Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Qupperneq 4
24
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997 13 "V
garðar og gróður
NÝ, SPENNANDI HÚSGÖGN
ÚRGEGNHEILUM HARÐVIÐI
FYRIR ÍSLENSKA VEÐRÁTTU
OG ÞÍNA PYNGJU!
Nú er rétti tíminn til að leggja drög að skemmtilegum sumarstundum úti
í garði í góðra vina hópi. Náttúruvænu húsgögnin frá okkur falla vel að
fegurð gróðursins og skapa gestum þínum aðlaðandi umgjörð og þægindi.
Komdu í heimsókn til okkar á Nýbýlaveginn.
SJÁÐU! SNERTU! PRÓFAÐU! UPPLIFÐU!
NÝBÝLAVECI 30, KÓPAVOGI DALBREKKUMEGIN, SÍMI 554 6300
GLERÁRGÖTU 28, AKUREYRI, SÍMI 461 3361
Blákornið er áhrifaríkt við plöntun á
litlum trjám og gott fyrir sumarblóm
og skrautrunna.
Fáðu upplýsingabœkling á nœsta
sölustað.
ÁBURÐARVERKSMIÐJAN HF.
Stærsta einkarekna gróðrarstöð
landsins á 30 ára afmæli í ár. Af því
tilefni voru eigendurnir, Martha C.
Björnsson og Pétur N. Ólason, (Per í
Mörk) teknir tali.
Mikið vatn hefur runnið til sjáv-
ar og miklar breytingar hafa orðið á
sviði garðyrkju síðan Per og Martha
hófust handa. Þann 1. ágúst 1967 var
þeim úthlutað um 1 hektara lands í
Fossvogsdalnum og hófst vinna á
svæðinu strax þann 2. ágúst. Þurrka
þurfti upp það svæði sem nota átti
undir ræktun og einnig var gífur-
legt illgresi á landinu sem þau
fengu. Gróðrarstöðin Mörk hefur
frá upphafi verið staðsett á sama
stað þótt miklar breytingar hafi átt
sér stað í gegnum árin.
Áður en þau fengu úthlutað höfðu
þau safnað að sér töluvert af fjölær-
um plöntum og stiklingum af víði.
Vorið 1968 var plantað talsverðu
magni af birki, víði stungið og rækt-
un fjölæringa fór á fullt skrið.
Fyrstu árin unnu Per og Martha
aðra vinnu en frá 1971 hafa þau
helgað alla sína starfskrafta gróðr-
arstöðinni og í dag eru þau með 2-3
heilsársstarfsmenn og milli 30 og 35
sumarstarfsmenn.
Fyrsta söluár Markar var 1970, þá
voru einu sumarblómin sem þau
ræktuðu tvíærar, yfirvetraðar stjúp-
ur en frá þvi er fyrsta gróðurhúsið
var byggt 1974 hafa þau ræktað öll
sumarblómin sjálf.
Per segir að þau hafi í raun farið
af stað með nýja gróðrarstöð á rétt-
um tíma. Fólk var enn að jafna sig
á hretinu 1963 en 9. apríl það ár
hrundi hitastig úr plús 10-12 gráð-
um í mínus 8-10 stig á um sex
klukkutímum, eftir langvarandi
hita og gróður orðinn allaufgaður
sunnan- og vestanlands. Mikið af
gróöri drapst í þessum landshlut-
um.
Gróðrarstöðin Mörk hefur lagt
mikið upp úr erfðaefni plantna og
lagt mikla vinnu í að finna efnivið
sem hentar hér á landi. Á upphafs-
árunum var farið út um allan bæ og
leitað að plöntum sem höfðu lifað
hretið af. Til að byrja með var að-
aláherslan lögð á skrautrunna en í
gegnum tíðina hefur Per farið marg-
ar ferðir til útlanda til að safna efni-
viði sem þrífst hér á landi. Gróðrar-
stöðin Mörk hefur einnig tekið þátt
í kynbótaræktun á birki og hefur öll
þessi tilraunastarfsemi tekið mikið
pláss á gróðrarstöðinni.
Strax 1970 voru þau búin að fylla
þennan eina hektara sem þau fengu
í upphafi og fengu meira land. í dag
er Mörk um 5 hektarar í tveimur
sveitarfélögum, 3 í Kópavogi og 2 í
Reykjavík. Auk þess var árið 1976
keypt jörð í Villingaholtshreppi og
hefrn- þar að mestu farið fram rækt-
un á greni og nokkrum víðitegund-
um.
Byggingarsagan
Strax á fyrsta ári var byggt lítið
hús fyrir vinnuaðstöðu og bjuggu
Per og Martha í þvi húsi á sumrin
til að byrja með. Á árunum
1971-1973 var byggt íbúðarhús sem
þau búa í og hefur síðan þá bæst við
eitt hús árlega.
Mikil breyting varð i allri ræktun
árið 1974 þegar fyrsta gróðurhúsið
var byggt. Allir möguleikar til rækt-
unar jukust til muna, bæði ræktun
sumarblóma og ekki hvað síst rækt-
un pottaplantna. í dag eru þau með
500 m2 í gróðurhúsum og um 2000 m2
í plasthúsum.
í dag býður gróðrarstöðin Mörk
upp á 700 mismunandi tegundir
plantna; tré og runna, fjölæringa, |
sumarblóm og matjurtir. Auk þess
er hægt að kaupa skógarplöntur hjá
þeim, en árið 1990-’91 ræktuðu þau
800.000 skógarplöntur fyrir „Átak
um landgræðslu" og hafa haldið
áfram að rækta skógarplöntur upp
frá því.
Ekki hefur verið tekin nein
ákvörðun um það hvort 30 ára af-
mælisins verði minnst með sérstök- '
um hætti í sumar en salan opnar j
væntanlega fyrir miðjan maí og er i
nokkuð víst að samkvæmt venju
verður mikið úrval af glæsilegum
plöntum til í Mörk.
Pegar Per og Martha byrjuðu í Fossvoginum leit svæðið ekki ræktarlega út.