Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 26. MAÍ 1997 7 x>v________________________________Fréttir Grunnskólinn á Flateyri: Skólastjóri látinn hætta - borinn „alvarlegum ásökunum” í kvörtunarbréfi DV, ísafjaröarbæ: Björn E. Hafberg, skólastjóri grunnskólans á Flateyri, skrifaði þann 6. maí undir starfslokasamn- ing við ísafjarðarbæ í kjölfar ásak- ana sem á hann voru bomar af tveim samkennunun hans. Mun hann reyndar ekki hafa átt nema þrjá kosti í stöðunni, að sitja áfram gegn vilja yfirboðara sinna og eiga uppsögn yfir höfði sér, segja upp sjálfur, eða þiggja starfslokasamn- ing með sex mánaða launum. Meirihluti kennara við skólann hefur ritað fræðslunefnd yfirlýs- ingar til stuðnings Bimi þar sem þeir lýsa m.a. undrun sinni á þvi að skólayfirvöld hafi á engan hátt kannað málið eða leitað upplýs- inga hjá þeim, auk þess sem þeim þykir að sér vegið í þeim ávirðing- um sem á skólastjórann eru born- ar. Líklega tvö bréf Bjöm, sem jafhframt er varabæj- arfulltrúi Alþýðuflokksins í bæn- um, segist í greinargerð um málið fyrst hafa heyrt af áburðinum á hendur sér þann 13. apríl sl. á fundi með Rúnari Vífilssyni, skóla- og menningarfulltrúa ísafjarðar- bæjar. Rúnar sagði honum þá ffá kvörtunarbréfi eða bréfum sem borist höfðu til formanns fræðslu- nefndar, Óðins Gestssonar, Sjálf- stæðisflokki, og væru bréfin lík- lega tvö, annað frá tveim samkenn- umm hans, Hörpu Jónsdóttur og Sigrúnu S. Jökulsdóttir, sem jafh- framt er trúnaðarmaður kennara. Gerði Rúnar skólastjóranum ljóst að formaður fræðslunefndar áliti að hann yrði að láta af störfum vegna þessara bréfa. Könnuöust ekki við bréfiö Hafði Björn samband við alla fasta kennara skólans nema Hörpu Jónsdóttur, sem hann náði ekki í, og gerði þeim grein fyrir hvaða staða væri komin upp. Enginn þeirra kannaðist við að hafa sent bréf. Sigrún og Harpa viðurkenndu þó á kennarafundi 17. apríl að hafa sent slíkt bréf. Neituðu þær þá að upplýsa um innihald þess. Á fundi með formanni skóla- nefndar mánudaginn 21. april kom fram að lykilatriði málsins væri að Bjöm léti af störfum. Fengu aö lesa bréfiö Þann 6. maí skrifaði Bjöm svo undir starfslokasamning, en ítrek- aði að hann gæti ekki lokið málinu fyrr en hann fengi að minnsta kosti nánari skýringar á því hvað við væri átt með orðum formanns- ins, „mjög alvarlegar ásakanir". Síðar þennan sama dag var hald- inn fræðslunefhdarfundur þar sem tilkynnt var um gerðan starfsloka- samning. Fengu fúlltrúar fræðslu- nefndar þar að lesa áðurnefnt bréf kennara. Mun það hafa komið sumum fræðslunefndarfulltrúum á óvart að einn fúlltrúi nefndarinn- ar, Magnea Guðmundsdóttir, Sjálf- stæðisflokki, hafði áður fengið að lesa umrætt bréf án þess að aðrir nefndarmenn hefðu hugmynd um tilveru þess. Hafði Björn fengið það staðfest að Magneu hafði upp- haflega verið afhent bréf kennar- anna mánuöi áður en aðrir fræðslunefndarmenn, fyrir utan formanninn, höfðu vitneskju um málið. Ýmsar kvartanir borist I greinargerð vegna starfsloka- samnings kemur fram að formanni fræðslunefndar hafi borist ýmsar kvartanir frá foreldrum á síðast- liðnu sumri vegna skólastjórans. í mörgum þessara tiifefla hafi verið um „mjög alvarlegar ásakanir að ræða“ sem formaðurinn telur ekki rétt að gera opinberar. Ekki sé ætl- unin að fremja neina aftöku á við- komandi starfsmanni, heldur að reyna að komast frá málinu í ró og spekt. Telur hann aö það sé ekki málinu tfl framdráttar að tíunda hverja einustu ásökun. Síöan segir í greinargerö- inni: „Nú er það svo að það hlýtur að vera krafa skólastjórans að fá vitn- eskju um ef foreldrar eru óánægð- ir með eitthvað í framkomu hans gagnvart sínum börnum og skóla- starfinu í heild sinni.“ Þrátt fyrir þessa klásúlu í grein- argerðinni þótti ekki ástæða tfl að upplýsa Björn um það sem kaflað- ar eru „mjög alvarlegar ásaknir á hendur honum“, sem voru þó tald- ar svo alvarlegar að ekki væri um annað að ræða en að láta hann hætta störfum. Ekki mun heldur hafa þótt ástæða til þess áður að gera athugasemdir við Bjöm eða að veita honum áminningu. Pólitískar erjur? Á fundi í nýlega stofnuðu félag jafhaðarmanna í ísafjarðarbæ á þriðjudag var m.a. fjaflað um þetta mál. Samkvæmt heimildum blaðs- ins telja menn eftir þann fund erfitt að gera nokkuð þar sem Björn hafi þegar skrifað undir starfslokasamning. Því sé ekki bú- ist við að það yrði látið brjóta á þessu máli í meirihlutasamstarfi Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Hins vegar sé málsmeðferðin ámælisverð og mjög alvarlegt mál hvemig að hlutum var staðið. Þá taldi einn viðmælenda blaðsins að „skítalykt" væri af þessu máli og menn yrðu að opinbera hvað lægi þarna að baki. Þá spyrja menn þeirrar spumingar hvort pólitísk- ar erjur þeirra Bjöms og Magneu liggi að baki þessari málsmeðferð og má geta þess að Björn beitti sér mjög fyrir myndun vinstri meiri- hluta í nýja sveitarfélaginu eftir síðustu hæjarstjórnarkosningar. Ofan á þetta vakna svo spurningar um stjórnsýslulög og lög um rétt- indi og skyldur opinberra starfs- manna. í samtali við blaðið sagðist Björn Hafberg ekki telja rétt að tjá sig opinberlega um málið að svo stöddu þar sem það væri formlega ekki enn komið til fræðslunefhdar. Því væri rétt að nefndin fengi fyrst að fjalla um málið. Þrátt fyrir margítrekaðar til- raunir blaðamanns náðist ekki í Óðin Gestsson varðandi þetta mál. -HK Rýmingar 10-50% afsláttur Seljum sýningareintökin. Litið útlitsgölluð myndbandstæki, sjónvarpstæki, hljómtæki og bíltæki. Nú er lag að eignast ný tæki á hlægilega góðu verði. Sjðnvarpsmiðstððin 5ÍÐUMÚLA 2 • 5ÍMI 5B8 90 90

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.