en viðburðir og ár-
töl í Öldinni okkar. „Hver mat-
reiðslubók og hvert heimilisblað er
eins og fingrafar eftir ákveðið
ástand eða löngun. Bækurnar og
blöðin birta hvernig okkar jarð-
neski veruleiki gæti orðið ef við
bara fylgjum uppskriftinni."
Hrísgrjónarönd með tómatsósu, rækjum og humri. Olía á striga frá árinu
1996 eftir Þorra Hringsson.
ú getur unnið nýju plötuna með Blur og Blur-bol
Hringdu strax
i sima
Mynd frá sýningu ungmennafélagsins í Fljótshlíð.
DV-mynd jþ
Ungmennafélagið í Fljótshlíð 80 ára
Ungmennafélagið Þórsmörk í
Fljótshlíð sýnir um þessar mund-
ir gamanleikinn Með vífið í lúk-
unum í félagsheimilinu á Goðal-
andi. Sýningin er sett upp í tilefni
af áttatiu ára afmæli ungmennafé-
lagsins á þessu ári.
Leikritið er eftir Ray Cooney, í
þýðingu Áma Ibsen og er gaman-
leikur eins og þeir gerast hressi-
legastir. Verkið fjallar um leigu-
bílstjóra sem er giftur tveimur
konum og veit hvorug af tilvist
hinnar. Leikritið hefst þegar
leigubílstjórinn lendir á slysa-
deild og við það fer ströng tímaá-
ætlun hans úr skorðum og spenn-
andi atburðarás af stað. Alls taka
átta leikarar þátt i sýningunni.
Með aðalhlutverk fara Eggert Sig-
urðsson, Sigríður Viðarsdóttir,
Jóhanna Öhmell og Þorsteinn
Guðjónsson. Sýningar verða í
kvöld og annað kvöld og lokasýn-
ing verður svo á sunnudagskvöld.
T
ls-spor á Reykjavíkurtjörn:
Kraftur-fegurð-fagmennska
Mikið er um að vera hjá Félagi tamningamanna
á næstunni. Á sunnudaginn verður félagið með
heljarinnar uppákomu á Reykjavíkurtjöm þar
sem keppt verður í tölti, opnum flokkum bama,
unglinga, ungmenna og fullorðinna. Keppt verður
i 150 m skeiði með „fljótandi starti". Einnig verð-
ur fánareið og óvæntar uppákom-
ur. Herlegheitin hefjast klukkan
13 og standa fram eftir degi.
Það verður því ekki einungis
hægt að gefa bra bra brauð
um helgina á Tjörninni
ljóst að allir þeir
verða saman
munu veita þeim harða
samkeppni.
Uppákoma þessi
tengslum við stórsýningu
Félags tamningamanna
helgina 21.-23. mars þar sem
frábærir knapar munu sýna
marga af heimsins bestu gæð-
sjón þegar margir at
urstu gæöingum landsins
spretta úr spori á Reykjavík-
urtjörn.
Soffía í Gallerí Fold
Á morgun verður opnuð sýning á Feröalangar ... Könnuðir tímans.
olíumyndum Soffiu Sæmundsdóttur Soffia stundaði nám við Myndlista-
í baksal Gallerí Foldar við Rauðar- og handíðaskóla islands og lauk
árstíg. Sýninguna nefnir Solfia þaðan prófi úr grafíkdeild árið 1991.
Þýðingarsjóður
Auglýsing um styrki og lán til þýðinga á erlendum bókmenntum
Samkvæmt lögum nr. 35/1981, reglugerð nr. 638/1982 og breytingu nr.
102/1992 um þýðingarsjóð, er hlutverk sjóðsins að lána útgefendum eða
styrkja þá til útgáfu vandaðra erlendra bókmennta á íslensku máli. Greiðsl-
ur skulu útgefendur nota til þýðingarlauna.
Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi:
1. Verkið sé þýtt úrfrummáli, efþess er kostur.
2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök.
3. Gerð og frágangur verka fullnœgi almennum gœðakröfum.
4. Eðlileg dreifing sé tryggð.
5. Útgáfudagur sé ákveðinn.
Fjárveiting til þýðingarsjóðs í fjárlögum 1997 nemur 7,6 milljónum króna.
Eyðublöð fyrir umsóknir um framlag úr sjóðnum fást í afgreiðslu mennta-
málaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.
Umsóknarffestur rennur út 4. apríl 1997.
Hún hefúr haldið nokkrar einkasýn-
ingar og tekið þátt í samsýningum.
í kynningarhorni gallerísins
verður kynning á tréristum Drafnar
Friðfinnsdóttur en hún stundaði
nám við Myndlista- og handíðaskóla
íslands, Myndlistarskólann á Akur-
eyri og Lahti Art Institute í Finn-
landi. Hún hefur haldið margar
einkasýningar og tekið þátt í fjölda
samsýninga.