Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Qupperneq 5
Stúlkurnar í
Grindavík fóru
alla leið og
unnu titilinn
- í körfuknattleik kvenna eftir úrslitaleiki viö KR
~. ........~... ;..... t ; • ' ; ...~r .... —
20 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1997 : ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1997 21
Daníel vann fjórfalt
- og Dagný Linda Kristjánsdóttir vann svig kvenna
DVi Ólafsfirði og Dalvlk:
DV-myndir HJ
Daníel Jakobsson, Ólafsfirði, vann fem gullverðlaun á
landsmótinu, 15 km göngu, boðgöngu, 30 km og göngutví-
keppni. Þetta var í 5. skiptið í röð sem Daníel virrnur 30 km
gönguna og er hann fyrsti íslendingurinn sem nær því tak-
marki.
„Þetta var eiginlega auðveldara en ég bjóst við,“ sagði
Daníel en telur að mesta ögrunin hafa verið í 3x10 km boð-
göngu. „Þegar ég sá hvernig tveir fyrstu hringirnir þróuð-
ust bjóst ég við að vinna forskotið upp eftir 7-8 km. Akur-
eyringar höfðu þá 2,5 min. forskot en þegar ég fór af stað
fann ég strax hvað ég var sprækur og gaf allt í þetta. Ég held
satt að segja að þetta sé einhver albesta ganga mín á öllum
ferlinum," sagði Daníel Jakobsson við DV.
Keppnin í boðgöngu karla var ótrúlega skemmtileg. Fjöl-
margir bæjarbúar voru mættir til að fygjast með á fóstudag-
inn langa í fögru veðri. Einar Ólafsson náði 3,5 mínútna for-
skoti fyrir Akyreyringa eftir fyrsta sprett. Ámi G. Gunnars-
son gekk fyrsta sprett fvrir Ólafsfiröinga, en hann var veik-
ur. Ólafur BfÖmsspnrtók 'við af Áma og vann upp rúma eina
mínútu á 10 km. Uá:for Daníe! Jakobsson af stað og þurfti
að vinna upp 2.5 minúiur á 10 km. Áhorfendur gældu við
þann möguleika aó honum tækist það ef til vill á síðustu
metrunum. Daníel vann þetta forskot upp á 5 km og fór fram
úr þriðja manni Akureyringa við markið.
Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri tók sigrinum
á laugardag með jafnaðargeði en sagði aðspurð að hún hefði
alls ekki átti von á sigri.
„Satt að segja gerði ég mér engar stórar vonir um að kom-
ast á verðlaunapall yfirleitt. Auðvitað vonaðist ég til að ná
góðum árangri en mér fannst ég ekki eiga eins inikla mögu-
leika og þær bestu. Kannski var ég heppin því margar féllu
úr keppni. En mér gekk bara vel og hinum ekki eins vel.
Færið var mjög erfitt en þetta var ánægjulegt," sagði Dagný
Linda við DV sem er aðeins 16 ára gömul. Hún hélt síðan
áfram á sigurbraut og sýndi að sigurinn í svigi á laugardeg-
inum var engin tilviljun. -HJ
íþróttir
Grindvíkingar urðu í fyrsta
sinn í sögunni íslandsmeistarar
kvenna í körfuknattleik þegar
þeir lögðu KR-inga að velli í úr-
slitaviðureign í íþróttahúsi Haga-
skólans á miðvikudag fyrir skír-
dag. Þetta var þriðja viðureign lið-
anna sem lauk með sigri Grind-
víkinga, 55-62.
Leikurinn var æsispennandi og
í venjulegum leiktíma virtist allt
ætla að stefna í sigur KR-stúlkna
en stúlkumar úr Grindavík vom
ekki búnar að segja sitt síðasta
orð. KR hafði átta stiga forystu
þegar skammt var til leiksloka en
Grindavlk tókst að jafna metin,
49-49, áður en yfir lauk og fram-
lenging var því óumflýjanleg. í
henni sýndu stúlkumar úr
Grindavík óhemjustyrk og unnu
öruggan sigur. Góð stígandi hefur
verið hjá Grindavík á síðustu vik-
um.
Þegar deildarkeppninni lauk
var Grindavík í fjórða sæti.
Fyrsta hindmn liðsins í undanúr-
slitum var Keflavík en henni var
ýtt úr vegi á sannfærandi hátt.
Síðan vann Grindavík fyrstu þrjá
leikina við KR í úrslitunum sem
nægðu til sigurs á mótinu. Liðið
fór sem sagt í gegnum úrslita-
keppnina taplaust, vann alls fimm
leiki.
Stúlkmmar úr Grindavík eru
vel að þessum sigri komnar og er
árangur þeirra í vetur svo sannar-
lega glæsilegur. Liðið er blanda af
eldri og yngri stúlkum með minni
reynslu. Þess má geta að húsfyllir
var í Hagaskóla og kom mikill
fjöldi frá Grindavík til að styðja
sitt lið. Sá stuðningur hafði mikið
að segja þegar upp var staðið.
„Átti ekki von á því að
vinna titilinn"
„Ég verð að viðurkenna það að
við stelpumar áttum ekki von á
því að vinna titilinn þegar mótið
hófst og raunar ekki heldur lengi
vel vetrar. Við duttum niður und-
ir lok deildarkeppninnar en sett-
umst þá niður og endurskoðuðum
okkar stöðu. í kjölfarið batnaði
liðsandinn og baráttan blossaði
upp. Niðurstaðan varð íslands-
meistararatitllinn. Á síðustu
árum hefur átt sér stað góð upp-
bygging á yngri flokkum kvenna
hér í Grindavík með þeim árangri
sem við sjáum í dag. Áhorfendur
hafa enn fremur stutt frábærlega
við bakið á okkur í allan vetur og
það hefur haft mikla þýðingu fyr-
ir okkur. Það var meiri háttar að
vinna sigur á íslandsmótinu og
við erum enn þá að fagna sigri. Ég
sé kannski fyrir einhverja breyt-
ingu á liðinu fyrir næsta tímabil
og við erum alveg staðráðnar í því
að halda íslandsbikarnum hér í
Grindavík á næstum árum,“ sagði
hin 16 ára gamla og efnilega Stef-
anía Ásmundsdóttir úr liði
Grindvíkinga í samtali við DV.
-JKS
Stúlkurnar úr Grindavík komu gífurlega á óvart í úrslitakeppni kvenna í körfuknattleik. Þær byrjuöu á því aö
henda íslandsmeisturum Keflavíkur út úr keppninni og um páskana tryggöu þær sér íslandsmeistaratitilinn
meö þriöja sigrinum í röö gegn KR-stúlkum. DV-mynd BG
Iþróttir
r. ■
Daníel Jakobsson, fjórfaldur íslandsmeistari.
Lína Gunnarsdóttir meö bronsið.
Hjúkrunarforstjórinn
var elsti keppandinn
- harður trimmari og körfuboltahetja á árum áður
DV, Ólafsfirði:
Lína Gunnarsdóttir
var elsti keppandinn í
kvennaflokki á skíða-
landsmótinu að þessu
sinni, 49 ára.
Lína segist hafa tekið
þátt í mótinu vegna þess
að stutt hafi verið að
fara en hún starfar sem
hjúkrunarforstjóri á Dal-
vík þar sem hún hefur
verið búsett síðustu 20
árin.
„Það var reglulega
gaman að taka þátt í
þessu móti sem var mjög
skemmtilegt," sagði Lína
í samtali við DV eftir að
hún hafði tekið við verð-
launum sínum en hún
varð þriðja í 5 km göngu
kvenna. Lína var að von-
um ánægð með brons-
verðlaun sín enda ekki á
hverjum degi sem kepp-
andi á hennar aldri vinn-
ur til verðlauna á skíða-
landsmóti.
Lína er Reykvíkingur
í húð og hár, öflugur
trimmari og margfaldur
íslandsmeistari í körfu-
bolta á árum áður.
-HJ
Mjög sáttir
- sagði Þorsteinn Skaftason í framkvæmdastjórn skíðalandsmótsins
DV, Dalvík:
Eg get sagt að við erum mjög
sáttir við útkomuna. Mótshaldið
gekk nánast eftir áætlun og við
vorum yfirleitt heppin með veður
og færi,“ sagði Þorsteinn Skafta-
son í mótsstjórn skíðalandsmóts-
ins í samtali við DV að mótinu
loknu.
„Það voru þóokkuð erfiðar að-
stæður í svigkeppninni í Ólafs-
firði, rigning, en ekkert við því að
gera. Það ræður víst enginn við
veðurguðina. Keppendur voru yfir-
leitt mjög ánægðir og viö sluppum
alveg við slys og meiðsl," sagði
Þorsteinn enn fremur.
Aðspurður hvort eitthvað sér-
stakt stæði upp úr sagði hann: „Að
öðru ólöstuðu má nefna risasvigið.
Þetta er í fyrsta skipti sem keppt
er í þessari grein á landsmóti hér
og eina alþjóðlega viðurkennda
brautin fyrir risasvig á landinu er
á Dalvík."
Taka má undir orð Þorsteins.
Landsmótið tókst vonum framar
að þessu sinni og þeim til mikils
sóma sem að undirbúningi þess
komu.
íslenskir keppendur á mótinu
voru að þessu sinni 100 en 12 er-
lendir gestir kepptu. Keppendur
komu víðast hvar af landinu og
þess má geta að Strandamenn tóku
nú þátt í keppninni í fyrsta skipti.
Keppni var spennandi í mörgum
greinum og mikill fjöldi fólks
fylgdist með skemmtilegri keppni í
góðu veðri.
Árangur var góður í mörgum
greinum og margir keppendur
unnu sigra í fleiri en einni grein.
Þar má nefna Daníel Jakobsson frá
Ólafsfirði en hann varð fjórfaldur
Islandsmeistari og sannaði yfir-
burði sina í göngubrautinni. -HJÁ
Jón Garöar Steingrímsson, þrefaldur
meistari í göngu karla 17-19 ára.
Jón Garðar er
e inn sá besti
DV, Ólafsfirði:
„Ég varð reyndar íslandsmeistari í styttri
göngunni í fyrra en ég hef aldrei áður unnið
báðar greinarnar. Ég er enn að bæta mig og
á mikið inni. Ég er rosalega ánægður með
árangur minn á þessu móti,“ sagði Jón
Garðar Steingrímsson, Siglufirði, en hann
vann í öllum sínum göngugreinum með
miklum yfirburðum og varð þrefaldur
íslandsmeistari.
Jón Garðar er geysilegt efni og hefur þegar
sannað að hann er kominn í fremstu röð hér
á landi. -HJ
„Svo kemur maður heim
að æfa og vinnur titil“
- Haukur vann svigið og Kristinn stórsvigið
Kristinn Björnsson, Ólafsfirði, náöi góðum
árangri á skíöalandsmótinu. Hann vann
tvenn gullverölaun og ein silfurverölaun.
DV-mynd HJ
DV, Ólafsfirði og Dalvík:
„Ég er alveg rosalega
ánægður með þennan
sigur. Þetta er hins veg-
ar svolítið skrýtið og ég
er alveg í sjöunda
himni,“ sagði Haukur
Arnórsson, Ármanni, í
samtali við DV skömmu
eftir að hann hafði
tryggt sér íslandsmeist-
aratitilinn í svigi karla á
skíðalandsmótinu.
Haukur hefur oft áður
gert atlögu að meist-
aratitlinum en ekki tek-
ist að innbyrða hann
fyrr en nú.
„Óneitanlega
skrýtið"
„Þetta er óneitanlega
skrýtið. Ég er búinn að
æfa í útlöndum í mörg
ár og ekkert gekk. Svo
fer maður heim til
Islands að æfa og þá
vinnur maður íslands-
meistaratitil. Þetta er
toppurinn," sagði Hauk-
ur Arnórsson.
Kristinn Björnsson,
Ólafsfirði, varð íslands-
meistari i stórsvigi og
risasvigi. Hann hreppti
silfrið í sviginu en vann
síðan alpatvíkeppnina.
„Nokkuð sáttur"
„Ég fer nokkuð sáttur
heim á Hlíðarveginn,"
sagði Kristinn í samtali
við DV eftir mótið.
„Þetta var hins vegar
ekki nægilega gott hjá
mér í sviginu. Ég er auð-
vitað sáttur við annað
sætið þegar mið er tekið
af því hvemig mér gekk
í fyrri ferðinni. Færið
var mjög erfitt og það
bauð hættunni heim og
það þurfti lítið út af að
bera til að menn gerðu
mistök. Og margir gerðu
mistök," sagði Kristinn
Björnsson.
Hann getur vel við
sinn hluta unað, þrenn
gullverðlaun og ein silf-
urverðlaun á skíðalands-
móti er góður árangur.
-HJ/-HJÁ
Haukur Arnórsson, Armanni, sló í gegn í
svigi karia og kom f mark sem
íslandsmeistari í fyrsta skipti.
DV-myndir HJ
Skíðalandsmót:
Stuttar
fréttir
DV, Ólafsfirði og Dalvík:
Skidalandsmótiö var haldið á
Dalvík og Ólafsfirði í annað
sinn. Síðast var það á þessum
stööum árið 1992, snjólausa vet-
urinn mikla.
Björn Þór Ólafsson frá Ólafs-
firði var að keppa í 36. sinn á
skíðalandsmóti. Hann fékk
brons í göngu 35 ára og eldri.
Björn Þór er 55 ára.
Elsta konan sem keppti á
mótinu var Lína Gunnarsdóttir
frá Dalvík. Hún er 49 ára og
keppti í 5 km göngu.
Frœnkurnar Brynja Þor-
steinsdóttir og Dagný Linda
Kristjánsdóttir frá Akureyri
gerðu það gott á mótinu. Þær
frænkur eru dætur Þorsteins og
Kristjáns Samherjafélaga á Ak-
ureyri.
Tveir keppendur mættu til
mótsins frá Seyðisfirði og voru
án þjálfara og fararstjóra. Kol-
brún Rúnarsdóttir vann til verð-
launa.
Alls kepptu 112 skíðamenn á
þessu móti, þar af 12 erlendir
keppendur. Sterkustu erlendu
keppendumir komu frá Austur-
ríki og Finnlandi.
Haukar Arnórsson, Ár-
manni, vann fyrsta íslandsmeist-
aratitil sinn á þessu móti. Hann
hefur æft erlendis undanfarin
ár.
Svigkeppnin var æsispenn-
andi. Arnór Gunnarsson, ísa-
firði, var með besta tímann eftir
fyrri ferð en Kristni Bjömssyni
hafði hlekkst á. í síðari umferð-
inni náði Haukur mjög góðum
tíma og skaust í efsta sætið.
Ólafsfirðingar einokuðu
göngu kvenna nær algjörlega. í
7,5 km göngunni kepptu fimm
stúlkur, aUar frá Ólafsfirði.
Talsverður erill var hjá lög-
reglu á Dalvík og Ólafsfirði, þó
sérstaklega á Dalvík, á skírdag.
Margir lögðu leið sína á skíða-
svæðið í frábæm veðri og náði
bUaröðin næstum niður í bæinn.
Jón Garóar Steingrímsson
frá Siglufirði vann mikið afrek á
mótinu. Hann varð tvöfaldur
meistari í göngu, vann síðan
alpatvíkeppnina og var útnefnd-
ur bikarmeistari SKÍ í flokki
17-19 ára pilta.
Yfirburöir Daníels Jakobs-
sonar, Ólafsfirði, í göngu karla
vom fáheyrðir. Enginn komst
svo mikið sem nálægt honum.
Hann vann aUar sínar greinar
með yfirburðum.
Engin boðganga var hjá
kvenþjóðinni á þessu landsmóti.
Aðeins ein sveit tilkynnti þátt-
töku, sveit Ólafsfirðinga.
Ekki var heldur keppt í
skíðastökki, annað landsmótið í
röð. Skíðastökk virðist vera
deyjandi íþróttagrein, í það
minnsta sem keppnisgrein á
landsmótinu. Nokkrir keppend-
ur ætluðu þó að vera með en
þeir komu aUir frá Ólafsfirði og
því var keppnin felld niður.
Heimur versnandi fer.
Benedikt Geirsson, formaður
Skíðasambands íslands, hélt
ræðu við mótsslit og þakkaði
skipuleggjendum fyrir frábært
landsmót.
Strandamenn tóku þátt í
landsmótinu í fyrsta skipti í
sögu þess. Þeir kepptu í boð-
göngu karla og stóðu sig með
sóma.
Laila Nilson, sænsk stúlká
sem þjálfað hefur á Ólafsfirði í
vetur, vann aUar göngugreinar
kvenna á mótinu en hún keppti
sem gestur.
Unnusti Lailu, sem er ein-
eygður og heitir Mattias Berg-
lund, keppti sem gestur í svigi og
stórsvigi og stóð sig mjög vel í
báðum greinum. -HJ/-HJÁ
Úrslitiná Skíða-
móti íslands
um páskana
15 km ganga karla
1. Daníel Jakobsson, Ólafsf. . . . 40:06
2. Ólafur Bjömsson, Ólafsf. . . . 43:28
3. Einar Ólafsson, Ak.........44:04
30 km ganga korla,
20 ára og eldri
1. Daníel Jakobsson, Ólafsf. . . 1:24,48
2. Rögnvaldur Ingþórss., Fljót. 1:30,17
3. Einar Ólafsson, Ak.....1:30,24
10 km ganga pilta,
17-19 ára
1. Jón G. Steingrímsson, Sigluf. 29:20
2. Gísli Haröarson, Ak......31:18
3. Ingólfur Magnússon, Sigluf. . 31:24
15 km ganga pilta,
17-19 ára
1. Jón G. Steingrímsson, Sigluf. 47,19
2. Þóroddur Ingvarsson, Ak . .. 47,57
3. Ingólfur Magnússon, Sigluf. . 48,09
15 km ganga karla,
35 ára og eldri
1. Magnús Eiríksson, Sigluf. . . 49,24
2. Kristján Guðmundss., ísaf. . . 53,03
3. Siguröur Gunnarsson, ísaf. . 54,20
5 km ganga kvenna, 16
ára og eldri
1. Lísebet Hauksdóttir, Ólafsf. . 18:30
2. Hanna D. Maronsdóttir, Ól. . 23:25
3. Lina Gunnarsdóttir, Dalvík . 27:53
7,5 km ganga kvenna,
eldri en 16 ára
1. Lísebet Hauksdóttir, Ólafsf. . 29,49
2. Hanna D. Maronsdóttir, Ói. . 30,50
3. Hólmfríöur Svavarsd. Ól. .. . 30,59
3x10 km boóganga karla,
17 ára og eldri
1. Ólafsfjörður...........1:29,59
(Ámi Gunnarsson, Ólafur Bjömsson,
Daníel Jakobsson)
2. Akureyri, A-sveit .....1:31.31
3. Akureyri, B-sveit .....1:33,01
Svig karla
1. Haukur Amórsson, Árm. . . 1:28,44
2. Kristinn Bjömsson, Ólafsf. 1:29,00
3. Amór Gunnarsson, ísaf. .. 1:29,46
Svig kvenna
1. Dagný Kristjánsdóttir, Ak. . 1:30,43
2. Kolbrún Rúnarsdóttir, Sey. 1:30,97
3. Helga Halldórsdóttir, Árm. 1:31,71
Stórsvig karla
1. Kristinn Bjömsson, Ólafsf. 2:06,06
2. Arnór Gunnarsson, ísaf. .. 2:07,36
3. Björgvin Björgvinsson, Dal. 2:07,54
Stórsvig kvenna
1. Brynja Þorsteinsdóttir, Ak. 2:06,06
2. Theodóra Matthiesen, KR. . 2:06,14
3. Dagný Kristjánsdóttir, Ak. . 2:08,07
Risasvig kvenna
1. Brynja Þorsteinsdóttir, AK. 1:19,58
2. Theodóra Matthiesen, KR. . 1:25,30
3. Dagný Kristjánsdóttir, Ak. . 1:27,62
Risasvig karla
1. Kristinn Bjömsson, Ólafsf. 1:17,50
2. Jóhann H. Hafstein, Árm. . 1:17,76
3. Haukur Amórsson, Árm. .. 1:19,33
Alpatvikeppni karla
1. Kristinn Bjömsson .... Ólafsfirði
2. Haukur Amórsson . . . Reykjavík
3. Amór Gunnarsson .......ísafirði
Alpatvikeppni kvenna
1. Dagný L. Kristjánsdóttir. Akureyri
2. Helga Halldórsdóttir . . Reykjavik
3. Stefanía Steinsdóttir .. . Akureyri
Göngutvíkeppni kvenna
1. Lísebet Hauksdóttir .. . Ólafsfirði
2. Hanna Dögg Maronsdóttir . Ólafsf.
Göngutvíkeppnl karla,
17-19 ára
1. Jón G. Steingrímsson . . Siglufirði
2. Ingólfur Magnússon . . . Siglufirði
3. Þóroddur Ingvarsson . . . Akureyri
Göngutvíkeppni karla, 20
ára og eldri
1. Daníel Jakobsson....Ólafsflrði
2. Einar Ólafsson .......Akureyri
3. Ólafur Björnsson ....Ólafsfirði
t