Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1997, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1997, Síða 12
^ myndbönd - MYHDBAHDA ★★ Lífsgátan a Mynd þessi er byggð á sönnum atburðum og seg- ir frá Richard Feynman, sem átti eftir að vinna til nóbelsverðlauna. Hann var eðlisfræðingur og vann m.a. að gerð fyrstu kjamorkusprengjunnar en myndin beinir sjónum að sambandi hans og konu hans, sem barðist við berkla allan þann tíma sem þau voru gift og lést að lokum úr þeim. Myndin er byggð á tveimur bók- um sem segja sögu hans og einhvern veginn hef ég á tilfmningunni að sagan og þær heimspekilegu vangaveltur sem í henni er að finna, sé ein- faldlega erfitt að koma til skila í kvikmyndaformi, að frásagnarmáti rit- málsins henti betur. Of mikið er látið óútskýrt og því virka sum atriði kjánalega. Patricia Arquette stendur sig vel í hlutverki sjúklingsins en Matthew Broderick skyggir á hana með stórgóðum leik í aðalhlutverk- inu. Því miður eru hæfileikar hans oft illa nýttir í Vesturheimi. Margt fallegt er að finna í myndinni og sumt situr eftir, en heildarsvipinn vant- ar. Manni leiðist þó alls ekki yflr henni. Infinity. Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Matthew Broderick. Aðalhlutverk: Matthew Broderick og Patricia Arquette. Bandarísk, 1996. Lengd: 113 mín. Öllum leyfð. -PJ Friðarspillir ★★★ Nick er heimilislaus og á flótta undan lögreglunni þegar hann hrökklast inn í fiskbúð nokkra í eigu hjónanna Joe og Betty. Að eggjan Betty ræður Joe hann í vinnu og þau taka hann inn á heimili sitt, þar sem hann kemur sér fyrir í herbergi brottflutts sonar þeirra. Hann ílengist hjá þeim og bæði taka ástfóstri við hann þó á mismunandi forsendum sé, en koma hans hleypir gamalli kergju og spennu í hjónaband- inu upp á yfírborðið. Heimkoma sonarins gerir illt verra og þegar Joe fær gott tilboð í flskbúðina sína stefnir hraðbyri í uppgjör. Söguþráðurinn er svosum ekkert nýstárlegur og fremur hefð- hundinn fyrir svona erótíska sálfræðitrylla. Hins vegar er handritið vel skrifað og persónusköpun sterk, sem gerir það að verkum að spennan helst vel út myndina, sem er oft mjög athyglisverð. Leikaramir koma vel út og er samleikur Edward James Olmos og Arie Verveen sérstaklega góður. Að lokum er endirinn vel við hæfi, miðað við það andrúmsloft sem leikstjórinn skapar í myndinni. Caught. Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Robert M. Young. Aðalhlutverk: Arie Verveen, Maria Conchita Alonso og Edward James Olmos. Bandarísk, 1996. Lengd: 109 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Vondar geimverur í Dark Breed segir frá Nick Saxon sem er liðsfor- ingi í einhvers konar sérsveitum innan Bandaríkja- hers. Hann er kallaður til þegar geimskutla hrapar til jarðar en áhöfnin finnst ekki. Illviljaðir geimveru- sýklar hafa sýkt áhöfnina og tekið stjóm yfir gerðum áhafharmeðlima. Með sér fluttu þær egg sem mein- ingin er að klekja út og síðan skal mannkyninu tor- tímt enda eru þessar geimverur miklir dráparar þeg- ar þær em fúllvaxnar. Ekki fær Nick Saxon mikla hjálp frá yfirboðurum sínum, en þvi meiri frá nokkr- um völdum aðstoðarmönnum og óvæntum gesti, góðri geimveru sem þekkir til þeirra vondu. Myndin er með eindæmum vitlaus, leiðinleg og óáhugaverð, enda var ég farinn að bíða eftir endin- um eftir korter. Hún er uppfull af endalausum sprengingum, skothríð og bílaeltingaleikjum, sem einhvem veginn er allt saman fremur dauflegt, þrátt fyrir magnið. Geimverurnar eru ekki einu sinni neitt sérstaklega ógnvænlegar og tilburðir til að skapa óhugnað og spennu em aumkun- arverðir. Ég hugsa að meira að segja hörðustu aðdáendur vísindahryll- ings verði að vera í verulega jákvæði skapi til að hafa gaman af Dark Breed. Dark Breed. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Richard Pepin. Aðalhlut- verk: Jack Scalia. Bandarísk, 1995. Lengd: 92 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Ofurhugi ® *** Matilda er afburðaklár stelpa sem á einhverja von- lausustu foreldra sem um getur. Faðir hennar svindl- ar á fólki og horfir á sjónvarp. Móðir hennar spilar hingó og horfír á sjónvarp. Tilraunir þeirra til að gera Matilda að „eðlilegum“ krakka mistakast, því að hún vill helst lesa bækur. Að lokum neyðast þau til að senda hana í skóla og finna þann versta sem völ er á, en þar ræður rikjum óargakvendið ungfrú Tranchbull, sem hatar böm og nýtur þess að kvelja þau sem kostur er. Eftir að Matilda uppgötvar yfir- náttúrulega hæfileika sína til að flytja hluti til með hugarorkunni tekur hún til við að veita vonda fólkinu ráðningu og skapa sér betri lífsskilyrði. Barnamyndir em í eðli sínu einfeldningsleg- ar og þvi mikilvægt fyrir aðstandendur þeirra að taka sig ekkert alltof alvarlega. Þetta er lykillinn að því hversu vel heppnuð þessi mynd er. Leikaramir em fyrst og fremst að hafa gaman af hlutunum og best virð- ist Mara Wilson í titilhlutverkinu skemmta sér. Myndin er nógu einfóld til að börn geti haft gaman af henni og nógu uppfinningasöm til að for- eldmnum leiðist ekki. Gaman hefði þó verið að sjá Matildu nota gáfur sínar eitthvað til að leysa úr vandamálunum, fremur en aðeins hugar- orkuna. Matilda. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Danny DeVito. Aðalhlutverk: Mara Wilson, Danny DeVito, Rhea Perlman, Embeth Davidtz og Pam Ferris. Bandarísk, 1996. Lengd: 94 mín. Ölium leyfð. -PJ FOSTUDAGUR 4. JULI1997 Myndbandalisti vikunnar SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. TEG. 1 Ný 1 Sleepers Háskólabíó Spenna 2 1 3 First Wives Club ClC-myndbönd Gaman 3 6 2 Djöflaeyjan Sktfan Gaman 4 3 3 Craft Skrfan Spenna 5 4 2 Secrets and Lies Háskólabíó Drama 6 Ný 1 Glimmer Man Warner myndir Spenna 7 2 ; 6 Long Kiss Goodnight Myndform Spenna 8 ; 5 4 ; Rich MansWife Sam-myndbönd Spenna 9 ii : 2 Michael Collins Warnermyndir > Drama io : o : 2 : i Unforgettable ððgggæggwrasgggM Sam myndbönd , Spenna 11 Ný | i First Kid Sam-myndbönd 1 Gaman 12 7 i 5 : r Fear ClC-myndbönd Spenna 13 : Ný : i : Matilda Skrfan Gaman 14 : i 8 • i 6 Jack r Sam-myndbönd Gaman 15 13 ; 8 : Associate Háskólabíó , Gaman 16 ; 10 8 Courage under Fire Jingle All the Way Skífan ' , Spenna 17 ' 12 ; 5 ■ t Skrfan > Skifan Gaman i8 ; 17 ; f 4 : Pest Gaman 19 ; 16 ; 10 ; Chain Reaction Skífan ; Spenna t 20 > 14 ; 3 : Crow 2 r Myndform < Spenna Gamanmyndin The First Wives Club er fallin úr toppsæt- inu og þar situr nú spennumyndin The Sleeper. Talsverö- ar breytingar hafa oröiö á myndbandalistanum frá því í' síöustu viku. íslenska myndin Djöflaeyjan skaust upp ■ þriöja sæti listans og beint í sjötta sæti kemur spennu- myndin The Glimmer Man meö Steven Seagal í aðalhlut- verki. Á listanum er nokkuð jöfn skipting milli gaman- og spennumynda en þar eru tvær gamanmyndir og tvær spennumyndir. Auk þess er þar ein mynd sem flokkast í hóp dramatískra mynda en þaö er breska eðalmyndin Secrets and Lies sem hlotið hefur mikiö lof gagn- rýnenda. Á myndinni sjást þær Brenda Blethyn og Mari- anne Jean-Baptiste í hlutverkum sínum í myndinni Secrets and Lies. Sleepers Kevin Bacon, Robert De Niro, Dustin Hoffman og Brad Pftt. Sleepers er saga fjögurra manna sem ólust saman upp í hverfi í New York sem nefnt var Vít- iseldhúsið vegna þess hversu illræmt það var fyrir glæpi og spillingu.Einn daginn fremja drengimir prakkarastrik sem fer úr böndunum. Fyrir vikið em þeir sendir á upptökuheimili fyrir glæpaunglinga en það á eftir að hafa afdrifarikar afleiðingar. FirstWives Club Goldie Hawn, Bette Midler og Diane Keaton. Þær Elisa, Annie og Brenda hafa verið vin- konur lengi. Þær eiga það sameiginlegt að hafa allar fómað eigin frama í þágu eigin- manna sinna og svo einnig það að eigin- mennimir hafa fómað þeim fýrir yngri kon- ur. í fyrstu brotna þær saman undan þessu reiðarslagi en smám saman fer reiðin og í kjölfarið segir hefhigimin til sín. Eft- ir að hafa ráðið ráðum sínum setja þær í gang eitursnjalla og alveg sprenghlægilega áætl- un... ffl 1 m LdJj Djöflaeyjan Baltasar Kormákur, Gísli Halldórsson og Sigurveig Jónsdóttir. Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Djöflaeyjan, er byggð á samnefndri skáld- sögu Einars Kárason- ar. Þetta er grátbros- leg örlagasaga fjöl- skyldunnar í Thule- kampnum og annarra fjölskyldna sem bjuggu í braggahverf- inu í Reykjavík. Við fáum að kynnast töffaranum Badda, spákonunni Karólínu, Tomma gamla, Dollí, Danna, Gretti og mörgum öðrum hvunndagshetjum sem settu svip sinn á kostulegt mannlífið f braggahverfinu. The Craft Fairuza Balk og Neve Campbell. Þegar Sara flyst til Los Angeles hefur hún nám við skóla þar sem hún kemst fljótlega í kynni við þrjár undarlegar vin- konur. Þær hafa allar verið að fikta ár- angurslítið við galdra. En í Söru finna þær þann auka- kraft sem þarf til að láta galdrana virka. Skyndilega öðlast vinkonumar kraft til að láta allar sínar heitustu óskir rætast. En það sem upphaf- lega átti að vera til gamans snýst brátt í andhverfu sína þegar þær fara að misnota kraftinn. Secrets and Lies Brenda Blethyn, Timothy Spall og Marianne Jean- Baptiste. Hortense er ung blökkukona sem var ættleidd af foreldram sínum. Eftir lát þeirra kemst hún að því sér til mikiOar undrunar að blóð- móðir hennar er hvít. Móðirin, sem heitir Cynthia (Blethyn), er einmana verkakona sem á eina dóttur sem henni semur ekki aOtof vel við. Þegar hún kynnist Hortense fær hún hálfgert taugaáfaO þar sem hún vissi ekki um lit- arhátt Hortense.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.