Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Blaðsíða 11
JLfV FÖSTUDAGUR 21. MARS 1997 tyndbönd , Hvirfllbyljir eru stöðug ógn á sléttimum í suðurríkjum Bandaríkjarma og nýlega feng- um við fréttir um mikið manntjón af völd- um hvirfílbylja í Arkansas. í myndinni Twister eru slíkir hvirfilbyljir í aðalhlut- verki en sögusviðið er Oklahoma, næsta ríki vestur af Arkansas. Mikill stormur, sem líklegur er til að fæða af sér marga hvirfilbylji, er yfirvofandi í Oklahoma og tveir hópar vís- indamanna bíða stormsins með óþreyju. Hvor hópurinn um sig er að reyna að afla upplýsinga ' um hvað gerist í miðju hviifil- bylsins með því að koma mæli- tækjum þangað. Til þess þurfa þeir að komast eins nálægt hon- um og þeir geta, setja mælitækin í veg fyrir hann og vona að hvirfilbylurinn ákveði ekki allt í einu að breyta um stefnu, sem þeir oft gera. Jo Harding (Helen Hunt) er í forsvari annars hópsins en keppinautur hennar er ríflega styrktur hópur undir leið- sögn dr. Jonas Miller (Cary Elwes) og hefur sá hópur mun betri tækjabúnað. Bill Harding (Bill Paxton), væntanlegur fyrrver- andi eiginmaður Jo Harding, slæst í for með henni ásamt kærustunni sinni (Jami Gertz) sem líst ekkert á blikuna. Úr smiðju Michaels Crichtons Handritshöfundar myndarinnar eru Michael Crichton og eiginkona hans, Anne- Marie Martin, en Michael Crichton er heimsþekktur rithöfundur, handritshöfund- ur og leikstjóri. Sjö skáldsagna hans hafa verið kvikmyndaðsir og ein er i bígerð en það er The Lost World sem er næsta verk- efni Stevens Spielbergs. Aðrar myndir, sem gerðar hafa verið eftir bókum hans, eru The Andromeda Strain, The Great Train Robbery, Congo, Disclosure, Rising Sun og Jurassic Park sem sennilega er sú frægasta. Hann hefur einnig leikstýrt sex myndum, þ.á m. Westworld, Coma og The Great Tra- in Robbery og þá má skrifa hina vinsælu sjónvarpsþætti ER eða Bráðavaktina á hann. Hann hefur verið kallaður faðir tæknitryllanna og víst er að oft krefjast sög- ur hans mikils af tæknibrellumeisturum. í Twister er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur - nú á að sýna móður nátt- úru í sínum mesta ham og til að leikstýra myndinni var fenginn Hollendingurinn Jan De Bont sem sló í gegn með sinni fyrstu mynd, Speed, en hann hafði áður stjórnað kvikmyndatöku á myndum eins og Flatl- iners, Black Rain, Die Hard, Basic Instinct og Lethal Weapon 3. Þess má geta að næsta verkefni hans verður framhaldsmynd við Speed. Mikilfenglegar tæknibrellur Þegar líkja á eftir slíkum ógnaröflum sem hvirfllbylir eru þarf til snjalla sérfræðinga i tæknibrellum og mikið reynir á tökulið og leikara. Industrial Light and Magic sá um tölvuteikningar og John Frazier var tækni- brellustjóri. Meðal verkefna, sem fyrir lágu, voru að byggja og síðan rústa heilum bæ, fleygja dráttarvél og risastórum olíutankbil langar leiðir, láta hús falla niður af himn- um ofan og líkja eftir hvirfilbyljum þannig að allt liti sem eðlilegast út á skjánum. Þess má geta að svo vel tókst til að líkja eftir áhrifum hvirfilbylja að blaðamaður með 20 ára reynslu í að fjalla um þá hélt að hann væri kominn með stórfrétt þegar hann sá Náttúruöflin reynast hættuleg í Twister. Á innfelldu myndinni eru Helen Hunt og Bill Paxton sem leika veöurfræðinga. bæjarrústirnar sem brelluliðið hannaði. Helen Hunt hefur unnið til fjölda verð- launa, þ.á m. tveggja Golden Globe-verð- launa, fyrir hlutverk sitt í hinum vinsælu gamanþáttum, Mad About You, sem hafa verið sýndir við miklar vinsældir í fimm ár. Meðal þeirra kvikmynda sem hún hefur leikið í eru The Waterdance, Kiss of Death, Mr. Saturday Night, Peggy Sue Got Married, Next of Kin, Miles From Home og Project X. Ferill Bills Paxtons hófst I ódýrum hryll- ingsmyndum og síðan náði hann sér í hlut- verk í myndum eins og The Lords of Discipline, Near Dark og Weird Science og þá hefur hann leikið undir stjóm James Ca- meron í The Terminator og Aliens. Fyrsta aðalhlutverk hans var í verðlaunamyndinni One False Move og síðan hefur hann verið eftirsóttur í Hollywood. Hann hefur meðal annars leikið i Trespass og Appollo 13 og þá hefur hann endurnýjað kynni sín af James Cameron í True Lies. Nýjustu myndir hans eru Traveler og The Evening Star sem er framhaldið af óskarsverðlaunamyndinni Terms of Endearment. PJ r < UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT Magnús R. Einarsson „Ein besta mynd sem ég hef séð er án efa ítalska kvikmyndin Paradísarbíóið. Hún er gott listaverk, auk þess sem þetta er fal- leg saga sem segir manni mikið um lífið og dauðann. Kannski finnst mér hún sérstaklega eftirminnOeg þar sem ég skU ítölsku og því verð- ur nálægðin meiri. Ég hef verið á Ítalíu og kynnst þessari menningu og því nýt ég þess mikið að horfa á myndina. Þessa mynd horfúm við hjónin á saman en annars er smekk- ur okkar ekki mjög líkur. Konan mín vill horfa á myndir sem segja henni eitt- hvað um lífið en ég tek oft- spennumyndir þar sem dauðinn er í aðalhlut- verki og þær enda oftar en ekki þannig að aðalhetjan stendur ein eftir. EftirminnUegasta spennumyndin sem ég hef séð er The Great Escape eða Ftóttinn mikli með Steve McQueen í aðalhlutverki. Hana sá ég í bió þegar ég var strák- ur og mig hefur lengi langað tU að sjá hana aftur tU að athuga hvort ég geti upplifað þessa sömu spennu. Ég efast nú reyndar um að hún myndi hafa sömu áhrif og þá. Það var eitt myndband í miklu uppáhaldi á mínu heimUi um tíma. Þar var á ferðinni breskur skemmtiþáttur sem sýndur var í sjónvarpinu og við tókmn upp. Þar komu fram ýmsir grínistar og söngvarar t.a.m. félagarnir í Monty Python. Ég kunni orðið áUa brandarana því ég horfði á myndband- ið með reglulegu mUlibili. Það varð því mikU sorg á heimilinu þegar ég tók óvart ann- að efni yfir þátt- inn en hann lifir i minningunni. Alaska Alaska er gerð af Fraser C. Heston sem er kvikmynda- leikara, Charlton Heston. Þama er um að ræða ævintýramynd fyrir fjölskyld- una sem gerist að mestu í hrikalegu en tignarlegu landslagi Alaska. Fjallar myndin um systkinin Jessie og Sean og í byrjun eru þau á flugi með fóður sfnum yfir óbyggðum Alaska þegar þau hreppa skyndilega afar slæmt veður með þeim aleiðingum að vélin brotlendir og stöðvast á brún hengiflugs. Systkinin neyðast tU að leggja af stað fótgangandi tU byggða og sækja hjálp. Þeim sækist ferðin illa enda er yfir erfitt land að fara auk þess sem þau eru sífeUt að jagast hvort í öðru en þau átta sig á þvi að ef þau eiga að komast á leið- arenda verða þau að stUla saman strengi sina og vinna saman. Þegar þau bjarga ungum hvítabirni frá óforskömmuðum sportveiðimanni eignast þau vin og ferðafélaga. í hlutverkum systkinanna eru Thora Birch og Vincent Kartheiser. Skífan gefur út Alaska og er hún leyfð öllum aldurshópum. Útgáfu- dagur er 24. mars. sonur hins þekkta Changing Habits Changing Habits er um unga listakonu sem á við margvíslega vandamál að stríða. Susan Teagarden er ung og hæflleik- arík listakona en er um leið óskammfeilin, fráhrindandi og kaldhæðin í meira lagi. Erfitt skap hennar má rekja til þess at- burðar að móðir hennar framdi sjálfsmorð án þess að Susan fengi nokkurn tíma að vita hvers vegna. Þetta leiddi tU þess að hún fór að hata foður sinn. Til að fá húsaskjól bankar hún dag einn upp í nunnu- klaustri og lýgur að abbadísinni að hún sé atvinnulaus þjónustustúlka sem eigi ekki í nokkurt hús að venda. í klaustrinu uppgötvar hún litla, leynilega kapellu sem hún hrífst af. í aðalhlutverkum eru Moira KeUy, sem leikur ungu listakonuna, Christopher Lloyd leikur föður hennar og EUeen Brennan leikur abbadísina. Bergvík gefur út Changing Habits og er hún leyfð öllum aldurshóp- um. Útgáfudagur er 25. mars. Angel Baby Angel Baby er víðfræg áströlsk verðlaunamynd sem fékk í fyrra sjö verðlaun þegar ástralir héldu sína „óskars- veislu". hefur hún hvarvetna fengið mjög góða dóma og þykir taka á raunsæj- an hátt á við- kvæmum mál- um. Angel Baby fjallar um Harry i og Kate. þegar þau hittast upphefst eitt sérstæðasta " ástarævintýri sem sést hefur á fUmu. Harry er gáfaður og fyndinn en þarf á lyfjum að halda tU að þagga niður í röddunum sem eru í höfði hans. Kate á einnig við geð- ræn vandamál að stríða. Þau hittast og verða ástfangin. Um skeið geng- ur aUt vel hjá þeim en vandamálin byrja að hrannast upp þegar í ljós kemur að Kate er með bami. Öflug viðbrögð utanaðkomandi aðUa verða tU þess að brestir koma í sam- bandið. John Lynch og Jacqueline McKenzie hafa fengið mikið hrós r fyrir leik sinn í myndinni. Myndform gefur út Angel baby og er hún bönnuð börnum innan 12 ára. Útgáfudagur er 25. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.