Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1997, Qupperneq 8
28
MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1997
íþróttir
DV
David James et
skúrkurínn
Segja má að David James
markvörður Liverpool, sé skúrk-
urinn hjá stuðningsmönnum
Liverpool þessa dagana. í undan-
förnum leikjum hefur hann gert
hver mistökin á fætur öðrum
sem hefur kostað Liverpool tap.
Tapið gegn París SGí Evrópu-
keppninni var skrifaö á reikning
James og nú er hann aðalsöku-
dólgurinn hjá stuðningsmönnum
Liverpool hvemig komið er fyrir
í úrvalsdeildinni.
Færði United
titilinn á silfurfati
Komið sem fyllti mælinn var
leikurinn gegn Manchester
United á laugardaginn en þar má
segja að James hafi allt að því
fært United meistaratitilinn á
silfurfati þegar hann lét Andy
Cole skora þriðja markið. James
fékk kaldar kveðjur frá stuðn-
ingsmönnum Liverpool eftir
leikinn sem hrópuðu eftir leik-
inn: „Finnið nýjan markvörð."
Síðasti leikurinn
hjá Fowler
Robbie Fowler lék síðasta leik
sinn með Liverpool í úrvals-
deildinni á þessari leiktíð en
hann er í leikbanni í síðustu
þremur umferðunum.
Fowler hafði frekar hægt um
sig i þessum síðasta leik enda í
góðri gæslu vamarmanna Liver-
pool. Hann slapp þó einu sinni í
gegn í síöari hálfleik en Peter
Schmeichel sá við honum með
góðu úthlaupi.
Skrýtnar skiptingar
hjá Roy Evans
Innáskiptingar Roys Evans,
stjóra Liverpool, vöktu mikla at-
hygli. Fyrst tók hann Jason
McAteer út af fyrir Stan
Collymore en írski landsliðsmað-
urinn hafði leikið mjög vel á
kantinum, verið nyög ógnandi
og lagt upp markið sem Liver-
pool skoraði. Þá tók Evans John
Bames út af fyrir Patrick Berger
en Bames var að leika sinn lang-
besta leik á keppnistimabilinu
og skoraði gott mark.
Enginn beygur
í Ferguson
Það er enginn beygur í Alex
Ferguson fyrir leikinn gegn
Dortmund á Old Traíford á mið-
vikudaginn en Ferguson lítur á
haim sem mikilvægasta leik árs-
ins fyrir Manchester United.
„Það er bara gott ef Dortmund
getur teflt fram sínu sterkasta
liöi. Þá hafa Þjóöverjamir enga
afsökun fari svo að við sláum þá
út. Ég vona að við vinnum leik-
inn 1-0 og gemm svo út um leik-
inn í framlengingu. Það verða
engin óþægindi fyrir mig eða
strákana að fara út í framleng-
inu. Þeir sem munu tryggja okk-
ur í úrslitin verða Peter
Schmeichel markvörður og
vamarmennirnir fjórir fyrir
framan hann. Ef þeir skila sínu
er ég óhræddur við þennan
leik,“ sagði Ferguson.
Keane í banni
gegn Dortmund
Roy Keane, írinn grimmi á
miðjunni, tekur út leikbann
gegn Dortmund á miðvikudags-
kvöldið.
„Það kemur maður í manns
stað. íleiknum gegn Liverpool
vora David May, Ryan Giggs og
Dennis Irwin ekki með sökum
meiðsla en ég á von á því að þeir
verði allir tilbúnir á miðviku-
daginn. Þá var Ole Gunnar Sol-
skjær á bekknum, svo og Karel
Poporsky svo það era fullt af
mönnum að velja úr,“ sagði
Ferguson.
-GH
Titillinn blasir
við United
- eftir 3-1 sigur á Anfield Road og
þarf tvo sigra til að hampa bikarnum þriðja árið í röð
Gary Pallister, varnarjaxlinn í liöi Manchester
United, er hér hylltur af félögum sínum eftir annaö
mark Manchester en hann skoraöi tvö glæsileg
skallamörk sem komu bæöi eftir hornspyrnur
Davids Beckhams.
Meö sigrinum á Anfield er staöa Manchester
United oröin mjög vænleg og ekkert nema
kraftaverk getur komiö í veg fyrir sigur þeirra í
deildinni þriöja áriö í röö. Símamynd Reuter
slitaleikur ensku úrvalsdeildarinn-
ar í ár.
Slakur vamarleikur og hræðileg
mistök Davids James, markvarðar
Liverpool, kostuðu liöið sigurinn.
Meistaramir vora miklu beittari í
sóknaraðgerðum sinum og vamar-
menn liðsins áttu ekki í vandræð-
um með að stöðva sóknarmenn
Liverpool.
Öll mörkin í leiknum vora skor-
uðu með skalla. Gary Pallister
gerði tvö frábær mörk
eftir homspymur
Davids
Beckhams, John Bames gerði eina
mark Liverpool með laglegum
skalla eftir fyrirgjöf Jason McAteers
og Andy Cole innsiglaði sigur
Manchester United þegar hann
skoraði af stuttu færi með skaila eft-
ir herfileg mistök James í
marki Liverpool.
Eftir það mark
játuðu leikmenn
^Liverpool sig sigr-
! aða og fjölmarg-
! ir stuðn-
mgs-
Andy Cole fagnar hér marki sínu á Anfield
Road en hann gulltryggöi sigur United liösins með
þriöja marki United sem kom eftir herfileg mistök
David James, markvarðar Liverpool. Reuter
Manchester United steig mikil-
vægt skref í átt að fjórða meist-
aratitli sínum á síðustu fimm árum
þegar liðið bar sigur-
orð af Liverpool, 3-1,
á Anfield Road, í
leik sem flestir
búnir að
spá að yrði
úr-
voru
menn rauða hersins létu sig hverfa
úrstúkunnilöngu
áður en leikurinn
var úti enda
vildu þeir ekki
verða vitni að
fagnaðarlátum
erkiijenda_______________
sinna í
Man-
chester.
-GH
Leikirnir sem
toppliðin
eiga eftir
Man. Utd
Leicester (ú)...............3. maí
Middlesbrough (h)............6 mai
Newcastle (h) ..........8. mai
West Ham (h) ..........11. maí
Arsenal:
Coventry (ú) ..........í kvöld
Newcastle (h) ..........3. mai
Derby (ú)..................11. maí
Liverpool:
Tottenham (h)...............3. maí
Wimbledon (ú)................6 maí
Sheff.Wed (ú)..............11. maí
Auk þessara leikja eiga Manchester
United og Liverpool eftir síöari leiki
sína í undanúrslitunum á Evrópu-
mótinum. United tekur á móti þýsku
meisturunum í Dortmund á miðviku-
daginn og þurfa aö vinna upp 1-0 tap
og Liverpool fær París SG i Evrópu-
keppni bikarhafa en Frakkamir
unnu fyrri leikinn, 3-0
Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United:
„Forystan getur verið
fljót að hverfa“
„Þetta var stórsigur fyrir okkur
og mjög þýðingarmikill. Til að
verða meistarar gerðum við okkur
grein fyrir því að við yrðum að
gera vel í þessum leik enda þekkir
andstæðingurinn vel að vera í
þessari stöðu. Þrátt fyrir sigurinn
er titillinn ekki í höfii, við eigum
enn þá töluvert verk fyrir höndum
til að innbyrða titilinn og ef það
gerist tel ég það verðkuldað að við
vinnum. Við eigum erfiða leiki eft-
ir en sjálfsögðu tókum við stórt
skref í átt að titlinum með þessum
sigri. Við vitum hins vegar að for-
ystan sem við höfum getur verið
fljót að hverfa og ég tala nú ekki
um þegar við þurfum að spila fjóra
leiki á átta dögum," sagði Alex
Ferguson, stjóri Manchester
United, eftir leikinn.
Fyrsta skipti sem ég skora
tvö mörk i leik
Gary Pallister var hetja meistar-
anna en hann skoraði tvö glæsileg
skallamörk og átti að auki mjög
góðan leik í vöminni.
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég
skora tvö mörk í leik á mínum
ferli og það var ekki hægt að velja
betri tíma til að ná því en í þessum
leik. Við höfðum ekki tryggt okkur
titilinn enn þá, Arsenal er enn með
í baráttunni en sigurinn var geysi-
lega þýöingarmikill upp á fram-
haldið," sagði Pallister glaður í
bragði eftir leikinn.
Annaö sætiö er mjög
þýðingarmikiö
„Við munum ekki henda hand-
klæðinu og segja að allt sé búið en
vissulega höfum við gert okkur
þetta erfiðara fyrir. Við verðum að
vera jákvæðir og vera uppi með
hausinn því annað sætið í deild-
inni er mjög þýðingarmikið enda
gefur það sæti i meistaradeildinni.
En að sjálfogðu vora mikil von-
brigði að tapa þessum leik,“ sagði
Roy Eans, stjóri Liverpool, eftir
leikinn.
Um markvörðinn David James
sagði Evans: „Þetta var óheppileg-
ur tími til að gera svona ljót mis-
tök eins og hann gerði. Síðustu
keppnistímabil hefur hann staðið
sig frábærlega vel og ég er enn á
því að hann sé sá besti. Hinir
markverðimir, sem era í herbúð-
um okkar, hafa ekki reynslu til að
spila í úrvalsdeildinni en vissulega
þarf James að fara aö hugsa sinn
gang.“
Liverpool á ekki möguleika
Emlyn Hughes, sem var fyrirliði
Liverpool þegar liðið varð enskur
meistari og Evrópumeistari árið
1970, sagði eftir leikinn að nú ætti
Liverpool ekki lengur möguleika á
meistaratitlinum. „Liverpool varð
að vinna þennan leik til að eiga
möguleika," sagði Hughes.
-GH