Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1997, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1997, Qupperneq 28
28 helgarviðtalið K-k / LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 r Asgeir Sigurvinsson kominn heim ásamt fjöiskyldu eftir farsælan feril í Evrópu - og með sínar skoðanir á stöðu íslenskrar knattspyrnu: r íslenskir ríkisborgarar en eiga sína vini og skólafélaga í Þýskalandi. Seinna geta þau ákveðið hvorum megin þau vilja vera. Okkur leið mjög vel úti og við hefðum eflaust getað verið lengur. Við vorum bara komin að þeim tímapunkti að ann- aðhvort var að koma núna eða ekki. Ákvörðunin sem slík var ekki erfið. Maður var búinn að ákveða það sem polli að snúa alltaf heim.“ - Það kom aldrei til tals að flytja aftur til Eyja? „í upphafl stóð það alltaf til að fara þangað aftur. En eftir svona langan tíma í stórborgum eru Vest- mannaeyjar ekki beint það sem maður gæti hugsað sér, þrátt fyrir aila þeirra kosti. Eyjamenn vita það sjálfir að þeir búa ekki í stórborg en ég veit alveg hvað það er gott að vera í Vestmannaeyjum. Þetta snýst bara ekki um það heldur þá mögu- leika sem eru til staðar í Reykjavík hvað varðar atvinnu og annað.“ Gerist njósnari á Norð- urlöndum fyrir Stuttgart Talandi um atvinnumöguleika þá brennur það á þjóðinni að vita hvað Ásgeir ætlar að fara að gera hér á landi. Hann segir það óljóst eins og staðan sé í dag. Eitt sé þó ákveöið en það er nýlegur samningur sem Ásgeir gerði til þriggja ára viö Stutt- gart. „Ég hef tekið að mér að leita að og fylgjast með efnilegum leikmönn- um á Norðurlöndum fyrir félagið. Þetta er stórt svæði þannig að ég kem til með að þurfa að vera tölu- vert á flakki. Reynslan hefur sýnt síðustu ár að margir af fremstu knattspyrnumönnum Evrópu koma frá Norðurlöndum. Keppni stórlið- anna er mikil í að ná þessum leik- mönnum til sín ungum. Strákar frá Norðurlöndum eiga líka auðveldara með að laga sig að aðstæðum í Þýskalandi heldur en kannski jafn- aldrar þeirra frá Afríku eða Suður- Ameriku." Hefur rætt við KSÍ Annað starf á næstunni er óljóst, að sögn Ásgeirs. Hann hvorki játar því né neitar að hérlend félög hafi haft samband við sig upp á þjálfun að gera. Aðspurður hvort hann gæti hugsað sér að gegna formennsku í KSÍ ef eftir því yrði leitað segist hann engu geta svarað um það. „Ég held að sú staða komi ekki upp á næstunni. Undanfarið hef ég rætt töluvert við Eggert Magnússon um þann möguleika að ég komi til starfa hjá KSÍ. Þetta eru bara við- ræður og tíminn verður að leiða í ljós hvað úr þeim veröur." Á þessu sést að Ásgeir er orðvar maður, ætlar að halda okkur áfram í dálítilli spennu um hvað tekur viö hjá honum. Við víkjum því talinu næst að fortíðinni, upphafl atvinnu- mannsferilsins árið 1973 þegar Ás- geir fer fyrst út, aðeins 18 ára. Hann segist muna þetta líkt og gerst hafi í gær. Erfitt í fyrstu „Þá vissi ég nú lítið hvert ég var að fara,“ segir Ásgeir með sínu hæverska glotti. „Þetta var 3. ágúst ’73 að ég flaug tii Lúxemborgar með tvær fullar töskur af fötum og drasli. Þar átti að vera maður frá Standard í Belgíu til að taka á móti mér. Meira vissi ég ekki, um liðið vissi ég ekki neitt. Ég fór út með tveggja ára samning og þann mögu- leika að koma án allra skuldbind- inga heim eftir ár ef mér líkaði ekki dvölin. En ég vissi alltaf hvað ég vildi verða. Á þeim tíma var enginn annar íslendingur í atvinnu- mennsku í fótbolta og umfjöllunin um fótbolta var ekki nema hér inn- anlands. Maður vissi eitthvað um boltann í Englandi og þar með var það upptalið. Fyrstu mánuðina í Belgíu var þetta auðvitað erfitt, ég fór þarna einn, var meiddur i hné og tungumálið illskiljanlegt. Eftir það var þetta í lagi. Ég átti góðan fyrsta leik sem við unnum.“ Um framhaldið vita líklega flest- ir. Ásgeir var hjá Standard Liege næstu átta árin. Hann var lykilmað- ur og lauk verunni þar vorið 1981 með því að gerast belgiskur bikar- meistari. Frá Belgíu fór hann til Bayern Múnchen. Líkt og þegar hann yfirgaf Eyjamenn var hann meiddur þegar til stórliðsins kom. Ásgeir segir það hafa ráðið miklu um að hann náði sér ekki á strik með félaginu. Hann segist hafa náð einhverjum 17 leikjum á rúmlega einu tímabili en fékk þó medalíu fyrir bikarmeistaratitil! Ásgeir sá að hann var ekki í náðinni hjá þjálf- ara Bayem og fór fram á sölu. Ekki stóð á tilboðunum sumarið 1982. Þau bámst víða að. Hápunkturinn 1984 Ásgeir segist hafa ákveðið fljót- lega að taka boði Stuttgart, hann hefði ekki viljað fara frá Þýskalandi fyrr en hann væri búinn að sanna sig. Hjá Stuttgart sannaði hann sig heldur betur. Hann segir það ekki spurningu að hápunktur ferilsins hafi verið meistaratitillinn vorið 1984, fyrsti titill félagsins í 32 ár. Það ár var hann kjörinn besti leik- maður úrvalsdeildarinnar vestur- þýsku og íþróttamaður ársins á is- landi í annað sinn. í fyrra sinn eftir gott gengi með Standard áratug áður. Eftir titilinn 1984 gekk Stutt- gart áfram flest í haginn, lék til úr- slita í bikarkeppnum og m.a. í Evr- ópukeppni árið 1989 gegn Napolí. Alit þetta segir Ásgeir standa upp úr á löngum ferli. Síðasta leikinn með Stuttgart lék hann vorið 1990 og hefur eftir það starfað utan vafl- ar hjá félaginum í ýmsum verkefn- um. Þjóðverjar voru hrifnir af Ásgeiri og m.a. sjálfur keisarinn, Franz Bec- kenbauer, sagði að það væri synd að Síðasti sáns að snúa heim Hann segist vera alkominn heim til íslands eftir 24 ára fjarveru. Eyja- peyinn sem 18 ára lagði einn af stað út í óvissuna, aðeins með tvær ferða- töskur meðferðis, fullar affotum. Nú kemur hann til baka reynslunni ríkari ásamt fjölskyldu og búslóð sem rúmast í talsvert meira en tveim ferðatöskum. Við erum að sjálfsögðu að tala um Ásgeir Sigurvinsson, einn okkar allra fremsta íþróttamanna fyrr og síðar. Hann á að baki glæstan feril sem atvinnumaður í knattspyrnu á árunum 1973-1990 með þremur stórliðum í Evrópu; Standard Liege í Belgíu og þýsku liðunum Bayem Munchen og Stuttgart. Hann er sestur að í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni, Ástu Guðmundsdóttur, og börnum þeirra tveimur, Tönju, 14 ára, og Ásgeiri, 11 ára. Pau búa þessa dagana í Smáíbúðahverfinu en eru að leita sér að húsi í vesturbænum. Þar ætla þau að setjast að, Tanja komin í Hagaskóla og Ásgeiryngri í Melaskóla, og er á leiðinni í KR! Viö tókum hús á Ásgeiri í vik- unni, hann þá nýlentur eftir að hafa verið í Stuttgart síðustu vikumar við að ganga frá öflum lausum end- um. Það síðasta var að selja íbúðar- húsiö og afhenda þaö nýjum eigend- um. Með honum komu nokkrir ná- grannar hans og vinir til íslands og verða þeir hér fram yfir helgi. Þeir komu einkum til að sjá leik Eyja- manna og Stuttgart í Evrópukeppni bikarhafa og að sjáifsögðu einnig til að sjá ísland, fósturjörð nágrann- anna íslensku til margra ára. En skyldi Ásgeiri ekki finnast það skrítin tilfinning að vera kom- inn heim eftir öll þessi ár? „Jú, ég get ekki neitað því. Ann- ars er maður varla búinn að átta sig á þessu enn þá, svona nýkominn. Maður áttar sig sennilega á því eft- ir nokkurn tíma að maður er ekki lengur búsettur erlendis. Ég er spenntur yfir því að vera kominn heim. Eftir 24 ára útiveru getur ver- ið gott að stokka upp spilin og prófa eitthvað nýtt.“ Ásgeir segir þau hafa verið á síð- asta snúningi að snúa heim. Börnin em fædd og uppalin í Stuttgart og hefðu þau beðið lengur hefði heim- koman orðið enn erfiðari. Síðan eigi þau sína ættingja og vini hér á ís- landi. „Börnin hljóta að þurfa að fá að kynnast báðum löndunum. Þau eru „Menn viröast gleyma því aö þaö þurfi aö læra aö taka á móti bolta og koma honum frá sér til samherja," segir Ás- geir m.a. um íslenska knattspyrnu sem hann telur standa á nær sama punkti og fyrir 24 árum þegar hann geröist at- vinnumaöur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.