Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Qupperneq 40
Vinningótölur laugardaginn 5.04.’97 17 f 26 t301 4fw I 34 37 ; ■ Fjöldi Vinningar umnmgg VinningAupphced 1- 5 at 5 2. 4 atsr 3-(dts 4- 3 “t5 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1997 Sorpu-menn: Kanna hvort götin séu of stór „Við ætlum næstu daga að funda með sérfræðingum í slysavörnum og ef fólki finnst eitthvað athugavert við gámana munum við bregaðst við því,“ segir Ögmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, en um helgina krömdust tveir bræður í Sví- þjóð til bana eftir að þeir höfðu verið að leika sér í blaðagámi, svipuðum þeim sem notaðir eru hér á landi. Ögmundur sagði að hér á landi væru 60 svona blaðagámar og að götin á íslensku blaðagámunum væru heldur minni en á þeim sænsku. Samt væru þau nógu stór til þess að börn gætu smeygt sér inn í þá. Sagt er frá dauða sænsku drengjanna á bls. 8. -sv Veður á Faxaflóasvæði næstu viku^ - samkv. tölum frá Veöurstofu íslands - Hitastig 5 c° -2c° mán. þri. miö. fim. fös. Steinþór Gunnarsson atvinnukafari var hætt kominn: •• Ondunartækið bil- aði á 36 metra dýpi „Öndunartækið hjá mér bilaði ,eða lungað eins og við köllum það. Ég var á 36 metra dýpi þegar þetta gerðist og búinn að vera þarna niðri í um 7 mínútur af þeim 10-15 mínútum sem við meg- um vera. Ég fékk mjög takmarkað loft og stefndi þvi beint upp á yfir- borðið en fór of hratt upp. Við það varð hætta á köfunarveiki,“ segir Steinþór Gunnarsson atvinnukaf- ari sem var að leita að flugvélinni sem fórst skömmu eftir flugtak frá Reykjavíkurflugvelli. Hann fékk ásamt öðrum kafara litils háttar einkenni köfunarveiki þegar þeir voru við köfun á 34 metra dýpi. Þeir voru báðir fluttir á Sjúkrahús Reykjavíkur og settir í súrefnisklefa. Eftir frekari rannsókn í gær fengu þeir að fara heim til sín. „Eg fann fyrir höfuðverk þegar ég kom upp úr vatninu og var kalt. Ég var ekki búinn að vera það Steinþór Gunnarsson. DV-mynd S lengi niðri í vatninu og það senni- lega bjargaði því að ekki fór verr. Það er vissulega hætta sem við tökum við köfun og sérstaklega þegar farið er svona djúpt. Búnað- urinn okkar þolir hátt í 50 metra dýpi en kafari sem fer niður fyrir 20 metra dýpi þarfnast mikillar reynslu. Aðstæður voru erfiðar því að vatnið var aðeins einnar gráðu heitt en erlendis er talið þolanlegt fyrir kafara að vera í 10 gráða heitu vatni. Skyggni var frekar slæmt til leitar þarna niðri og því gengur þetta frekar hægt,“ segir Steinþór sem hefur stundað köfun i 16 ár. Hann segist aldrei hafa lent í svona atviki áður á ferlinum þrátt fyrir að hafa kafað mjög mik- ið á meira en 30 metra dýpi. -RR Þeir fórust með TF-CCP Þorgeir L. Árnason, 50 ára, kvæntur og lætur eftir sig þrjú börn. Fannar Sverrisson, 28 ára, ókvæntur og barnlaus. Unniö var af krafti viö affermingu gáma af dekki Vikartinds í gær með kran- anum um borð í skipinu. Starfsmenn Títan náöu þá að koma 22 gámum á land en 13 daginn áður. DV-mynd Jón Ben. Slasaðist illa þegar hesturinn fældist Súlka á tuttugasta og öðru ald- ursári slasaðist mjög alvarlega þeg- ar hún féfl af hestbaki en hestur hennar fældist og féll síðan ofan á hana. Stúlkan var í gærkvöld í önd- unarvél á gjörgæsludeild Sjúkra- húss Reykjavíkur. Slysið varð vestan við Knarrarós- vita í Stokkseyrarhreppi á milli kl. 6 og 7 á laugardagskvöld en stúlkan reið þar út ásamt þremur öðrum. Ekki er vitað hvað fældi hestinn en samkvæmt upplýsingum frá lögregl- unni á Selfossi er hann vel taminn og „gæfur barnahestur". Þyrla land- helgisgæslunnar var upptekin við leit að týndu flugvélinni en brugðist var skjótt við og stúlkan sótt. Þyrl- an fór á móti sjúkrabíl og tók stúlk- una upp við Ölfusárbrú. -sv Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sótti stúlkuna og flaug með hana á Sjúkrahús Reykjavíkur. Hún var í öndunarvél á gjörgæsludeild í gær- kvöld. DV-mynd S Huldumaður enn á ferð í Hvalfirði: Setti möl í olíutank Verktakamir, sem vinna við að leggja veg í tvær áttir frá Hvalfjarð- argöngunum að sunnanverðu, hafa enn orðið fyrir óþægindum vegna huldumanns sem virðist ósáttur við lagningu vegarins. Síðasta skemmd- arverkið var unnið nú um helgina en þá var möl sett í olíutank vinnuvélar. Eins og DV hefur greint frá skildi huldumaður eftir handskrifaða hót- un á einni vinnuvélinni fyrir nokkru þar sem hann hótaði að sprengja vélar verktakans í loft upp, setja maurasýru i vatnsból og kveikja í íverastöðum vinnumann- anna. Samkvæmt upplýsingum DV hefur lögreglan yfirheyrt fjölda manns vegna þessara mála. -sv OG EG SEM HELT AÐ HULDUMENN ÆTTU HEIMA í STEINUM! Veðrið á morgun: Kólnandi veður Á morgun verður suðvestan- og vestanátt, hvöss um tíma, einkum um landið sunnanvert. í bili kóln- ar og sunnanlands og vestan má reikna með éljum. Norðaustan og austan til verður hins vegar þurrt og nokkuð bjart, hiti um frost- mark eða rétt fyrir ofan. Veðrið í dag er á bls. 44 Sjálfskipt PJI55AN ~\ . Almera

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.