Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1997, Síða 15
14
35
íþróttir
EKGLAND |
Manchester XJnited hyggst nú
setja upp knattspymuskóla víös
vegar í Evrópu í þeim tilgangi að
finna unga og hæfileikaríka
knattspymumenn, ala þá sjálfir
upp og þurfa ekki að borga öðr-
um liðum fyrir þá.
UEFA hefur hins vegar varað
Ferguson og félaga á Old Traf-
ford við og segir að þeir þurfi að
fá leyfi fyrir þessu uppátæki frá
enska knattspymusambandinu
og knattspymusamböndum allra
þeirra landa sem þeir hyggja á
landvinninga. Ferguson hefur
nefiit lönd eins og írland, Noreg
og Frakkland sem ákjósanlegan
kost.
Bakslag virðist nú komið í
þær áætlanir Sunderland um að
fá ítalann Paolo Di Canio til liðs
við sig frá Celtic. Di Canio er far-
inn heim til Ítalíu til að slaka á
en Peter Reid framkvæmdastjóri
vonast til þess aö samningavið-
ræður geti haldið áfram þegar
hann snýr aftur til Bretlands.
Sunderland er einnig með
augastað á bandaríska lands-
liðsframherjanum Jovan Kir-
ovski og hafa sent Borussia Dort-
mund 120 milljóna króna tilboö í
hann. Kirovski, sem er 21 árs,
var áður kominn á mála hjá
Man. Utd. en fékk aldrei leik-
heimild í Englandi og fór því til
þýsku Evrópumeistaranna.
Alex Ferguson, framkvæmda-
stjóri Man. Utd., segir að kaup
sín á Celio Silva frá Brasilíu hafi
fyllt síðasta skarðið í liði sínu
svo það veröi nægilega sterkt til
aö halda meistaratitlinum næsta
vor. „Það er nóg af peningum eft-
ir í buddunni en ég hef ekki frek-
ari áform um að nota þá, a.m.k.
i bili,“ sagði Ferguson eftir sig-
urleik liðsins á meisturum Hong
Kong, í Hong Kong, um helgina.
Roland Nilsson, sænski vam-
arjaxlinn sem lék með Sheffield
Wednesday hér á árum áður, er
nú aftur á leið í ensku knatt-
spyrnuna þar sem hann hefur
gert samning við Coventry. „Ég
verð í minni gömlu stöðu sem
hægri bakvörður," sagði Nilsson
sem leikiö hefur í Svíþjóð frá
1994.
Forráðamenn Middles-
brough skýrðu frá því í gær að
Fabrizio Ravanelli myndi leika
með félaginu í 1. deildinni á
næstu leiktíð. Mörg félög hafa
borið víumar í Ravanelli en
ávallt hefiir strandað á launa-
kröfum kappans.
Til að mynda höfðu Everton
og Middlesbrough náð samning-
um um kaup fyrmefnda liðsins á
Ravanelli en þegar hann fór
fram á 6 milljóna króna viku-
laun fóru samningar út um þúf-
ur.
Manchester United sigraði
japanska liðið Urawa Reds, 2-1,
í æfingaleik í Tókýó í gær. Norð-
maðurinn Ole Gunnar Solskjær
skoraði bæði mörk ensku meist-
aranna í fyrri hálfleik. Þetta var
þriðji leikur United í
æfingaferðinni Asíu og hafa þeir
allir unnist.
HSÍ komið á
réttan kjöl
Handknattleikssamband Islands,
sem skuldaði um 100 milljónir
króna, hefur náð nauðasamningum
við lánardrottna sína. HSÍ greiðir
samtals um 35 milljónir og stendur
þá skuldlaust eftir. Þetta er gífurleg
lyftistöng fyrir HSÍ sem hefur
rambað á barmi gjaldþrots undan-
farin ár, ekki síst eftir HM-ævintýr-
ið árið 1995 sem var þungt í skauti.
-VS
+
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ1997
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997
Iþróttir
1. deild karla:
Gleöi í Arbænum
- fyrsti sigur Fylkis í sumar
1- 0 Ómar Bendtsen (2.).
2- 0 Vllhjálmur Vilhjálmsson (14.).
3- 0 Ólafur Stígsson (87.).
„Þetta var nákvæmlega það sem
við þurftum. Atli er búinn að vera
að þrusa yfir okkur í langan tíma og
nú gerðum við loksins það sem fyr-
ir okkur var lagt. Baráttan í liðinu
var frábær og við hleyptum ÍR-ing-
um ekkert inn í leikinn. Það verð-
ur auðveldara að fara í fríið núna
með einn sigur í safninu," sagði
Ólafur Stígsson, fyrirliði Fylkis, eft-
ir fyrsta sigur liðsins í 1. deild
karla í sumar.
Fyrsta tap ÍR-inga í átta
lelkjum
Úrslitin í Árbænum í gærkvöldi
hafa eflaust komið mörgum á óvart,
nema þá helst Fylkismönnum sjálf-
um. ÍR-ingar, sem ekki höfðu tapað
í átta leikjum í röð í deildinni, virt-
ust hreinlega vanmeta andstæðing
sinn sem nýtti tækifærið vel og sigr-
aði örugglega.
Það var allt annar bragur á Fylk-
isliöinu í þessum leik. Leikmenn
börðust af fúllum krafti í alla bolta,
gerðu hlutina einfalt og uppskáru
samkvæmt því. Nágrannamir úr
Breiðholtinu voru hins vegar hálf
utanveltu allan tímann í þessum
leik, virtust hreinlega ekki vera til-
búnir í baráttuleik og náöu aldrei
að ógna Fylkismarkinu að ráði.
Maður leiksins: Vilhjálmur
Vilhjálmsson, Fylki.
-ÖB
Þróttur styrkti stöðu
sína á toppnum
- lagði Víking
0-1 Sigurður R. Eyjólfsson (40.)
0-2 Ingvar Ólason (61.)
0-3 Heiðar Sigurjónsson (67.)
Reykjavíkurliðin Víkingur og
Þróttur áttust við í Víkinni í gær.
Þróttarar unnu leikinn á sannfær-
andi hátt og styrktu stöðu enn frek-
ar í toppsætinu.
Leikurinn var í heild ágæt
skemmtun fyrir þá áhorfendur sem
mættu á völlinn. Þróttarar fengu
vítaspymu á 10. mínútu. Einar Öm
Birgisson framkvæmdi spymuna en
„vítabaninn" Stefán Amarson, sá
við honum í marki Víkinga og
varði.
Það var svo skömmu fyrir leiks-
lok sem Sigurður R. Eyjólfsson
kom Þrótturum á sporið með góðu
marki. Ingvar Ólason bætti við öðra
með glæsilegum skalla og Heiðar
að velli, 0-3
Sigurjónsson innsiglaði sigurinn
þegar hann skoraði snyrtilegt
mark.
Leikurinn var frekar harður og
fengu tveir leikmenn að líta rauða
spjaldið. Þróttarinn Logi Jónsson
fékk reisupassann á 65. mínútu og
Víkingurinn Tryggvi Bjömsson fór
sömu leið skömmu síðar.
Þróttarar hafa verið á góðu skriði
frá því í fyrsta leik og spumingin er
sú hvort þeir nái að halda skriðinu
út mótið. Liðið lék skynsamlega og
var vel að sigrinum komið.
Stefán Amarson markvörður var
besti maður Víkinga en hjá Þróttur-
um var það liðsheildin sem skóp
sigurinn og er ósanngjamt að taka
einhvem leikmann út úr.
Maður leiksins: Stefán Amar-
son, Víkingi. -BB
Kaflaskipt á Akureyri
- þegar KA sigraði Dalvík, 2-1
DV, Akureyri:
1-0 Bjami Jónsson (25.).
1- 1 Jónas Baldursson víti (71.).
2- 1 Steingrímur Ö. Eiösson (87.).
KA hafði betur í nágrannaslagn-
um gegn Dalvík á Akureyrarvelli í
gærkvöldi í leik sem var nokkuð
kaflaskiptur.
Heimamenn vora sterkari aðilinn
í fyrri hálfleik og Bjami Jónsson,
aldursforsetinn í KA-liðinu, kom
sínum mönnum yfir með skalla-
marki um miðjan fyrri hálfleik. KA
sótti meira í hálfleiknum án þess að
skapa sér nein veruleg marktæki-
færi.
í síðari hálfleik komu gestimir
frá Dalvík dýróðir til leiks og það
kom ekki á óvart þegar Jónas Bald-
ursson skoraði úr vítaspymu eftir
klaufalegt brot vamarmanns KA í
vítateigmun.
Eftir markið skiptust liðin á að
sækja en KA-menn vora öllu snarp-
ari í sinum sóknaraðgerðum sem
skilaði marki frá Steingrími Emi
Eiðssyni skömmu fyrir leikslok.
Með sigrinum sigla KA-menn
lygnan sjó um miðbik deildarinnar
eins og vinir þeirra úr Þór en Dal-
víkingar era eins og vænta mátti á
sínu fyrsta ári í 1. deild að berjast
um að forðast fall.
í liði KA átti Atli Þórarinsson, 17
ára strákur sem var að leika sinn
fyrsta leik í meistaraflokki, bestan
leik en hjá Dalvíkingum var Heið-
mar Felixson, handboltakappi úr
KA, sterkastur.
Maður leiksins: Atli Þórarins-
son, KA.
-GN
Sigurlín Jónsdóttir, fyrsta íslenska knattspyrnukonan sem spilar 200 leiki í efstu deild:
Byrjaði tólf ára í meistaraflokki
Sigurlín Jónsdóttir, knattspymu-
kona úr KR, náði merkum áfanga í
fyrrakvöld þegar lið hennar sigraði
Hauka, 4-0, í úrvalsdeildinni. Það var
hennar 200. leikur í efstu deild á ferl-
inum og hún er fyrsta íslenska knatt-
spymukonan sem nær þeim leikja-
fiölda.
Það er í raun ótrúlegt afrek að ná
200 leikjum. íslenskar knattspymu-
konur leika mest 14 deildaleiki á ári
og það þarf því minnst 15 tímabil til
að ná þessu marki. Að auki hafa leik-
frnir í efstu deild stundum verið færri
en 14 á ári.
Sigurlín er að leika sitt 17. tímabil í
meistaraflokki þótt hún sé aöeins 29
ára. Hún lék 147 leiki með ÍA í efstu
deild og á nú 53 að baki með KR.
„Ég var víst bara tólf ára þegar ég
var fyrst í hópnum hjá ÍA. Á þeim
tíma vora engir yngri flokkar og mað-
ur fór hara beint í meistaraflokk. Frá
fiórtán ára aldri spilaði ég síðan á
fúllu með Skagaliðinu og missti nán-
ast aldrei úr leik. Eina sumarið þar
sem ég hef lent I meiðslum var 1995 en
þá missti ég af hálfu tímabilinu hjá
KR,“ sagði Sigurlln við DV.
Hún á alla möguleika á að bæta
metið rækilega. „Já, ég ætti að eiga
nokkur góð ár eftir í fótboltanum. Ég
er allavega ekkert á því að hætta
strax, ekki á meðan heilsan og lapp-
imar era í lagi, og ég er ekki í verra
formi en 18 ára stelpumar í liðinu,“
sagði Sigurlín. 'W.i
Hún spilar í hinni
öflugu vöm KRsem
hefur ekki fengið mark á sig á ís-
landsmótinu í sumar og segir að
markmiðið sé að sjálfsögðu að
hampa íslandsbikamum í
haust.
-VS
*y 1. DEILD KARLA
Þróttur R. 10 8 2 0 24-6 26
Breiðablik 10 7 1 2 15-6 22
ÍR 10 6 2 2 29-12 20
FH 10 5 3 2 17-11 18
Þór A. 10 5 1 4 14-19 16
KA 10 4 3 3 16-16 15
Víkingur R. 10 4 0 6 12-16 12
Dalvík 10 1 3 6 12-23 6
Fylkir 10 1 2 7 11-19 5
Reynir S. 10 0 1 9 5-27 1
Markahæstir:
Kristján Brooks, ÍR..............12
Kjartan Einarsson, Breiöabliki ... 6
Vignir Sverrisson, Þrótti R.......6
Einar Örn Birgisson, Þrótti R. ... 5
Guöjón Þorvarðarson, ÍR...........5
Steingrímur Eiðsson, KA ...5
ívar Sigurjónsson, sóknarmaöur úr Breiöabliki, sækir aö marki FH-inga f Kaplakrika f gærkvöld. Jóhann Tómas Sig-
urösson, varnarmaöur Hafnarfjaröariiösins, reynir aö stööva hann. Blikar komust f annaö sætiö f 1. deildinni meö mik-
ilvægum sigri. DV-mynd Hilmar Þór
Trúi ekki öðru en við leik-
um í alvörudeild að ári
- sagði Kjartan Einarsson, Bliki, eftir sigur á FH, 0-2
0-1 Sjálfsmark (43.)
0-2 Þórhallur Hinriksson (90.)
Blikar skutust upp í annað sæti 1.
deildarinnar í knattspymu í gær þegar
þeir lögðu FH-inga, 0-2, í Kaplarkika.
Á sama tíma töpuðu ÍR-ingar og höfðu
þar með sætaskipti við Breiðablik.
Fyrri hálfleikurinn var nokkuð lif-
legur og bæði lið fengu góð marktæki-
færi. Kópavogsliðið fékk gullið tæki-
færi til aö komast yffr um miðjan fyrri
hálfleik en þá var dæmt vítaspyma á
FH-inga eftir að Bjarki Pétursson var
felldur í vítateignum. Kjartan Einars-
son tók spymuna en Daði Lárasson
varði spymu hcms mjög vel. FH-ingar
voru mjög nálægt því að skora
skömmu á eftir. Skalli Brynjars Gests-
sonar lenti í slánni og skot frá honum
í kjölfarið björguðu Blikar á línu. Þaö
sem eftir liföi hálfleiksins vora gestim-
ir betri og þeir náðu verðskuldaö for-
ystu með dyggri aðstoð FH-inga rétt
fyrir leikhlé. Skot Kjartans Einarsson-
ar úr aukaspymu fór í koll Hallsteins
Amarsonar og þaðan í netið.
Síðari hálfleikurinn var mjög til-
þrifalítill og litið fyrir augað. Blikar
bökkuðu smátt og smátt aftar á völlinn
og FH-ingar sóttu án þess að skapa sér
nein veruleg færi. Á lokamínútunni
náðu Blikamir góðri skyndisókn sem
Þórhallur Hinriksson rak endahnútinn
á með góðu marki frá vítateig.
FH-liðið tapaði þar með sínum fyrsta
deildarleik í 9. leikjum en Blikar lögöu
þá einmitt að velli í 1. umferðinni.
Heimamenn vora daufir í leiknum og
langt frá sínu besta. Daði markvörður
var þeirra besti maöur.
Sigur Blikanna var í heild sanngjam
en liðið sýndi engan samt engan glans-
leik. Blikar léku af skynsemi og vöm
liðsins var traust.
Á uppleiö hjá okkur
„Þetta var einn af þessum 6 stiga
leikjum og það var mjög sterkt að
vinna hann. Mér finnst þetta vera á
uppleið hjá okkur og við erum famir
að spila betur. Þetta var sanngjam sig-
ur og ég lít björtum augum á framhald-
ið. Ég trúi ekki öðra en að við munum
leika í alvöradeild að ári.,“ sagði Kjart-
an Einarsson, leikmaður Blika við DV.
Maður leiksins: Hreiðar Bjamason,
Breiðabliki. -GH
Norðmenn samir við sig
Eins og fram kom í DV í gær var
umfiöllun sumra norskra fiölmiðla
um knattspymulandsleik íslands
og Noregs vægast sagt einkennileg.
Dagbladet sagði að stærsti sig-
urinn hefði verið sá að enginn hefði
slasast og íslendingar hefðu komist
upp með slagsmál og ruddaskap.
Fréttastofan NTB sagði að íslend-
ingar hefðu eyðilagt leikinn og með
höggum, spörkum og langhlaupum
slegið norska landsliðið útaf laginu.
Aðeins Aftenposten sá leikinn í
réttu ljósi og sagði að einu sinni
enn hefði leikur Norðmanna riðlast
þegar viö baráttuglaða andstæð-
inga væri að etja.
Norska landsliðið hefur náð mjög
góðum árangri undanfarin ár, svo
góðum að norskir fiölmiðlar hafa
ofmetnast, og þá ekki síður leik-
mennimir. Margir þeirra vora með
ýmsa
„stjömu-
stæla“ í
leiknum á
sunnudag
og um-
mæli og
viðbrögö
Eriks Myklands við kraftmiklum
leik íslendinga segja meira um
manninn sjálfan en mótherjana.
Norðmenn eiga nokkra ágæta
knattspyrnumenn en lið þeirra er
þó að miklu leyti skipað jöfnum
„meðaljónum", sem einhverra
hluta vegna era í „tísku" í dag. Ár-
angur sinn eiga þeir fyrst og fremst
að þakka
útsjónar-
sömum og
vel skipu-
lögðum
þjálfara.
Þeir ættu
líka að
minnast HM í Bandaríkjunum árið
1994 þar sem leikaðferð þeirra var
sú að sparka í allt og alla. Knatt-
spyrnuunnendur um heim allan
In skoðun
- eftir Víói Sigurðsson
glöddust þá mjög þegar þeir féllu út
í riölakeppninni. Það var sigur fyr-
ir knattspyrnuna.
Norðmenn eru samir viö sig.
Hroki þeirra í garð íslendinga kem-
ur fram á öllum sviðum, hvort sem
um er að ræða Smuguveiðar, land-
helgismál eða knattspymu.
Þaö voru mistök hjá KSÍ að fá
Norðmenn hingað í þennan afinæl-
isleik. 1 fyrsta lagi er um að ræða
eitt leiðinlegasta knattspyrnulands-
lið Evrópu og í öðra lagi ættum við
aö vera búnir að læra það af öðram
sviðum að farsælast er að hafa sem
minnst við Norðmenn saman að
sælda.
Lúðvík í banni
til 1. september
Lúövík Jónasson, vamarmaður úr Stjöm-
unni, var í gær úrskurðaður í þriggja leikja
bann af aganefnd KSÍ. Lúðvík var rekinn af
velli gegn Keflavík á dögunum fyrir að slá
mótherja. Hann verður því í banni til 1. sept-
ember en þá er fiórði leikur Stjömunnar héð-
an í frá, og missir af leikjum Garðbæinga við
ÍBy, ÍA og Fram.
Ásgeir Halldórsson úr Fram fékk tveggja
leikja bann þar sem hann fékk sitt annað
rauða spjald á tímabilinu í leiknum viö ÍBV.
Valdimar Kristófersson úr Stjömunni fékk
eins leiks bann vegna brottvísunar og þeir
Gunnar Már Jónsson og Sigurður Sigursteins-
son úr Skallagrími eins leiks bann vegna fiög-
urra gulra spjalda. Þá fékk Reynir úr Sand-
gerði 28 þúsund krónur i sekt vegna refsistiga
og brottvísunar forráðamanns. -VS
Sigurlín
Jónsdóttir á
æfingu hjá KR
f gærkvöldi, al-
sæl meö leikina
200.
DV-mynd
Hilmar Þór
Dýrt að halda hreinu
KR-stúlkur hafa enn ekki fengið á sig mark í úrvalsdeildinni
í knattspymu í sumar eins og oft hefúr komið fram. Gegn Hauk-
um i fyrrakvöld munaði þó minnstu að botnliðið yrði fyrst til að
skora hjá KR. Haukastúlka var sloppin ein í gegnum KR-vöm-
ina þegar Ragna Lóa Stefánsdóttir, aftasti vamarmaður og þjálf-
ari KR, greip til þess ráðs að brjóta á henni utan vítateigs. Marki
var forðað og núllið stendur áfram en Ragna Lóa þurfti að gjalda
fyrir það með rauðu spjaldi og leikbanni í bikarleiknum við Val
í næstu viku. -VS
KR og ÍA leika í Evrópukeppninni í dag:
Þurfa að sýriá
bestu hliðarnar
- KR mætir Dinamo Búkarest á Laugardalsvelli kl. 20
KR og ÍA leika bæði fyrri leiki
sína í forkeppni Evrópumótanna í
knattspymu í dag. KR leikur við
Dinamo Búkarest frá Rúmeníu í
UEFA-bikamum á Laugardalsvell-
inum og Skagamenn era komnir til
Slóvakíu þar sem þeir mæta 1. FC
Kosice i meistaradeild Evrópu.
Mótherjar KR í kvöld era án efa
mjög sterkir. Dinamó er annað
stærsta félag Rúmeníu, á eftir
Steaua, og hefur 14 sinnum oröið
rúmenskur meistari. í fyrra hafnaði
liðið í þriðja sæti 1. deildar, 14 stig-
um á eftir Steaua. Þekktasti leik-
maður liðsins er landsliðsmark-
vörðurinn Florian Pranea.
Dinamo lék ekki í Evrópukeppni
í fyrra en féll út í forkeppni gegn
Levski frá Búlgaríu áriö 1995, sam-
anlagt 1-2.
Mótherjar ÍA, 1. FC Kosice, urðu
meistarar Slóvakiu í fyrsta skipti í
vor, en hafði árin á undan hafnað í
þriðja og öðra sæti. Keppt hefúr
verið um meistaratitil Slóvakíu í
fiögur ár en á síðasta tímabili sam-
einaðrar Tékkóslóvakíu, 1992-93
sigraði Kosice í 2. deild og varð bik-
armeistari Tékkóslóvakíu.
Kosice lék í UEFA-bikamum i
fyrra og vann Teuta fráAlbaníu,
samanlagt 6-2, í forkeppni en tapaði
1-0 fyrir Celtic í Skotlandi í 1. um-
ferð eftir 0-0 jafntefli í Kosice.
Ljóst er að bæði KR og ÍA eiga
erfiða leiki fyrir höndum og þurfa
að sýna sínar bestu hliðar til að eiga
möguleika á að komast áfram. -VS
Skagastúlkan sló Islandsmetið
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, sundkonan efiiilega frá
Akranesi, setti í gær íslandsmet í 100 metra baksundi
á ólympíuleikum æskunnar í Portúgal.
Kolbrún Ýr, sem er aðeins fiórtán ára gömul, synti á
1:06,46 minútu og bætti tveggja ára met Eydísar
Konráðsdóttur um 3/100 úr sekúndu. Þessi árangur
Kolbrúnar færði henni bronsverðlaunin.
-VS
Fyrsta högg landsmótsins
eoJL
T N
\ 1
i m
- -
Stefán Gunnarsson slær fier fyrsta högg landsmótsins undir vökulum augum annarra keppenda og
gesta. DV-mynd Svenni
Þeir gátu vart óskað sér betra veðurs, kylfingamir í 2. og 3. flokki karla, þegar flautað var til leiks á lands-
mótinu í golfi í gærmorgun á hinum nýja og glæsilega velli að Korpúlfsstöðum sem þar með var tekinn form-
lega í notkun. Garðar Eyland, formaður Golfklúbbs Reykjavikur, bauð keppendur og gesti velkomna áður en Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri opnaði völlinn með því að klippa á borða á fyrsta teig. Hún sagði gesti því
miður verða af þeirri skemmtun að sjá hana slá fyrsta höggið, enn um sinn a.m.k. Sr. Sigurður Amarson, prest-
ur í Grafarvogi, blessaði völlinn og að lokum setti Hannes Guðmundsson, formaður Golfsambandsins, landsmót-
ið um leið og hann óskaöi GR til hamingju með nýjan völl og glæsilega felagsaðstöðu sem búið er að innrétta á
Korpúlfsstöðum.
Það var 2. flokkur karla sem fór fyrstur af stað á þessu landsmóti og kom það í hlut Stefáns Gunnarssonar,
gamla jaxlsins úr mulningsvél Valsmanna í handboltanum, að slá fyrsta höggiö. Greinilegt var að stáltaugam-
ar voru ekkert farnar að gefa sig því kúlan flaug langt og hátt, lenti að vísu rétt fyrir utan braut, en engu að
síður ágætis högg. í morgun hófst svo keppni í meistaraflokkum karla og kvenna. -ÖB
Golf:
Landsmótíð
Staða efstu manna eftir fyrsta
dag á landsmótinu í golfi:
2. fl. karla (Korpúlfsstaðir):
Stefán B. Gunnarsson, GR.77
Ragnar K. Gunnarsson, GR.77
Stefán S. Guöjónsson, GV .78
Garðar Vilhjálmsson, GS...79
Kjartan Kristjánsson, GKG .79
Ámundi Sigmundsson, GR...79
Svanþór Þorbjömsson, GR..80
3. fl. karla (Korpúlfsstaðir):
Guðmundur R. Bragason, GR . . . 86
Þorsteinn Ö. Geirsson, GKG .... 87
Eyþór Fannberg, GR.........88
Ellert Þ. Magnússon, GR...88
Sigurður H. Dagsson, GR..88
Steinþór S.Jónsson.GR.....88
Eiliði Norödahl, GR........88
Hjelde til Bari?
ítalska liðið Bari, sem vann
sér í vor rétt til þess að leika í
efstu deild að nýju, reynir nú
ákaft að kaupa norska vamar-
manninn Jon Olav Hjelde sem
leikur með norsku meisturanum
í Rosenborg.
Ronaldo má fara
Alþjóða knattspyrnusamband-
ið, FIFA, hefur nú sagt að Ron-
aldo sé laus allra mála við
spænska félagið Barcelona og
geti alfarið snúið sér að sínu hjá
Inter Milan. FIFA hefur heimil-
að italska knattspymusamband-
inu að skrá Ronaldo á leik-
mannalista sinn og veita honum
leikheimild með Milan-liðinu.
SiguráDönum
íslendingar unnu Dani, 21-15,
á heimsleikum heyrnarlausra í
handknattleik í gær. Staöan í
hálfleik var 9-9. „Þetta var sigur
liðsheildarinnar og allir voru að
leika vel,“ sagði Daöi Hreinsson,
þjálfari, við DV í gær.
Bemharð Guðmundsson skor-
aði 7 mörk og Jóhann Ágústsson
5 en hann var tekinn úr umferð
eins og í öllum leikjunum á mótinu.
Ísland-Færeyjar á
Hornafirði
DV.Höfn:
íslendingar og Færeyingar
mætast í vináttulandsleik í
knattspyrnu á Hornafirði á
sunnudaginn og er þetta í fyrsta
sinn sem landsleikur í knatt-
spymu fer fram á Höfh.
Á leikinn koma meðal annars
fulltrúar knattspyrnusambands
Evrópu og fulltrúar sjö Evrópu-
þjóða sem staddir era hér á
landi í tengslum við úrslita-
keppni U-18 ára liöa, alls um 40
manns og mun hópurinn fara í
skoðunarferö um héraðiö í leiðinnl
Landsliðsmennimir munu
mæta á knattspymuæfingu hjá
hornfirsku krökkunum og
hregða á leik með þeim.
Albert Eymundsson, skóla-
stjóri og fulltrúi Austfiarða í
stjóm KSÍ, hefur lengi barist fyr-
ir því innan knattspymuhreyf-
ingarinnar að landsbyggðin
verði ekki alveg útundan varð-
andi landsleikjahald og hefur í
nokkur ár bent á Homafiörð sem
ákjósanlegan staö til aö spfla
landsleik. Albert sér nú árangur
erfiðis síns þegar stjórn KSÍ
samþykkti, í tilefni 100 ára
byggðar á Höfn, að leika hér A-
landsleik og vonandi er þetta
bara upphafið á landsleikjahaldi
á Sindravelli. -JI
Ikvöld
UEFA-bikarlnn:
KR - Dinamo Búkarest .......20.00
Úrvalsdeild karla:
Leiftur - Skailagríniur.....20.00
3. deild karla C:
Bolungarvík - HVl ........ 20.00
f