Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Qupperneq 2
22
MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1997
íþróttir
i>v
Gunnar með tilboð
frá Drammen
- Elverum vill gera nýjan samning við hann
Gunnar Gunnarsson, þjálfari
norska handknattleiksliðsins El-
verum, er með þjálfaratilboð frá
norsku meisturunum í Drammen.
Gunnar hefur þegar átt einn fund
með forráðamönnum félagsins og
mun hitta þá aftur á fundi í vik-
unni. Þá vill Elverum endumýja
samninginn við Gunnar en undir
hans stjóm náði liöið að halda sæti
sinu í deildinni.
Þriöji íslendingurinn sem
fær tilboð frá Drammen
Gunnar er þriðji íslenski þjálfar-
inn sem fær tilboð frá Drammen á
þessu ári. Fyrst hafnaði Kristján
Arason tilboði félagsins og Þor-
bjöm Jensson, landsliðsþjálfari
ákvað í síðustu viku eftir langa
umhugsun að neita tilboði félags-
ins.
„Drammen hafði samband við
mig eftir aö Þorbjöm gaf þeim af-
svar og þeir virðast greinilega vera
mikið inn á Íslendingalínunni. Ég
er búinn að fara á einn fund með
þeim. Þar ræddum við um liðið og
ég veit vel hvemig staðan er hjá
því. Þaö missir þrjá lykilmenn til
Þýskalands og það er í miklum erf-
iðleikum með að manna þær stöður
enda þrír landsliðsmenn þar á ferð.
Það er mjög ögrandi verkefni að
taka við þessu liði. Þetta er stórt og
vel rekið félag sem hefur mikinn
metnað," sagði Gunnar við DV í
gær.
Gunnar tók við liði Elvemm á
síösta keppnistímabili. Liðið er
ungt að árum og eihilegt og Gimn-
ar segir að það sé mjög spennandi
að halda áíram með liðiö.
Eins og svart og hvítt
„Þessi vetur var mjög brösóttur
enda með nýtt lið í höndunum sem
var mjög ungt að árum. Það stefnir
í að allir haldi áfram og liðið muni
reyna að styrkja sig. Það má því
segja að þessi tvö félög séu alveg
eins og svart og hvítt. Maður fengi
meiri tíma til að byggja upp sitt
eigiö hjá Elverum en ef maður færi
til Drammen, sem er vinælasta fé-
lagið í Noregi, yrði meiri pressa á
manni að ná árangri strax.
Kitlar metnaðinn að fara til
Drammen
Það kitlar auðvitað metnaðinn
að fara til Drammen. Þó svo að viö
myndum byggja upp gott félag hjá
Elverum mundum við aldrei ná
þeim hæðum sem Drammen er í.
Það verður að huga að ýmsu í þess-
um málum en ég vonast til að fá
þessi mál á hreint mjög fljótlega,“
sagði Gunnar Gunnarsson.
-GH
Gunnar Gunnarsson - Drammen
eða Elverum.
Drammen
vill fá
Bjarka
Drammen er ekki bara á hött-
unum eftir íslenskum þjálfurum
heldur hefur félagiö sýnt horna-
manninum og stórskyttunni
Bjarka Sigm-ðssyni, leikmanni
Aftvireldingar áhuga.
„Ég heyrði frá forráðamönn-
um Drammen fyrir nokkru síð-
an og þar óskuðu þeir eftir því
að ég kaemi út og skoðaði að-
stæður. Ég hef hins vegar ekki
getað þaö vegna landsliðsins.
Þeir ætluðu að senda mér tilboð
sem mér hefur enn ekki borist.
Ef mér berst þetta tilboð og það
reynist freistandi mun ég að
sjálfsögðu skoða það með opnum
huga,“ sagði Bjarki við DV í
gær.
Líka í viðræöum við Aftur-
eldingu
Ég er líka í viðræðum við
Aftureldingu svo það er margt
sem maður þarf að spá í,“ sagði
Bjarki við DV í gær.
Aðspurður um það hvort fé-
lög í Þýskalandi hefðu sett sig í
samband við hann sagði hann
svo ekki vera.
-GH
Ef Kristján Arason á annað borð þjálfar næsta vetur tekur
hann annað hvort lið FH eöa Aftureldingar.
Kristján Arason:
Annað
hvort
FH eða
Afturelding
- bæði lið hafa rætt við hann
Ef Kristján Arason á
annað borð þjálfar i 1.
deildinni í handknatt-
leik hér á landi á
næsta keppnistímabili
verður það annað
hvort hjá FH eða Aft-
ureldingu en bæði
þessi félög hafa verið í
viðræðum við hann
upp á síðkastið.
Mosfellingar eru
þjálfaralausir eftir að
Einar Þorvarðarson
ákvað að hætta með
liðið þegar hann frétti
að forráðamenn liðsins
væru að skoða aðra
möguleika á þjálfun
liðsins. Mosfellingar
hafa því rætt við Krist-
ján og vilja fá hann
sem næsta þjálfara.
Geir einnig inni í
myndinni hjá FH
Það sama hafa FH-
ingar gert en þeir hafa
verið í viðræðum við
sinn gamla þjálfara og
leikmann eftir að
Gunnar Beinteinsson
ákvað að gefa ekki
kost á sér í þjálfara-
starfið áfram. Þá hefur
komið fram í DV að
FH-ingar eru einnig
með Geir Hallsteins-
son i sigtinu sem
næsta þjálfara liðsins.
-GH
Þorbergur sagði nei
takk við Gummersbach
- fer heldur ekki til KA og verður áfram við stjórnvölinn hjá ÍBV
Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari
Eyjamanna í handknattleik, hafnaði
um helgina tilboði frá þýska úrvals-
deildarliðinu Gummersbach. Um-
boðsmaður frá félaginu hafði sam-
band viö Þorberg og spurði hann
hvort hann hefði áhuga á að gerast
næsti þjálfari félagsins en Þorberg-
ur afþakkaði boðið. íslandsmeistar-
ar KA voru einnig með Þorberg í
sigtinu sem arftaka Alfreðs Gísla-
sonar en Þorbergur ætlar að vera
um kyrrt í Eyjum og þjáifa lið ÍBV
sem kom svo skemmtilega á óvart í
vetur undir hans stjóm í vetur.
„Ég er í það góðri vinnu hér í Eyj-
um að það kemur ekki til greina að
fara. Ég mun þjálfa lið ÍBV áfram.
Ég hefði getað farið til Þýskalands
og verið þar í 1-2 ár en síðan hefði
ég verið á byrjunarreit við heim-
komuna. Það er hugsanlegt að þeg-
ar maður er búinn að vera 3-4 ár í
þessu starfi að breyta til en ég er
ekki tilbúinn til þess núna. Það er
auðvitaö gaman að fá tilboð frá
þýsku úrvalsdeildarliði og hver veit
nema manni bjóðist þetta einhvem
tímann aftur," sagði Þorbergur við
DV í gærkvöldi.
-GH
Handbolti:
Börsungar urðu
Evrópumeistarar
Barcelona frá Spáni tryggði
sér um helgina sigur í Evrópu-
keppni meistaraliða í handknatt-
leik með því að bera sigurorð af
Badel Zagreb frá Króatíu, 30-23.
Börsungar unnu einnig fyrri
leikinn á heimavelli sínum,
31-22 og vann því samanlagt með
16 marka mun. Þetta var fyrsta
tap Króatanna á heimavelli í
keppninni en þeir höfðu ekkert
roð í hið fimasterka lið
Barcelona.
Börsungar unnu einnig þessa
keppni í fyrra og hafa þrívegis
hampað Evrópumeistaratitilin-
um.
Rögnvald Erlingsson og Stefán
Amaldsson dæmdu leikinn í
Króatíu og stóðu sig vel.
Bidasoa lagði KA-banana
í Evrópukeppni bikarhafa
fógnuðu fyrmm félagar Alfreðs
Gíslasonar í Bidasoa frá Spáni
sigri. Bidasoa gat leyft sér að
tapa fyrir KA-bönunum í
Veszprem frá Ungverjalandi, á
útivelli 19-17, því Spánverjarnir
unnu fyrri leikinn á heimavelli,
24-19.
Titill hjá Anders Dahl
í EHF-keppninni varð þýska
liðiö Flensburg meistari undir
stjóm Danans Anders Dahl Niel-
sen. Flensburg burstaöi danska
liðið Virum á heimavelli, 30-17,
eftir að Danirnir höfðu unnið
fyrri leikinn, 25-22.
Öruggt hjá Nettelstedt
í borgarkeppninni héldu þýsk
lið uppteknum hætti en þau hafa
sigrað í þessari keppni þrisvar
sinnum á síðustu fjórum ámm.
Nettelstedt lagði Kolding í Dan-
mörku, 27-23, en Þjóöverjamir
burstuðu Danina I fyrri leikn-
um, 32-19. Þetta var fyrsti titill
Nettelstedt í Evrópukeppni í 16
ár. Pólverjinn gamalkunni Bogd-
an Wenta skoraði 11 mörk fyrir
Nettelstedt.
-GH
Fimleikar:
Þórir Norður-
landameistari
á bogahesti
Þórir Arnar Garðarsson úr
Ármanni varð Norðurlanda-
meistari á bogahesti og vann
bronsverðlaun í æfrngum á
hringjum á Norðurlandamóti
unglinga sem fram fór um helg-
ina. í Danmörku
Dýri Kristjánsson úr Gerplu
varð í 6. sæti á svifrá, Eva Þrast-
ardóttir, Björk, í 5. sæti í æfing-
um á slá og Lilja Erlendsdóttir
hafnaði í 6. sæti á slá. Þær Eva
og Lilja eru báðar 12 ára gamlar.
Karla- og kvennaliðin höfnuðu
svo í 4. sæti í liðakeppninni.
-GH
Þorbergur Aöalsteinsson veröur
áfram þjálfari Eyjamanna.