Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1997, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997
9
>
V
>
>
w
i
i
i
i
¥
i
i
)
i
í
)
)
)
)
)
)
|
f
)
)
)
Utlönd
Priebke fékk fimm
ára fangelsisdóm
ítalskur herdómstóll dæmdi í
gær Erich Priebke, fyrrum
yfirmann í SS-sveitum nasista, í
fimm ára fangelsi fyrir aðild að
morðum á 335 körlum og
drengjum í hellum fyrir utan
Róm 1944. Priebke var einnig
dæmdur í fyrra en fékk þá að
fara fijáls ferða sinna vegna þess
tíma sem liðinn var frá
atburðunum. Sá úrskurður vakti
hörö viðbrögð, sérstaklega hjá
ættingjum fómarlambanna.
Karl Hass, vitorðsmaöur
Priebkes var einnig dæmdur í
gær en fékk að fara frjáls ferða
sinna.
Yfirmaður Wiesenthal-stofn-
unarinnar í Róm sagðist hafa
verið ánægður fyrst er hann
frétti af dómsniðurstööunni en
eftir að hafa íhugað málið hafi
hann skipt um skoðun. Beöið
heföi verið um réttlæti hjá
dómurunum en niðurstaðan
orðið lélegur brandari. Reuter
Armannsfell hf.
HLUTHAFAFUNDUR
Stjóm Ármannsfells h/f, Reykjavík boðar hér með til hluthafa-
fundar á skrifstofu félagsins Funahöfða 19, Reykjavík, miðviku-
daginn 6. ágúst 1997 kl. 16. Dagskrá fúndarins er tillaga
stjórnar um breytingu á samþykktum félagsins og samþykkt
aðalfúndar frá 22. maí 1997 um heimild stjórnar til þess að
selja áskriftarréttindi að nýjum hlutum í félaginu í tengslum
við nýja skuldabréfaútgá félagsins. Breytingin er í því fólgin að
heimildin gildi til 15. ágúst 2002 og hluthafar hafi ekki for-
kaupsrétt. Þá verði sala slíkra áskriftaréttinda undanþegin
ákvæðum 4. mr. 3. gr. samþykkta félagsins. Tillögurnar liggja
frammi á skrifstofú félagsins.
Stjérn Ármannsfells bf
Arkitektúrsafn
í París í Ijósum
Eldur kom upp í Palais de
Chaillot í París í gærkvöld, höll þar
sem Minnismerkjasafnið er til húsa,
safn um franskan arkitektúr með
líkönum af nokkrum frægustu
bygingmn Frakka. Um 100
slökkviliðsmenn börðust við eldinn
og réðu niðurlögum hans undir
miðnætti. í höllinni er einnig
kvikmyndasafn með frægum
leikmunum og hið margfræga
mannfræðisafn, Musee de l’Homme
en eldurinn náði ekki þangað.
Talsmenn safnsins sögðu að
eldurinn hefði komið upp í
tengslum við þakviðgerðir en afar
erfitt væri að meta tjónið af völdum
hans. Virðist þó sem ómetanlegur
þjóðararfur hafi ekki skemmst.
Reuter
Mikinn reyk lagði frá höliinni þar sem Minnismerkjasafn Frakka,
kvikmyndasafn og hið margfræga mannfræðisafn er til húsa. Talið er að
eldurinn hafi kviknað út frá þakviðgerðum en skemmdir á þjóðargersemum
urðu ekki eins alvariegar og haldiö var f fyrstu. Sfmamynd Reuter
Leitin að morðingja tískukóngsins Versaces heldur áfram:
Díana prinsessa
þerraði tár Eltons
- mikið flölmenni við minningarathöfn í dómkirkju Mílanó
Bandaríska lögreglan leitaði
Andrews Cunanans, mannsins sem
grunaður er um morðið á ítalska
tiskukónginum Gianni Versace, í
New Hampshire í norðausturhluta
landsins í gær.
Afgreiöslumaður í íþróttavöru-
verslun í bænum West Lebanon
hringdi til lögreglu og sagði að mað-
ur sem passaði við lýsinguna á Cun-
anan hefði keypt þar vöru og haldið
síðan áfram I norðurátt í grárri
Mercedes Benz-bifreið með númers-
plötum frá Flórída. Cunanan, sem
er eftirlýstasti maður Bandaríkj-
anna, er einnig grunaður um fjögur
önrnur morð frá því í apríl.
Lögreglan leitaði mannsins og
bílsins í nágrenni West Lebanon í
tvær klukkustundir, án árangurs.
Hundruð manna telja sig hafa séð
til ferða Cunanans á þeirri viku
sem liðin er frá morðinu á Versace.
Hann leikur þó enn lausum hala og
telur lögreglan hann vopnaðan og
stórhættulegan.
Alríkislögreglan FBI staðfesti í
gær að byssan sem notuð var við
morðið á Versace hefði einnig verið
notuð í tveimur öðrum morðum
sem Cunanan er grunaður um.
Minningarathööi um Versace var
haldin í dómkirkjimni í Mílanó í
gær að viðstöddu miklu fjölmenni.
Auk nánustu fjölskyldu og vina
hins myrta tískukóngs, mátti sjá
þar fræga poppara og tískusýning-
ardömur, auk þess sem Díana
prinsessa heiðraði minningu hins
látna með nærveru sinni.
Popparamir Elton John og Sting
sungu saman sálm númer 23, Drott-
inn er minn hirðir, án undirleiks,
báðir klæddir í svart.
Díana prinsessa huggar popparann Elton John sem grét hástöfum í minn-
ingarathöfninni um tískukónginn Gianni Versace f gær. Sfmamynd Reuter
Elton John grét sáran áður en at-
höfnin hófst og þurfti Díana prins-
essa að hugga hann.
Lík Versaces var brennt í Miami
og var öskunni komið fyrir í bráða-
birgðagröf í kirkjugarði við Como-
vatn í síðustu viku.
Reuter
Skilafrestur er til 25. júlí.
Nöfn vinningshafa verða birt í DV 1. ágúst.
íbúar höfuðborgarsvæðisins skili þátttökuseðlinum
inn á næstu Shell stöð.
Senda má þátttökuseðla af landsbyggðinni til
DV, Þverholti 11, Box 5380
Verðlaun:
★ 2 Mercedes Bens fjallahjól frá Ræsi
að verðmæti 150.000 kr. hvort.
★ JVC stafræn myndavél frá FAC0
aö verðmæti 130.000 kr.
★ Timberland útivistarjakkar frá
Skeljungsbúðinni Suðurlandsbraut 4.
★ 100 Pizzurfrá Hróa Hetti.
★ "Horfinn heimur" - Jurassic Park bolir
og húfur- Biómiðará "Horfinn heimur"
- Jurassic Park.
Timberfand $£> JVC