Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1997, Blaðsíða 12
26
FÖSTUDAGUR 21. MARS 1997
myndbönd
' *
Wf
MYNDBAm
MiliVU
A Time to Kill:
Morð réttiætt ★★
A Time to Kill er byggð á fyrstu bók metsöluhöfund-
arins John Grisham en búið er að kvikmynda flestar
hinar. Allar fjalla þær um lögfræðileg efni - annað-
hvort eru lögfræðingar eða réttarhöld í aðalhlutverki og í þessari mynd eru
það bæði. Svertingi myrðir tvo hvíta kynþáttahatara sem nauðgað höfðu og
misþyrmt tíu ára gamaili dóttur hans. Ungur hvítur lögfræðingur tekur að
sér að verja hann og stóra spurningin er hvort morðin hafi verið réttlætan-
leg. Klanið mætir á svæðið og sömuleiðis hópur baráttumanna fyrir rétti
svartra. Allt fer í bál og brand og lögfræðingurinn ungi missir húsið sitt í
íkveikju og bæði hann og aðstoðarmenn hans verða fyrir aðkasti og mis-
þyrmingum af hálfu klanfélaga undir forystu bróður annars nauðgarans.
Niðurstaðan er sú að morð sé réttlætanlegt ef maður hefur nógu góða
ástæðu og fórnarlambið er nógu andskoti mikið skítseiði. Hér er um mikið
drama að ræða og því miður tekst oft illa til og mörg atriði eru ósannfær-
andi, fyrir utan vafasama siðfræðina. Þar að auki er myndin alltof löng en
mikið einvalalið leikara bjargar málunum og gerir A Time to Kiil að miðl-
ungsmynd.
Útgefandi: Warner myndir. Leikstjóri: Joel Schumacher. Aðalhlutverk:
Matthew McConaughey, Samuel L. Jackson, Kevin Spacey og Sandra
Bullock. Bandarísk, 1996. Lengd: 143 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ
Dead Man:
Meistaraverk ★★★★
Jim Jarmusch hefur leikstýrt mörgum góðum mynd-
um en aldrei fyrr hefur hann fengið jafn mikinn
stjörnufans að leika fyrir sig og í nýjustu mynd hans,
Dead Man. í aukahlutverkum eru stór nöfn eins og
Gabriel Byme, John Hurt, Robert Mitchum, Lance Hen-
riksson og Alfred Molina en í aðalhlutverkinu er
Johnny Depp. Allir standa þeir sig vel undir styrkri
stjórn leikstjórans og skapa sérstakar og eftirminnifeg-
ar persónur. Bestur er þó Gary Farmer í hlutverki
indíánans Nobody. Myndin er eins konar vestri en þó
öðruvísi en nokkur vestri sem gerður hefur verið.
Johnny Deep leikur skrifstofublók sem ráfar um óbyggðir vestursins, særð-
ur og hundeltur af byssumönnum, en helsti galli myndarinnar er sá að sag-
an er ákaflega torskilin. Best er að lesa orð leikstjðrans sjálfs á kápunni,
bæði fyrir og eftir áhorf. Mörgum mundi sjálfsagt þykja myndin langdregin
en þótt sagan sé torskilin er hún umhugsunarverð og þolinmæðinnar virði.
Kvikmyndataka er stórfengleg og vel í samræmi við súrrealískt andrúmsloft-
ið í myndinni og þá er unun að tónlistinni eftir Neil Young - ekkert
bassaplokk, trommusláttm- eða hljóðgervlamúsík, aðeins blúsaður gítar sem
rokkar á milli þess að vera melankólískur og ógnandi í samræmi við það
sem er að gerast í myndinni.
Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Jim Jarmusch. Aðalhlutverk: Johnny
Depp og Gary Farmer. Bandarísk, 1996. Lengd: 115 mín. Bönnuð innan 16
ára. -PJ
Eraser:
★* Hátæknihasar
Hér er svakanaglinn í hlutverki sem er svona mitt á
milli tortímandans og leyniþjónustumannsins í True
Lies. Hann leikur John Kruger, sem vinnur við vitna-
vemd, og starfið felst einkum í því að setja á svið
dauða vitnanna svo þau geti verið í friði það sem eftir
er. Hann fær það verkefni að vernda fegurðardísina
Vanessa Williams (og öfugt við flestallar hasarhetjur
nútímans fer hann ekki 1 rúmið með henni, sem vekur
upp ákveðnar spumingar, förum ekki nánar út í það...)
en hún hefur komist á snoðir um fyrirætlanir um sölu
hátæknivopna til hryðjuverkamanna. Skemmst er frá
því að segja að myndin er svo frámunalega heimskuleg að það liggur við
að hún komist upp á pall með Independence Day. Þar á ofan bætist að
fimmaurabrandararnir era ekki eins eyris virði en áhugamenn rnn spreng-
ingar og hasar fá eitthvað fyrir sinn snúð, sérstaklega í lokaatriðinu þar
sem Amaldur Svakanagli fær loksins almennilegar byssur til að leika sér
með. James Caan fær svolítið að leika sér í best skrifuðu rullunni en aðr-
ir leikarar eru eins og við er að búast.
Útgefandi: Warner myndir. Leikstjóri: Charles Russel. Aðalhlutverk:
Arnold Schwarzenegger, Vanessa Williams og James Caan. Bandarísk,
1996. Lengd: 108 mín. Bönnuð innan 16 ára.
-PJ
Frankie Starlight
Æskuminningar dvergs **i
< s fl
tíarlijj
Frankie Starlight er nafn írsks dvergs sem kom
undir á bandarísku herskipi en móðir hans var skilin
eftir á írlandi. Á uppvaxtarárum hans kynnist hann
tveimur elskhugum móður sinnar, írska innfLytjenda-
eftirlitsmanninum Jack Kelly, sem kynnir fyrir hon-
um heim stjömuskoðunar, og bandaríska ferðalangin-
um Terry Klout. Myndin fjallar að miklu leyti um ein-
manaleika sem kristallast bæði í ógæfusamri móður
hans, sem að lokum fremur sjálfsmorð, og Frankie
sjálfum, sem skiljanlega er utanveltu í samfélaginu. í
lokin ná hins vegar tvær einmana sálir saman í ansi fallegum endi. Því
miður er myndin mjög lengi af stað og í raun langdregin mestallan tím-
ann en hún á þó sín augnablik og síðasti hálftíminn eða svo er mjög góð-
ur. Nálgunin við söguefnið er nærgætin og vitræn en stundum ber vand-
virknin hrynjandina ofurliði. Frábærir leikarau: era í myndinni - Anne
Parillaud, Matt DUlon og Gabriel Byme, en bestir era þó dvergamir sem
leika Frankie ungan og gamlan, þeir Alan Pentony og Corban Walker.
Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Michael Lindsay-Hogg. Aðalhlutverk:
Alan Pentony, Corban Walker, Anne Parillaud, Gabriel Byrne og Matt
Dillon. Alþjóðleg, 1996. Lengd: 95 min. Öllum leyfð.
-PJ
SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA . TITILL ÚTGEF. TEG.
1 Ný 1 Nutty Professor ClC-myndbönd Gaman
2 1 2 Eraser Warner myndir Spenna
3 2 4 Last Man Standing Myndfsrm Spenna
4 ,-Úy ;■ 3 3 The Arrival Háskólabís Spenna
5 Ný 1 Celtic Pride ClC-myndbönd Gaman
6 6 r r 7 Mission: Impossible ClC-myndbönd r Spenna
7 4 5 Independence Day Skífan i Spenna
S 7 1 8 Fargo Háskslabís Spenna
9 Ný 1 Heavens Prisoners Sanwnyndbiind 1 Spenna
10 I 5 s ; Eye for an Eye ClC-myndbsnd Spenna
11 9 4 ; Powder Sam-myndbsnd 1 Drama
12 í io : 8 r Truth about Cats and Dogs r Skífan Gaman
13 14 2 ; Mrs. Winterbourne Skrfan j Gaman
l 14 8 2 Killer: A Journal of Murder Sam-myndbönd Spenna
15 12 ; 4 ; Diabolique Warnermyndir , Spenna
16 11 ; 5 ; Mr.Wrong Sam-myndbsnd ; Gaman
17 Ný : 1 ' Stealing Beauty Skrfan ' Drama
i8 ; r 13 ; 4 Space Truckers Bergvík Gaman
19 15 10 Happy Gilmore ClC-myndbiind ' Gaman
20 18 3 Flirting with Disaster , Skrfan Gaman
Gamanleikarinn Eddie Murphy sýnir á sér margar hliðar í The
Nutty Professor sem fer beint í efsta sæti listans og kemur
það fáum á óvart enda var The Nutty Professor ein allra vin-
sælasta kvikmyndin í heiminum á síðasta ári. Á myndinni er
hann í einu af sjö gervum sem hann bregður sér í. í fimmta
sæti er einnig ný mynd á listanum, Celtic Pride, gamanmynd
um tvo forfallna körfuboltaaðdáendur. Tvær aðrar nýjar
myndir eru á listanum; Heaven’s Prisoner er sakamálamynd
með Alec Balwin í aðalhlutverki, mynd sem gerist í og í ná-
grenni New Orleans og í sautjánda sæti er nýjasta kvikmynd
Bernardos Bertoluccis, Stealing Beauty, sem gerist meðal
listamanna á búgarði á Ítalíu. Meðal leikara eru Lyv Tyler og
Jeremy Irons.
The Nutty
Professor
Eddie Murphy og
Jada Pinkett
Hinn góðlegi,
bráðgáfaði og akfeiti
erfðafræðiprófessor
dr. Sherman Klump
verður umsvifalaust
ástfanginn af hinni
fogru Cörlu Purly
þegar hún kemur til
starfa við háskólann.
Hann gerir sér þó
fljótlega grein fyrir
því að hann á litla
möguleika á að
vinna hjarta hennar
nema honum takist
að ná af sér 200 kUó-
um. Hann grípur tU
þess að taka inn nýtt
fitueyðandi lyf og eft-
ir einn sopa breytist
hann í tággrannan
kvennabósa.
Eraser
Arnold Schwarze-
negger og Vanessa
Williams
Leyniþjónustu-
maðurinn John Kru-
ger, sem hefur þann
starfa að halda hlífl-
skUdi yfir mikUvæg-
um vitnum alríkis-
lögreglunnar, hefur
fengið það verkefni
að vernda fegurðar-
dísina Lee sem er
eina vitnið í máli
gegn öflugum glæpa-
mönnum sem eru við
það að ná valdi á
gjöreyðingarvopni.
Kruger er leiddur í
gUdru og látið líta
svo út að hann sé
svikari. Hann þarf
ekki aðeins að
vemda vitnið heldur
að vernda sjálfan sig
fyrir eigin mönnum.
Last Man
Standing
Bruce Willis og
Christopher Walken
Sögusviðið er lítUl
bær, Jericho í Texas.
Þangað kemur dag
einn ókunnugur
maður sem nefnir sig
John Smith. Ekki líð-
ur á löngu uns hann
er búinn að flækja
sig hressUega í deU-
ur tveggja glæpa-
gengja . Smith er
samt ekkert lamb að
leika sér við eins og
andstæðingar hans
komast fljótt að og
hann aflar sér fljótt
virðingar glæpafor-
ingjanna. Hann geng-
ur tU liðs við annan
foringjann en leikur
einnig um stund
tveimur skjöldum.
The Arrival
Charlie Sheen og
Ron Silver
Stj ömufræðingm:-
inn Zana vinnur við
að hlusta eftir hljóð-
merkjum utan úr
geimnum. Kvöld eitt
uppgötvar hann ein-
kennUegt hljóð sem
hann telur strax að
gefi slíka vísbend-
ingu. Þegar Zane fer
að skUgreina hljóðin
betur verður hann æ
sannfærðari um að
hljóðin séu ekki af
þessum heimi. Hann
á hins vegar í mUd-
um vandræðum með
að sannfæra yfir-
mann sinn enda
kemur í ljós að hljóð-
merkin koma frá
jörðu. Zane hyggur
því á eigin rannsókn.
Celtic Pride
Dan Aykroyd og Ron
Silver.
Þeir Jimmy og
Mike era eindregnir
stuðningsmenn
Boston Celtics. Þegar
þeir horfa á sína
menn tapa fyrir Utah
Jazz í sjötta leik úr-
slitakeppninnar í
NBA fara þeir félag-
arnir á algjöran
bömmer. Eftir leik-
inn komast þeir að
því að aðalmaður
Utah hefur lagt leið
sína á krá eina í ná-
grenninu. Þeir félag-
ar dulbúa sig , halda
á krána og fara á
hressUegt fyllirí.
Morguninn eftir upp-
götva þeir að þeir
hafa rænt körfubolta-
hetjunni.