Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Qupperneq 5
24
MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1997
íþróttir
HBA-DEIIDIN
Aðfaranótt laugardags:
New York-Indiana..........97-89
Ewing 26, Oakley 18 - Miller 19, Smits
16, A.Davis 13.
Philadelphia-Boston .... 113-119
Iverson 32, Stackhouse 24, Overton 19
- Wesley 28, Walker 23, Conlon 22.
Miami-New Jersey..........74-86
Lenard 16, Armstrong 15, Brown 15 -
Gill 24, Jackson 21, Kittles 20.
Charlotte-Toronto......100-108
Rice 38, Pierce 23 - Stoudamire 28,
Christie 23, Camby 20.
Detroit-Cleveland.........75-82
Hill 14, Mills 14, Thorpe 11 - Brandon
23, Sura 16, Mills 12. -
Washington-Orlando .... 104-93
Howard 25, Webber 17 - Hardaway 20,
Seikaly 19, Scott 17.
Minnesota-Milwaukee . . 122-112
Gugliotta 22, Garett 18, Marbury 17 -
Allen 29, Baker 16, Douglas 14.
San Antonio-Phoenix .... 95-106
Perdue 16, Alexander 14, Del Ne ^ro 12
- Ceballos 22, Chapman 21, Johnson 11.
Houston-Dallas.........112-102
Drexler 27, Maleoney 24, Olajuwon 21
- Daniíovic 23, Finley 19, Bradley 18.
LA Clippers-LA Lakers . . . 95-123
Rogers 15, Piatkowski 15, Wright 12 -
Campbell 21, Shaq 18, Van Exel 15.
Aðfaranótt sunnudags:
Orlando-Miami............88-102
Strong 27, Armstrong 19, Wilkins 17 -
Majerle 18, Crotty 17, Mashburn 12.
Atlanta-Philadelphia . . . 136-104
Smith 21, Blaylock 17, Laettner 15 -
Iverson 35, Stackhouse 20, Overton 20.
Chicago-New York.......101-103
Jordan 33, Caffey 12, Pippen 12 -
Ewing 27, Houston 25, Starks 20.
Dallas-Denver............95-100
Bradley 25, Finley 23, Danilovic 17 -
Hammonds 24, Johnson 21, McDyess 20.
Utah-Minnesota...........101-89
Malone 26, Stockton 14, Carr 14 -
Robinson 28, Marbury 14, Mitchell 12.
Phoenix-Vancouver .... 107-121
Johnson 36, Ceballos 19, Person 14 -
Reeves 39, Rahim 26, Peeler 22.
Seattle-LA Clippers....125-100
Payton 25, Schrempf 24, Kemp 22 -
Murray 19, Vaught 16, Richardson 15.
Golden State-Sacramento 120-122
Marshall 24, Burrell 21, Booker 14 -
Rauf 28, Richmond 24, Williamson 23.
Úrslit í gærkvöldi:
Boston-Toronto ..........94-125
Day 22, Walker 21, Wesley 15 -
Stoudamire 32, Christie 27, Slater 21.
Cleveland-Washington .... 81-85
Brandon 28, Potapenko 12, Ferry 11 -
Cheaney 23, Strickland 19, Muresan 12.
Indiana-Detroit........120-124
Grant Hill skoraði 38 stig fyrir
Detroit.
San Antonio-Houston .... 99-103
Portland-LA Lakers......100-96
Þremur síðustu leikjum tímabilsins
var ekki lokið þegar DV fór i
prentun. Það voru New Jersey-Atl-
anta, Milwaukee-Charlotte og Sacra-
mento-Utah.
Gheorghe Muresan og félagar í
Washington tryggöu sér í gær-
kvöld sæti í úrslitakeppni NBA.
Allen Iverson hefur sýnt snilldartakta meö Philadelphia í vetur og oft skoraö 40 stig eöa meira. Flest bendir til þess
aö hann veröi kjörinn nýliöi ársins. Liöi Philadelphia hefur þó gengiö illa og var óravegu frá því aö komast í úrslita-
keppnina.
NBA-deildin í körfuknattleik:
Chicago náði ekki
70 sigra markinu
- Washington í úrslitin, dýrt tap hjá Lakers
Chicago Bulls náöi ekki því tak-
marki að vinna 70 leiki í NBA-deild-
inni annað árið í röð. Meistaramir
biðu lægri hlut fyrir New York,
101-103, á heimavelli í síðasta leik
sínum og 33 stig frá Michael Jordan
dugðu ekki til.
New York þurfti á sigri að halda
til að ná 3. sæti austurdeildarinnar.
John Starks gerði útslagið en hann
skoraði átta stig á lokakaflanum.
Jeff Van Gundy, þjálfari New
York, var rólegur þrátt fyrir góðan
sigur. „Bulls eru eftir sem áður með
besta liðið og þaö er hæpið að þeim
verði ógnað í úrslitakeppninni,"
sagði Van Gundy.
Jordan stigakóngur í níunda
sinn
„Sjötíu hljómar hetur en 69. Við
áttum möguleika á aö ná 70 og það
eru nokkur vonbrigði að það skyldi
ekki takast. Það verður þó að líta á
það að við vorum óheppnir með
meiðsli undir lokin,“ sagði Michael
Jordan. Hann varð stigakóngur
NBA í níunda skipti með 29,6 stig að
meöaltali í leik en þetta er í fyrsta
sinn sem hann nær ekki 30.
Dennis Rodman og Toni Kukoc
léku ekki með Chicago á lokasprett-
inum í deildinni en reiknað er með
báðum í slaginn þegar úrslitakeppn-
in hefst í þessari viku.
Vitum aö viö getum sigraö í
Chicago
„Við lukum tímabilinu eins og
við ætluðum. Okkur er alveg sama
þó Rodman eða Kukoc bætist við,
við vitum að við getum sigrað
Chicago á þeirra eigin heimavelli,“
sagði Patrick Ewing, miðheiji New
York.
Atlanta skoraði 77 stig í fyrri hálf-
leik gegn Philadelphia og tryggði
sér fjórða sætið í austurdeildinni,
og þar með oddaleik á heimavelli í
fyrstu umferð.
Leikur varamannanna
Orlando og Miami, sem mætast í
1. umferð, spöruðu kraftana og létu
varamennina spila. Miami vann
með 14 stigum en þau úrslit skipta
ekki máli. Tim Hardaway og Alonzo
Mourning léku ekki með Miami og
þeir Rony Seikaly og Horace Grant
hvíldu hjá Orlando, auk þess sem
Penny Hardaway lék aðeins í 5 mín-
útur og skoraði ekki stig.
Washington komst áfram
Calbert Cheaney tryggði Was-
hington sæti í úrslitakeppninni í
fyrsta skipti í níu ár. Hann skoraði
fimm síðustu stig liðsins á lokamín-
útunni í hreinum úrslitaleik í
Cleveland og Washington sigraði,
81-85. Cheaney og félagar mæta þar
með Chicago í fyrstu umferðinni.
Einvígi Lakers og Seattle
LA Lakers missti af sigri í Kyrra-
hafsriðlinum í gærkvöldi þegar lið-
ið tapaði lokaleik sínum í Portland,
100-96. Seattle stóð þar með uppi
sem sigurvegari og fékk annað sæt-
ið í vesturdeildinni. Lakers þurfti
að sætta sig við fjórða sætið, þar
sem Houston vann San Antonio í
gærkvöld, og mætir því liði Port-
land sem vann þrjár af fjórum
viðureignum liðanna í vetur.
-VS
NBA-DEILDIN
Austurdeild:
Chicago 69 13 84,1%
Miami 61 21 74,4%
New York 57 25 69,5%
Atlanta 56 25 69,1%
Charlotte 54 27 66,7%
Detroit 54 28 65,9%
Orlando 45 37 54,9%
Washington 44 38 53,7%
Cleveland 42 40 51,2%
Indiana 39 43 47,6%
Milwaukee 32 49 39,5%
Toronto 30 52 36,6%
New Jersey 25 56 30,9%
Philadelphia 22 60 26,8%
Boston 15 67 18,3%
Úrslitakeppnin:
Chicago-Washington
Miami-Orlando
New York-Detroit/Charlotte
Atlanta-Charlotte/Detroit
Vesturdeild:
Utah 63 18 77,8%
Seattle 57 25 69,5%
Houston 57 25 69,5%
LA Lakers 56 26 68,3%
Portland 49 33 59,8%
Minnesota 40 42 48,8%
Phoenix 40 42 48,8%
LA Clippers 36 46 43,9%
Sacramento 34 47 42,0%
Golden State 30 52 36,6%
Dallas 24 58 29,3%
Denver 21 61 25,6%
San Antonio 20 62 24,4%
Vancouver 14 68 17,1%
Úrslitakeppnin:
Utah-LA Clippers
Seattle-Phoenix
Houston-Minnesota
LA Lakers-Portland
MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1997
25
- skrifar undir nýjan samning við Odense í vikunni
Valur Ingimundarson ásamt börnum sínum, Steinunni Ósk, 5 ára, og Val Orra, tveggja ára.
DV-mynd ÆMK
í úrvalsdeildina en félagið hefur
styrkst mikið á þessum tíma. Ef lið
Odense væri borið saman við íslensk
félög væri það í efri kantinum í úr-
valsdeildinni," sagði Valur i samtali
við DV.
Nítjánda áriö sem leikmaður
framundan
Valur, sem á dögunum hafnaði til-
boði frá dönsku úrvalsdeildarliði,
hyggst leika áfram með Odense næsta
vetur. Hann er 35 ára gamall og
næsta tímabil verður hans 19. í meist-
DV, Suðurnesjum:
araflokki. Það verður jafnfi-amt hans
12. i röð sem þjálfari. Valur skoraði
20 stig að meðaltali í leik meö Odense
í vetur.
Fjórir íslendingar hjá Odense
Enginn Bandaríkjamaður leikur
með Odense en hins vegar hafa
íslendingamir verið tveir, Val-
ur og Henning Henningsson,
fyrrum landsliðsbakvörður úr
Skallagrími og Haukum. Þá er
Leifur Gústafsson, fyrrum
landsliðsmaður úr Val, hjá fé-
laginu en hefur ekkert spilað
vegna meiðsla. Enn einn íslend-
ingurinn bætist í hópinn fyrir
næsta tímabil, Pétur Vopni Sig-
urðsson, fyrrum leikmaður með
Tindastóli.
Valur vill fá Rondey
Robinson
Odense veltir því fyrir sér
þessa dagana að fá bandarískan
leikmann. Valur segir að
Rondey Robinson, fyrrum félagi
hans hjá Njarðvík, sé þar efstur
á blaði.
„Við höfum það ágætt í Dan-
mörku en maður saknar alltaf
mjög ættingja og vinafólks
heima á íslandi. Ég reikna með
því að vera í tvö ár til viðbótar
í Danmörku og kem þá heim.
Ég stefni á að þjálfa á ný á ís-
landi, hvenær sem það svo
verður," sagði Valur Ingimund-
arson.
-ÆMK
Valur Ingimundarson hefur gert
stórgóða hluti sem þjálfari og leik-
maður með danska körfuknatt-
leiksliðinu Odense BK undanfarin tvö
ár. Hann tók við liðinu 12. deild fyrir
tveimur árum og hefur leitt
það beina leið upp í dönsku
úrvalsdeildina þar sem það
leikur næsta vetur.
Þegar Valur tók við þjálfún
Odense var ekki búist við
miklum afrekum af liðinu.
Það sigraði hins vegar í 2.
deildinni þann vetur. Á ný-
loknu tímabili hafnaði það
siðan í öðru sæti 1. deildar.
Kom kvennaliðinu líka
upp um deild
Þá tók Valur að sér að
þjálfa kvennalið Odense og
kom því úr 2. deildinni í þá
fyrstu. Það er því ekki síður
gleði í herbúðum stúlknanna
í Odense en karlanna.
Valur er staddur hér á
landi ásamt fjölskyldu sinni í
stuttu fríi en snýr aftur til
Danmerkur í vikurmi og
skrifar þá undir nýjan eins
árs samning við Odense. Eig-
inkona hans, Guðný Svava
Friðriksdóttir, stundar nám í
tækniteiknun í Danmörku.
„Þetta er búið að vera mjög
skemmtilegur tími. Það er að
vísu nokkuð erfitt að fara
með lið svona hratt úr 2. deild
Valur Ingimundarson hefur náð frábærum árangri í Danmörku:
Upp um tvær deild
ir á tveimur árum
Sænska knattspyrnan:
Nýliðarnir í Elfsborg
koma enn á óvart
- Kristján meö bestu mönnum í sigri á Halmstad, 3-1
DV, Svíþjóð:
Nýliðar Elfsborg halda áfram aö
koma á óvart i sænsku úrvalsdeildinni.
í gær unnu þeir sannfærandi sigur á
Halmstad, 3-1, og eru efstir eftir þijár
umferðir meö fullt hús stiga og níu
mörk skoruð.
Það sem meira er, frámmistaða Elfs-
borg virðist ekki vera nein nýliða-
heppni. Liðið lék mjög vel í gær, spilar
létta og skemmtilega knattspymu og
virðist til alls líklegt.
Kristján Jónsson lék í stöðu vinstri
bakvarðar og stóð sig mjög vel. Hann
var einn þeirra sem komu til greina
þegar valinn var maður leiksins.
Örebro tapaði á heimavelli fyrir
Norrköping, 2-3. íslendingamir þrír
voru allir í byrjunarliði Örebro. Dan
Sahlin gerði bæði mörk liðsins.
Úrslitin í gær:
Elfsborg-Halmstad....................3-1
Örebro-Norrköplng ...................2-3
Ljungskile-Helsingborg...............0-1
Öster-Trelleborg ....................3-3
íslendingaliðin Örgryte og Vásterás
mætast í kvöld. Óvíst er hvort Rúnar
Kristinsson geti leikið með Örgryte en
hann er ekki orðinn góður af meiðslun-
um sem hann varð fyrir í síðasta
deildaleik.
Pétur skoraöi fyrir Hammarby
Pétur Marteinsson og lið hans
Hammarby fengu óskabyrjun í gær í
noröurriðli 1. deildarinnar. Hammarby
vann þá Lira Luleá, 3-0, í fyrstu um-
ferðinni og skoraði Pétur fyrsta mark
liðsins á 53. minútu eftir þvögu í víta-
teig Hammarby. Hann fékk næsthæstu
einkunn af leikmönnum liðsins í stiga-
gjöf fréttablaðs Hammarby.
-EH/VS
Kristján Jónsson átti góöan lerk
með Elfsborg gegn Halmstad í gær.
Heimsmeistaramótið í sundi í Gautaborg:
Eydís og Elín með íslandsmet
Eydís Konráðsdóttir og Elín Sig-
urðardóttir settu báðar íslandsmet á
heimsmeistaramótinu í sundi í 25
metra laug sem haldið var í Gauta-
borg um helgina.
Eydís setti í gær met í 200 metra
baksundi. Hún synti á 2:16,40 mínút-
um en fyrra metið átti hún sjálf,
2:16,79 mínútur. Eydís varð í 20. sæti
af 35 keppendum í sundinu.
Elín setti á föstudaginn met i 50
metra skriðsundi, 26,17 sekúndur.
Hún hafhaði í 23. sæti af 42 keppend-
um.
Eydís bætti um helgina árangur
sinn í 100 metra flugsundi. Hún synti
á 1:03,01 mínútu og varð t 24. sæti af
35 keppendum. Best átti Eydís áður
1:03,82 mín.
„Stúlkurnar stóðu sig í heildina
mjög vel á mótinu. Þær bættu sig í
öllum greinum nema einni og settu
tvö íslandsmet. Það er ekki hægt ann-
aö en að vera ánægður með frammi-
stöðu þeirra,“ sagði Hafþór Guð-
mundsson, landsliðsþjálfari, í samtali
við DV í gærkvöldi.
Elín missti af sinni síðustu grein á
mótinu en hún átti að keppa í 100
metra flugsundi á laugardag. Hún
veiktist á fostudaginn, fékk slæma
sýkingu í hálsinn og var rúmfost ytra
um helgina.
Fjölmörg heimsmet féllu á mótinu
sem haldiö var í annað skipti.
-VS
íþróttir
Reykjavíkurmótiö:
Framarar fóru
létt meö Val
Fram vann öruggan sigur á
Val, 2-0, í lokaumferð Reykjavík-
urmótsins í knattspyrnu I gær.
Ágúst Ólafsson og Helgi Sigurðs-
son skoruðu mörkin. Valur
þurfti tveggja marka sigur til að
komast í úrslit en átti aldrei
möguleika á því.
Það verða því Fram og KR
sem leika úrslitaleik mótsins
þann 11. maí.
KR vann ÍR, 4-0, í gærkvöldi.
Þórhallur Dan Jóhannsson skor-
aði tvö markanna og hin tvö
gerði óheppinn vamarmaður ÍR-
inga.
Víkingur og Fylkir geröu jafn-
tefli á laugardaginn, 1-1. Þorri
Ólafsson skoraði fyrir Víking en
Ólafur Stígsson fyrir Fylki.
Lokastaðan í A-deildinni:
Fram 5 4 1 0 11-2 13
KR 5 3 2 0 10-3 11
Valur 5 2 1 2 9-7 7
Víkingur 5 1 2 2 6-8 5
Fylkir 5 1 2 2 4-7 5
ÍR 5 0 0 B-deild 5 2-15 0
Þróttur-Léttir 5-1
Sigurður Hallvarðsson 2, Vignir
Sverrisson 2, Gestur Pálsson - Óskar
Ingólfsson.
Fjölnir-KSÁÁ ................4-1
Steinar Ingimundarson, Þorvaldur
Logason, Þórður Jónsson, sjálfsmark
- Gunnar Ámason.
Þróttur R. 3 3 0 0 19--4 9
Leiknir R. 3 3 0 0 14-1 9
Fjölnir 4 3 0 1 16-6 9
Léttir 4 1 0 3 7-13 3
Ármann 4 1 0 3 5-19 3
KSÁÁ 4 0 0 4 3-21 0
-GH/VS
Deildabikarinn:
Ólafsvíkingar
fengu skelli
Víkingar frá Ólafsvík fengu
tvo slæma skelli í deildabikam-
um í knattspyrnu um helgina.
Fyrst steinlágu þeir fyrir Grind-
víkingum, 13-0, og síðan fyrir
Leikni úr Reykjavík, 11-0.
Sinisa Kekic, sem lék með
Grindvíkingum í fyrra, kom til
landsins fyrir helgina og byrjaði
vel, skoraði fimm mörk gegn
Víkingum.
D-riðiU:
Grindavík-VIkingur Ó1 .... 13-0
Sinisa Kekic 5, Ólafur Ingólfsson 3,
Stefán Jankovic, Þórarinn Ólafsson,
Sigurjón Dagbjartsson, Jón Freyr
Magnússon, Guðjón Ásmundsson.
Leiknir R.-Vikingur Ó..11-0
Heiðar Ómarsson 4, Guðjón Ingason
2, Birgir Óiafsson 2, Róbert Amþórs-
son 1, Jón Hjálmarsson 1, Haukur
Gunnarsson 1.
ÍA 5 5 0 0 20-7 15
Grindavík 4 3 0 1 21-9 9
Leiknir R. 4 2 0 2 19-8 6
HK 4 2 0 2 11-11 6
lR 4 1 0 3 10-9 3
Víkingur Ó. 5 0 0 5 4-41 0
-GH/VS
Noregur:
Góður sigur
hjá Brann
Brann sigraði Bodo/Glimt,
3-1, í norsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu í gær. Birkir Krist-
insson og Ágúst Gylfason léku
ekki með Brann vegna meiðsla.
Úrslitin um helgina:
Lilleström-Rosenborg .........2-1
Brann-Bodo/Glimt..............3-1
Kongsvinger-Haugesund ........2-1
Skeid-Viking..................1-2
Strömsgodset-Molde............2-0
Sogndal-Lyn ..................2-1
Strömsgodset og Kongsvinger eru
með 6 stig en Brann, Sogndal og
Viking 4 stig hvert. -VS