Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1997, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1997, Page 11
JL^’V MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 25 Bær III í Strandasýslu: Skessa spyrnti Grímsey frá - segir Bjami Guðmundsson Á Bæ III 1 Kaldrananeshreppi í Strandasýslu er að finna hina dæmigerðu bændagistingu. Þar eru fjögur tveggja manna herbergi og einnig er boðið upp á sumarhús með tveimur 5 manna íbúðum. Hægt er að fá morgunverð og stakar máltíðir ef pantað er. „Við erum búin að vera sjö ár með bændagistingu," segir Sóley Loftsdóttir á Bæ. „Þetta er vaxandi. Það fjölgar alltaf gestum. Stranda- sýsla er paradís. Hér eru mjög margir fallegir staöir sem hægt er að skoða.“ Ferðir í Grímsey Grímsey heitir stór eyja sem ligg- ur úti fyrir Bæ við mynni Stein- grímsfjarðar. Boðið er upp á siglingu út í eyjuna eða í kringum hana. „Það er þjóðsaga um það hvernig Grímsey varð til,“ segir Bjami Guð- mundsson á Bæ. „Það voru eitt sinn skessur sem ætluðu að moka Vest- fírðina frá. Ein var hérna megin og mokaði í Kollafjörðinn. Hinar mok- uðu í Gilsfirðinum. Svo komu þær sem voru að moka að sunnanverðu og ætluðu að vita hvernig henni gengi sem var að moka héma að norðanverðu. Þegar þær fóru að segja hvaö þær vom búnar að gera margar eyjar á Breiðafirðinum þá reiddist skessan sem var hér að norðanverðu og stökk yfir fjörðinn. Hún rak rekuna héma í malarhorn- ið og spymti eyjunni frá.“ Margt er að skoða í Grímsey. Þar er fjölbreytt fuglalíf og mikil gróður- sæld. Á suðvesturhominu em sér- kennilegir básar; Grýlubás, Birgisbás og Hellabás, en í þeim síðastnefnda er hellir. Þar var mjög gott skjól fyr- ir fé meðan það var haft í eynni. Bú- seta var í Grímsey til ársins 1932. Sóley Loftsdóttir og Bjarni Guðmundsson á Bæ III. ^eistaflug 'Qy, Þar sem fjölskyldan blómstrar í sólinni TodEa°^e PéJ/ö 'sk Sf Töframaðurinn létur Pðkus Fur<hilejkh Úsið Leiktæki fyrir börnin o.fo. o.fl. o.fl. o.fl. Frí tjaldstæði og aðgangur ókeypis Upplýsingar í síma 477 - 1377 http://www.eIdhorn.is/Neistaflug/ 15% staðgreiðslu- og greiðslu- kortaafsláttur og stighcekkandi birtingarafsláttur Smáouglýsfngar 550 5000 Vopnafjörður isrííEK œpg rifi JL» HINJASAIN AlfSTuRLANDS 7VT > » .n. Egilsitiðir Seyðisfjorður jf Neskaúpstaður Eskifjörður Minjasöfn á Austurlandi ^ ff? =/a{|E 3_ t'f ■' t/'\ : / : '/ / , Höfn Mörg minjasöfn é Austurlandi: Stríð og sjómennska Ef verið er á ferð um Austurland er upplagt að koma við í einhveiju af hinum merkilegu minjasöfhum sem þar er að finna. Á Höfn í Hornafirði er Byggða- safn Austur-Skaftafellssýslu. Hús safnsins, sem er við Hafnarþraut, var þyggt á Papósverslunarstað í Lóni árið 1864 en seinna flutt til Hafnar. í því er nú alhliða byggða- safh þar sem fræðast má um sögu byggðar og fólks í sýslunni. Þar er einnig náttúmgripadeild. íslenska stríðsárasafnið, sýning um tímabil seinni heimsstyrjaldar- innar frá íslenskum sjónarhóli, er á Reyðarfirði. Sjóminjasafn íslands er á Eski- firði. Það er til húsa I Gömlu-Búð, verslunarhúsi frá fyrri hluta 19. ald- ar sem stendur við Strandgötu. Þar em til sýnis minjar um sjósókn og aflavinnslu á Austfjörðum. Einnig eru þar minjar um byggðarsögu og atvinnulíf á Eskifiröi. í Neskaupstað er náttúrugripa- safn við Miðstræti. Þar má sjá fjöl- breytt safn fugla, steina, skelja og sjávardýra ásamt nokkrum af plönt- um og skordýmm. Tækniminjasafn Austurlands á Seyðisfirði fjallar um íjarskipti, ljós- myndun og lækningar. Það er í húsi sem var upphaflega íbúðarhús norska útgerðarmannsins Ottos Wathne. Á Egilsstöðum er Minjasafn Aust- urlands. Þar er að finna ýmsan fróð- leik um menningu og atvinnulíf í Múlasýslum frá fomöld til okkar daga. Þá er minjasafn á Bustarfelli í Vopnafirði. Bæjarhúsin em frá ýmsum tímum, þau elstu frá seinni hluta 18. aldar. Glimrandi gott ferðatœki með útvarpi, kassettu og geisla. Tilvalið í útileguna, sumarbústaðinn eða svifflugferðina. og tónlistin lifir Umboðsmenn um land allt: VESTURLAND: Hljómsýn, Akranesi. Kaupfélag Borgfirðinga, Borgamesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. VESTFIRÐIR: Rafbúð Jónasar Þórs, Patreksfirði. Póllinn, (safirði. NORÐURLAND: KF Steingrímsfjarðar, Hólmavík. KF V-Húnvetninga, Hvammstanga. KF Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. KEA, Dalvík. Bókval, Akureyri. Hljðmver, Akureyri. Öryggi, Húsavík. Urð, Raufarhöfn. AUSTURLAND: KF Héraðsbúa, Egilsstöðum. KF Vopnfirðinga, Vopnafirði. KF Héraðsbúa, Seyðisfirði. KF Fáskrúðsfjarðar, Fáskrúðsfirði. KASK, Djúpavogi. KASK, Höfn Homafirði. SUÐURLAND: Rafm. KR, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Örverk, Selfossi. Heimstækni, Selfossi. KF Árnesinga, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Rafborg, Grindavík. Raflagnavinnust. Sig. Ingvarssonar, Garði. Rafmætti, Hafnarfirði. Geislandi ferbafélagi VtWfRtR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.