Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 1997
*
32 *
garðar og gróður
Nú fer í hönd algengasti gróður-
setningartíminn. Langflestir gróð-
ursetja að vori til en þá hafa plönt-
umar allt sumarið til aö mynda
rætur og festa sig fyrir langan og
erfiðan, íslenskan vetur.
Þó vorið sé hvað heppilegasti tím-
inn til gróðursetningar er haustið í
raun ekkert síðra til þeirra verka.
Versti tími til gróðursetnigar er um
mitt sumar þegar plöntur eru í öru-
• stum vexti og árssprotamir við-
kvæmastir fyrir hnjaski.
STÉIT
HELLUSTEYPA
HYRJARHÖFÐI 8
112 REYKJAVÍK
SÍMI 577 1700-FAX 577 1701
Stéttin
erfyrsta
skrefið
iim...
afheflum
ogsteinum.
Mjöggottverð
Hafið holurnar vel stórar, setjiö plöntuna rétta I, moklð að og stigið létt á til
aö þétta að.
Undirbúið vel
Áöur en gróðursetningin sjálf fer
fram þarf að huga að nokkrum þátt-
um. Jarðvegurinn þar sem planta á í
þarf að vera góður og nægilega djúp-
ur. Beð sem i fer runnagróður ætti að
vera um 60 sm djúpt og þar sem
stærri tré em sett veitir ekki af 80 sm
dýpt af góðum jarðvegi.
Rétt notkun næringarefna er mik-
ilvæg. íslenskur jarðvegur er súr og
þarf því aö kalka hann. Heppilegt
magn í nýja garða er 15-25 kíló af
kalki á hverja 100 fermetra. Þrífosfat
eykur rótarvöxt og ætti að gefa um
4-5 kíló af því á hverja 100 fm, 10-15
kíló af blákorni eða trjákorni á
hveija 100 ön og einnig ætti alltaf að
nota einhvem húsdýraáburð. Gætið
þess þó að húsdýraáburðurinn fari
ekki óblandaður á rætur gróðursins
en þær geta brunnið undan sterkum
skítmun.
Ef gróðursetja á stærri tré þarf að
binda þau upp strax að lokinni gróð-
ursetningu og þarf þá að eiga tilbúin
efni í það. Klippur þarf að hafa til að
laga ef greinar eöa rætur brotna og
aðgangur að vatni er nauðsynlegur.
Ekki sól á berar rætur.
Besta veðrið til gróðursetningar er
rakt og lygnt veður. Ef gróðursetning
fer fram í sólskini þarf að gæta vel að
sólin skíni ekki á berar ræturnar.
Frágangur á plöntum frá gróðrar-
stöðvum er þrenns konar, pottaplönt-
ur, berróta og i grisju. Langflestar
tegundir runna era afgreiddar í pott-
um eða plastpokum sem gera sama
gagn og pottar. Þessar plöntur verða
ekki fyrir neinni rótarskerðingu og
er einna helst að í lagi sé að gróður-
setja þær á hvaöa tíma ársins sem er.
Þegar þessar plöntur era gróðursett-
ar era þær teknar úr pottunum eða
pokunum, stundum era rætumar
mjög þéttar og er þá gott aö losa að-
eins um þær áður en gróðursett er.
Einnig kemur oft fyrir að rætmnar
hafa vaxið í gegnum loftunargöt og er
þá betra aö klippa á þær frekar en að
rífa þær.
Berróta plöntur eru þær sem litla
sem enga mold hafa um rætumar og
era margar plöntur sem notaðar era
í limgerði afgreiddar þannig, t.d.
víðitegundir og mispili. Flest stærri
tré og einnig oft stærri runnar era af-
greidd með góöum hnaus sem pakk-
að er i grisju. Yfirleitt er plantað með
grisjunni á og hún eyðist svo í jarð-
veginum, en þó er enn eitthvað um
að grisjumar séu svo þykkar að þær
þurfi að fjarlægja fyrir gróðursetn-
ingu og er sjálfsagt aö spyijast fyrir
um það þegar plantan er keypt.
Góðar holur - rétt dýpt
Við gróðursetningu skal alltaf
gæta þess að holumar séu vel rúmar
og að plöntunum sé plantað í rétta
dýpt. Ekki reyna að troða plöntum í
of litlar holur, takið frekar aftur í
skófluna og stækkið holuna.
Misjafnt er eftir tegundum hve
djúpt á að gróðursetja. Allur víðir
þolir vel að fara dýpra niður en hann
stóð áður og er hann gjarnan gróður-
settur allt að 10 sm dýpra en hann
stóð. Ágræddar rósir á að gróðursetja
þannig að ágræðslustaðurinn fari um
10 sm undir yfirborðið. Reynir, birki,
hlynur, greni og furur eru plöntur
sem þola illa að fara dýpra en þær
stóðu áður.
Þegar plantan er komin í holuna
er mokað að henni og jarðvegurinn
þéttur að henni með því að stíga
laust á hann, plöntunni er haldið
réttri á meðan. Gætið þess alltaf að
gróðursetja plöntumar beinar.
Eftir gróðursetningu er vökvað vel
Uppbinding á stærri
trjam
Flest tré sem era stærri en 1,5 m á
hæð þurfa stuðning eftir gróðursetn-
ingu. Ýmist er að stutt sé við tré með
einum eða tveimur staurum. Tveggja
staura binding gefur betri stuðning.
Við flutning á stórum tijám eru
stundum notaðir fleiri staurar en það
fer allt eftir aðstæðum í hvert sinn.
Áður en bundið er upp þarf að átta
sig á ríkjandi vindátt svo uppbind-
ingin skili hlutverki sínu. Stauramir
þurfa að ganga vel ofan í jörðina,
eins nálægt trénu og mögulegt er án
þess þó að ganga í gegnum rótar-
hnausinn. Ef staurinn er laus er al-
veg eins gott að sleppa því að binda
við hann og gerir laus staur meira
ógagn en gagn. Staurinn er rekinn
nokkuð beint niður en þó betra að
hann halli aðeins frá trénu en að því.
Við uppbindinguna sjálfa er best að
nota mjúka og svera vafhinga og er
grisja mjög góð en einnig er gott að
nota gúmmíslöngu sem búið er að
klippa í 5-7 sm ræmur. Grisjumar
era betri að því leyti að það andar
betur í gegnum þær, en reynslan hef-
ur sýnt að börkurinn getur farið illa
í loftleysinu sem myndast undir
gúmmíteygjunum og er t.d. reynir
viðkvæmur fyrir því. Notiö alls ekki
mjóa spotta, vír eða aðra harða hluti
sem skerast i gegnum börkinn.
Bindiefnið er fyrst fest í staurinn
og er best að nota pappasaum til
þess, síðan er settur einn vafningur
utan um tréð og vafið svo þéttings-
fast að staumum aftur. Endinn er
festur við staurinn og gert eins með
hinn staurinn ef um tveggja staura
bindingu er að ræða. Endað er með
því að saga ofan af staumum
nokkrum sm ofan viö uppbinding-
una. Ef ekki er sagað ofan af staum-
um er hætt við að tréð skemmist við
það að nuddast við hann.
Uppbinding þarf yfirleitt að vera
fyrstu 2-3 árin eða meðan tréð er að
rótfesta sig.
| Stóra garðabókin
í fyrrasumar kom út garð-
yrkjubókin Stóra garðabókin, al-
fræði garðeigandans. Er þetta ein
sú glæsilegasta og ítarlegasta
garðyrkjubók sem komið hefúr
út hér á landi.
Við gerð Stóra garðabókarinn-
ar var víðfræg bresk garðyrkju-
bók, The Encyclopedia of Garden-
ing, lögð til grandvallar við efni-
j stök og uppbyggingu, en efhi
hvers kafla var síðan endursamið
| frá grunni og lagað að íslenskum
aðstæðum.
Aðalritstjóri bókarinnar var
1 Ágúst H. Bjamason grasafræð-
| ingur og aðstoðarritstjórar voru
{ Óli Valur Hansson og Þorvaldur
| Kristinsson.
Til liðs við sig hafa þeir fengiö
I marga þekkta grúskara og fræði-
menn í garðrækt sem hafa lagt til
eftii, hver á sínu sviði.
Bókin er prýdd nær 3000 lit-
I myndum og í sérstökum mynda-
röðum era sýnd rétt handbrögð
og áhugamönnum kennd einfóld
en nauðsynleg tækniatriði.
i -áj