Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Side 3
r
ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1997
19
íþróttir
Alfreð Gíslason og félagar hans í KA fagna innilega glæsilegum sigri KA gegn Haukum í Hafnarfirði sl. laugardag. KA-menn höfðu ástæðu til að fagna. Lengi vel leit út fyrir sigur Hauka en með
góðum lokakafla tókst KA að tryggja sér sigurinn og úrslitaleiki gegn Aftureldingu.
DV-mynd Brynjar Gauti
m
Nýtt nafn fer
á bikarinn
- KA í úrslit gegn Aftureldingu eftir sigur á Haukum
Nýtt nafn verður ritað á Islands-
bikarinn í 1. deild karla í hand-
knattleik nú í aprílmánuði. Þetta
varð ljóst eftir sigur KA á Haukum
í oddaleik félaganna i Hafnafirði á
laugardaginn. Líkt og í flestum
leikjum úrslitakeppninnar var leik-
urinn spennutryflir af bestu gerð
þar sem úrslit réðust ekki fyrr en á
síðustu sekúndum leiksins. Það
verða því KA og Afturelding sem
mætast í úrslitum um íslandsmeist-
aratitilinn, tvö félög sem aldrei
hafa hampað bikamum eftirsótta.
Julian Róbert Duranona var KA-
liðinu ómetanlegur undir lok leiks-
ins og segja má að hann hafi klárað
leikinn fyrir sína menn. Leikurinn
var mjög kaflaskiptur. KA-menn
léku stórvel í fyrri hálfleik. Vömin
var feiknasterk með Alíreð Gíslason
sem lykilmann og sóknarleikurinn
gekk vel þar sem þeir Sergei Ziza
og Duranona fóra á kostum. Hauk-
arnir fundu ekki taktinn. Þeir áttu
í stökustu vandræðum með vöm
sina og sóknarleikurinn var stirður
og ómarkviss.
Haukamir geta engum nema
sjálfum sér um kennt hvemig fór.
Þeir vora með unninn leik í hönd-
unum en köstuðu sigrinum frá sér
með óyfirveguðum leik á lokamin-
útunum. Haukar sýndu mikinn
styrk að komast inn í leikinn að
nýju eftir frekar slakan fyrri hálf-
leik og á 15 minútna kafla í síðari
hálfleik léku þeir meistaralega vel.
Haukamir eiga sjálfsagt eftir að
naga síg í handarbökin fram eftir
vikunni. Þeir vora ótrúlega nálægt
því að fara í úrslitin og hefðu gert
það með skynsömum leik í lokin og
ef lukkan hefði verið á þeirra bandi.
í jöfnu liði léku Gústaf Bjamason
og Rúnar Sigtryggsson best. Engum
dylst að Sigurður Gunnarsson er
búinn að móta sterkt lið sem hefur
alla burði til þess að verða í fremstu
röð á komandi áram.
Það er ekki hægt annað en að
taka ofan fyrir KA-mönnum. Enn
einu sinni leika þeir til úrslita á
stórmóti í handknattleik. Þriðja
árið í röð um íslandsmeistaratitil-
inn og fjögur síðustu árin hefur lið-
ið verið i bikarúrslitum. Þetta er
frábær árangur og undirstrikar
hversu snjall þjálfari Alfreð Gísla-
son er. Það var sannkallaður meist-
arabragur á leik KA-manna í fyrri
hálfleiknum gegn Haukum á laug-
ardaginn en síðan kom slæmur
Jóhann G. Jóhannsson, hornamaöurinn I KA, afmyndaður í framan af
fögnuöi eftir spennandi lokamfnútur gegn Haukunum á laugardag.
DV-mynd Brynjar Gauti
kafli sem að öflu óbreyttu hefði átti
að verða dauðadómur. En norðan-
menn sýndu einstæðan viljastyrk
með því að snúa gjörtöpuðum leik
sér í vil og þessi styrkur mun ef-
laust veröa KA-mönnum gott vega-
nesti í leikjunum gegn Aftureld-
ingu. Duranona og Sergei Ziza áttu
frábæran leik og þeir skoraðu 19 af
27 mörkum KA. Guðmundur A.
Jónsson átti góðan leik í markinu
og markvarsla hans undir lokin vó
ansi þungt. Þá má ekki gleyma
þætti Alfreðs. Hann var hjartað í
sterkri vöm liðsins og hvatti menn
sína með ráðum og dáð, sama á
hveiju gekk.
-GH
Fara alla leiö
„Það hefúr sýnt sig í þessari
úrslitakeppni að 3-4 marka for-
ysta er fljót að fara þar sem
þetta eru það jöfli lið. Auðvitað
var staðan orðin svolítið svört
fyrir okkur en ég trúði samt
alltaf að við gætum náð þessu.
Þegar Duranona stal boltanum
þama undir lokin og skoraði var
ég viss um að við myndum hafa
þetta. Það hefði verið algjör
dauðadómur fyrir okkur að fara
út í framlenginguna tveimur
færri. Ég held að liðið sé að sýna
núna það sem það getur. Ég hef
ekki trú á öðra en leikimirgegn
Aftureldingu verði eitthvað svip-
aðir þessum en úr þessu ætlum
við alla leið,“ sagði Guðmimdur
Amar Jónsson, markvörður KA.
-GH
Ekki í vandræðum
„Þetta var kaflaskiptur leikur.
Við vorum að spila mjög vel í
fyrri hálfleik og Haukamir vora
í basli en svo snerist dæmið við
í þeim síðari. Við vorum að gera
mikið af sóknarfeilum og Hak-
amir komu til baka. Þetta leit
ekkivelút þama undir lokin en
meðan einhver tími er eftir held-
ur maður alltaf í vonina. Ég held
að markvarsla Guðmundar þeg-
ar hann varði skot Gústafs álín-
unni hafi verið vendipunktur-
inn og það er nú það sem nánast
tryggir okkur sigurinn. Mér líst
vel á leikina gegn Aftureldingu
og við verðum ekki í vandræð-
um með að leggja þá að velli. í
gegnum tíðina hefúr okkur geng-
ið vel með þá,“ sagði Erlingur
Kristjánsson, fyrirliði KA. -GH
Held með Sigurjóni
„Ég vil byija á því að óska KA-
mönnum til hamingju með sigur-
inn og óska þeim velfarnaöar í
úrslitunum. Ég held með Sigur-
jóni bróður í þeim leikjum.
Hann er bestur. Við gerðum
ótrúlega feila í lokin og gjörsam-
lega spiluðum leikinn út úr
höndunum á okkur. Við vorum
með unninn leik. Dómaramir
geröu mistök en stóðu sig samt
ágætlega í heildina. Satt aö
segja hélt ég að sigurinn væri
höfii og áleit að við værumíúr-
slitaleiknum því að við mér
finnst viö einfaldlega vera með
betra lið en KA. Ég er hræddur
um að KA klári þetta fyrst liðið
vann okkur,“ sagði Gústaf
Bjamason, fyrirliði Hauka.
-GH
KA (9) 23 30
Haukar (10)2327
0-1, 2-2, 5-4, 7-8, 7-10 (9-10), 12-12,
14-12, 17-16, 20-20, 23-22 (23-23),
25-25, 26-26, 28-27, 30-27.
Mörk KA: Róbert Julian Dura-
nona 10, Sergei Ziza 8/4, Leó öm Þor-
leifsson 4, Sævar Ámason 3, Jóhann
Jóhannsson 3, Björgvin Björgvinsson
2.
Varin skot: Guömundur Amar
Jónsson 22/2.
Mörk Hauka: Aron Kristjánsson
6, Gústaf Bjamason 5/1, Halldór Ing-
ólfsson 5/2, Rúnar Sigtryggsson 4,
Þorkell Magnússon 3, Jón Freyr Eg-
ilsson 2, Sigurður Þórðarson 1, Óskar
Sigurðsson 1.
Varin skot: Bjami Frostason 19/1.
Dómarar: Gunnar Viðarsson og
Sigurgeir Sveinsson, mjög góðir.
Ahorfendur: Troðfvúlt hús.
Maður leiksins: Guömundur
Arnar Jónsson, markvörður KA.
Haukar (11) 26
KA (15) 27
0-2, 3-3, 4-7, 7-11, 9-13 (11-15), 12-15,
14-18, 17-18, 20-20, 23-20, 26-23, 26-27.
Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson
6/3, Gústaf Bjarnason 5, Rúnar Sig-
tryggsson 5, Jón Freyr Egilsson 3,
Aron Kristjánsson 2, Sigurður Þórð-
arson 2, Óskar Sigurðsson 1, Þorkell
Magnússon 1, Petr Baumruk 1.
Varin skot: Magnús Sigmundsson
5, Bjami Frostason 10.
Mörk KA: Róbert Julian Dura-
nona 10/2, Sergei Ziza 9/3, Jóhann Jó-
hannsson 3, Björgvin Björgvinsson 2,
Leó Öm Þorleifsson 2, Sævar Áma-
son 1.
Varin skot: Guðmundur A. Jóns-
son 14, Hermann Karlsson 2.
Dómarar: Rögnvald Erlingsson og
Guðjón L. Sigurðsson, góðir.
Áhorfendur: Um 1100.
Maöur leiksins: Róbert Julian
Duranona, KA.