Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1997, Blaðsíða 9
JD’V" FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 Kiikjulista- hátíð 1997 Kirkjulistahátíð 1997 stendur nú sem hæst og ber margt forvitnilegt og spennandi á góma nú um helg- ina. I kvöld kl. 20 heldur Voces spontane con flauto hópurinn tón- leika í Hallgrímskirkju. Hópinn skipa þrír atvinnusöngvarar frá Vínarborg ásamt Manuelu Wiesler flautuleikara og munu þau leika og syngja af fingrum fram heila tón- leika. Engin eftiisskrá liggur fyrir, söngvarar og flautuleikari grípa stef hvert frá öðru en til íhugunar verð- ur efni hvítasunnu og þrenningar- hátíðar. Söngvaramir eru þau Comelia Giese, Karin Schneider- Riessner og Gottfried Zawichowski. Á morgun kl. 10 heldur Fried- helm Mennekes fyrirlestur í Nor- ræna húsinu. Fyrirlesturinn fjallar um Tryptíkúr (altarismyndir í þremur hlutum), nýja list í gömlum kirkjum. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku. Friedhelm Mennekes er forstöðu- maður listamiðstöðvarinnar Kunst- Station Sankt Peter kirkjunnar í Köln jafnframt því að vera prestur kirkjunnar. Staif Mennekes hefur vakið athygli víða um heim en hann hefur sl. 10 ár staðið fyrir kynningu á nútímalist í kirkju sinni með myndlistarsýningum, fyrirlestrum og tónleikum. Mennekes hefur skrifað mikið um nútímalist með trúarlegu inntaki og fjöldi rita ligg- ur eftir hann. Dómkórinn og Skólakór Kársness munu halda tónleika í Hallgríms- kirkju kl. 17 á sunnudaginn. Kór- amir hafa áður haldið tónleika sam- an, nú síðast á jólatónleikum í Hall- grímskirkju. Kórstjóramir hafa haft með sér gott samstarf. Þórunn Björnsdóttir, stjórnandi Skólakórs Kársness, syngur í Dómkómum og Marteinn H. Friðriksson, stjómandi Dómkórsins, leikur undir söng Skólakórsins. Á tónleikunum mun Dómkórinn syngja tónverk frá ýmsum tímum, allt frá Orlando di Losso til Knut Nystedt. Einnig syngur kórinn verk eftir íslenska höfunda. Skólakór Kársness syngur m.a. Stabat Mater eftir Pergolesi. Að auki syngur kór- inn verk eftir Mendelssohn, Grieg og fleiri. Voces spontane con flauto hópurinn heldur tónleika í Hallgrímskirkju í kvöld. Hópinn skipa þrir atvinnusöngvarar frá Vínarborg ásamt Manuelu Wiesler flautuleikara. Þórdís Aldaí Tehúsinu Annað kvöld opnar Þórdís Alda Sigurðardóttir myndlistar- maður sýningu í Tehúsinu í garði Hlaðvarpans við Vestur- götu 3. Eitt verk er á sýningunni og er það innsetning gerð úr tré, salati, maís og fjöðrum. Verkið heitir Leiðtogafundur 1997. Þórdís Alda útskrifaðist úr skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1984 og stundaði síðan nám við Academie der bildenden Kunste í Munchen í Þýskalandi. Þetta er sjötta einkasýning Þórdísar en hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum bæði á íslandi og Evrópu. Sýning Þórdísar stendur til 29. júní og er opin allan sólar- hringinn í gegnum glugga Tehússins. Barparið kveður Leikritið Barpar eftir Jim Cartwright, sem sýnt hefur verið frá haustinu 1995, er að hverfa af Leynibarnum. Sýningin hefur fengið frá- bærar viðtökur, uppselt á allar sýningar sem eru orðn- ar um 120 talsins. Saga Jónsdóttir og Guð- mundur Ólafsson leika parið sem er í brennidepli og einnig alla gestina, tólf talsins, sem eru á ýmsum aldri og afar ólíkir en skemmtilegir. Önnur leikrit Cartwrights hafa notið vin- sælda hér á landi, s.s. Stræti, Taktu lagið, Lóa, og Stone Free. Barparið hefur ferðast mn landið aö undanfórnu og sýnt á Regnbogahótelum við frábærar undirtektir áhorf- enda. Nú er komið aö allra síðustu sýningum á Leyni- barnum í Borgarleikhúsinu í kvöld, kl. 20.30 og 23.30. Leikstjóri er Helga E. Jónsdóttir. Síðustu sýningar á Barpari verða í kvöld. Saga Jónsdóttir og Guðmundur Ólafsson fara með öll hlutverkin í leikritinu, tólf talsins. fihi helgina - *** ■ LEIKHÚS j Þjóðleikhúsið Listaverkið Ífóstudag kl. 20.30 laugardag kl. 20.30 1 sunnudag, kl. 20.30. Nemendasýning Listdansskólans | sunnudag kl. 14.00. Fiðlarinn á þakinu | föstudag kl. 20.00 laugardag kl. 20.00 Borgarleikhúsið Bar Par | föstudag, kl. 20.30. | föstudag kl. 23.30 | Dóminó föstudag, kl. 19.15, 3 Dómínó j föstudag, kl. 20.00. íslenski Dansflokkurinn föstudag kl.20 I sunnudag, kl. 20.00, ! Loftkastalinn Áfram Latibær laugardag, kl. 15.00. Á sama tíma að ári laugardag, kl. 23.30. Leikfálag j Akureyrar jj Vefarinn mikli frá Kasmír laugardag, kl. 20.30, Hermóður og Háðvör Að eilífu föstudag kl.20.00 laugardag, kl. 20.00. Skemmtihúsið Ormstunga föstudag kl. 20.30 Þú getur unnið nýjan, glæsilegan \ Star Wars PC tölvuleik í síma j 904 1234. Hringdu og taktu þátt í spennandi ævintýri. 39,90 mínútan. nr7iuSSnir m FIGHTEIV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.