Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1997, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 1997 JLlV 36 myndbönd - leggur ekki metnað í að leika hetjur Keanu Reeves leikur aðalhlut- verkið í spennumyndinni Chain Reaction, sem kemur stormandi inn á myndbandalistann þessa vik- una og fer alla leið í þriðja sæti list- ans. Hann leikur einnig aðalhlut- verkið í Feeling Minnesota, sem er í tíunda sæti. Keanu Reeves er þekktastur fyr- ir leik sinn í hasarmyndum á borð við Speed, Johnny Mnemonic og Chain Reaction, en þar með er ekki sagt að hann sé að sækjast eftir að fá að leika í slíkum myndum. Þvert á móti hefur hann margoft lýst því yfir að hann hafi engan áhuga á að vera einhver hasarmyndastjarna og þessu til sönnunar neitaði hann margra milljóna dollara tilboði um að leika í Speed 2, sem þó hefði ör- ugglega haft góð áhrif á feril hans. í viðtali rétt eftir að hann hafði slegið í gegn í Speed var hann spurður hvernig honum fyndist það að vera nýjasta hasarmynda- stjarnan í Hollywood: „Minn metn- aður er alls ekki í þá áttina og hef ég alls ekki hug á að gera mikið af slíku í framtíðinni. Ég vil sem fjöl- breyttust hlutverk, en því er ekki að neita að það er gaman að leika í kvikmyndum á borð við Speed, það fylgir þvi mikill hamagangur og ósjálfrátt lifir maður sig inn í at- burðarásina. Til að mynda við gerð Speed var ég oft með hugann við sprengjuna og það hvort hún gæti virkilega sprungið í alvörunni." Aldrei táningastjarna Keanu Reeves er ekki nema rúm- lega þrítugur en hefur verið að leika í kvikmyndum frá því hann var 22 ára gamall. Hann hefur þó aldrei leikið í þess konar kvikmyndum sem hvað vinsælastar eru hjá tán- ingum og því var strax farið að líta á hann sem alvarlega þenkjandi leikara. Undantekning er að vísu hinar vinsælu kvikmyndir um æv- intýri Bills og Teds, sem enn þann dag í dag njóta mikilla vinsælda hjá ungu fólki. myrðir unga stúlku. Það var síðan Bill & Ted Excellent Adventure, sem var fyrsta myndin með Keanu Reeves, sem sló í gegn. Má segja að með þeirri mynd hafi stjarna Reeves farið að færast upp á við. Liðtækur bassaleikari Allt frá því Keanu Reeves lék í Speed hefur hann verið mjög eftir- sóttur kvikmyndaleikari, en varla er hægt að segja að hann hafi verið mjög heppinn í vali sínu á hlutverk- um, leikið í myndum sem fyrirfram voru taldar spennandi viðfangsefni, má nefna Little Buddah, Walk in the Clouds og Feeling Minnesota, en eru kvikmyndir sem eiga það sam- eiginlegt að útkoman olli miklum vonbrigðum og á móti kom að hann lagði frá sér handrit sem honum höfðu verið send sem síðar áttu eftir að verða að merkilegum kvikmyndum. Reeves var þó heppinn þegar hann neitaði aðalhlutverkinu í Cutthroad Island og valdi í staðinn að leika Hamlet á sviði. Keanu Reeves á sér fjölmörg áhugamál og hefúr hæfileika á fleiri sviðum en leiklist, hann þykir góður íshokkíleikmað- ur og liðtækur bassa- leikari og fer yfirleitt á milli leiks í kvik- myndum í tón- leikaferð með hljómsveit sinni Keanu Reeves er þekktastur fyrir leik sinn í hasarmyndum á borð við The Speed, Johnny Mnemonic og Chain Reaction, en þar með er ekki sagt að hann sé að sækjast eftir að fá að leika í slíkum myndum, þvert á móti hefur hann margoft lýst því yfir að hann hafi engan áhuga á að vera einhver hasarmyndastjarna. Dogstar, þá hefur hann mikinn áhuga á mótorhjólum. Listi yfir þær kvikmyndir sem Keanu Reeves hef- ur leikið í fer hér á eftir: Flying, 1986 Youngblood, 1986 River's Edge, 1987 The Night Before, 1988 The Prince of Pennsylvania, 1988 Dangerous Liasons, 1988 Parenthood, 1988 Bill & Ted Excellent Adventure, 1989 Tune in Tomorrow, 1990 I Love You to Death, 1990 Bill & Ted's Bogus Journey, 1991 My Own Private Idaho, 1991 Point Break 1991 Bram Stoker's Dracula, 1992 Much ado about Nothing, 1993 Little Buddha, 1993 Speed, 1994 A Walk in the Clouds, 1995 Johnny Mnemonic, 1995 Feeling Minnesota, 1996 Chain Reaction, 1996 -HK V I .ÆK'"¥ * N i Keanu Reeves í hlutverki sínu í Chain React- ion. Á flækingi í æsku I Johnny Mnemonic leikur Keanu Reeves framtíðar- v njósnara. Reeves hafði leikið í tveimur kvikmyndum þegar hann lék í hinni áhrifamiklu kvikmynd The River’s Edge, sem Tim Hunter leik- stýrði. Þar lék hann einn úr vina- hópi sem ekki veit hvemig á að taka á hlutunum þegar félagi hans Keanu Reeves fæddist 2. septem- ber 1964 í Beirút í Líbanon. í æsku var fjölskylda hans á faraldsfæti og bjó hann um skeið i Ástralíu og New York, áður en fjölskylda hans settist að í Toronto í Kanada. Nafn hans, Keanu er upprunið á Hawaii, enda er faðir hans frá þeirri para- dísareyju. En þess má geta að faöir hans kom illa fram við fjölskyldu sína og vill Keanu ekk- ert af foður sínum vita. í Toronto hóf Keanu Reeves nám í leiklist við Leah Posluns Theatre School. Þegar námi lauk fékk hann hlutverk í sjónvarps- myndum í Kanada en flutti sig síðan um set til Bandaríkjanna þar sem hann fékk sitt fyrsta hlutverk á sviði með Shakespeare Company þeirra Bandaríkjamanna í The Temptest. Stutt er síðan hann endumýj- aði kynni sín við leik- flokkinn, lék þá titil- hlutvertkið í Hamlet og fékk prýðisdóma fyrir túlkun sína. Þegar Keanu Reves er spurður að því hvaða hlutverk hafi haft mest áhrif á hann persónulega segir hann þaö vera hlut- verk sitt í My Private Idaho, en þar lék hann eiturlyfjaneytanda á móti River Phoenix og eftir að sú kvikmynd var frumsýnd komust þær sögur á kreik að hann væri forfallinn eiturlyfjaneytandi. Reeves bar þær sögur til baka en viður- kenndi að hafa fiktað við eiturlyf um nokk- urt skeið. í dag segist hann vera laus við alla löngun í slíkt og segir dauða River Phoenix hafa átt mik- inn þátt í þeirri ákvörðun hans að hætta öllu fikti með eiturlyf. The Speed geröist á einum degi. Hér eru Keanu Reeves og Sandra Bullock f hiutverkum sfn- um í myndinni. Cameron Diaz og Keanu Reeves leika ástfangið par í Feeling Minnesota. í 4 í í í I I í I J I 8 I I i 8 I 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.