Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1997, Síða 11
lyndbönd
25
FÓSTUDAGUR 7. MARS 1997
Prófessor Sherman Klump er
ekkert alltof ánægöur með tilver-
una. Þrátt íyrir ítrekaðar tilraun-
ir, alls konar megnmarkúra og
fitubrennsluæfingar, hefur hon-
um ekkert tekist að grynnka á sin-
um nálægt 200 kílóum. Ástarlíf
hans er í molum og hann er að-
hlátursefni allra. En vinna hans á
efnafræðitilraunastofunni skilar
loksins árangri því hann finnur
upp efiii sem breytir honum úr
hinum blíða og feimna Sherman
Klump í tágranna glaumgosann
Buddy Love. í þessu nýja gervi
fær hann kjark til að daðra við
nýja prófessorinn í efnafræði-
deildinni, hina ungu og fallegu
Carla Purty. Hann ræður sér vart
fyrir kæti en babb kemur í bátinn
þegar hann kemst óvænt að því að
efnasambandið er ekki stöðugt og
áhrif þess geta þorrið hvenær sem
er.
Svo hljómar söguþráðurinn í
nýjustu mynd Eddie Murphys, The
Nutty Professor, sem byggð er á samnefndri
mynd með Jerry Lewis í aðalhlutverkinu. Fram-
leiðandinn Brian Grazer keypti réttinn til að
gera aðra mynd eftir henni og næsta dag hringdi
Eddie Murphy í hann og það var hans hugmynd
að hafa Sherman Klump akfeitan, en í uppruna-
legu myndinni var hann einfaldlega lúðalegt
efiiafræðinörd. í leikstjómendahlutverkið fengu
þeir Tom Shadyac en fyrsta mynd hans var lítil
mynd sem sló eftirminnilega í gegn og gerði stór-
stjömu úr aðalleikaranum. Sú mynd hét Ace
Ventura, Pet Detective og skaut Jim Carrey upp
á stjömuhimininn en Tom
Shadyac og Jim Carrey leiða
hesta sina saman að nýju i
Liar, Liar. Jada Pinkett
(Menace II Society, Low
Down Dirty Shame) leik-
ur konuna sem Sherman
Klump hrífst af en í öðr-
um hlutverkum em m.a.
James Cobum, Dave
Chappelle, Larry Miller
og John Ales.
The Nutty Professor:
Eddie Murphy
í ótal gervum
Förðunarþrekvirki
Allt í allt leikur Eddie Murphy sjö hlutverk í
myndinni. Fyrir utan Sherman Klump og Buddy
Love leikur hann fjölskyldu Shermans Klumps
eins og hún leggur sig og sjónvarpsmanninn
Lance Perkins. I myndinni er atriði þar sem
Sherman Klmnp og fjölskylda hans borða kvöld-
verð saman. Þar era gamall og geðvondur faðir
hans, ástrík móðir, kölkuð amma, og hranalegur
bróðir hans samankomin ásamt prófessomum
sjálfúm og öll era þau vel yfir kjörþyngd. Þegar
verið var að kvikmynda þetta at-
riði þurfti Eddy Murphy að
taka heilan dag í að
leika hverja per-
sónu. Næsta dag
var hann síðan
fsettur í gervi
næstu persónu
og sat við kvöld-
verðarborðið í
hrókasamræð-
um við persón-
una sem hann
að leika dag-
aður
mn
Undir lok hvers tökudags var sviðinu lokað og
læst svo að enginn myndi slysast til að hreyfa
við neinu.
Fyrir utan kvöldverðaratriðið fólust tæknileg-
ir erfiðleikar helst í gervi Shermans Klumps,
þ.e. að umbreyta Eddie Murphy I akfeitan, mið-
aldra háskólaprófessor. Rick Baker,
sem m.a. hefúr unnið við Star
Wars og Cocoon, hannaði
gervið sem ekki var svo
einfalt að smeygja sér í.
Það tók fjóra klukku-
tíma hvem
dag að
troöa
Eddie
Murphy í
gervið. í
raun
sést lít-
ið í
Eddie
Murphy sjálf-
an á bak
við
allt
frauðplastið og hárkollumar en í gegnum allt
þetta þurfti Eddie Murphy að sjá um að gæða
persónuna lífi.
Eddie Murphy byrjaði feril sinn sem uppi-
standsgrínari og vakti fyrst heimsathygli þegar
hann hóf störf í Saturday Night Live þáttunum
vinsælu þar sem hann vann í fjögur ár og var
m.a. tilnefhdur til tveggja Emmy-verðlauna
fyrir leik sinn. Upp úr því hófst kvik-
myndaferill hans sem meðal annars hef-
ur aflað honum tveggja Golden Globe
tilnefhinga fyrir Trading Places og
Beverly HiUs Cop. Aðrar myndir
t hans era framhaldsmyndimar tvær
í Beverly Hills Cop trílógiunni, 48
HRs., Another 48 HRs., Boomerang,
Harlem Nights, Coming to America,
Raw, The Golden Child, The Dist-
inguished Gentleman og
Vampire in Brook-
lyn en næsta
mynd hans
heitir Metro.
-PJ
<
«
UPPAHALDS MYNDBANDIÐ MITT
Þorbjörn Jensson
Undanfarið hafa
uppáhaldsmyndböndin
mín verið upptökur af
landsleikjum íslands 1
handknattleik. Mér er
þó ofarlega í minni
myndband eitt sem
ég sá um daginn
en það er allt annars
eðlis en handboltinn. Það
var bíó- ___
myndin
The
Rock
með Sean Conn-
ery og Nicolas
Cage. Mér fannst
hún þrælgóð en mikil
spenna er mér að
skapi og það
mega alls ekki
vera væmnar persón-
ur i þeim myndum
sem ég sé. Ég þoli
ekki myndir þar sem konur
era grenjandi hálfa myndina. Það
á ekki við mig. Ég er ekki mjög
duglegur við að heimsækja kvik-
myndahúsin en geri stimdum átak
í þeim efnum. í fyrra fóram við
konan mín til dæmis alltaf í bíó á
mánudögum en sú regla gildir
ekki enn þá. Ég er bara þannig
maður að ég þarf alltaf að ákveða
eitthvað svona fyrirfram, hafa ein-
hvem fastan punkt til að miða við.
Þegar um myndbandaáhorf er að
ræða þá era það handboltaleikim-
ir sem sem ég horfi oftast á. Þegar
landsleikur er í vændum þá finnst
mér til dæmis voða gott að
^ leigja mér spennumynd til
að tæma hugann. Þá vil
ég hafa það miklar
hasarmyndir. Yfir-
vofandi landsleik-
ur reynir þá
kannski ekki eins
svakalega á taug-
arnar.
-ilk
Crime of the Century
Stealing Beauty
Heavens Prisoners
Crime of the Century er ný kvik-
mynd sem kemur beint á myndband.
Byggist hún á sakamáli sem var mik-
ill fjölmiðlamatur á fyrri hluta aldar-
innar. Leikstjóri er Mark Rydell, sem
á að baki langan
feril í Hollywood.
Sakamáhð
sem um ræðir er
rán og morð á
syni flugkappans
Lindbergs.
Myndin hefst
1932 þegar tvö ár
era liðin frá rán-
inu. Lögreglan
hafði handtekið
r.A
* . «4 V
þýskan innflytjanda, Bruno Haupt-
man, enda var ýmislegt sem benti til
að hann hefði framið voðaverkið. Fjöl-
miðlar vora fljótir að dæma hann sek-
an og eftir málamyndaréttarhöld yfir
honum var hann dæmdur til dauða.
En allt frá þvi Bruno var handtekinn
og til dauðadags neitaði hann að vera
viðriðinn málið, jafiavel þegar honum
var boðið lífstíðarfangelsi í stað
dauðarefsingar gegn skriflegri játn-
ingu. Hauptman var tekinn af lífi 3.
apríl 1936 og skildi eftir sig eiginkonu
sem hafði barist eins og ljón fyrir sak-
leysi hans.
Með hlutverk Hauptman-hjónanna
fara Stephen Rea og Isabella Rossell-
ini, einnig fer David Paymer með stórt
hlutverk í myndinni.
Bergvík gefur Crime of the Century út
og er hún bönnuö börnum innan 16
ára. Útgáfudagur er 11. mars.
Stealing Beauty er nýjasta kvik-
mynd ítalska snillingsins Bernardos
Bertoluccis og vakti hún mikla at-
hygli í fyrra. Fékk hún víðast hvar
góða aðsókn og gerði kvikmynda-
stjörnu úr hinni ■xímjrm.vmvv.ímí’
ungu Liv Tyler.
Aðalpersónan
er hin átján ára
Lucy sem býr í
Bandaríkjunum
en kemur í heim-
sókn til frænd-
fólks sins á Ítalíu.
Frjálslegt and-
rúmsloftið blæs
henni í brjóst
löngun til að endurvekja ástina sem
kviknaði í brjósti hennar fjórum
árum áður en náði aldrei að verða
að þeim eldi sem til var stofnað. Sá
sem hún nær samt bestu sambandi
við er rithöfúndurinn Max sem
berst við illvígan sjúkdóm en hefur
ákveðnar skoðanir á lífinu og verð-
ur hann að nokkru áhrifavaldur í
ákvörðunum hennar.
Ejöldi þekktra leikara leikur í
myndinni. Auk Tyler er vert að
nefna Jeremy Irons, Sinead Cusack,
Stefania Sandrelli og Jean Marais.
Skífan gefur út Stealing Beauty og
er hún bönnuð börnum innan 12
ára.
Útgáfudagur er 12. mars.
Heaven’s Prisoners er nýjasta
kvikmynd Alecs Baldwins. Myndin
er spennutryllir sem gerist í New
Orleans og nágrenni. Baldwin leik-
ur Dave Roicheaux, fyrrum lög-
regluþjón, sem
hafði orðið hált á I
svellinu í sam-1
bandi við hið I
ljúfa líf. Honum|
hefur með stuðn-
ingi eiginkonu I
sinnar, Annie, [
tekist að vinna |
bug á erfiðleik-
um sinum og |
framtíðin virðist
björt. Líf hans tekur breytingum
þegar hann verður vitni að því þeg-
ar flugvél full af ólöglegum innflytj-
endum hrapar niður í fenin í Lou-
isiana og sekkur. Eina manneskjan
sem kemst lífs af er telpa sem Dave
bjargar. Þessi atburður verður til
þess að lögreglumaðurinn vaknar
upp í brjósti Daves og hann fer að
rannsaka málið enda grunar hann
að hér hafi ekki verið um neitt
venjulegt slys að ræða.
Auk Alecs Baldwins leika í mynd-
inni Kelly Lynch, Teri Hatcher
(Lois Lane í Superman-þáttaröð-
inni), Mary Stuart Masterson og
Eric Roberts.
Sam-myndbönd gefa út Heaven's
Prisoners og er hún bönnuð börn-
um inann 16 ára. Útgáfudagur er
13. mars.
>