Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Side 13
MÁNUDAGUR 7. APRÍL 1997 13 Fréttir ^ Arnarborg EA á rækjuveiðum við Svalbarða: Eg er ekki að veiða neitt sem Jóhann á ATAK BÍLALEIGA 554 6040 - segir Snorri Snorrason útgerðarmaður DV, Akureyri: „Ég hef lítinn áhuga á að deila við menn í fjölmiðlum en ég kann því illa að sitja undir því að ég sé að veiða eitthvað sem aðrir eiga. Mitt skip er ekki að veiða neitt sem Jó- hann H. Jónsson á Þórshöfn á, það eru hreinar línur,“ segir Snorri Snorrason, útgerðarmaður á Dalvík. Arnarborg, skip Snorra, hóf á dögunum rækjuveiðar á Svalbarða- svæðinu en norsk yfirvöld hafa gef- ið út að einu íslensku skipi sé heim- ilt að stunda þar veiðar. Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri Hrað- frystistöðvar Þórshafnar, hefur sagt að þetta veiðileyfi sé gefið út vegna þess að Stakfell, sem hans fyrirtæki gerir út, hafi reynt þarna rækju- veiðar og aflað þannig veiðireynslu. Það sé því ljóst að Stakfellið eigi þetta veiðileyfi sem Norðmenn veita íslensku skipi á Svalbarðasvæðinu. DV hefur undir höndum reglu- gerð norska sjávarútvegsráðuneyt- isins um veiðar við Svalbarða og þar segir alveg skýrt að einu ís- lensku skipi sé heimilt að stunda veiðar þar og er ekki kveðið á um hvaða skip hafi þann rétt en ekki er deilt um að þetta eina veiðileyfi er gefið út vegna veiða Stakfells á svæðinu. íslensk stjómvöld hafa hins vegar ekki viðurkennt norsku reglugerð- ina um veiðar við Svalbarða. Snorri Snorrason segir að Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra hafi lýst því yfir að öll íslensk skip hafi rétt til veiða við Svalbarða og Snorri segist enga ástæðu til að ætla að það sé ekki rétt. Arnarborg tilkynnti sig til norskra yfirvalda áður en skipið fór inn á Svalbarðasvæðið og sendi Norðmönnum umbeðnar upplýsing- ar sem voru m.a. um nafn skipsins og eiganda, stærð skipsins og kall- merki, en ítrekuðu um leið að að- eins eitt íslenskt skip mætti veiða á svæðinu. -gk Nýr ferðamalafulltrui Skagfirðinga DV, Fljótum: Héraðsnefnd Skagfirðinga sam- þykkti fyrir skömmu að ráða Deboruh Robinson í starf ferða- málafulltrúa. Áður höfðu héraðsráð og ferðamálanefnd fjallað um ráðn- inguna og mælt með Deboruh. Hún var valin úr hópi fjögurra umsækj- enda sem um starfið sóttu. Undanfarin ár hefur verið starfs- maður hjá héraðsnefnd sem nær al- farið hefur sinnt ferðamálum. Síð- ast var Jakob Þorsteinsson í þessu starfi en hann flutti úr héraðinu sl. vor og má segja að vinna varðandi ferðamál hafi þá lent hjá fram- kvæmdastjóra héraðsnefndarinnar. Það var svo á fundi héraðsnefndar skömmu fyrir jól að tekin var end- anleg ákvörðun um að nýr ferða- málafulltrúi yrði ráðinn og nú í hálft starf. Deborah er fædd og uppalin í Suð- ur-Afríku en fluttist til íslands fyrir 10 árum. Hún fluttist til Sauðár- króks árið 1991 og hefur undanfarin þrjú ár rekið fýrirtæki á sviði al- mannatengsla. Það hefur m.a. falist í gerð fréttabréfa og fréttatilkynn- inga, bréfaskriftum og þýðingum, svo að eitthvað sé nefnt. Deborah sagði í samtali við fréttamann að ýmis verkefni biðu á borði nýs ferðamálafulltrúa og það væri til- hlökkunarefni að takast á við starf- ið. -ÖÞ Robland trésmíðavélar Fyrir metnaðarfulla iðnaðarmenn og verkstæði sem velja hámarks gæði og , rekstraröryggi < Þegar gæðin skipta máli Skeifan 11 D • Sími 568 6466 Deborah Robinson ferðamálafulttrúi. DV-mynd Örn Hríseyingar vilja íþróttahús Hverfafundur * með borgarstjóra Ingibjörg Sóirún Gísladóttir borgarstjóri heldur hverfafund með íbúum Vesturbænum, Miðbænum og Austurbænum vestan Snorrabrautar n DV, Dalvík: Hreppsnefnd Hríseyjar hefur borist bréf frá áhugafólki um bygg- ingu íþróttahúss. Þar er lýst mikl- um áhuga hjá hópi fólks um að reisa fjölnotahús í Hrísey. Hrepps- nefnd fagnar þeim áhuga sem fram kemur í bréfi hópsins og samþykkti að fela sveitarstjóra að skrifa Jöfn- unarsjóði greinargerð og kanna hve mikið fengist sem styrkur til þess að byggja fjölnota íþróttahús í Hris- ey. Að sögn Jónínu Þorbjarnardótt- ur, eins forsvarsmanna hópsins, eru margar ástæður fyrir því að farið var af stað til að afla málinu fylgis. Lítil sem engin aðstaða er til íþróttakennslu innanhúss í Hrísey og hafa nemendur þurft að sækja slíka kennslu upp á Árskógsströnd, auk þess sem eldri Hríseyingar vildu gjaman stunda innanhússí- þróttir sér til heilsubótar. Einnig er félagsheimili Hrísey- inga orðið gamalt og lúið og lítt að- laðandi og sagðist Jónína vonast til að nýtt hús myndi laða að ýmiss konar menningarstarfsemi sem ekki er hægt að taka á móti nú. Samkvæmt áætlunum hópsins er gert ráð fyrir að húsið yrði jafn- framt nýtt sem félagsheimili og til hvers kyns samkomuhalds. Búið er að gera tvær teikningar af misstórum húsum en endanleg kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir. Hvað opinbera geirann varðar er boltinn hjá hreppnum en Jónína sagði að fljótlega hygðist hópurinn fara af stað í fjáröflun til að flýta fyrir því aö draumurinn um nýtt íþróttahús og félagsheimili gæti orð- ið að veruleika. -hiá í Ráðhúsinu mánudaginn 7. apríl kl. 20.00. Hólmavíkurbakarí flutt á Skagann DV, Akranesi: Nýverið fluttu þeir Kári Matthí- asson og Páll Matthíasson starfsemi sína frá Hólmavík og hófu starfsemi í bakaríinu Hús bakarans á Akra- nesi í neðri hluta bæjarins og er það fiórða bakaríið á Akranesi. Þeir Páll og Kári eru með samn- ing við verslunarkeðjuna Þín versl- un sem samanstendur af 21 verslun víðs vegar um land. Þar á meðal eru Nóatún, Fjarðarkaup og Samkaup og framleiða þeir 30.000 kanilsnúða og hafrasnúða á viku fyrir þessar verslanir. Þeir Páll og Kári sögðust vera þokkalega bjartsýnir á reksturinn. Þetta væri allt á uppleið og þeir væru með ýmislegt í pokahorninu enda eru þeir stærstir í framleiðslu kanil- og hafrasnúða á landinu. Auk þess baka þeir ýmislegt annað og í bakaríinu er starfrækt sölubúð sem selur brauð og bakkelsi á heildsölu- verði og er opin til 23.30. Það er því ljóst að Skagamenn hafa úr miklu úrvali af bakkelsi að velja og svo er það bara spurning hvort fjögur bak- arí séu ekki of mikið fyrir eitt bæj- arfélag með rúmlega fimm þúsund íbúa. -DVÓ A fundinum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættismanna borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu og myndrænu efni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.