Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1997, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1997, Síða 2
FÖTUDAGUR 18. JÚLÍ 1997 T>T7* i6 kvikmyndir - Horfinn heimur: Jurassic Park: Bjargvætturinn Spielberg *** Jurassic Park er ein allra vinsælasta kvikmynd sem gerð hefur verið. Og svo sannarlega átti hún þessar vin- sældir skilið. Myndin var stórkostlegt ævintýri með sjónarspili sem ekki hafði sést áður, bauð þar að auki upp á áhugaverða sögu þar sem dulúðin i kringum hvarf risaeðlanna var þemað auk þess sem framtíðarmöguleikinn í vísindum var á borð borinn fyrir áhorfendur á áhugaverðan hátt. Þessu stýrði síðan töframaðurinn í kvik- myndaheiminum, Steven Spielberg, af mikill snilld og naut aðstoðar færustu tæknimanna i bransanum. Það varð því fljótt ljóst að framhald yrði gert, markaðurinn var fýrir hendi. En hvemig átti að fara að því að búa til framhald af svo góðri sögu sem hefúr í raun ágætan endi? Met- sölurithöfúndurinn Michael Crichton var háifvegis tilneyddur til þess að skrifa framhald og ekki tókst honum betur til með The Lost World en að hún er talin eitt slakasta ritverk hans. Hinn ágæti handritshöfúndur, David Koepp, hafði því ekki úr miklu að moða enda kemur í Ijós þegar horft er á Horfmn heim: Jurassic Park (The Lost World: Jurassic Park) að harrn notar nánast aðeins grunninn úr bók Crichtons og spinnur í kringum hann. Hann hef- ur ekki erindi sem erfiði því það eina sem er hægt að finna að myndinni er frekar slöpp saga, allt annað er eins og best verður á kosið. Og þegar á heildina er litið þá er Horfinn heimur mikil og góð skemmtun þótt strax sé vert að vara við að nokkur atriði eru mun hrottafengnari en í fýrri myndinni. Aðeins tvær persónur úr Jurassic Park em vaktar til lifsins aftur í Horfhum heimi, Ian Malcolm (Jeff Goldblum), sem nú hefúr tekið við sem aðalpersóna myndarinnar, og Júragarðseigandinn John Hammond (Richard Attenborough) sem nú er orðið óvh'kt gamalmenni. Það kemur strax í ljós í byrjun myndarinnar að risaeðlumar hafa fengiö að þrífast áfram utan garðsins og nú er svo komið að eyjan Isla Soma er mor- andi af eðlum af öllum stærðum. Tveir leiðangrar era gerðir út til eyjarinnar. Annar er í rannsóknarfór og er honum stjómað af Ian Malcolm. Hinn er fjölmennari og gerð- ur út af frænda Hammonds sem ætlar sér að snúa dæminu við, ekki stofna júragarð á eyjunni, heldur flytja dýrin til San Diego, þar sem hann hyggur á arðbæra starfsemi. Eins og væntanlegir áhorfendur fá fljótt smjörþefmn af þá hafa mennimir lítið að gera í þessar fomu eðlur þar sem fremstar í flokki era grameðlur og snareðlur. Horfinn heimur fer frekar hægt af stað og mikið málæði fer í að útlista það sem er á seyði, það sem hefur gerst og hvað framundan er. Það er í raun ekki fýrr en komið er í návígi við risaeðlumar að myndin tekur við sér og þá er alveg til loka um mikla flugeldasýningu að ræða sem fær stundum hárin til að risa. Þama má segja að Steven Spielberg nái með sinni miklu útsjónarsemi og fagmennsku að bjarga myndinni og lokaatriðið í San Diego þar sem grameðla gengur laus um stund er mikið sjónarspil. Horfrnn heimur hefur ekki þann ferskleika og frumleika sem Jurassic Park hafði en á móti kemur að tækninni hefur fleygt fram og risaeðlumar era eðlilegri og meira ógn- vekjandi og þar sem Steven Spielberg er við stjómvölinn er enginn svikinn af góðri skemmtun. Leikstjóri: Steven Spielberg. Handrit: David Koepp eftir skáldsögu Michales Crichtons. Kvikmyndataka: Janusz Kaminski. Tónlist: John Wiliiams. Aðalleikarar: Jeff Goldblum, Julianne Moore, Pete Postlehwaite, Arliss Howard og Richard Att- enborough. Hilmar Karlsson. Bíóborgin - Morð í Hvíta húsinu: Valdabarátta og morð irk Þaö virðist vera í tísku í Hollywood þessa stimdina að nýta sér forsetann og forsetaemb- ættið í gerð sakamálamynda. Nýlega fengum við að sjá Clint Eastwood í Absolute Power þar sem hann atti kappi við spilltan forseta. í Morð í Hvíta húsinu (Murder at 1600) rannsakar Wesley Snipes morð sem framið var í Hvíta húsinu og brátt munum við sjá Harrison Ford í hlutverki foresta Bandaríkjanna sem kann ým- islegt fleira fyrir sér en að stjórna landi og þjóð. í Absolute Power var bakgrannurinn og sagan grípandi og aðall myndarinnar. Þessu er ekki eins farið í Morð í Hvíta húsinu, sagan jafnt sem persónur er afskaplega ósannfærandi en úrvinnslan er aftur á móti nokkuð góð og er stigandi spenna frá upphafi til enda. Wesley Snipes leikur rannsóknarlögreglumann- inn Regis sem starfar í Washington. Hann er fenginn til að rannsaka morð sem framið var að nóttu til í Hvíta húsinu. Hann rekur sig fljótt á veggi í rannsókn sinni enda er hann þama í óþökk lífvarðaliðs forsetans sem lýtur stjórn hörkutólsins Spikings (Daniel Benzali) sem virðist einnig vera í einka- stríði við öryggisráðgjafa forsetans, Jordan (Alan Alda). Ekkert má fréttast sem skaðað getur forsetann og þvi er lífvarðasveitin fljót að finna blóraböggul sem Regis er ekki alls kostar sáttur við enda kemur í ljós að ástæðan fyrir morðinu er allt önnur og flóknari heldur en Regis er mataður á í fyrstu. Morð í Hvíta húsinu er í raun ekkert annað en dýr færibandaframleiðsla. Hand- ritið er ósköp þunnt og í því er hallærislegast orðasamskipti Regis og lífvarðar- ins Ninu Chance sem látin er aðstoða Regis. Þekktir leikarar á borð við Wesley Snipes og Alan Alda virðast gera sér grein fyrir slöppum texta og leika með hangandi hendi. Sá sem stendur upp úr er Daniel Benzali sem gerði garðinn frægan i sjónvarpsserínunni Murder One. Hann er ískaldur í hlutverki lífvarðar- foringjans og er það spá mín að hann eigi eftir að sjást i hlutverki margra skúrka í kvikmyndum á næstu árum. Leikstjóri: Dwight Little. Handrit: Wayne Beach og David Hodkin. Kvikmyndataka: Steven Bernstein. Tónlist: Christopher Young. Aðalleikarar: Wesley Snipes, Diane Lane, Daniel Benzali og Dennis Miller. Hilmar Karlsson Jeff Goldblum hafði lengi verið einn af þessum leikurum sem allir þekkja andlitið á en enginn veit hvaö heitir. Hann hafði leik- ið í flölda mynda allt frá því að hann fékk sitt fýrsta hlutverk sem nauðgarinn hræðilegi í mynd Charles Bronson, Death Wish. Sló í gegn sem padda Fyrsta virkilega stóra hlutverkið sem hann fékk var aðalhlutverk- ið á móti Geenu Davis sem mannlega paddan í myndinni The Fly sem leikstýrt var af David Cronenberg. Lengi vel eft- ir þetta var Goldblum „Æ, þama leikarinn úr The Fly“. Hann lék þó í heilli gommu af myndum sem nutu nokkurra vinsælda. Þar má nefna uppvöxnu hipp- asamkunduna í The Big Chill, Woody Allen-myndina, Annie Hall, The Right Stuff, einni end- urgerða Invasion of the Body Snatchers, Deep Cover og, með þá óþekktri Michele Pfeiffer, Into the Night. Að slá meira í gegn Lífið breyttist mikið hjá Jeff Goldblum þegar hann fékk eitt aðalhlutverkanna í vinsælustu mynd fyrr og síðar; Jurassic Park. Hlutverk hans sem stærð- fræðingurinn Ian Malcolm gerði Snipes stútar vampírum Enn ein kvikmyndin byggð á teikni- myndasögum er í burðarliðnum. Wesley Snipes er þessa dagana að leika í Blade sem byggð er á lítt þekktum sögum af samnefndum vampírudrápara. Blade þessi ku vera þungvopnaður og ægilegur ásýndum. Sögur herma að í mynd- inni taki hann 450 kílóa vampíru í þriðju gráðu yfírheyrslu með sólar- lampa. Aðrir leikarar í myndinni eru Step- hen Dorff, Kris Kristofferson og Eric Edwards. Blade þessi er persóna úr Marvel- blöðunum eins og svo margir svip- aðir fýrar. Marvel er i miklum fjár- hagslegum erfiðleikum og rambar reyndar á barmi gjaldþrots og eru bundnar vonir við að þessi mynd geti orðið þeim til bjargar. Snipes var í viðræðum um að leika aðra Marvel-persónu, The Black Panther sem er afrískur prins. Hann sá síð- an að Blade byði upp á töluvert líf- legri bíómynd. „Svarti pardusinn var ekkert að fara að berja á feitri, tvíkynja blóðsugu," segir Snipes um myndina. Önnur mynd um Marvelhetjur sem er í gangi þessa dagana er kvik- myndin um X-mennina. Þó er ekki reiknað með að hún verði nein sprengja í miðasölunni enda erfið- ara efni aö koma til skila á hvíta tjaldið. hann að stjömu. Staða hans sem heimsfræg kvikmynda- stjama var síðan enn styrkt í fyrra. Eftir hlutverk hans sem aðalleikarinn í Independence Day var hann orðið nafn sem getur borið uppi stóra bíómynd. Nú hefur hann endurtekið leikinn í The Lost World o; skyndilega hefur þessi feimnis- legi, duli og slána- legi leikari breyst í hasarhetju. Goldblum er þó ekki aðeins leikari. Hann hefúr einnig getið sér gott orð sem leikstjóri og var meira að segja tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir stutt- mynd sína, Little Surprises. -vix Clinton í Contact - forsetinn óánægður Kvikmyndin Contact með Jody Foster, sem fjallar um þegar sam- band næst við verur úr geimnum, var frumsýnd um helgina. í myndinni er notuð fréttamynd af Bill Clinton Bandaríkjaforseta þar sem hann á að vera að tala um hversu merkilegur viðburður samband við geimverumar sé í sögu vísindanna. í raun og veru er ræðan síðan í fýrrasumar þegar Clinton var að tala um loftstein- inn frá Mars sem vísindamenn töldu bera með sér merki um líf. Hans hágöfgi er engan veginn sáttur við þetta. Talsmaður hans sagði á dögunum að notkun myndanna væri óviðeigandi þótt ekki væri von á lögsókn. Þetta kom fram í bréfi sem Robert Zem- eckis, leikstjóri myndarinnar, fékk frá Hvíta húsinu og fjölmiðlar náðu að grafa upp því Zemeckis var svo óheppinn að hafa bragð- ið sér úr landi þegar það barst. Aðsókn hefur hrunið Það er ótrúlegt að ekki séu nema þrjú ár síðan Walt Disney- teiknimyndimar vora vinsælustu myndimar í bíóunum. Þá haíði fýrirtækið slegið í gegn með fjórum myndum í röð; The Little Mermaid, Beauty and the Beast, Aladdin og The Lion King. Síðan Pochahontas var gerð hefúr aftur á móti hall- að undan fæti. The Hunchback of Notre Dame og Hercules hafa valdið miklum vonbrigð- um í aðsókn. Ýmsar kenningar era á lofti til að útskýra minnkandi aðsókn. Nefnt hefur ver- ið að þessar myndir hafl þurft að kljást við mun harðari samkeppni en þær fýrri. Þannig tóku Men in Black og Bat- man & Robin óneitan- lega drjúgan skerf af aðsókn Hercules. Einnig hefur verið á það bent að ólíkt stórsmellunum The Lion King og Aladdin sem vora ekki síður vinsælar meðal fullorðinna þá höfða hinar nýrri einkum til yngri aldurshópa. Það sem er þó tahð hafa hvað mest áhrif vestan hafs er að Disney hefur misst ákveðna velvild foreldra. Ástæða þessa er grimm markaðssetning á alls kyns dúkkum og flgúrum úr myndun- um. Þetta hefúr skemmt ímynd fýrirtækisins vestan hafs og skaðað vörumerkið Disney sem lengi hefur verið eina fram- jassöSH" Jeff Goldblum: Úlíkleg hasar-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.