Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1997, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1997, Síða 5
FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1997 Hn helgina 29 ; w ★ Búist við meira en 10 þúsund gestum íþróttasvæðiö og sundlaugin þar sem keppt verður á landsmótinu um helgina. „Við höfum verið að vinna að þessu móti síðan 1988 þannig að undirbúningurinn að baki því er gríðarlegur,“ segir Ingimimdur Ingimundarson, formaður Lands- mótsnefndar UMFÍ um helgina sem framundan er. „Ráðist var í um- fangsmikla uppbyggingu íþrótta- mannvirkja og byrjað á Skallagrím- svelli. Gerviefni var lagt á hlaupa- brautir og áhorfendabrekka tyrfð. í haust var einnig hafist handa við gerð útisundlaugar og verður því verki lokið fyrir landsmót. Aðstað- an ætti að nýtast almenningi og íþróttafólki á Vesturlandi um ókom- in ár og ég hygg að eftir uppbygg- inguna verði vandfundið betra íþróttasvæði hérlendis." „Þetta er tvímælalaust stærsti viðburður sem verið hefur í Borgar- nesi frá upphafi.Við væntum þess að taka á móti meira en 10 þúsund gestum um helgina. Reyndar getum við verið nokkuð vissir um þá tölu því að líklega verður fjöldi kepp- enda, starfsmanna og áhangenda slíkur að sá hópur einn, að sleppt- um áhorfendum, nær tölunni 10 þúsund. Til samanburðar má geta þess að í Borgamesi búa um 1800 manns þannig að íbúatala bæjarins margfaldast þessa helgina,“segir Ingimundur. Ólíkt því sem áður var verður ekki selt inn á landsmótið þessu sinni. Áhorfendur geta því fjölmennt án þess að hafa áhyggjur af fjárútlátum í þessu sambandi. Óhefðbundnar keppnisgreinar Keppnisgreinar á landsmótinu eru alls 16, flestar hefðbundnar iþróttagreinar sem keppt er í um allt land. Nokkrar greinar skera sig úr og er ekki keppt í þeim á öðrum mótum en landsmótum UMFÍ. Þess- ar greinar kallast starfsíþróttir. Meðal þess sem keppt er í undir nafni starfsíþrótta er dráttarvéla- akstur, sem er í því fólginn að kepp- endur aka dráttarvél á sem stystum tíma um ákveðna braut. í brautinni eru sérstakar þrautir, ekki ósvipað og er í ökuleikni, og eru refsistig gerð fyrir hver mistök sem mönn- um verða á í brautinni. Þar að auki þurfa menn að svara ýmsum spum- ingum um dráttarvélina, umferðar- reglur og fleira þess háttar. Sá kepp- andi sem hefur fengið flest stig sam- anlagt stendur uppi sem sigurveg- DV, Akranesi: ari. Af öðrum greinum sem keppt er í undir nafni starfsíþrótta má nefna jurtagreiningu, línubeitingu og starfshlaup. Þá er einnig keppt í því að leggja borð. Sú grein sem mesta athygli hefur vakið undanfarin ár er vafalaust pönnukökubaksturinn. Keppendur baka pönnukökur úr ákveðnu magni af deigi ,á sem skemmstum tíma. Timinn einn ræður þó ekki úrslitum, því að einnig er dæmt eft- ir vinnuhrögðum, útliti og bragð- gæðum. í þessari keppni sjást oft miklar sviptingar og sem fyrr er léttleikinn í fyrrirrúmi. Fjölskylduskemmtun Fyrir utan íþróttir verður ýmis- legt annað um að vera á landsmót- inu í Borgarnesi. „Við stefnum að því að mótið verði fjölskyldu- og menningarhátíð þar sem aÚir finna eitthvað við sitt hæfi. Þar á meðal má nefna dansleiki og ýmsar uppá- komur aðrar, bæði fyrir böm og fullorðna," segir Ingimundur. „Við emm ágætlega í stcikk búnir til að taka við gestum. Á Kárastaðatúni, rétt fyrir ofan Borgames, verður tjaldsvæði við veginn. Þá leggjum við til rútur sem fólk getur ferðast með á milli staða sér að kostnaðar- lausu. Við mælum eindregið með því að fólk leggi bílnum þegar kom- ið er upp í Borgames, annars er hætt við umferðaröngvþveiti vegna legu bæjarins." Aðspurður um dag- skrána segir Ingimundur að mest verði um að vera á laugardag og sunnudag. „Landsmótið verður sett með viðhöfn í kvöld klukkan 8, aö viðstöddum forseta íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og menntamála- ráðherra, Bimi Bjamasyni. Sama dag verða úrslit í frjálsum íþróttum, þar sem Jón Arnar Magnússon verður á meðal keppenda, og í sundi. Laugardag og sunnudag verða síðan úrslit i boltaíþróttum, starfshlaupi og pönnukökubakstri. Mótinu verður slitið á sunnudaginn kiukkan 14.30. Að lokum vonumst við Borgnesingar til þess að áhorf- endur jafiit sem keppendur láti ekki sitt eftir liggja og fjölmenni á lands- mótið.“ -kbb/DVÓ Borgarleikhúsið Tristan og l'sól laugardag kl. 20.00 íslenska óperan Evita fóstudag kl. 20.00 Loftkastalinn Á sama tfma aö árí fostudag kl. 20.00 Norræna húsið Sólarsagan laugardag kl. 16.00 sunnudag kl. 16.00 Hundrað ára byggðarafmæli á Hornafirði Um helgina verður þess minnst á Höfti í Homafirði að 100 ár era liðin frá því byggð hófst á staðnum. Af þessu tilefni verður efht til mikilla há- tíðahalda og húist er við að fjölmarg- ir gestir leggi leið sína til Hafhar og samfagni Homfirðingum. „Sá atburð- ur sem við miðum upphaf byggðar í Homafirði við er þegar kaupmaður- inn Otto Tulinius flutti umsvif sín frá Papósi í Lóni og setti upp verslun á Hornafirði," segir Gísli Sverrir Áma- son, forseti bæjarstjómar á Höfn. „Otto reisti sér þar verslun og íbúðar- hús og þau hús standa enn. Byggðin þróaðist síðan hægt og sígandi í kringum verslunina. Kaflaskil urðu í sögu Hafnar árið 1920 þegar Kaupfé- lag Austur-Skaftfellinga var stofhað en það hefúr verið burðarás í bæjarfé- laginu allar götur síðan. Síðan hefúr íbúum hér fjölgað jaftit og þétt en sér- staklega var uppbyggingin mikil í kringiun 1950. Þá fóra Homfirðingar að huga meira að fiskvinnslu og út- gerð, aðallega fyrir tilstuðlan nýs kaupfélagsstjóra, Ásgríms Halldórs- sonar," segir Gísli. Þess má til fróð- leiks geta að Ásgrimur var faðir Hall- dórs Ásgrimssonar, núverandi utan- ríkisráðherra. Að sögn Gísla stendur sveitarfélag- ið á Höfn í miklum blóma um þessar mundir og því rík ástæða til hátíða- halda. „Upp úr 1970 varð sprenging í íbúatölu bæjarins og síðan höfum við verið eitt af örfáum svæðum í byggða- þróun þar sem íbúum hefúr flölgað. Þá em þjónustugreinar í mikilli sókn og neftii ég þá sérstaklega ferðaþjón- ustu. í vor fjölgaði gistirýmum t.d. um 100. Fjölbreytt hátíðardagskrá Hátíðin hefst á fóstudag, klukkan 13, með heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands. Forset- inn fer í skoðunarferð um bæinn og opnar ljósmyndasýningu og sjóminja- safti. Klukkan 16 mun forsetinn flytja ávarp á samkomu á Hóteltúni þar sem hátíðin verður formlega sett. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og efiiismikil. Ýmsar uppákomur verða á Höfh um helgina, eins og götuleikhús, leikir fyrir böm, íþrótta- mót, siglingar og skoðunarferðir, svo eitthvað sé nefnt. Hin árlega humar- hátíð feflur að þessu sinni saman við afmælishátíðina og hún verður með sama sniði og undanfarin ár. „Við verðum með humarveislu við höfnina en Homfirðingar vom löngum í farar- broddi um humarveiðar þótt dregið hafi úr því síðustu árin,“ segir Gísli. „Þá má nefna stóra yfirlitssýningu á verkum Svavars Guðnasonar sem fæddist einmitt á Höfn.“ Að sögn Gísla verða að sjáifsögðu dansleikir bæði á föstudags- og laug- ardagskvöld þar sem dansað verður fram á rauðanótt. Hátíðinni lýkur á sunnudagskvöld með flugeldasýningu og varðeldi. -kbb Línudans & sveitasöngvar rarman s með nýjan geisladisk. Fæst í öllum betri hljómplötu- verslunum landsins Útgáfuhátíð í Hlégardi í kvöld kl. 21 Dreifing JAPISS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.