Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Page 11
MÁNUDAGUR 7. APRÍL 1997 dv Fréttir Gistiaðstaða hjá ÍA á Jaðarsbökkum: Kærð til Sam- keppnisstofnunar - brýtur gegn samkeppnislögum að mati hóteleiganda DV, Akranesi: Eigandi Hótel Barbró á Akranesi hefur farið fram á það við Sam- keppnisstofnun að skoðað verði hvort gistiaðstaða hjá ÍA í íþrótta- miðstöðinni á Jaðarsbökkum brjóti í bága við samkeppnislög. í gildi er samningur á milli íþróttahreyfingarinnar á Akranesi og Akraneskaupstaðar er varðar rekstur íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbökkum. Hluti rekstrar mið- stöðvarinnar er rekstur á hótelher- bergjum og veitingastaðar. Sam- kvæmt 4. grein samningsins sem er dagsettur 1. desember 1995 greiðir Akraneskaupstaður allan kostnað við gistinguna en íþróttabandalagið fær allar tekjur af veittri þjónustu. í samtali við DV segir Hilmar Bjömsson, eigandi Hótel Barbró, að í drögum að nýju samkomulagi sem dagsett er 1. maí 1996 á milli sömu aðila sé hnykkt frekar á þessu fyrir- komulagi, en samkvæmt 4. grein þess greiði Akraneskaupstaður og fólkið í bænum einnig fastan kostn- að á gistirýminu svo sem rafmagn, hita, ræstingu, fasteignaskatta, lög- boðnar fateignatryggingar og við- hald.Hilmar segist myndu varla gera athugasemdir við þennan samning ef aðeins væri um það að ræða að íþróttafólk gisti á Jaðars- bökkum, en svo væri alls ekki. Síð- astliðið haust hafl verið haldið á Akranesi kennaraþing og gistu kennarar í íþróttamiðstöðinni fyrir 1000 krómu' á manninn sem er langt undir almennu markaðsverði á gist- ingu. „Ég fór að kanna málið og komst að þvi að á þessum tíma hafði Akra- neskaupstaður greitt til íþróttamið- stöðvarinnar 16 milljónir sem er ekki sundurliðað og ég hef staðfest- ar heimildir fyrir því að bærinn hafi greitt til íþróttamiðstöðvarinn- ar um 20 milljónir á síðasta ári ósundurliðað. Ég væri tilbúinn að selja þessa gistingu á 1000 krónur ef bærinn og fólkið sem greiðir skatt- ana í bænum styrkir mig eins og í þróttabandalagið. “ DVÓ Gunnar Rósarsson var einn fjórmenninganna sem hófu veiði í Varmá á fyrsta veiöidegi ársins, 1. apríl sl. Þokkaleg veiöi var í ánni. DV-mynd Kristján Sjóbirtingsveiðin hafin: Varmá gaf vel DV, Selfossi: Þann fyrsta apríl mátti hefja veiði í öllum ám landsins sem göngufiskur kemur í, sem og sjóbirt- ingur. í Varmá austur í Ölfusi, skammt frá Hveragerði, hafa sömu veiði- mennirnir haflð þessa veiði á fyrsta degi ár hvert og sumir þeirra und- anfarin 40 ár, en Rósar Eggertsson er einn þeirra. „Það var mjög gam- an í dag, veðrið var þokkalegt fram- an af en lagaðist til muna þegar líða tók á daginn. Við vorum fjórir sam- an og kræktum í um það bil 50 fiska en helmingur þeirra fékk frelsið á ný. Þetta voru fiskar af öllum teg- undum, urriðar, regnbogasilungur, sjóbirtingur og bleikja. Poul í Veiði- manninum krækti í 4,5 punda bleikju en annars voru þetta allt upp í fimm punda fiskar, allir veidd- ir á gervibeitu, flugu og spún,“ sagði Rósar, veiðimaður i Varmá í Ölfusi, í samtali við DV sem var á staðnum á opnunardaginn. -KE Sameining sveitarfélaga við Eyjafjörð: Starfshópar Ijúka störfum DV-Dahrik Vinna við sameiningarmál sveitar- félaganna fjögurra við utanverðan Eyjafjörð, Svarfaðardals, Árskógs- strandar, Hríseyjar og Dalvíkur geng- ur samkvæmt áætlun. Fyrr í vetur voru skipaðir fjórir starfshópar til að fara ofan í saumana á einstökum málaflokkum, en þeir eru yfirstjóm og samgöngur, félagsmál, fræðslumál, skipulags- og byggingarmál og veitur. í hópunum sátu einn fúlltrúi frá hveiju sveitarfélagi auk fulltrúa úr samstarfsnefiidinni. Hópamir hafa nú skilað niðurstöð- um sínum og er verkefhisstjóri sam- einingarmálanna, Þröstur Sigurðsson hjá Rekstri og ráðgjöf, að yfirfara og samræma niöurstöður, en að því loknu verða þær til umfjöllunar hjá stjómum sveitarfélaganna. Stefht er að því að byrja að kynna almenningi niðurstöðumar síðar í mánuðinum. Forsvarsmenn sameiningarinnar hafa lítið viljað tjá sig opinberlega og hafa bent á að áðumefndri grunn- vinnu verði að vera lokið áður en slíkt sé hægt. Hins vegar verði farið að kynna öll helstu atriði sameining- armálanna af krafti siðar í mánuðin- um. í byrjun var gert ráð fyrir því að sveitarfélögin sameinuðust í byrjun maímánaðar, en samkvæmt heimild- mn DV verður einhver seinkun á því vegna þess að menn vilja vera áður búnir að kynna öll atriði málsins sem best. hiá w Ditjital útvarp með RDS og 30 rainnum w 450w (2 x lOOw RMS) magnari w Surround hljóbkerfi w Þriggja diska geislaspilari með 30 minnum w Handahófsspilun ó geislaspilara fyrir 3 diska w Tónjafhari með popp, rokk, jass, bgm, klassík og flat w Tímastilling og vekjari ▼ Tvofalt DOLBY segulband meb síspilun w Innstunga fyrir heyrnartól oghljóðnema w Fullkomin fjarstýring 200w RRVIS EEEZHS ÁÐUR KR. 59.900 Þrír aukahátalarar fylgja 108w RIVIS a<to/OD<»Mi rsjtu »1» „„ . AÐUR KR. 64.900 w Digital utvarp með RDS og 30 mmnum w 130w+65w+65w (2x27+27+27w RMS) HEIMABÍÓ magnari w Tónjafnari meb popp, rokk, jass, bgm, klassík og flat yr Fullkomib Dolby ProLogic HEIMABÍÓ hljóðkerfi w Þriggja diska geislaspilari með 30 minnum •w Handahófsspilun d geislaspilara fyrir 3 diska w Tvöfalt DOLBY segulband meb síspilun •w Innstunga fyrir heyrnartól og hljóðnema •w Tímastilling og vekjari •w Fullkomin fjarstýring VERÐLAUNUÐ AF ism WHAT VIDEO &TV Þrír aukahátalarar fylgja 300w RKVIS Digital útvarp með RDS og 30 minnum AÐ U R 270w+83w+83w (2xl20+30+30w RMS) HEIMABÍÓ magnari Fullkomið Dolby ProLogic HEIMABÍO hljóðkerfi Þriggja diska geislaspilari með 30 minnum Handahófsspilun ó geislaspilara fyrir 3 diska Tónjafnari með popp, rokk, jass, bgm, klassík og flat Tvöfalt DOLBY segulband meb síspilun Innstunga fýrir heyrnartól og hljóðnema Tímastilling og vekjari Fullkomin fjarstýring Heyrnartol að verðmœti kr. 3.990 fylgja sem kaupbœtir í þessum tilboðum! Sjónuarpsmiðstöðin ? V 'f; T V 'EÉís r$ ' ' Umboðsmenn um land allt VESTURLAND: Hljómsýn, Akranesi. Kaupíélag Borgfirðinga, Borgamesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. VESTFIRÐIR: Rafbúð Jónasar Þórs, Patreksfirði. Pólliim, ísafirði. NORÐURLAND. KF Steingrímsfjarðar, Hólmavik. KF V-Húnvetninga, Hvammstanga. KF Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. KEA, Dalvík. Bókval, Akureyri. Hljómver, Akureyri. öryggi, Húsavík. Urð, Raufartiöfn. AUSTURLAND: KF Héraðsbúa, Egilsstöðum. KF Vopnfirðinga, Vopnafirði. KF Héraðsbúa, Seyðisfirði. KF Fáskrúðsfjarðar, Fáskrúðsfirði. KASK, Djúpavogi. KASK, Höfn Homafirði. SUÐURLAND: Rafm. KR, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. örverk, Selfossi. Radíórás, Selfossi. KF Ámesinga, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Rafborg, Grindavík. Raflagnavinnust. Sig. Ingvarssonar, Garði. Rafmætti, Hafnarfirði. HUGVERKASMIÐjA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.