Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1997, Page 14
14
MÁNUDAGUR 26. MAÍ 1997
útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjórl: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoöarritstjóri: EUAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
RitsÁórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds.
Réttmæt mótmæli
Þolinmæöi íbúa við Miklubraut í Reykjavík er á þrot-
um. Þeir búa við mikið ónæði og mengun af völdum bíla-
umferðar á þessari miklu umferðaræð borgarinnar.
Rúmlega 50 þúsund bílar aka daglega um gatnamót
Miklubrautar og Lönguhlíðar. Umferðarljós eru á gatna-
mótunum þannig að mengun og hávaði verður enn
meiri þar vegna þess að bílar eru sitt á hvað stöðvaðir
eða teknir af stað.
íbúamir hafa lengi barist fyrir úrbótum en lítið hefur
gengið. Fólk hefur lýst ástandinu þar sem það getur ekki
sofið við opna glugga vegna hávaða og óþrifa. Tjara sest
á hús og glugga þannig að lítt sést út. Sótið berst inn í
híbýli fólks, á gluggatjöld og húsgögn. Því hefur og ver-
ið haldið fram að mengunin sé heilsuspillandi. íbúar á
svæðinu hafa lýst veikindum þar sem menguninni er
kennt um.
Ástand þetta gerir íbúunum erfitt fyrir. Margir hafa
búið lengi í hverfmu og kunna vel við sig ef ekki væri
hin mikla bílaumferð. Þeir vilja því bót á ástandinu í
stað þess að neyðast til þess að flytja annað. íbúðir við
Miklubraut og í Hlíðahverfi Reykjavíkur eru vel stað-
settar og stutt í margs konar þjónustu. Þeir sem hins
vegar hafa gefist upp á ástandinu og vilja fara annað búa
við það böl að ástandið við Miklubraut hefur áhrif á
söluverð íbúða. Vandinn er vel þekktur og því gengur
verr en ella að selja íbúðir á þessu svæði og verð er
lægra en það ætti að vera. Mengunin og hávaðinn setja
því eins konar átthagaíjötra á þá sem þama búa. Sumir
eru því nauðbeygðir að búa áfram á svæðinu þótt þeir
kysu að flytja brott.
Borgaryfirvöld vita af vandanum og í aðalskipulagi
Reykjavíkur er gert ráð fyrir því leyst verði úr vanda
íbúa við neðanverða Miklubraut með lagningu brautar-
innar í stokk ofan við Snorrabraut að Reykjahlíð, fram-
hjá Rauðarárstíg.
Þetta er þarft verk og nauðsynlegt en leysir aðeins
hluta vandans. Eftir stendur vandi íbúanna að gatna-
mótum Stakkahlíðar og Miklubrautar sem búa við svip-
að ástand og íbúar neðar við Miklubraut. Vegna þessa
efndu íbúar við Miklubraut til mótmæla og lokuðu um-
ferðaræðinni á háannatíma á föstudag. Að vonum olli
það mikilli röskun á umferð.
íbúamir telja að of skammt sé gengið í tillögum borg-
aryfirvalda og leggja til að Miklabraut verði lögð í stokk
frá Stakkahlíð í stað Reykjahlíðar. Þeir hafa mikið til
síns máls og ber borgaryfirvöldum að taka málið til
gaumgæfilegrar skoðunar.
Um er að ræða mikla og dýra framkvæmd en vart
verður hjá henni komist. Það er erfitt að bjóða íbúum
borgarinnar upp á þessar aðstæður. Umferð bíla hefur
aukist gríðarlega og tillit verður að taka til þess. Athygli
manna hefur beinst í auknum mæli að umhverfismál-
um. í nýjum hverfum borgarinnar ber að sjá til þess að
bílaumferð valdi ekki óþarfa ónæði eða mengun. Erfið-
ara er að fást við ástandið í grónum hverfum. Það verð-
ur að leysa vanda þeirra sem verst eru settir og það sem
fyrst.
Mótmæli íbúanna við Miklubraut áttu því fullan rétt
á sér. í framhaldi af þeim kynna þeir borgaryfirvöldum
tillögur til lausnar vandanum. Það er yfirvalda að finna
viðunandi lausn svo borgurunum verði tryggt að þeir
geti búið við eðlilegan heimilisfrið og að íbúðir fólks séu
ekki heilsuspillandi vegna umhverfismengunar.
Jónas Haraldsson
Utanríkisráðherra var óvenju
vanstilltur á Alþingi um daginn
þegar sá sem þetta ritar kallaði
eftir svörum af hans hálfu við
þeim áformum hans að gjörbreyta
allri starfsemi í Leifsstöð á Kefla-
víkurflugvelli og skapa þannig
óþolandi óvissu fyrir þá 200 starfs-
menn sem í hlut eiga. Ráðherrann,
sem venjulega er hógvær í tali,
sýndi þjóðinni alveg nýja hlið á
sér þegar hann svaraði út úr og
hafði allt á homum sér og gusaði
út úr sér stóryrðunum.
Það fór ekkert á milli mála hjá
þeim sem með fylgdust að utanrík-
isráðherrann hafði vondan mál-
stað að verja og greip því í það
hálmstráið að ausa úr skálum
reiðinnar yfir allt og alla. „Er
þingmaðurinn heymarlaus?“
spurði ráðherrann í angist sinni
þegar þingmenn fengu engan botn
í Fríhafnarversluninni á Keflavíkurflugvelli. - Skilaði heilum 650 milljón-
um króna beint í ríkissjóð á síðasta ári.
Halldór og
heyrnarleysið!
lega áttað sig á því
að hann hafði gert
mistök. Og hann dró
í land. Nú skyndi-
lega áttu þessar
byltingarkenndu
breytingar ekki að
hafa nein umtals-
verð áhrif. Sam-
dráttur í Fríhafhar-
viðskiptum átti að-
eins að vera um
5-7% í stað niður-
skurðar sem sam-
svaraði 40% minnk-
un í umfangi. Það er
vissulega fagnaðar-
efni fyrir þá starfs-
menn sem hlut eiga
að máli. Og hann
lofaði því að engum
„Utíl fyrirtæki í smáiönaði, svo
sem í ullarvöru og matvælum,
hafa litiö á verslun íslensks mark-
aöar á flugvellinum sem þunga-
miöju í kynningu og sölu þeirrar
framleiöslu. “
Kjallarinn
Guðmundur Árni
Stefánsson
alþingismaður
í málflutninginn. Jú,
það heyrðu allir vel í
ráðherranum á þingi
en það var erfiðara að
skilja svunt sem frá
honuir> kom.
Létt í va^a
En látum vera með
það. Vissulega er for-
maður Framsóknar-
flokksins mannlegur
og á sína slæmu daga,
eins og allir aðrir.
Hinn alvarlega þáttur
málsins eru þau áform
sem ráðherrann hafði
kynnt á fréttamanna-
fundi og vörðuðu
kúvendingu á mörgum
sviðum í þjónustu og
starfsemi Leifsstöðv-
ar. Og þær breytingar
voru tilkynntar, án
þess að ráðherrann né
hans umboðsmenn
hefðu hreyft því máli
við þann stóra hóp
starfsmanna sem
starfar í Leifsstöð-
inni.
Samkvæmt yfirlýs-
ingum ráðherrans um
breytingar á starfsemi í Fríhöfn,
íslenskum markaði og hjá toll-
gæslunni var unnt að draga þær
ályktanir að 60-70 manns hefðu
misst vinnuna hjá þessum aðilum.
Ráðherrann svaraði því til í fyrstu
að ný fyrirtæki, sem myndu vænt-
anlega koma til skjalanna, myndu
skapa ný störf í stað þeirra sem
hyrfu. Það er hins vegar létt í vasa
þeirra starfsmanna sem hlut eiga
að máli, því þeir hafa enga trygg-
ingu fyrir því, að þau störf falli í
þeirra hlut.
Dregiö í land
En í umræðunum á Alþingi
kvað þó við nýjan tón að sumu
leyti. Ráðherrann hafði augljós-
yrði sagt upp.
Enginn gerir athugasemdir við
þær tilraunir utanríkisráðherra
að auka tekjur Leifsstöðvar. Þær
eru hins vegar verulega fyrir.
Margnefhd Fríhafnarverslun er
aðalgullkistan í þeim efnum og
skilaði heilum 650 milljónum
króna beint inn i ríkissjóð á síð-
asta ári. Hafa tekjur hennar farið
vaxandi ár frá ári. Það er því
vandséð hvemig samdráttur í
þeim arðbæra rekstri á að leiða til
tekjuauka í Leifsstöð þótt vissu-
lega sé von í því ef stærri hluti
flugstöðvarinnar fer í þjónustu- og
sölustarfsemi.
Önnur hlið þessa máls lýtur að
starfsemi íslensk markaðar en
ráðherra hafði boðað helmings-
samdrátt í verslunarrými fyrir ís-
lenskan vaming. íslenskur mark-
aður er framvörður eða sýningar-
gluggi íslenskrar framleiðslu
gagnvart þeim hundmðum þús-
unda erlendra ferðamanna sem
leið eiga um Leifsstöð á ári hveiju.
Lítil fyritæki í smáiðnaði, svo sem
í ullarvöru og matvælum, hafa lit-
ið á verslun íslensk markaðar á
flugvellinum sem þungamiðju í
kynningu og sölu þeirrar fram-
leiðslu. Það er varhugavert að
kasta þeirri dýrmætu reynslu og
þekkingu í markaðsstarfi fyrir ís-
lenskar vörur út um gluggann að
óathugöu máli.
Vanhugsaö
Þá er óhjákvæmilegt annað en
nefna vanhugsaðar hugmyndir
ráðherrans og ráðgjafa hans
um útboð á vopnaleit við brott-
fór. Sú mikilvæga öryggisþjón-
usta hefur verið innt af hendi
af hálfu tollvarða þar syðra.
Þeir hafa með öðrum orðum
sinnt vegabréfaeftirliti, vopna-
leit og tollgæslu jöfhum hönd-
um og þvi verið góð nýting og
samhæfing á þeim 30 tollvörð-
um sem þar starfa. Það er
þekkt í Leifsstöð að álagspunkt-
arnir þar eru tveir: að morgni
dags við brottfarir og í síðdeginu
við heimkomu. Tollgæslan nýtist
því einkar vel. Það er vandséö
hvort og hvemig tvískipting þess-
arar öryggisgæslu, vopnaleit og
tollgæslu, muni spara fjármuni og
auka öryggi.
Meginatriðið er hins vegar að
„hókus-pókus“ aðferðir og ókurt-
eisi í garð starfsmanna hjá fyrir-
tækjum sem skilaö hafa milljörð-
um í ríkissjóð á síðustu árum
leysa ekki vandamál. Né heldur
pirringur í utanríkisráðherra. Það
vita allir þeir sem vilja sjá, heyra
og skilja.
Guðmundur Ámi Stefánsson
Skoðanir annarra
Einhleypingasamfélagiö
„Löggjafinn vinur ötullega og markvisst að því að
útrýma fjölskyldunni úr samfélaginu. Skatta- og vel-
ferðarreglur eru yfirleitt andsnúnar fjölskyldulífi.
Sambýli og hjónaband er í flestum greinum lagt að
jöfnu og er í raun svipaður losarabragur á því öllu
saman...Þar sem samfélagið er á góðri leið með að af-
neita hefðbundnu fjölskyldumynstri þar sem gagn-
kynhneigð pör ganga að eigast og heita hvert öðru
trúnaði og eignast böm og bum, er réttast að hætta
öllu tali um hornsteina þjóðfélagsins og álíka bulli.
Það er hvort sem er marklaust."
OÓ í Degi-Tímanum 23. maí.
Skerðing á launum aldraðra
„Hafi raunhækkun lægstu launa ekki verið meiri
en 4,7% þá hefur það fólk, sem fær laun frá almanna-
tryggingum, verið svikið um mismuninn þann tima
sem þessar greiðslur hafa verið duldar og komu ekki
fram í töxtum. Við taxtana voru laun trygginganna
miðuð þar til að tengsl voru rofin fyrir hálfu öðru
ári, ekki við duldar greiðslur. Af þessu stafa m.a.
þær miklu skerðingar sem aldraðir kvarta yfir með
gOdum rökum.“
Árni Brynjólfsson í Mbl. 23. maí.
Auðlindin, takmörkuð og
varðveitt
„Uppsprettur verðmæta, auðlindir, sæta þeirri
meginreglu, að þær eru takmarkaðar. Þegar um er
að ræöa endumýjanlegar auðlindir, eins og til dæm-
is dýrastofna, þá kennir reynslan að yfirleitt líður
tiltölulega skammur tími, frá því að nýting þeirra
hefst fyrir alvöru, þangað til að afrakstursgeta auð-
lindarinnar er fullnýtt. Um leið standa menn frammi
fyrir þeirri bláköldu staðreynd, að eina leiðin til að
varðveita auðlindina er að takmarka aðgang að
henni.“
Úr forystugrein Alþbl. 23. maí.