Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1997, Blaðsíða 15
I MIÐVIKUDAGUR 7. MAI 1997 garðar og gróður Þegar tvær eða fleiri greinar nuddast saman, eins og hér sést, er klippt þar til ein er eftir. Klippingar: Klippingar tijáa og runna eru vandaverk sem vinna þarf þó nær árvisst. Ekki verður neinn meistari í klippingum á einum vetri og því síður á því að lesa eina stutta grein eins og þessa. Hér verður fyrst og fremst leitast við að gefa almennar leiðbeiningar um klippingar á trjám. Alltaf er öruggast að leita til fagmanna í verkum eins og þessum, sérstaklega ef um miklar klippingar er að ræða eða gömul og verömæt tré eiga í hlut. Klippt á dvalartíma Aðalklippingartíminn er að vetri meðan gróður er I hvíld. Á þeim tíma er einnig miklu betra að átta sig á vaxtarlagi stærri trjáa. Birki (Betula), elri (Alnus) og hlynur (Acer) eru tegundir sem flokkast undir blæðara, þ.e. mikill safl lekur úr þeim ef klippt er þegar safaþensla er mikil, og ætti að klippa þessar plöntur ekki seinna en í miðjum april. Birkilim- gerði þola þó alveg snyrtingu á ársvexti en ef til stendur að mjókka það eða á annan hátt klippa í gamlan við ætti að gera það fyrir áðurnefnd- an tíma. Þó að vetrartíminn sé að- alklippingartíminn er alltaf verið að laga og snyrta nær allan ársins hring. Margir garðeigendur sumarklippa limgerðin hjá sér, sérstak- lega ef um víðilimgerði er að ræða. Eins á alltaf að taka brotnar greinar í hurtu um leið og skaðinn uppgötvast. Fjarlægið alltaf dauðar greinar Við klippingar á trjám eru nokkur grundvallaratriði sem þarf að fara eftir ef við- unandi árangur á að nást. Mikilvægt er að skoða tréð úr smáfjarlægð áður en haf- ist er handa og reyna að átta sig á þvl hvaða greinar á að fjarlægja. Fyrsta skrefið er alltaf að fjar- lægja dauðar greinar. Öll rótarskot eru og sneidd í burtu. Greinar sem vísa inn í miðju trésins skal fjar- lægja og einnig greinar sem vaxa samhliða stofni trésins. Ef tvær eða fleiri greinar vaxa í kross og nuddast saman eða stefna í það þarf að fækka þeim þar til ein grein er eftir. Hafa skal það í huga að betra er að mynda fá stór sár en mörg lítil. Greinarhálsinn mikil- vægur Við klippingu er mjög mikilvægt að sárin séu á réttum stað. Mikil- vægt er að skerða ekki greinarháls- inn. Greinarhálsinn er þykkildi sem situr neðst á greininni. Hann er nokkuð áberandi. 1 honum eru nátt- úruleg efni sem hamla gegn roti og sveppasýkingu og er því afar miklil- vægt að hann sé ekki sniðinn í burt en hafa skal þó sárið nokkuð nálægt honum þannig að ekki séu skildir eftir stubbar. Jafnframt skal leitast við að hafa sárin sem minnst. Þegar fjarlægðar eru stærri grein- ar er best að taka þær í áfongum. Fyrst er sagað upp í greinina nokk- uð frá greinarhálsinum, síðan er greinin söguð af aðeins fjær og end- að á því að saga stubbinn í burtu. Með þessari aðferð er komið í veg fyrir að þung greinin rífi börkinn og myndi ljótt sár. Eitt er það sem mikilvægt er fyr- ir garðeigendur að átta sig á. Tré eru einstaklingar með mismunandi vaxtarlag að upplagi. Ekki er bara misjafnt milli tegunda hvemig tréð vill verða heldur er einnig einstak- lingsmunur. Sum birkitré verða ekki falleg einstofna og sama má segja um reyninn og margar aðrar tegundir. Annað er það sem maður er alltaf að reka augun í og það er þegar fólk er að stýfa ofan af trjám. Mörg tré þola þessa meðferð alls ekki og veslast upp og deyja og þar fyrir utan er þetta ein sú mesta eyðilegging á gróðri sem maður sér. Miklu betra er að fækka trjánum til að veita sól í garðana. Klipping skrautrunna Þegar skrautrunnaplanta eldist þarf í flestum tilvikum að fjarlægja eldri greinar svo þær yngri og kraft- meiri fái rými. Hjá öllum nmnum fer þessi klipping fram um veturinn og er þá reynt að klippa eldri greinar í burtu alveg frá jörðu. Við klippingu skraut- mnna þarf að taka mið af blómgunartíma þeirra. í megindráttum má skipta þeim í þrjá flokka. í fyrsta flokki eru runnar sem bera blóm i toppi fyrraárssprota. Blómhnapparnir myndast síðsumars og plöntumar blómstra fyrri part sumars. Þessir runnar eru klipptir að blómgun lokinni, þá em visnir blómklasar fjarlægðir til að hjálpa til við myndun nýma blómhnappa. í öðrum flokki eru mnnar sem blómgast á stuttum sprotum eldri greina. Þeir era klipptir síðvetrar og fram á vor áður en brum opnast. í þriðja flokknum em runnar sem blómgast á árs- sprotum. Þessir runnar eru ýmist klipptir alveg niður og látnir endurnýja sig eða að elstu greinarnar era fjar- lægðar. Berjarunnar Margir sem em með berja- runna halda að stór og mikil planta hljóti að gefa mikla uppskem. Þetta er rangt því best er að hafa fáar og kraft- miklar greinar sem era um tveggja til fimm ára gamlar en sá aldur gefur hvað bestu uppskeruna. Eftir það eru greinarnar að taka mikla næringu án þess að skila upp- skeru. Eldri greinar em nokkuð dekkri en þær yngri og því nokkuð auðþekkjanlegar. Til að fá sem mesta uppskeru em því eldri grein- ar sneiddar í burt og einnig er reynt að stuðla að opnum vexti mnnans og greinar sem liggja neðarlega og jafnvel alveg niðri í jörðinni em sneiddar burt. Greinar sem ganga í gegnum runnann og særa aðrar greinar eru sneiddar í burtu, sem og að sjálfsögðu brotnar greinar. Greincunar eru teknar eins neðar- lega og hægt er. Rétt klipping er einn þeirra þátta sem stuöla aö aukinni blómgun. Best að yfirfara á hverju ári 35 ' - , ' i mam* Heildverslun Sævarhöfða 2 sími: 567 4151 sem fást í helstu verslunum um land allt *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.