Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Blaðsíða 3
DV FÖSTUDAGUR 21. MARS 1997 HLJÓMPLjÍTU U2-P0P ★★★★ RrBeg blanda fortíðar og framtíðar írsku hljómsveitinni U2 bregst ekki bogalistin nú frekar en fyrri daginn. Hljómsveitin er í stöðugri framþróun um leið og hún sækir efni sitt til fyrri lagasmíða. Já, á plötunni Pop er að finna tóna sem maður hefur ekki heyrt lengi frá U2, auk þeirra sem maður hefur aldrei heyrt. Ef við skönnum plötuna sem snöggvast byrjar hún á fyrstu smáskífunni, Discoteque, sem er ekki lýsandi fyrir Pop frekar en lagið Numb var lýsandi fyrir Zooropa eða The Fly var lýsandi fyrir Achtung Baby. Lagið er hinsvegar skemmtilega útsett, tekur Bono aðeins úr aðalhlutverki og er ótrúlega grípandi. Do You Feel Loved býður síðan upp á taktfasta mjúka tóna sem mað- ur átti von á frá U2 eftir síðustu plötu, en lagið Mofo sver sig meira í ætt við Chemical Brothers eða The Prodigy. Ótrúlegur kraftin-, kyngimagnað lag sem tryllir auðveldlega hvaða dans- gólf sem er. Róleg lög hafa alltaf verið sterk hlið U2. Hjörtu bráðna, hvarmar vökna og ró færist yflr þegar lagið If God Will Send His Angels tekur síðan við á plötunni. Lagið er fal- legt og melódískt, líklega eitt besta lag annars frábærrar plötu. í Staring At The Sun er síðan að finna gamla Joshua Tree/Rattle And Hmn kassagítarstæla í takt við grípandi meló- díu Bono. Þetta verður örugglega sungið við einhvem varðeld- inn í sumar. Last Night On Earth er nett blúsað rokklag sem minnir helst á fyrstu ár sveitarinnar. í Gone fá Edge- aðdáend- ur síðan að heyra gamla góða hljóminn í nýrri útsetningu. í laginu Miami teygir U2 sig síðan inn í heim trip hopsins með góðum árangri. The Playboy Mansion fær á sig nett klámgrúv í takt við textann. Slæd gítarsins, ádeilan og grúvið kemur á nokkuð einstökum blæ sem fellur vel í mann. If You Wear That Velvet Dress er nokkuð passíft B-hliðar lag sem vinnur á viö hverja hlustun. Lagið Please er ákall sem neyðir hlustand- ann til að svara. Gamall hljóðfærablær, ný melódía = gott sam- spil. Wake Up Dead Man lokar síðan plötunni á jafn áhrifarík- an hátt og Discoteque opnaði hana. Pop-kvöldið er að lokum komið, sorglegur endir. Pop hefúr að geyma allt það sem U2 hefur gert til þessa og meira til, allt í einum yndislegum graut sem smýgur inn í hlustimar og kæfir efasemdaraddir. Hljóm- sveitin á sér engan líka í heiminum. Þessarar plötu verður minnst sem vendipunkts á ferli sveitarinnar, sem hefur í það minnsta verið skrautlegur til þessa. Hver einasti U2-aðdáandi verður að eignast eintak! Pat Methenty Group: Quartet ★★★ Gítarleikarinn Pat Met- heny hefur árum saman verið afskaplega vinsæll djassgítarleikari. Hann og hljómsveit hans hafa sent frá sér fjölda platna sem einmitt hafa náð til hlust- enda langt út fyrir raðir djassgeggjara. Má i því sambandi nefna plötumar „Still Life“ og „Letter from Home“, þar sem nokkurs konar brasilísk- ur djassbræðingur er mest áberandi í frum- sömdum verkum hljómsveitarmeðlima. Sú geislaplata sem hér er til umfjöllunar er þó af öðm tagi. Aðaláherslan er á samspili og órafmögnuð hljóðfæri. Reyndar minnir músikin meira á ýmsar plötur sem Metheny hefur tekið þátt í með öðr- um en eigin grúppufélögum. Hljómsveitarstjórinn og píanó- leikarinn, Lyle Mays, sömdu leiðarlýsingar fyrir djammm eða smástef og án teljandi útsetninga eða undirbúnings var farið í hljóðver og byrjað að spila. Það kemur vel fram hversu vel samspilandi hljómsveitin er orðin eftir 15-20 ára samvera. Hér má finna ballöður, „straight ahead“ djass, bossanova og verk sem era algerlega snarstefiuð og sums staðar er farið „út fyrir“, þ.e. út fyrir hefðbundna músíkalska ramma. Það er svo sannarlega hægt að mæla með þessari fyrir djassáhugafólk. Aðrir, sem vilja kynnast einhverju nýju og eru hæfilega forvitnir um góða músik yfirleitt, mættu hafa kvartettinn í huga, þegar þeir leggja næst leið sina í.plötu- verslun. Ingvi Þór Kormáksson Guðjón Bergmann PAT METHENYl GROUPEB3I SÉf'" jm Einfalt Tríóið Morphine var stofnað í Boston f byrjun þessa áratugar og hóf feril sinn eins og svo margar aðrar sveitir, spilandi á litlum börum og partíum i Boston og Cambridge. „Ein kynþokkafýllsta hljómsveit sem ég veit um ..." PJ Harvey í tímaritinu Q. Morphine er skipuð þeim Mark Sandman tveggja strengja bassagítarleikara og söngvara, Dana Colley baritón saxafónleikara og Billy Conway trommuleikara. Tríóið spilar hæga, taktfasta, sexý tónlist. Fyrir Mark Sandman snýst þetta allt um „... einfaldleikann og leik að dýnamík.“ Tríóið var stofnað í Boston í byijun þessa áratugar og hóf feril sinn eins og svo margar aðrar sveitir, spilandi á litlum börum og partíum í Boston og Cambridge. Fyrsta plata sveitarinnar (Good) kom út á landsvísu, en plötiunar Cure For Pain og Yes komu út á al- þjóðlegum markaði undir vemdar- væng Rykodisc Intemational og komst sú síðarnefnda inn á nokkra alþjóða topp tíu-lista fyrir árið 1995. Sama ár vann Morphine Boston-tónlistarverðlaunin og spil- aði fyrir allt að 75 þúsund áhorf- endur á Glastonbury, Reading og Hróarskeldu (nafn sem er búið að þýða fyrir okkur íslendingana). Síðan 1995 hefur ekki mikið heyrst í sveitinni þó bíómyndin Get Shor- ty með John Travolta hafi skartað tveimur nýjum lögum með sveit- inni. Ný plata Nú fyrir páska er hinsvegar væntanleg ný plata með sveitinni sem ber heitið Like Swimming. Hún bætir 11 nýjum lögum við safii sveitarinnar. Morphine hefúr svo sem ekki mikið breytt stíl sín- um, meira bætt við hann hljóðfær- um eins og hammond-orgeli og nýju hljóðfæri Sandman sem hann kallar Tritar (1/3 bassi og 2/3 gít- ar sem hann spilar á með slædi). Textamir fjalla m.a. um orð sem hoppa milli bygginga, mn vinn- una, um drauma sem rætast, um mistök, misskilning, bænir og full- ing tó V með þv blöndu hem- enda Söngvari bandarisku rokk- sveitarinnar Pearl Jam, Eddie Vedder, hefur veriö að glimu með tveimur mexikósk- um glímuköppum sem jafii- framt eru klæöskiptingar. Ekki er ólíklegt að Vedder feri í sýn- ingarferö með þessum nýju vin- um sínum en þeir/þær starfa með sirkusi nokkrum er kallast Rose Circus Sideshow og heita „Tickles“ Valdes og Billy „The Barrio Bottom." Vedder fór í meö þessum manni. Pearl Jam er að gera nýja pl búið að ákveða kemur út eða heita. Síöasta p No Code, olli i ar nokkrum vonb sirkus : var sýn- nægingu. Like swimming fjallar mest um þrjá aðila sem spila lág- stemmt rokk með góðu grúvi, eða svo segja þeir! Nú er bara að kom- ast að því hvort fréttatilkynningin standi ekki undir þeim vænting- um sem hún gerir til plötunnar. -GBG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.