Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1997, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1997, Page 2
16 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 Jj’\T Njóttu ^ ijartar sumarsins ‘Ur og tilém CV^ jóttu sumarsins á Hótel Eddu. Edduhótelin eru opin A J á 14 stöðum í sumar auk þriggja heilsárshótela. 7 Fjölbreytt veitingaþjónusta er í boði frá morgni til kvölds og sérstakur afsláttur er fyrir börnin. Gisting fæst í uppbúnum herbergjum og einnig í svefnpokaplássi. Hótelin veita ódýra og góða þjónustu og í nágrenni hótelanna eru margs kyns möguleikar í boði fyrir alla fjölskylduna, s.s. sundlaugar, hestaleigur og golfvellir. Ferðaskrifstofa íslands Skógarhlíð 18, 101 Reykjavík Sími 562 3300 Fax 562 5895 Netfang: edda@itb.is http://www.arctic.is/itb/edda TILBOÐ! Fimmta nóttin er frí! jölskyldan fær fimmtu nóttina án endurgjalds Jr* ef ef dvalið er í fjórar nætur í uppbúnu herbergi. C/ Frínóttin gildir á öllum hótelum út árið 1997 því hótelin á Flúðum, Kirkjubæjarklaustri og Höfn eru opin allt árið. Fríkort! ríkortshafar fá 20 punkta af hverjum 1000 kr. sem greiddar eru í gistingu. TILB0Ð! I júní fá hótelgestir með fríkort tvöfalda punkta, þ.e. 40 punkta fyrir hverjar 1000 kr. í gistingu. 'ár ★ * ferðir * ' Bindindismótið í Galtalækjarskógi Vegleg dagskrá á afmælisári Bindindismótið í Galtalækjar- skógi á 30 ára afmæli í sumar. í til- efhi þessara merku tímamóta verð- ur dagskrá mótsins enn veglegri en venjulega um komandi verslunar- mannahelgi. Mótshaldarar bjóða gestum meðal annars upp á tvær af vinsælustu hljómsveitum sumarsins, Sóldögg og Reggae on Ice, ásamt tveimur efnilegum unglingarokksveitum: Flösu frá Hafnarflrði og 4 Play frá Hvolsvelli. Hljómsveitimar sjá um kvöldvök- ur og dansleiki ásamt stuðsveitinni Upplyftingu sem nú hefur innan- borðs söngvarann góðkunna Ara Jónsson. Unglingamiðstöð Sérstök unglingamiðstöð, Glæt- an, verður starfrækt alla daga. Þar verður boðið upp á margháttað sprell og fjör, griÚ, söng og hopp og hí undir stjóm sannkallaðs Fjörúlfs. Þá veröur efnt til samkeppni af ýmsu tagi þar sem hægt veröur aö vinna sér inn verðlaunapeninga - til dæmis fyrir körfuboltaleik, söng, ökuleikni og hjólreiðar. Magnús Scheving verður með þol- flmidagskrá fyrir unglinga. Hann mun einnig fara með gamanmál og troða upp ásamt leikurum með at- riði úr barnaleikritinu vinsæla um Latabæ. Spaugstofa og prestar Séra Pálmi Matthíasson verður með helgistund ásamt kór eins og undanfarin ár og séra Pétur Þor- steinsson með unglingamessu. Þá verður vafalaust mikið grín í Galtalækjarskógi um verslunar- mannahelgina þegar Spaugstofan mætir á staðinn og skemmtir gest- um eins og þeim félögum einum er lagið. íslandsmeistarar í dansi munu sýna listir sínar og sönghópurinn 5 saman tekur lagiö. Bikarmeistarar í pallaleikfimi stúlkna verða með sýningu og einnig danshópurinn Komið og dansið. Flughermir verð- ur á staðnum og Tölvukjör setja upp tölvukynningu. Þá má ekki gleyma varðeldinum, flugeldasýningunni, ratleiknum, gönguferðunum og kamivalinu. Að- standendur mótsins hafa sett stefn- una á stærsta bindindismót frá upp- hafi og skipulagt dagskrá í sam- ræmi við það. Bindindismótiö í Galtalæk er alltaf vinsælt enda mikil fjölskylduhátíö. Þaö veröur örugglega mikiö fjör í Galtalækjar- skógi I ár eins og veriö hefur síöustu ár. Vindheimamelar í Skagafirði: Góð helgi í friði og ró - segir Ingimar Jónsson Hestamannamót skagfirsku hestamannafélaganna verður haldið á Vindheimamelum um verslunar- mannahelgina. „Það verður keppni eins og hefur verið í A-flokki og B-flokki og ungl- ingakeppni," segir Ingimar Jónsson, einn skipuleggjenda mótsins. „Svo verða skeiðkappreiðar. Þær eru opnar öllum. Gæöingakeppnin verö- ur hins vegar eins og verið hefur milli félaganna í Skagafirði, Húna- vatnssýslu, Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík." Einnig verða á mótinu héraðs- og yfirlitssýningar á kynbótahrossum. Veitingar eru seldar á staðnum og þar eru góð tjaldstæði. „Fólk getur átt góða helgi hjá okkur í friði og ró og notið fallegrar náttúru í Skagafirði," segir Ingi- mar. Mótið hefst föstudaginn 31. júlí. Hestamenn á öllum aldri skemmta sér alltaf konunglega á mótinu á Vindheima- melum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.