Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1997, Blaðsíða 12
« myndbönd FÖSTUDAGUR 2. MAÍ 1997 I>V MYNDBAHDA wamm Antonia's Line Sveitasæla ★★* Antonia’s Line er hollensk mynd sem hlaut ósk- arsverðlaunin árið 1996 sem besta mynd á erlendu tungumáli. Hún hefst á því að gamla konan Antonia ákveðuj: að bjóða fiölskyldunni sinni til sín í síðasta sinn og deyja siðan. Myndin rekur síðan lífshlaup hennar frá því að hún sneri aftur tU litla sveitabæjar- ins síns eftir seinni heimsstyrjöldina ásamt dóttur sinni. í gegnum tíðina bætast í fjölskylduna tveir ættliðir í viðbót ásamt vin- um, viðhöldum, eiginmönnum og þroskaheftum vinnuhjúum. Einnig koma við sögu vondir sveitalubbar. Antonia’s Line er ekkert sérstaklega merkUeg mynd og oft er hún ekkert fyndin heldur, bara bjánaleg. Persónusköpun er fremur einfeldningsleg og sveitalubbaklisjurnar eru stundum ansi áberandi. Hins vegar er hún einnig oft nokkuð skondin og stimdum jafnvel faUega mæðuleg, og leikaramir standa sig flestir með prýði. Með því að reyna að leiða hjá sér gaUana og láta þá ekki fara í taugarnar á sér má oft hafa prýð- isskemmtun af myndinni, en eftir stendur að óskarsverðlaunin voru mistök. Það voru gerðar margar mun betri það árið. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Marleen Gorris. Aðalhlutverk: Willeke Van Ammelrooy og ýmsir fleiri. Hollensk, 1995. Lengd: 98 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Substitute Harðhausahasar ★ Kærasta málaliðans Shale er kennari í framhalds- skóla í Miami þar sem unglingaklíkur vaða uppi. Hún lendir upp á kant við voldugustu klíkuna með þeim afleiðingum að ráðist er á hana og brotin á henni önnur hnéskelin. Shale svindlar sér inn í skól- ann sem forfallakennari og kemst fljótlega að því að þama er ekki um neina venjulega unglingaklíku að ræða, heldur þrautskipulagðan eiturlyfjahring. Hann kallar því á nokkra félaga sína og fær hjálp þeirra við að berja og skjóta alla vondu kallana í spað. Myndin er með eindæmum kjánaleg og það fyndnasta er að svo virðist sem leikstjórinn og leikaramir haldi að af- urðin sé eitthvað ofursvalt og flott. Reyndar er einn svaltn og flottur karakter í myndinni, leikinn af William Forsythe, sem er að verða einn af athyglisverðustu harðhausum í aukahlutverkum nú orðið. Aðrir leik- arar em slappir en þurfa svosum ekki að sýna mikið. Tom Berenger er ekki burðugur leikari en passar ágætlega í aðalhlutverkið. Spennan er lítil því að myndin er mjög fyrirsjáanleg, og hasarinn hefur ekkert fram- yflr allar hinar hasarmyndirnar. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Robert Mandel. Aðalhlutverk: Tom Ber- enger, Diane Venora og Ernie Hudson. Bandarísk, 1996. Lengd: 112 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Phenomenon ★< Viðundur John Travoita leikur vélvirkjann George Mailey, ósköp venjulegan mann sem býr í smábæ og þjáist af óendurgoldinni ást. Á afmælisdegi hans verður hann fyrir einhverri óútskýranlegri reynslu sem verður til þess að heiiastarfsemin hjá honum kemst á flug. Hann getur ekkert sofið, les margar bækur á dag, fær snjall- ar hugmyndir og gerir uppfinningar. Hann getur meira að segja hreyft hluti með hugarorkunni. Viðbrögð fólks við nýjum hæfileikum hans era misjöfn. Margir vilja nýta sér hæfileika hans en verða jafnframt hræddir við hann og hann einangrast meðal bæjarbúa. Það er margt sniðugt í þessari mynd og oft gaman að fylgjast með íjörinu í kring- um hæfileika vélvirkjans og viðbrögðum umhverfisins við þeim. Hins veg- ar eru persónurnar frekar staðlaðar og óáhugaverðar og enginn leikaranna kemst á neitt flug, ekki einu sinni Travolta, sennilega af því að hann fékk ekkert að dansa í myndinni. I stað þess að leiða til lykta ýmsar spurning- ar sem vakna um snilligáfuna og aðlögunarhæfni hans, er Malley látinn drepast úr heilaæxli og myndin koðnar niður í eintómar tregafiðlur og táraflóð í lokin. Mynd sem fjallar um jafn stórbrotna hluti ætti að geta skil- ið meira eftir sig. Utgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: Jon Turteltaub. Aðalhlutverk: John Travolta. Bandarísk, 1996. Lengd: 118 mín. Öllum leyfð. -PJ Black Sheep Hrikalegur hrakfallabálkur ★★ Chris Farley og David Spade hafa átt gott samstarf um árabil. Þeir vöktu athygli fyrir atriði sín í Satur- day Night Live-þáttunum og héldu samstarfi siðan áfram í kvikmyndinni Tommy Boy. Black Sheep er önnur kvikmynd þeirra félaga. Eins og áður er Chris Farley hrakfallabálkur hinn mesti og stígur ekkert alltof mikið í vitið, en David Spade, sem er jafn grannur og nettur og Farley er feitur og klunnaleg- ur, fylgist með og kryddar húmorinn með stóískri kaldhæðni og eitruðum athugasemdum. Hér er Farley að eyðileggja kosningabaráttu bróður síns og Spade er fenginn til að hafa hemil á honum, með ansi takmörkuðum ár- angri auðvitað. Þeim tekst ansi vel upp hér - allavega má hlæja að mörgum atriðunum. Sérstaklega er Chris Farley oft spaugilegur og hann er mjög fær í likamstjáningunni og notar allan sinn stóra líkama til að ná fram kómískum áhrifum. Hins vegar eru aukaleikarar allir fremur ámátlegir og þá er alloft skotið yfir markið í aulahúmomum. Þetta er þó ansi gott af grínmynd að vera. Útgefandi: CIC myndbönd. Leikstjóri: Penelope Spheeris. Aðalhlutverk: Chris Farley og David Spade. Bandarísk, 1995. Lengd: 83 mín. Öllum leyfð. -PJ FYRRI VIKA 1 2 7 Ný 3 5 5 4 6 VIKUR Á LISTA 2 2 2 l 1 3 6 7 5 3 3 6 4 3 5 4 ÚTGEF. TEG. Sam-myndbönd Ðrama ClC-myndbsnd Gaman Háskólabís Spenna Skífan Spenna Sam-myndbönd Spenna Warner myndir Spenna ClC-myndbönd Gaman ClC-myndbönd Spenna ClC-myndbönd Spenna Myndform Spenna Skífan Gaman Skffan Spenna Skífan Spenna Warnermyndir Spenna Sktfan , Gaman Sam-myndbönd Spenna Skífan Spenna Háskólabíó , Spenna ClC-myndbönd Krollur Myndform Spenna TITILL Phenomenon Black Sheep Substitute Chain Reaction Fan Time to Kill Nutty Professor Twister Escape from L.A. Feeling Minnesota Multiplicity Stiptease Lone Star Eraser Beautiful Girls Heaven's Prisoners Solo Fargo Bordello of Blood Funeral Engar breytingar eru á efstu sætunum tveimur á myndbanda- listanum, en í þriðja sæti er ný mynd, Chain Reaction. Um er að ræða spennumynd með Keanu Reeves í aðalhlutverki, en þess má geta að Keanu Reeves leikur einnig aðalhlutverkið í Feeling Minnesota, sem er í tíunda sæti listans. Auk Chain Reaction eru tvær aðrar nýjar myndir á listanum, en þær eiga varla eftir að gera stóra hluti, þar sem þær eru í tveimur neðstu sætum. Vert er þó að minnast á The Funeral, sem um leið og hún kom út á myndbandi hér á landi var sett í kvik- myndahús á Bretlandseyjum þar sem hún fékk yfirleitt ágæta dóma. The Funeral er sakamálamynd, leikstýrt af Abel Fer- rera, sem er þekktur fyrir að fara eigin leiðir í gerð sakamála- mynda. í aðalhlutverki er Christopher Walken, en hann hefur leikiö áöur fyrir Ferrera, meðal annars í King of New York. Phenomenon John Travolta og Robert Duvall Hinn hlédrægi George verður fyrir því að einhvers konar eldingu lýst- ur niður í hann og vankar hann. Þegar hann rankar við sér áttar hann sig á því að áður óþekkt orka hefur hreiðrað um sig í líkama hans og huga, orka sem ger- ir honum kleift að sjá og finna fyrir óorðnum hlutum jafnframt því að hann getur nú hreyft hluti úr stað með huganum. Þeg- ar hæfileikar hans spyrjast út vekur það upp misjöfn viðbrögð. Black Sheep Chris Farley og David Spade Mike Donnelly er með afbrigðum óheppinn og er í raun eitt stykki gangandi stórslys. Nú hefur Mike ákveðið að aðstoða bróður sinn við að vinna rikisstjóra- kosningar. Þegar A1 sér að pólitískur fer- ill hans er kominn í hættu fær hann leti- blóðið Steve Dodds, til að aðstoða sig við að koma bróður sín- um úr umferð tíma- bundið. Steve sam- þykkir en áttar sig fljótt að hann er að gera hrikalegustu mistök lífs síns. The Substitute Tom Berenger og Diane Verona Kennslukona við framhaldsskóla í Fiórída hefur sagt forsprakka glæpa- klíkunnar í skólan- um strið á hendur með þeim afleiðing- um að á hana er ráö- ist. Unnusti hennar, málaliðinn Shale, ákveður að ráða sig sem forfallakennara í hennar stað í því skyni að ganga á milli bols og höfuðs á glæpaklíkunni. Hann kemst hins vegar fljótt að því að klíkan er í raun hlekkur í vel skipu- lagðri eiturlyfjadreif- ingu og ákveður að kalla félaga sína til liðs við sig. Chain Reaction Keanu Reeves og Morgan Freeman Vélvirkinn Eddie Kasalivich og vís- indakonan Lily Sinclair era í flokki vísindamanna sem hafa fundið upp nýja tegund orku. Skömmu eftir að uppfinningin er gerð er rannsóknarstofan eyðilögð í spreng- ingu og yfirmaður þeirra er myrtur. Eddie og Lily eru grunuð um ódæðið og eina von þeirra er að valdamikill emb- ættismaður leggi þeim lið, en það er allsendis óvíst að hann sé á þeirra bandi. The Fan Robert De Niro og Wesley Snipes Farandsölumaður- inn Gil hefur sjúk- legan áhuga á hafna- bolta og þegar uppá- haldslið hans festir kaup á stórstjörn- unni Bobby Ray- burn, fara undarleg- ir hlutir að gerast i höfði Gils. Þegar Bobby stendur ekki undir væntingum ákveður Gil að taka til sinna ráða og koma stjömunni aft- ur á beinu brautina. Brátt fara áform Gils að taka á sig óhugn- anlega mynd, til að mynda er morð í hans augum aðeins leikur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.