Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1997, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1997, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 JLj’V Ef njóta á góös útsýnis er gott ráö aö ganga upp á fjall. Þessi fallega mynd var tekin ofan af Sveinstindi í ferö Útivistar. Flókalundur: Sandkastalar og vardeldur í Flókalundi verður skipulögð dagskrá um verslunarmanna- helgina sem hentar fjölskyldum vel. Boðið er til dæmis upp á sjó- kajakferðir, hjólaferðir, sand- kastalakeppni og varðeld. Á staðnum er ágætt tjaldstæði, góð sundlaug og notalegt sveita- hótel. Golfmót verður á vegum golfklúbbs Patreksfjarðar um helgina. Markmið fjölbreyttrar ferðaáætlunar Útivistar: Ævintýraferðir á snjóbílum og vélsleðum á stærsta jökul í Evrópu. ; Svefnpokagisting og veitingar í Jöklaseli með óviðjafnalegu útsýni. /Æl JÖKLAFERÐIR HF. Á vit ævintýranna P.O.Box 66,780 Homafjörður, « 478 1000, Fax: 478 1901, Jöklasel ® 478 1001 Secjja má aö Útivist bjóöi upp á feröir viö allra hæfi. Fjölbreytni í gönguleiöum er mjög mikil. Hér sjást göngugarp- ar Utivistar á ferö í einni af göngum félagsins. Sem flestir stundi heilbrigða útiveru - segir Guðfinnur Pálsson Útivist stendur fyrir fjölmörgum ferðum um verslunarmannahelgina eins og undanfarin ár. „Þetta félag varð til fyrir 21 ári,“ segir Anna Soffia Óskarsdóttir hjá Útivist. „Markmið félagsins hefur frá upphafi verið ferðir íslendinga um eigið land. Árið 1980 byrjuðum við að byggja skálana í Básum. Þar erum við með gistirými fyrir 85 manns auk tjaldstæðis fyrir allt að 800 manns. Svo eignaðist félagið skála Fjallamanna á Fimmvörðu- hálsi og endurbyggði hann fyrir sex árum.“ Um 200 ferðir í sumar „Þetta er áhugamannafélag og markmiðið er að stunda útivist og útilíf og gera sem flestum kleift að stunda heilbrigða útiveru. Við bjóð- um félagsmönnum og öðrum upp á ferðir um allt land af öllum tegund- um og gerðum," segir Guðfinnur Pálsson hjá Útivist. „Við erum að bjóða upp á um 200 ferðir í sumar. í þessum ferðum taka þátt um sex þúsund manns. Vinsælustu ferðim- ar okkar eru um Fimmvörðuháls- inn og svo auðvitað niður í Bása.“ Þau hjá Útivist gera ýmislegt fleira en að stunda og skipuleggja ferðalög. „Við vorum að gefa út nýtt kort af Þórsmerkursvæðinu. Það spannar svæðið þar sem við erum með skál- ann okkar og gönguleiðir eru sér- staklega merktar inn á kortið. Við höfum lagt áherslu á að teikna nýj- ar leiðir inn á þetta kort. Jafnframt fylgir þessu korti aukakort af leið- inni yfir Fimmvörðuháls og skýr- ingar á örnefnum og gönguleiðum bæði á ensku og íslensku.“ Mikill áhugi á jeppaferðum Ört vaxandi jeppadeild er einn af vaxtarbroddum félagsins. „Við stofnuðum jeppadeild fyrir um fimm árum. Mikill vöxtur er í þeirri starfsemi. Það eru um 150 manns sem starfa sérstaklega í jeppadeildinni núna. í sumar er í boði mjög mikið af áhugaverðum og skemmtilegum jeppaferðum. Til dæmis á að fara í vikuferð um Gæsavatnaleið núna 9. ágúst og það er mikið spurt um þá ferð,“ segir Guðfinnur. „Jeppadeildin er ekki síst hugsuð fyrir það fólk sem á jeppa en kann lítið að ferðast um hálendið,“ segir Anna. „Það sækir þá traust i að vera fleira saman. Það er fjöldi manns sem ekur á jeppa sem hefur aldrei farið yfir óbrúaða á. Fólk er ragt við að byrja að ferðast um há- lendið." Margt um verslunar- mannahelgina Meðal ferða sem Útivist býður upp á um verslunarmannahelgina má nefna ferð 30. til 4. ágúst frá Djúpárdal í Núpsstaðarskóga. Þann 31. verður lagt af stað í fjögurra daga ferð um Laugaveginn. Þann 1. ágúst er farið i fjögurra daga ferðir til Bása, í Núpsstaðarskóga, frá Sveinstindi til Eldgjár og til Siglu- fiarðar. 2. ágúst verður svo lagt upp i þriggja daga ferð um Fimmvörðu- háls. Þá mun Útivist standa fyrir hjól- reiðaferð um Fjallabaksleið syðri um verslunarmannahelgina. Lagt er af stað að morgni laugardagsins 2. ágúst og næstu þremur dögum var- ið í stórbrotinni náttúru óbyggð- anna. Dagleiðir eru skipulagðar með það í huga að ferðin henti flest- um, enda flytja bílar farangur á milli staða. Ævintýrt á Vatnajökli Sportveíðimenn ... nú bcr vel í veiði! NÝ SENDINq AF VEIÐIVÖRUM >- Haglabyssur og Steyr-rifflar >- Haglabyssu- og riffiltöskur >- Qervi gæsir og endur ■>- Úrval af hagla-, riffil- og skammbyssuskotum >- Fjölnotahnífar > Vatnabátar og kanóar >- Qummíbátar >■ Veiðistangír > Veiðíhjól > Veiðijakkar > Vöðlur > Og margt fleira

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.